Tíminn - 23.11.1991, Blaðsíða 1
Litli, Ijóti andarunginn að
Islands
hraustu
karlmenni
með gull
í vöðvum
Kraftlyftingamenn hafa verið „litli, Ijóti andarunginn“ í íslensk-
um íþróttum, verið ásakaðir um lyfjaát og staðið höllum fæti
fjárhagslega með Kraftlyfingasambandið gjaldþrota. Ljóti and-
arunginn hefur þó sýnt tilburði til að verða svanur og ótrúleg
afrek þriggja íslenskra kraftlyftingamanna á heimsmeistaramót-
inu í Svíþjóð á dögunum, þar sem íslendingar eignuðust tvo
heimsmeistara, hafa ýtt undir þá þróun. Við ræddum þessi mál
við Hjalta „Úrsus“ Árnason, sem dregur ekkert undan.
• Blaðsíður 8 og 25
svanur?
Fákur verður íþróttafé/ag og fær aðgang að sjóðum Reykjavfkur:
Nafnbreyting þýðir
byltingu í rekstri
iBEa
Hestamannafélagið Fákur ákvað á dögunum að breyta nafni sínu í hesta-
íþróttafélagið Fákur. Þessi nafnbreyting og þar með breyting á skilgreiningu
félagsins gæti stórbætt rekstrargrundvöll þess, því sem íþróttafélag fær fé-
lagið aðgang að sjóðum sem því voru áður lokaðir. Breyting af þessu tagi
er nú til skoðunar hjá hestamannafélögum víða um land, en áður hefur
hestaíþróttafélagið Hörður í Mosfellsbæ tekið þetta skref.
• Blaðsíða 2
BLAÐAUKI UM TONLIST