Tíminn - 23.11.1991, Blaðsíða 5
Laugardagur 23. nóvember 1991
Tíminn 5
Nefnd, sem kannar úrsögn Islands úr
hvalveiðiráðinu, skilar skýrslu:
Niðurstaðan
varð úrsögn
Nefnd, sem sjávarútvegsráðherra skipaði í yor til þess að yfírfara
ýmsa þætti er lúta að hugsanlegri úrsögn íslendinga úr Alþjóða-
hvalveiðiráðinu, leggur til að ísland segi sig úr ráðinu. Nefndin tei-
ur ógerlegt að fuliyrða um viðbrögð annarra ríkja við úrsögn íslands
úr hvaiveiðiráðinu, en telur vissa hættu á að seljendur íslenskra
fískafurða og fyrirtæki í ferðaþjónustu verði fyrir óþægindum vegna
úrsagnarinnar.
Sjávarútvegsráðherra var afhent
skýrslan í gaer. Hann mun leggja
hana fyrir ríkisstjórnina á þriðjudag
í næstu viku og er reiknað með að
stjórnin taki ákvörðun í málinu á
næstu vikum.
í nefndinni áttu sæti Einar K. Guð-
finnsson alþingismaður, Guðmund-
ur Einarsson lífeðlisfræðingur,
Guðmundur Eiríksson þjóðréttar-
fræðingur, Jóhann Sigurjónsson
sjávarlíffræðingur, og Kjartan S.
Júlíusson deildarstjóri. Formaður
nefndarinnar var Einar K. Guð-
finnsson. Nefndin leitaði álits hjá
fjölda hagsmunaaðila, auk þess sem
fyrir hana voru lagðar ályktanir frá
samtökum og stjórnum.
Flestir, sem nefndi leitaði til,
mæltu með úrsögn. Sölumiðstöð
hraðfrystihúsanna telur hins vegar
varhugavert að ísland segi sig úr
hvalveiðiráðinu. Sölustofnun lag-
metisins óttast að úrsögn gæti verið
túlkuð sem skref í átt til hvalveiða
og leitt til aðgerða umhverfissam-
taka gegn kaupendum lagmetis.
Flugleiðir og Utflutningsráð eru
sammála um að ákvörðun um úr-
sögn gæti leitt til þess að jákvæð
ímynd íslands í umhverfismálum
biði hnekki og valdið skaða.
Nefndin telur engar líkur á að
hvalveiðiráðið muni í framtíðinni
taka tillit til álits vísindanefndar
ráðsins og leyfa takmarkaðar hval-
veiðar. Nefndin telur að hagsmunir
íslenskrar þjóðar, sem byggir af-
komu sína á skynsamlegri nýtingu
lifandi auðlinda sjávar, séu engan
veginn tryggðir með þátttöku í
störfum Alþjóðahvalveiðiráðsins,
eins og starfsemi þess og skipan
mála er háttað í dag. „Því miður
sýnist eina færa leiðin til að knýja
fram breytingar þar á, vera formleg
úrsögn úr því. Úrsögn íslands gæti
án efa stuðlað að umræðum um
bætta starfshætti innan ráðsins,
þannig að innganga í ráðið á ný
kynni síðar að verða fýsilegur kost-
ur,“ segir í nefndarálitinu.
Til að íslendingar geti hafíð hval-
veiðar að nýju, verða þeir að gerast
aðilar að nýrri stofnun um nýtingu
auðlinda hafsins. Nefndin telur ekki
óeðlilegt að ísland hafí frumkvæði
að stofnun samtaka þjóða á N-Atl-
antshafi.
Nefndin telur útilokað að fullyrða
um hver yrðu viðbrögð við úrsögn
íslands úr hvalveiðiráðinu. „Vegna
reynslu fýrri ára, er það skoðun
nefndarinnar að ekki sé unnt að
horfa framhjá þeim möguleika, að
gripið verði af minnsta tilefni til
áróðurs gegn íslandi og íslenskum
framleiðsluvörum, af einstökum
hvalfriðunar- eða þrýstihópum.
Hvort úrsögn ein út af fýrir sig kalli
á slík viðbrögð, er ekkert hægt að
fullyrða um.“
Nefndin telur að íslensk stjórnvöld
verði að vera tilbúin til að bregðast
við slíkum áróðri, t.d. með auglýs-
ingum og skipulagðri fræðslustarf-
semi.
-EÓ
Milljónatjón varð
í bruna á Selfossi
Frá Sigurði Boga Sævarssyni, fréttarit-
ara Timans á Selfossi.
