Tíminn - 23.11.1991, Blaðsíða 14
30 Tíminn
Laugardagur 23. nóvember 1991
I minnmgu
Guðmundar
Ýmsir vinir Guðmundar Ingólfs-
sonar og áhugamenn um jazz hafa
ákveöið aö gangast fyrir minningar-
tónleikum um Guðmund, en hann
lést sem kunnugt er sl. sumar.
Ágóöi af þessum minningartónleik-
um mun renna í Minningarsjóö
Jazzvakningar, en næsta verkefni
sjóösins er að gefa út minningar-
disk um Guömund Ingólfsson.
Guðmundur Ingólfsson var um
árabil einhver áhrifamesti merkis-
beri íslenskrar jazzvakningar, sem
staðið hefur yfír í rúman áratug.
Á minningartónleikunum, sem
haldnir verða á Hótel Sögu á sunnu-
dagskvöld kl. 21:00, munu fjölmarg-
ir tónlistarmenn koma fram. Það á
meðal eru Gunnar Reynir kvintett-
inn, Guðmundur Steingrímsson
ásamt saxófónleikurunum Rúnari
Georgssyni og Stefáni S. Stefáns-
syni, gítarleikurunum Birni Thor-
oddsen og Ómari Einarssyni, pían-
istanum Carli Möller, harmóníku-
leikaranum Ólafi Stephensen,
söngvurunum Andreu Gylfadóttur,
Bubba Morthens, Hauki Morthens,
Lindu Gísladóttur og Megasi, bassa-
leikurunum Pálma Gunnarssyni,
Guðmundur Ingólfsson.
Gunnari Hrafnssyni, Tómasi R. Ein-
arssyni, Þórði Högnasyni og Bjarna
Sveinbjörnssyni, og slagverksleikur-
unum Áskeli Mássyni og Steingrími
Guðmundssyni. Einnig koma fram
Árni ísleifsson og Djasssmiðja Aust-
urlands mun leika ásamt söngkon-
unni Hjördísi Geirs.
Fjárrrí§ilaráðuneytið hefur gefið út nýja reglugerð,
4 sem byggir á ákvæðum tollalaga:
Reglugerð sem heimil-
ar rekstur frísvæðis
Gefin hefur verið út reglugerð um
frísvæði, sem byggir á heimild í tolla-
lögum frá 1987, sem gerir mögulegt
að stofna slíkt frísvæði. Tilgangurinn
með reglugerðinni er að liðka fyrir at-
vinnurekstri, rekstrarskilyrði fyrir-
tækja verði aukin og ný tækifæri skap-
ist í viðskiptum hér á landi. Reglu-
gerðin auðveldar mjög tollmeðferð en
áður og um Ieið opnast nýir möguleik-
ar fyrir íslensk fyrirtæki í alþjóðavið-
skiptum. Fyrirtæki hér á landi gætu til
dæmis gerst umboðs- og dreifingarað-
ilar fyrir bandarísk fyrirtæki, á Evr-
ópumarkaði. Á slíku frísvæði verður
heimilt að vinna að ótollafgreiddum
vörum, svo sem umpakka, blanda eða
prófa þær.
Vegna eðlis starfseminnar verða sett
mjög ströng skilyrði fyrir veitingu
rekstrarleyfis. Leyfishafar sjálfir mega
ekki stunda verslun, umboðssölu,
heildsölu eða smásölu, þar sem ekki sé
talið eðlilegt að viðkomandi sé í sam-
keppni við viðskiptavini sína.
Ákveðið hefur verið að rekstraraðili
frísvæðis setji ríkissjóði tryggingu
sem unnt verði að ganga að fari eitt-
hvað úrskeiðis og í reglugerðinni
kemur fram að sú trygging skuli vera
100 milljónir króna, til greiðslu lög-
boðinna gjalda, sem kunna að falla á
vörur sem geymdar eru innan svæðis-
ins. -PS
Þórarínn Tyrfingsson, yfiríæknir á sjúkrastöð SÁÁ að Vogi í Reykjavík. TlmamymJ: PJelur
Samtök áhugafólks um áfengisvandann:
Fjórði hver karl
í áfengismeðferð
Forsvarsmenn meðferðarsjúkrahússlns Vogs hafa kynnt upplýs-
ingar um aldur og fjölda þeirra sem leita til Vogs, greinast áfeng-
issjúkir, eða í vímuefnavanda, og fara í meðferð. Samkvæmt
þeim má áætla út frá fjölda þeirra, sem leitað hafa sér meðferðar
hingað tíl, að fjórði hver kariraaður, 27.8%, á íslandi, muni
greinast áfengissjúkur, eða í öðrum vímuefhavanda.
Hlutfall kvenna er mun lægra,
11.5%. Flestir koma á aldrinum
20 til 49 ára, en þeim fækkar
mjög til beggja enda. Aðrar tölur,
sem athygll vekja, eru meðalfjöldi
nýliða, þeirra sem eru að koma í
fyrsta sldptí. Þeir voru 64S árið
1986. Fækkaði í 575 árið 1987,
en fjölgaði mj6g, í 656 árið 1988.
Voru 646 árið eftlr, en fækkaði
aftur mjög, ( 555 árið 1990. Á
sama tíma fjölgar þeim nýliðum,
sem eru 20 ára og yngri. Þeir
voru td. 62 árið 1989, 9.6% af
heild, en 72 áriö eftir, 12.6%. Þá
era nýliðar um þriðjungur þeirra
sem dveljast á Vogi. Árið 1986
voru nýliðar 645, en heildarfjöldi
sjúklinga 1605. Árið eftir voru
þeir 575, heildaríjöldi 1512. Árið
1988 eru nýliðar 656, heildar-
fjöldi 1582. 1989 eru nýliðar
646, heildarfföldi 1593. Og í
fyrra voru nýliðar 555, heildar-
fjöldi 1514.
