Tíminn - 27.11.1991, Side 3

Tíminn - 27.11.1991, Side 3
Miðvikudagur 27. nóvember 1991 Tíminn 3 Landhelgisgæslan vill að keypt verði ný björgunarþyrla af gerðinni Super Puma: Landhelgisgæslan vill láta kaupa Super Puma Sérfheðingar Landhelgisgæslunnar iögðu til í skýrsiu 15. apríi að keypt verði ný björgunarþyrla til landsins af gerðinni Super Puma, sem Aerospatiale í Frakklandi framleiðir. Þessi tillaga sérfræðinga Landhelgisgæslunnar stendur óhögguð, en nefnd, sem starfar á vegum ríldsstjómarinnar, vill láta kanna hvort hægt sé að kaupa bandaríska þyrlu af þeirrí gerð sem varnarliðið á Keflavíkurflugvelli notar. {greinargerð með þingsályktunar- tillögu, sem Alþingi samþykkti 12. mars í vor, segir orðrétt „Brýnt er að þjóðin eignist sem fyrst björgun- arþyrlu, er sinnt geti sem allra best öryggismálum sjómanna. Það er jafiiframt grundvallaratriði að þyrl- an sé með afísingarbúnaði. Hún þarf að geta flogið um eða yfir 300 sjó- mflur frá eldsneytisstað á haf út. Enn fremur þarf hún að geta flutt allt að 20 manns miðað við þá fjar- Iægð.“ Þegar vilji Alþingis lá fyrir, var Þor- steini Þorsteinssyni flugvélaverk- fræðingi og Páli Halldórssyni flug- rekstrarstjóra falið að gera tiilögu um hvaða þyrlutegund ætti að kaupa. Þeir fóm dagana 2.-11. aprfl í ferð til Bandaríkjanna, Frakklands og Noregs til að skoða þyrlur. Skoð- un þeirra beindist einkum að fjómm þyrlutegundum: Jayhawk, fram- Ieiddri af Sikorsky í Bandaríkjunum; Super Puma, framleiddri af Aero- spatiale í Frakklandi; Super Trans- port, framleiddri af Bell-Textron í Bandaríkjunum; og Advanced Sea Vigdís Finnbogadóttir. Sighvatur Björgvinsson. Ólafur Ólafsson. Ólafur Skúlason. Bindindisdagur fjölskyldunnar Tímanum hefur boríst eftirfar- andi ávarp í tilefni af Bindindis- degi fjölskyldunnan í dag, miðvikudaginn 27. nóvem- ber 1991, gangast mörg bindindis- sinnuð félagasamtök víða um land, undir forystu Stórstúku ís- lands, fyrir Bindindisdegi fiöl- skyldunnar. Megintilgangur dagsins er að: • Vekja foreldra til umhugsunar um ábyrgt uppeldi bama sinna. • Vekja athygli á forvamarstarfi og hvetja til þess. • Styrkja vímulausa ímynd fjöl- skyldunnar. • Vekja fólk til umhugsunar um þær hættur, sem em samfara áfengisneyslu. Hér er um þarft framtak að ræða. Það er okkar von að sem flestir leggi sitt af mörkum til að ná markmiðum dagsins: að hann megi verða að raunvemlegum bindindisdegi fjölskyldunnar. Vigdís Firmbogadóttir, forseti íslands Sighvatur Björgvinsson heilbrigðisráðherra Ólafur ólafsson landlœknir Ólafur Skúlason biskup King, framleiddri af Westland í Bret- landi. Samanburðurínn á þessum þyrlum var sundurliðaður þar sem megin- áhersla var Iögð á eftirfarandi atríði og í þessari forgangsröð: 1. Örugga notkun við öll veður- og birtuskil- yrði. 2. Afisingarbúnað. 