Milljónatjón varð á Selfossi í
fyrrinótt þegar húsið að Eyrar-
vegi 59 brann. Þetta er stálgrind-
arhús þar sem þrjú fyrirtæki hafa
haft aðstöðu sína til þessa, þar á
meðal eina fískbúðin á Suður-
landi.
Slökkviliðið var kallað út rúmar
20 mínútur í fjögur í fyrrinótt. Þá
var mestur eldur í vesturenda
hússins, en þar er fiskbúðin til
húsa. Það tók slökkviliðið um tvær
klukkustundir að ráða niðurlögum
eldsins. Mestar skemmdir urðu í
vesturenda hússins þar sem fisk-
búðin var. Vörubirgðir hennar eru
ónýtar, þar á meðal Þorláks-
messuskatan sem Guðmundur
Hansson fisksali var nýlega búinn
að setja í kæsingu. Þak hússins er
ónýtt.
Lögreglan í Árnessýslu og RLR
vinna sameiginlega að rannsókn
eldsupptaka. Hergeir Kristgeirs-
son lögreglufulltrúi vildi ekkert
segja um málið annað en að það
væri í rannsókn.
{ húsinu voru, auk fiskbúðarinn-
ar, byggingafýrirtæki og gröfu-
þjónusta. Óverulegar skemmdir
urðu þar, ef frá eru taldar reyk- og
vatnsskemmdir.
Borgin seldi skuldabréf upp á rúman milljarð í Landsbankanum í sumar. Sigrún Magnúsdóttir:
Versnandi staða þrátt
fyrir 762 m.kr. „búbót“
Sem svar við fýrirspum í borgarstjóm
kom fram að yfirdráttur borgarinnar í
Landsbanka þann 1. nóvember nam
tacpum tveim milljöröum króna, sem er
um það bil 500 miHjónum króna meira
en á sama tíma í fýrra, þrátt fýrir að
Reykjavíkurborg hefði í laumi framselt
skuldayfiriýsingu ríkisins vegna þjóð-
vegaframkvæmda.
Sigrún Magnúsdóttir, borgarfulltrúi
Framsóknarflokksins, segir að þetta sýni
best hve staða borgarinnar fari versn-
andi. Hún gagnrýnir vinnubrögð sjálf-
stæðismeirihlutans harðlega.
Það kom fram á borgarstjómarfúndi sl.
miðvikudag, sem svar við fýrirspum, að
yfirdráttur Reykjavíkurborgar á hlaupa-
reikningi 1.11.1991 var um 500 milljón-
um króna hærri en á sama tíma árið áð-
ur. Yfirdrátturinn nam um 1919 milljón-
um króna.
Fyrirspum Sigrúnar Magnúsdóttur er
til komin vegna fréttar í DV á laugardag,
en þar segir að yfirdráttur borgarinnar
hjá Landsbankanum nemi um 2,9 millj-
örðum króna.
í svari við fýrirspum Sigrúnar Magnús-
dóttur kom fram að Reykjavíkurborg
hafi selt skuldaviðurkenningu ríkisins,
sem dagsett er 3. apríl 1991, vegna fram-
kvæmda við þjóðvegi í Reykjavík. Heild-
arskuldin vegna þeirra framkvæmda var
1.025 millj. kr. og skal skuldin greiðast á
gjalddögum í júlímánuðum áranna
1992-1996. Skuldayfirlýsingin var fram-
seld íLandsbankanum 1. júlí 1991 ogvar
raunvirði hennar miðað við kjörvexti um
772 millj. kr.
Sigrún Magnúsdóttir, borgarfulltrúi
Framsóknarflokks, vakti fýrst athygli á
miklum yfirdrætti borgarsjóðs í Lands-
banka íslands lýrir nokkrum vikum.
