Tíminn - 16.11.1991, Blaðsíða 13

Tíminn - 16.11.1991, Blaðsíða 13
Laugardagur 16. nóvember 1991 HELGIN 21 Hið íslenzka fornritafélag hefur frá fyrstu tíð haft samvinnu um útgáfu og afgreiðslu bóka sinna við Bókaverzlun Sigfúsar Ey- mundssonar við Austurstræti og síðar Almenna bókafélagið. Nú hefur sú breyting á orðið, að Fornritafélagið hefur samið við Hið íslenzka bókmenntafélag um, að það taki við afgreiðslu fornritanna, og er þess vænzt, að það verði upphaf víðtækara sam- starfs þessara tveggja félaga. Þeir, sem eiga erindi við Hið íslenzka fornritafélag, skulu því snúa sér til afgreiðslu Bókmenntafélags- ins að Síðumúla 21, en þar munu félagsmenn Bókmenntafélagsins njóta verulegs félagsmannaaf- sláttar af kaupum fornritanna. Auk þess fást ritin að sjálfsögðu í öllum helztu bókaverzlunum. Hið íslenzka fornritafélag var stofnað árið 1928. Tilgangur þess var skv. 1. gr. félagslaganna „...að láta gera vandaða útgáfu allra helztu íslenzkra fornrita og end- urnýja hana eftir þörfum." Gerð var áætlun um, f hvaða röð fornritin skyldu koma út, fyrsta bindi fornritanna skyldi vera íslendingabók og Land- náma og síðan íslendingasögur, raðað í bindi eftir landshlutum, þar sem sögurnar gerast, byrjað á Borgarfjarðarsögum og síðan haldið vestur og norður um land, til Austfjarða og suður og endað á sögum, sem gerast í grennd við Reykjavík, næst skyldu koma Sturlunga saga, Biskupa sögur, lög, Eddurnar, fornaldarsögur og konungasög- ur. Tímaröðinni hefur að vísu ekki verið haldið, fyrsta bindið, sem kom út, Egils saga (1933), var nr. II í ritröðinni, en með því bindi, sem kemur út nú, er fjórtán binda hlutinn allur kominn út, þ. e. fslendingasögurnar. En samhliða hafa komið út bindi konungasagna, Orkneyinga saga, Heimskringla í þremur bindum, Danakonunga sögur og Fagur- skinna. Alls hefur Hið íslenzka fornrita- félag gefið út tuttugu bindi á 63ja ára starfsferli sínum, og nú er unnið að útgáfu Biskupa sagna, og væntanlega verður hafizt handa við Sturlungu og Eddurnar innan skamms. Það hefur frá upphafi verið meginmarkmið Fornritafélags- ins, að vandað skyldi í hvívetna til útgáfu bóka þess, svo að til fyrirmyndar mætti verða, og yrðu þær þó sniðnar við almenn- ings hæfí. Þessari stefnu hefur tekizt að halda, enda hefur reyndin ætíð orðið sú, að aðrar útgáfur fornritanna, sem síðar hafa komið, hafa byggt á útgáf- um Fornritafélagsins. Fyrsti forseti Hins íslenzka fornritafélags var Jón Ásbjörns- son hæstaréttardómari, og með honum í stjórn voru þeir Matthí- as Þórðarson þjóðminjavörður (ritari), Pétur Halldórsson, síðar borgarstjóri, (gjaldkeri) og með- stjórnendur þeir Ólafur Lárus- son prófessor og Tryggvi Þór- hallsson forsætisráðherra. Fyrsti útgáfustjóri félagsins var Sigurður Nordal prófessor, og gaf hann út fyrstu söguna, Egils sögu. Markaði hann með henni útgáfustefnuna, sem síðan hefur verið fylgt. Núverandi stjórn Fornritafé- lagsins skipa: Jóhannes Nordal, forseti, Baldvin Tryggvason, rit- ari, Óttarr Möller, gjaldkeri, og meðstjórnendur þeir Andrés Björnsson og Jónas Kristjáns- son. -aá. Eins og fram kemur í frétt- inni hér með af útkomu Harðar sögu og fleiri ís- lendingasagna, er örnefnum og örnefnasögnum í sögun- um miklu meiri gaumur gefínn hér en áður hefur gerzt í útgáfum íslendinga- sagna. Getur Þórhallur Vil- mundarson prófessor þess í niðurlagi formála síns, að eftir að hann tók að vinna að útgáfunni hafí tekið að sækja á sig efasemdir um, að hefðbundinn skilningur á uppruna og merkingu fjölda örnefna, sem gegna svo miklu hlutverki í mörgum sagnanna í þessu bindi, væri réttur. Prófessor Þór- hallur segir: „Af þessum sökum taldi ég óhjákvæmi- legt að kanna íslenzk ör- nefni nánar en gert hefur verið og hóf því víðtækar örnefnarannsóknir um allt land, en Ömefnastofnun Þjóðminjasafns, sem ég veiti forstöðu, var sett á fót 1969. í Grímni I-II hef ég leitazt við að skýra sum ör- nefnanna, sem koma fyrir í þessu bindi, og opna leið til nýs skilnings á öðrum, sem fjallað er um í formálanum hér að framan...