Tíminn - 16.11.1991, Síða 14
22
HELGIN
Laugardagur 16. nóvember 1991
SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL
Robert Steptoe
var í stöðu sem
hann hefði án efa
misst, ef upp
hefði komist að
hann var
samkynhneigður.
Hann neyddist
því til að íeggja
lag sitt við
svikara og
vændiskarla,
sem að lokum
varð honum að
fjortjom
Hús Steptoes var í svokölluðu góðu hverfi og nágrannar hans fylgdust grannt með gestakomum.
TVÖFALT LÍF SKÓLA
STJÓRANS
Kennslukona nokkur við framhaldsskóla í Washingtonborg hafði
reynt í fimm daga að ná sambandi við skólastjóra skólans, en sím-
inn stöðugt verið á tali. Það hvarflaði að henni að hann hefði farið
að heiman í jólafríinu, sem hafði hafist þann 21. desember, og lagt
símann skakkt á, en taldi það ólfldegt þar sem skólastjórinn annað-
ist fatlaðan ættingja sinn sem bjó hjá honum.
Að lokum greip kennslukonan til þó nokkurn tíma.
þess ráðs, þann 26. desember, að
fara heim til skólastjórans til að ná
af honum tali. Fatlaða frænkan kom
til dyra og hún spurði eftir skóla-
stjóranum.
„Hann er veikur,“ sagði frænkan.
„Má ég koma inn?“ spurði kennslu-
konan þá.
Frænkan hristi höfuðið. Hún var
tortryggin í garð alls og allra og
greinilegt að engrar samvinnu var
að vænta frá henni, því fötlun henn-
ar var mikil andlega. Svo kennslu-
konan hvarf á brott.
Póstur og sími taka til
sinna ráða
Hún var þó ekki ánægð með gang
mála og ákvað að grípa til frekari að-
gerða. Ef Steptoe skólastjóri var
veikur, hvernig stóð þá á því að sím-
inn hafði verið á tali svo dögum
skipti? Kannski að hann þyrfti á að-
stoð að halda? Hún ákvað því að
hringja á símstöðina og láta kanna
númerið.
Skömmu síðar birtist símvirki á
tröppunum hjá skólastjóranum. En
frænkan vildi ekki hleypa honum
inn heldur. Símvirkinn fór í skrár
símafélagsins og hafði samband við
aðra frænku Steptoes og skýrði
henni frá aðstæðum.
Sú hraðaði sér heim til Steptoes og
frænkan gat varla annað en hleypt
henni inn.
Konan gekk um húsið. Þegar hún
kom að svefnherbergi Steptoes rak
hana í rogastans. Á gólfmu, að hálfu
leyti inni í herberginu og að hálfu
leyti frammi á ganginum, Iá
Steptoe.
Hann var á nærfötunum og um
háls hans var snúra sem hert hafði
verið að. Andlit hans var marið og
blóðugt.
Augljóst var við fyrstu sýn að mað-
urinn var látinn. Og lyktin gaf til
kynna að hann hafði verið látinn í
Fatlaða frænkan var illa á sig kom-
in. Hún var ekki fær um að sjá um
sig sjálf og hafði því ekkert fengið að
borða eftir að frændi hennar lést.
Lögreglan var næsti gestur sem
barði að dyrum. Fyrst komu al-
mennir lögreglumenn til að kanna
vettvang og sáu strax að þetta var
mál fyrir morðdeild. Þeir gerðu þær
ráðstafanir, sem gera þurfti til að
vernda vettvang glæpsins, og köll-
uðu síðan til starfsmenn morðdeild-
ar, sem komu á staðinn fyrr en varði.
Hæfur og gáfaður
maður
Steptoe hafði verið talinn mjög
hæfur kennari og skólastjóri og vel
látinn bæði af samkennurum sínum
og skólayfirvöldum borgarinnar.
Steptoe hafði búið alla sína ævi í
Washington. Hann hafði útskrifast
úr kaþólskum háskóla og unnið við
kennslu þar til hann var skipaður
skólastjóri. Hann var 56 ára gamall
og ógiftur og barnlaus.
Formaður skólanefndarinnar átti
ekki orð til að lýsa ánægju sinni með
skólastjórann. „Hann var góður
fræðimaður, hafði frábæra kímni-
gáfu og mjög skarpur. Hann hélt
uppi góðum aga og sætti sig ekki
nema við það besta frá nemendum
sínum."
Fyrrverandi aðstoðarfræðslustjóri,
sem mælt hafði með Steptoe í stöð-
una, sagði: „Hann var frábær kenn-
ari sem gerði miklar kröfur. Hann
var sjálfstæður í starfi og lét hvorki
skólayfirvöld né foreldra nemenda
ráðskast með sig.“
En ekkert hafði enn komið upp á
yfirborðið sem skýrði hvers vegna
þessi hæfi og vel gefni maður hafði
verið myrtur.