Hún sagði í samtali við Tímann að sér
heföi þótt sérkennilegt að borgarráðs-
mönnum, sem eiga að hafa umsjón með
fiárreiðum borgarinnar, hafi ekki verið
greint frá sölu skuldaviðurkenningar-
innar fýrir tæpar 800 milljónir, fýrir utan
að þær miiljónir virtust ekki koma fram í
bættri skuldastöðu borgarinnar við
Landsbankann. í stað þess að yfirdráttur-
inn lækki miðað við árið í fýrra, þá hækki
hann verulega. Sigrún segir að þetta sýni
glöggt verulega versnandi stöðu borgar-
innar, sem rekja mætti beint til stórhýsa-
bygginga borgarinnar. —PS
Borgarhagfræðingur lýsir ákveðinni andstöðu við afnám aðstöðugjalds:
Borgin meö 54% aöstöðugialda
Reylqavíkurborg innheimör í ár rúm-
lega 54% af öllu aðstöðugjaldi, sem
lagt er á í landinu (2.685 m.kr. af alls
4.952 m.kr.). Því ekki er nóg með það
að nær helmingur af aðstöðugjalds-
stofni landsins sé til húsa í Reykjavík,
heldur finnst aðeins eitt sveitarfélag í
landinu (Hveragerði með 1,19%),
sem notar hærri álagningarprósentu
heldur en höfuðborgin. Þessi pró-
senta er 1,16% í Reyiqavík, en undir
1% í flestum öðrum sveitarfélögum
landsins. Af þessu leiðir að aðstöðu-
gjaldið eitt slrilar Reykjavíkurborg um
27.500 kr, tekjum á hvem borgarbúa,
borið saman við 14.400 kr. að meðal-
tali í öðrum kaupstöðum (Ld. aðeins
6-7 þús. í nágrannasveitarfélögum
borgarinnar).
Það þarf því ekki að koma á óvart að
borgarhagfræðingur Reykjavíkur,
Eggert Jónsson, svaraði ákveðið neit-
andi spumingu um hvort Reykjavík-
urborg heföi efni á niðurfellingu að-
stöðugjalda, eins og ríkisstjómin
stefnir að. Rökstuddi Eggert neitun
sína m.a. þannig, að Reykjavík sé okk-
ar helsta von til þess að mæta harðn-
andi samkeppni erlendis frá. „Og af
hverju þarf líka alltaf að jafna alla
hluti?“ spurði borgarhagfræðingur-
inn. ,Ætlum við kannski aö breyta
veðrinu næst?"
Þessi umræða fór fram á fiölmennri
ráðstefnu um fiármál sveitarfélaga, í
kjölfar þess að Jóhanna Sigurðardóttir
félagsmálaráðherra sagði það yfirlýsta
stefnu beggja ríkisstjómarflokkanna
að leggja aðstöðugjaldið niður og það
verði vafalaust gert, aðeins væri spum-
ing um hvenær. Til að bæta sveitarfé-
lögunum þetta upp telur Jóhanna
hvað helst koma til álita að þau fái í
staðinn stærri hlut í staðgreiðsluskatt-
inum. Virðist ljóst að Reykjavíkurborg
mundi missa stóran spón úr „aski sín-
um“ við þau skipti, þar sem hún
mundi þá sitja uppi með hlutfallslega
svipaðan skattstofn og önnur sveitarfé-
lög.
Það vakti einnig nokkra undrun ým-
issa ráðstefnugesta, að borgarhag-
fræðingur vék ekki einu orði að því
efni sem hann átti að hafa framsögu
um, samkvæmt prentaðri dagskrá ráð-
stefnunnar: „Breytingar á helstu tekj-
um og gjöldum á fjárhagsáætlun
Reykjavíkurborgar milli áranna 1991
og 1992“.
Á hinn bóginn tókst honum með fá-
um orðum að aflétta um stund þeim
þungbúna alvörusvip, sem einkenndi
marga ráðstefnugesti. Eggert gerði
m.a. að umræðuefni þann grundvall-
armun, sem hér hafi orðið hvað varðar
íslenskt skömmtunarkerfi. Áður fýrr
hafi stjómvöld skammtað gjaldeyri og
innflutning, en framleiðslan verið
frjáls. Nú skömmtum við aftur á móti
framleiðsluna, en gefum allan inn-
flutning frjálsan og sláum bara erlend
lán til að borga mismuninn.
Borgarhagfræðingur var þó aldeilis
ekki á þeim buxunum að taka undir
söng „kreppukórsins“ þessa dagana.
„Sú kreppa, sem nú er talað um, er
hreint hugarfóstur ofdekraörar kyn-
slóðar, sem ekkert vill missa og leggur
oft harðar að sér í frístundunum held-
ur en í vinnunni." Á ráðstefhunni kom
fram að sveitarfélögin hafa teygt sig
stöðugt lengra og lengra í skattheimt-
unni undanfarinn áratug. Árin 1980-
81 vom tekjur sveitarfélaganna 6,8%
og 6,9% vergrar landsframleiðslu. Ára-
tug síöar em þær 7,8% og 7,9% VLF.
Hlutfallslega er þetta um 14-15%
hækkun á áratug.
Skattheimta með útsvari, fasteigna-
sköttum og aðstöðugjöldum hefúr þó
vaxið ennþá hraðar, því öll hafa þessi
gjöld vaxið sem hlutfall af heildartekj-
um. Aftur á móti hefur hlutfall Jöfnun-
arsjóðs minnkað um helming.
- HEI