“ Til fróðieiks eru birt hér með tvö sýnishorn örnefna- skýringa Þórhalls, skýring á Sölvahamri hjá Arnarstapa á Snæfellsnesi úr formála Bárðar sögu og á Ketil- bjamarhlaupi í Reykhóla- sveit úr formála Þorskfirð- inga sögu. Fótspor Ketilbjamar í klettinum í Reykhólasveit, sporöskjulaga eftir heila fótinn t. v. og kringlótt eftir stúfinn t. h. KETILBJARNARHLAUP Ketilbjöm Gillason var vanur að hlaupa yfír Naðurdalsá hjá Munaðstungu á steini, þar sem síðan heitir Ketilbjamarhlaup. Þegar hann hljóp undan Steinólfi, fótaði hann sig ekki á steininum og stökk aftur yfír ána, en þá hjó Steinólfur af honum fótinn í ökklalið. Ekki verður nú séð, hvar þetta hlaup á að hafa verið yfir ána, enda fellur hún á eyrum út frá bænum. AJI- nokkm ofar með ánni og spölkom vestan hennar, ofan við Ásmundarhól, er hins vegar klettaröðull, sem á síðari tímum er nefndur Ketilbjamarhlaup, -stig eða -stíg- ur (-stig hefur auðsjáanlega breytzt í -stíg- ur). Kletturinn er nær tveggja metra hár, þar sem hann er hæstur, og ofan í hann eru tvær djúpar og þröngar holur, önnur kringlótt, en hin sporöskjulaga, með um sex metra millibili, trúlega skessukatlar frá lokum ísaldar. Sú sögn fylgir, að þetta séu fótspor Ketilbjarnar, annað eftir heila fótinn, hitt eftir stúfinn.1 Líklegt er, að hér sé að finna kveikju sagnarinnar um fóthöggið og hlaup Ketilbjarnar, en stað- setningin hafi skolazt til í Þorskfirðinga sögu eða sögumaður hafi fært atburðinn til í þvi skyni að tengja hann ánni. Þar sem no. ketill getur merkt „þröng og djúp laut, sbr. skessuk(etill)" (Orðabók Menn- ingarsjóðs), er erfitt að verjast þeirri hugsun, að þetta samnafn sé fyrsti Iiður umrædds ömefnis. Kletturinn kann þá í öndverðu að hafa heitið *Ketilbjarg eða - bjgrg og *Ketilbjarga- orðið Ketilbjam- arhlaup, sbr. Valabjarga- > Valbjargar- > Valbjamargjá hjá Valahnúk á Reykja- nesi.2 1) Sjá Kálund I, 513-14; Safn t. s. ísl. II, 585 (þar er skakkt lýst staðháttum); Árbók Fornl. 1899, 8-9; Árni Óia: Landið er fagurt, 231-32. 2) Hugsanlegt er og, að tvístofna manns- nafn sé spunnið út frá einum lið örnefnis, sbr. í þjóðsögum Hlaðgerður í Hlöð(k)ufetli (Þjóðs. J. Á.2 I, 202), Borghildur íÁlfaborg (s. r. I, 9-10) og Bergþór, sem klappaði sýruker f berg á Bergsstöðum (s. r. I, 202) Sölvahamar hjá Arnarstapa á Snæfellsnesi meö sölvafjörunni SÖLVAHAMAR Sölva, bróður Rauðfelds, kastaði Bárður ofan fyrir Sölvahamar (þeir bræður eru sagðir hafa verið ellefu og tólf vetra), en í Land- námu er ófeðraður Sölvi sagður hafa numið land milli Hellis og Hraunhafnar (eða Hellis- hrauns og Sleggjubeinsár samkvæmt Hauks- bók) og búið að Brenningi, en síðar á Sölva- hamri. Ólafur Lárusson telur óhugsandi, að þar hafi verið búið, enda ekkert túnstæði, auk annarra annmarka.1 Hamarinn dregur að öllum líkindum nafn af sölum (palmaria pal- mata; rhodymenia), enda er sölvafjara á Arn- arstapa2 einmitt undir Sölvahamri.3 í Landnámu er komizt svo að orði, að Sölvi landnámsmaður hafi búið „síðar á S^lva- hamri, því at hann þóttisk þar vera gagnsam- ari“ (Sturlubók) eða „fleiri manna gagn“ (Hauksbók), en í Þórðarbók (eftir Melabók) segir, að Sölvi hafi búið „at hamri þeim, sem nú heitir S^lvahamarr, ok var margra manna gagn.“ (ísl. fornr. I, 104-05). Sölvatekja tald- ist til hlunninda jarðar, en gagn (gögn) er þekkt orð um nytjar eða hlunnindi (sjá Fritzner). Lúðvík Kristjánsson notar no. sölvagagn í merkingunni „sölvatekja, -not“ (sjá ísl. sjávarh. I, 60, 63, 69-72). Þegar þessa er gætt, virðist líklegt, að í frásögn Land- námu hafi sölvagagnið undir Sölvahamri breytzt í Sölva, hinn gagnsama landnáms- mann á Sölvahamri. Undir þá sagnmyndun hafa trúlega ýtt sagnir um gestrisna Iand- námsmenn og -konur: Langaholts-Þóru og Geirríði í Borgardal, báðar á Snæfellsnesi, og Þorbrand örrek í Skagafirði (sjá Landnámu). 1) Sjá Ól. Lárusson: Landnám á Snæfellsnesi (1945), 81-83, sbr. Árbók Ferð. 1982. 81-82. 2) Jarðabók Á. M. V, 158, sbr. Lúðv. Kristj.: fsl. sjávarh. I, (1980), 46-47. 3) Að sögn Karólfnu Kolbeinsdóttur frá Arnar- stapa (f. 1909).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.