3. Afkasta- getu. 4. Rekstraröryggi. Til þess að þyrla geti talist ömgg til notkunar í öllum veðmm og birtu- skilyrðum, verður hún að hafa sjálf- virkan búnað sem stýrir henni í að- flugi og hangflugi við björgun. Sup- er TVansport þyrlan hefúr ekki þenn- an búnað og kemur þar af Ieiðandi ekki til greina. Advanced Sea King þyrlan hefur ekki afísingarbúnað. Bandarísku þyrlumar hafa takmarkaðan afísing- arbúnað, sem takmörkuð reynsla er komin á. Super Puma þyrlan hefur viðurkenndan afísingarbúnað. Þyrla af þessari gerð hefúr verið notuð í Noregi í mörg ár, en farið hefur ver- ið varlega í að nota hana í mikilli ís- ingu og er því takmörkuð reynsla af búnaðinum. Super Puma og Jayhawk komast næst því að fullnægja markmiðum um afkastagetu. Þær geta báðar flogið um 250 sjómflur frá eldsneyt- isstöð, athafnað sig þar í 45 mínút- ur, flogið til baka og átt eftir elds- neyti til u.þ.b. 35 mínútna flugs. í slíku flugi gæti Jayhawk tekið 6-8 manns um borð, en Super Puma allt að 14 manns. Allar þyrlumar virðast mjög áreið- anlegar og tiltölulega auðveldar í viðhaldi, þótt tíminn, sem fer í það, sé mjög mismunandi. Super Puma hefúr að auki neyðarflotholt sem gerír henni kleift að lenda á sjó. Niðurstaða Þorsteins og Páls er þessi: „Super Puma virðist því vera besti valkosturinn fyrir Landhelgis- gæsluna varðandi flug f öllum veð- ur- og birtuskilyrðum og í fsingu. Þetta á einnig við um alla helstu þætti rekstraröryggis, sem athugað- ir vom. Varðandi afkastagetu kom í Ijós, að ekki dugði að skoða burðar- getu miðað við flugdrægni, án tillits til nýtanlegs rýmis f farþegaklefa. Með hliðsjón af þessu virðist Super Puma einnig vera besti valkostur- inn. Þá er rétt að geta þess, að engin þyrla virðist fáanleg, sem uppfyllir öll skilyrði greinargerðarinnar með 356. tillögu til þingsályktunar.“ í greinargerð Þorsteins og Páls er sérstaklega tekið fram að það stuðli ekki að rekstraröryggi varðandi björgun sjómanna á íslandi, ef Landhelgisgæslan kaupir þyrlu af sömu gerð og vamarliðið notar. Ef notkunarbann er sett á þessar þyrl- ur, en slíkt hefur og getur gerst, þá yrðu hugsanlega engar afkastamikl- ar þyrlur tiltækar um lengri eða skemmri tíma. Nefnd, sem ríkis- stjómin skipaði til að skoða þessi mál, vill hefia viðræður við vamar- liðið með það m.a. að markmiði að kanna hvort Landhelgisgæslan geti keypt þyrlu af sömu gerð og vamar- liðið á. -EÓ Áfengisvamaráð: Áfengis- sala jókst um 17% milli ára Áfengisvamaráð vekur athygli á því að sala áfengis frá ÁTVR jókst um tæp 17% milli áranna 1989 og 1990. Ekkert bendir til stór- vægilegra breytinga á neyslu annars löglega innflutts áfengis, heimabruggs eða smyglvam- ings. -aá. >ÓSTUR OG SÍMI SlMASKRÁIN/aug/ýs/ngar MRLÝSIKARÍ sfenMsmjfinH i aæ Undirbúningur vegna prentunar á næstu Símaskrá stendur yfir. Gögn varðandi pantanir á auglýsingum hafa verið send flestum fyrirtækjum landsins. Þau fást einnig hjá póst- og símstöðvum. Tímamörk fyrir pantanir á auglýsingum í næstu Símaskrá eru mánaðamótin nóvember- desember. SÍMASKRÁIN/ai/g/ýs/ngar Pósthólf 311 -121 Reykjavík Sími 91-629140 • Fax 91-611221

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.