Tíminn - 16.11.1991, Side 15

Tíminn - 16.11.1991, Side 15
Laugardagur 16. nóvember 1991 HELGIN 23 SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL Robert Steptoe var vel metinn og menntaður skólastjóri. Fordóm ar samfélagsins urðu honum óbeint að bana. ekki fyrsti samkynhneigði maður- inn sem hefði mætt dauða sínum við þessar aðstæður. Bíllinn fínnst En þá hljóp á snærið hjá lögregl- unni. Bfll Steptoes fannst þar sem honum hafði verið lagt við vegar- brún og í honum voru tveir ungir menn. Þeir voru samstundis handteknir. Þegar þeir spurðu hverju handtakan sætti, var þeim sagt að í fyrsta lagi væru þeir í stolnum bfl og í öðru lagi óskaði morðdeildin eftir að eiga við þá orð. Annar ungu mannanna varð ger- samlega miður sín við þessar fréttir og mótmælti hástöfum, en hinn hélt ró sinni til fulls. Sá rólegi kynnti sig sem Kenneth Baker, en æsibelgurinn kvaðst heita Umberto Locke. Þegar á lögreglustöðina var kom- ið, byrjaði lögreglan á að yfirheyra Umberto Locke. Hann kvaðst ekkert vita, hvorki um bflþjófnað né morð. Hann sagði að James Baker hefði boðið sér far og þar með væri hans hlutdeild í málinu upptalin. Lögreglunni brá í brún og spurði hvort maðurinn héti ekki Kenneth Baker. En Locke stóð á því fastar en fótunum að hann héti James. „Ef hann hefur sagt ykkur að hann heiti Kenneth, þá er hann sko ekki að segja satt,“ sagði Locke ákveðinn. í ljós kom að Locke sagði satt, fé- lagi hans hét James Baker. Á hann voru handtökuskipanir vegna fíkni- efnamála og þjófnaðar. Þegar Baker byrjaði að tala sagði hann að sá, sem hefði haft yfirráð yf- ir bflnum og bæri ábyrgð á þeim vandræðum, sem hann og Locke væru komnir í, héti Drew Woodrow og væri vinur sinn. Baker sver af sér glæpinn Drew var samstundis handtekinn og færður á lögreglustöðina. Lögreglan hélt áfram að þjarma að Baker og spurði hann hvaða kynni hann hefði haft af Robert Steptoe. „Ég var í húsinu," sagði Baker, „en það var Woodrow sem drap hann.“ Lögreglan spurði þá hvort hann hefði séð Steptoe myrtan og Baker játaði því. Þegar lögreglan bar þetta upp á Woodrow, harðneitaði hann að hafa verið í húsi Steptoes. Hann kvaðst ekki vita hvar hús hans væri, hvað þá annað. „Þá skalt þú segja okkur hvað gerð- ist,“ sagði lögreglumaðurinn sem yfirheyrði hann. Woodrow sagðist þá hafa hitt Bak- er, sem þá ók bifreið Steptoes. Baker bauð honum í bfltúr, sem hann þáði. Woodrow kvaðst hafa spurt Baker hvar hann hefði fengið bflinn og Baker þá sagst vera með hann í láni. „Hefurðu nokkurn tíma komið inn í hús Roberts Steptoe?" „Ég var búinn að segja ykkur að ég hef aldrei stigið þar inn fæti,“ sagði Woodrow. „Lýstu því sem gerðist eftir að þú fórst inn í bflinn hjá Baker." Woodrow lýsti þá í smáatriðum því sem gerst hafði. Hann skýrði lögreglumönnunum einnig frá athöfnum sínum sólar- hringinn áður en hann hitti Baker. Lögreglan náði nú í kærustu Bak- ers og yfirheyrði hana. Hún skýrði frá því að þó svo að hún hefði aldrei komið inn í hús Steptoes, hefði hún oft farið þangað og beðið í bflnum fyrir utan á meðan Baker fór inn. Hún sagði lögreglunni líka frá því að hún hefði ekið um í bifreið Steptoes með Baker, eftir að hann fékk hana í hendur. Morð, fíilsun og þjófnaður Eftir að hafa hlýtt á sögu stúlkunn- ar kærði lögreglan Baker fyrir morð, bflþjófnað og fölsun. Woodrow og Locke voru kærðir fyrir afnot af bif- reið í heimildarleysi. í málsskýrslum var tekið fram að Baker hefði átt kynmök við Steptoe gegn greiðslu og notað tækifærið til að myrða Steptoe og stela frá hon- um. Fölsunarkæran var byggð á því að ávísanir úr hefti Steptoes höfðu komið fram og greinilegt var að hann hafði ekki undirritað þær sjálf- ur. Rithandarsýnishorn leiddu í ljós að Baker hafði undirritað ávísanirn- ar. Einnig kom fram að Baker hefði verið undir áhrifum fíkniefna er hann var handtekinn. Skór fundust heima hjá Steptoe sem reyndust vera eign Bakers. Við handtökuna var hann í góðum skóm af Steptoe, en Baker hélt því fram að hann hefði gefið sér þá. Énginn var til frásagnar um að svo hefði ekki verið. Þegar saga Woodrows var könnuð nánar, kom í ljós að allt, sem hann hafði sagt, var sannleikanum sam- kvæmt. Hann hafði óhrekjanlega fjarvistarsönnun og um leið og það hafði fengist staðfest, voru allar kærur gegn honum felldar niður. Umberto Locke virtist einnig hafa sagt sannleikann. Hans eini glæþur var að hafa verið á röngum stað á röngum tíma. Lögreglan komst að þeirri niðurstöðu að hann hefði alls óvitandi um hvað gerst hefði, þegið far hjá Baker og þannig lent í hönd- um lögreglunnar. Hann var líka laus allra mála. Vægur dómur Það var ekki fyrr en þann 4. október 1990, eftir nærri tveggja ára málþóf, að mál Bakers kom fyrir rétt. Hann var fundinn sekur um manndráp, fölsun og þjófnað. Dómurinn, sem hann fékk, var fimm til fimmtán ára fangelsi fyrir manndráp, eitt til þrjú ár fyrir fölsunina og tvö til sex ár fyr- ir þjófnaðinn. Þegar saksóknari var spurður hvernig á því stæði að lokaákæran hefði hljóðað upp á manndráp en ekki morð, sagði hann: „Mál okkar var ekki nægilega sterkt. Við höfðum ýmislegt undir höndum sem benti til þess að Baker hefði myrt Steptoe. Hann gat til dæmis lýst því hvernig Steptoe hafði verið myrtur og lýst heimili hans innanstokks. En fyrir utan frænku hans, sem var ófær um að skýra frá því sem hún sá, höfðum við enga sjónarvotta." ENN STÆRRI OG BETRI VERSLUN ALLT í JÓLAPAKKANN Full af nýjum vetrarvörum

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.