Tvöfalt líf
Krufning leiddi í ljós að hann hafði
látist af völdum kyrkingar og höfuð-
högga. Tálið var að hann hefði látist
12 til 36 klukkustundum áður en lík
hans fannst.
Frænka hans, sem bjó hjá honum,
gat engar skýringar gefið. Hún var
það illa fötluð að þó svo að hún hefði
orðið vitni að morðinu, gat hún ekki
skýrt frá því.
Nágrannarnir höfðu heldur ekki frá
neinu að skýra. Sumir þeirra höfðu
kvartað yfir atburðum sem áttu sér
stað í húsi Steptoes, en vissu ekkert
um hvað átt hefði sér stað nú.
Við húsleit hjá skólastjóranum
fundust mörg hommatímarit og
myndbönd af sama toga. Þessi fund-
ur leiddi lögregluna á vissa slóð. lál-
ið var að einhver, sem átt hefði í
kynferðislegu sambandi við Steptoe,
hefði orðið honum að bana.
Samstarfsmenn hans við skólann
komu af fjöllum. Skólastjórinn hafði
haldið í jólafrí þann 21. desember
eins og allir aðrir, og eftir það vissu
menn ekkert um athafnir hans.
En lögreglumennirnir vonuðust til
að hafa komist yfir vísbendingu þeg-
ar þeir fundu kvittun fýrir áfengi
heima hjá Steptoe. Kvittunin var
dagsett þann 24. desember. Lög-
reglumenn fóru í áfengisverslunina
og sýndu kvittunina, í þeirri von að
einhver myndi eftir Steptoe og þá
hugsanlega í fylgd með öðrum. En
ekki voru þeir svo heppnir.
Bfll Steptoes, Nissan Sentra árgerð
1985, var horfinn, og lét lögreglan
lýsa eftir honum.
Blaðamenn voru önnum kafnir við
að grafa upp það sem þeir gátu hjá
nágrönnum og öðrum um hinn
látna.
Einn nágranni skýrði svo frá að
Steptoe hefði verið einrænn og
stundum hefðu liðið heilu vikurnar
án þess að til hans sæist. En það,
sem nágranninn var mest hissa á,
var félagsskapurinn sem skólastjór-
inn valdi sér.
„Um helgar komu stundum til hans
menn sem helst litu út fyrir að vera
glæpamenn. Þetta voru margir
hverjir mjög hörkulegir náungar.
Þeir sáust kannski einu sinni til
tvisvar, en þá birtust nýir.“
„Ég hálfvorkenndi honum," hélt
nágranninn áfram. „Það var eins og
James E. Baker laug fyrst til nafns og reyndi síðan að koma eigin
glæp yfir á vin sinn.
hann væri að leita eftir einhverju
sem hann aldrei fann, einhverri
hamingju eða tilgangi í lífinu. Hann
var svo einmana að það var áþreifan-
legt.“
„Það komu alltaf öðru hverju ung-
ir menn að heimsækja þennan
gamla piparsvein," sagði annar ná-
granni.,Aidrei konur eða aðrir gest-
ir. Okkur fannst hann dálítið ein-
kennilegur, því hann hafði ekkert
samband við nágrannana eða tók
þátt í félagslífi hverfisins."
Þegar farið var nánar ofan í kjölinn,
kom í ljós að borgarráðsmaður
nokkur hafði fariö fram á að húsleit
væri framkvæmd heima hjá Steptoe.
Ástæðan var að honum hafði borist
til eyrna að skólastjórinn umgengist
fólk í frístundum sem engan veginn
hæfði stöðu hans. Borgarfulltrúinn
óttaðist að eitthvað misjafnt kæmi í
ljós um Steptoe, sem gæti komið
skólayfirvöldum Washington í
bobba.
Húsleitin var gerð, en ekkert fannst
sem bent gæti til þess að siðferði
skólastjórans væri á nokkurn hátt
ábótavant. Þeir, sem húsleitina
framkvæmdu, viðurkenndu þó að
þeir hefðu engan veginn lagt sig alla
fram, því lögreglan hefði allajafna
mikilvægari hlutum að gegna en
grafast fyrir um siðferði opinberra
starfsmanna.
Banvænn feluleikur
Sálfræðingur lögreglunnar sagði
að morðið á Steptoe væri talandi
dæmi um þá hættu sem laumu-
hommar væru í, þegar samfélagið
viðurkenndi ekki kynhneigð þeirra.
„Það er greinilegt að staða hans
leyfði ekki að hann gæti verið eðli
sínu samkvæmur og staðið í sínum
samböndum á opinskáan og ábyrgan
hátt. Þetta hefur leitt til þess að
hann hefur leitað á náðir svikara og
vændismanna, sem margir hverjir
eru hættulegir. Honum var þröngv-
að inn í aðstæður sem að lokum
urðu banvænar," sagði sálfræðing-
urinn og ennfremur að þetta væri