Þá fækkar þeim sjúktíngom,
sem leggjast inn á Vog, sem neytt
hafa kannabisefna. Þeir vora
18.8% allra sjúktínga árið 1984,
21.0% árið 1985, 18.9% árið
1986, 18.7% árið 1987, 17.8%
árið 1988, 14.9% árið 1989 og
14.3% árið 1990. Þessum hópi
sjúklinga er skipt í tvennb Þá sem
hafa neytt kannabisefna vikulega í
eitt ir, og hina sem hafa neytt
daglega í tvö ár. Fækkunin er nán-
ast öll í síðari hópnum. Sama til-
hneiging er í hópi þeirra sem
neyta amfctamíns. Hlutur sjúk-
linga, sem neyta amfetamíns dag-
lega, minnkar úr 2.1% í 1.5% af
heildarfjölda sjúklinga. Hlutur
hinna, sem neyta amfetamíns
vikulega, vex úr 6.5% í 6.6%.
-aá.
Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra um verðjöfnunarsjóð:
Núll úr verðjöfnunarsjóði
Félag íslenskra stórkaupmanna og útflutningsráö sama félags áttu í
fyrradag hádegisverðarfund með Þorsteini Pálssyni sjávarútvegs-
ráðherra.
Innan FÍS eru þeir sem kalla sig fijálsa útflytjendur sjávarafurða,
þeir sem ekki selja í gegnum stóru sölufyrirtækin: Söiumiðstöðina
og íslenskar sjávarafurðir. Þessir aðilar selja um þriðjung alls þess
sem héðan er selt af þessum vörum. Þeir áttu því að vonum ýmis-
legt vantalað við sjávarútvegsráðherra.
Þorsteinn Pálsson sagði í erindi
sínu að öll umræða um sjávarútveg
hefði til skamms tíma verið mjög
einhæf. Menn hefðu talað um nauð-
syn þess að bjarga verðmætum,
koma þeim úr skipunum og inn í
hús. Síðasta kastið hefði svo um-
ræðan um stjórn fiskveiða ráðið
ölllu. Þorsteinn sagði fulla ástæðu
til að víkka umræðuna. Menn
mættu til að mynda ekki gleyma því
að stjórn veiðanna væri ekki aðeins
til að vernda fiskistofnana. Hún ætti
líka að tryggja sem mesta hag-
kvæmni og síðast en ekki síst stöð-
ugt framboð hráefnis til vinnslu og
varnings á markaði. Þorsteinn sagð-
ist ekki draga dul á þá skoðun sína
að núverandi kerfi væri best til þess
fallið að ná öllum þessum markmið-
um. í annan stað yrðu menn að taka
á innri málum sjávarútvegsins. Það
væri til dæmis ljóst að miðstýrð
ákvörðun um fiskverð væri úrelt.
Því væri komið fram frumvarp til
laga um frjálst fiskverð, en verðlags-
ráð yrði lagt niður.
í þriðja lagi vék Þorsteinn að mark-
aðsmálum. Hann sagði að stóru
sölusamtökin hefðu í krafti sam-
stöðu og stærðar byggt upp markaði
okkar erlendis og tryggt Islending-
um forystuhlutverk. Þau hefðu lyft
Grettistaki. Þessi mál væru þó að
breytast, eins og annað. Mikilvægt
væri að ryðja úr vegi tollamúrum og
ríkisstyrkjum. Til dæmis hefðu
EFTA- ríkin náð samkomulagi um
afnám styrkja fyrir mitt næsta ár.
Þrátt fyrir það virtust Norðmenn
ekkert hafa dregið úr, frekar bætt í ef
eitthvað.
Þorsteinn sagði Ijóst að hagur
manna hér mundi ekki vaxa með því
að þeir fiskuðu meira. Sá möguleiki
væri ekki fyrir hendi. Hagvexti yrði
Frá hádegisverðarfundi Þorsteins Pálssonar sjávarútvegsráð-
herra, hjá Stórkaupmönnum. Tlmamynd: Aml Bjama
aðeins náð með fullvinnslu afurða
og öflugu markaðsstarfi. Þorsteinn
sagðist viss um að einkaréttur til út-
flutnings yrði afnuminn með tíman-
um. Það krefðist hins vegar nokkurs
undirbúnings og m.a. væri athug-
andi hvort stóru samtökin ættu ekki
að sameinast í kjölfar þessa.
í svörum Þorsteins við spurning-
um fundarmanna kom fram að hann
telur óráðlegt að greiða úr verðjöfn-
unarsjóði, þrátt fyrir bágan hag sjáv-
arútvegsfýrirtækja. Sjóðurinn
tryggði stöðugleika og drægi úr
verðbólgu, hann hefði og gegnt lyk-
ilhlutverki í þjóðarsáttinni, og það
væri ekki tilefni til útgreiðslna, þó
hugsanlegt væri að inngreiðslur
yrðu stöðvaðar. Ríkisstjórnin færi
sér í engu óðslega í þessu efni.
Þegar Þorsteinn var spurður
hvernig hugmyndum um veiðileyfa-
gjald liði, sagði ráðherra einfaldlega:
Illa.
Ljóst var af máli fundarmanna að
þeim er mjög í mun að útflutningur
sjávarafurða verði sem frjálsastur.
Svo var að heyra á sumum sem þeir
óttuðust að Þorsteinn fylgdi í fót-
spor fyrirrennara síns, Halldórs Ás-
grímssonar, og legði bann við frels-
inu. -aá.