Tíminn - 27.11.1991, Page 5

Tíminn - 27.11.1991, Page 5
Miðvikudagur 27. nóvember 1991 Tíminn 5 Páll Skúlason, heimspekingur, segir: EES-samningur Jóns Baldvins einskis virði? Evrópu- bandalagið krefst Efnahagsbandaiagið neitar að skrifa undir nýgerða samninga um evrópska efnahagssvæðið nema að því tilskyldu að ís- lendingar veiti flota Evrópu- bandalagsríkjanna heimild til þess að veiða þrjú þúsund tonn af karfa í íslenskri efnahagslög- sögu. Svo virðist því sem íslending- um séu með þessu settir úr- slitakostir en þess er krafíst að í tvíhliða samningi sem íslend- ingar og EB hafa samþykkt að gera í framhaldi af samningi EFTA og EB, verði ákvæði um karfaveiðiheimildina til EB- flotans. Að öðrum kosti taki EES- samningurinn ekki gildi gagnvart íslendingum. íslend- ingar hafa til þessa staðið í þeirri meiningu að veiðiheim- ildir skyldu einungis ná til langhala sem ekki hefur verið nýtt hérlendis til þessa. Unglingar og eldra fólk eru útlagar Á námsstefnu á vegum Öldrunarfræðifélags íslands fyrir skömmu héldu Kristinn Björnsson, sálfræðingur, og Páll Skúlason, heimspekingur, er- indi, en þar var leitað svara við spumingunni „Hafa aldraðir sérþarfir?“. Kristinn segir í samtali við Tím- ann að hann álíti að þarfir manna séu í grundvallaratriðum þær sömu, á öllum aldri. Hins vegar þarf mismunandi leiðir til að koma á móts við þær og uppfylla þær, eft- ir því hvert aldursskeiðið er. Kristinn tekur fram að þörfum manna megi skipta annars vegar í frumþarfir, t.d. fæði og húsaskjól og hins vegar í sálrænar og félags- legar þarfir, t.d. þörfina fyrir öryggi sem er ákaflega mikilvæg. í erind- inu kom Kristinn einnig inn á efna- hag og tekjumöguleika aldraðra. „Það er nú pólitísk og siðferðileg spurning, hver lífskjör þeirra ættu að vera? Er það nægilegt að hafa komið á tekjutryggingu sem gerir öldruðum rétt kleift að afla sér nauðþurfta eða ættu aldraðir skilið að búa við svipuð kjör og þeir höfðu fyrr á ævinni", segir Kristinn. Kristinn kveður undirstöðu ör- yggisins vera kjör og efnahag og hafa ákaflega mikil áhrif á líðan fólks. Kjör eldra fólks eiga ekki að vera lakari en almennt í þjóðfélag- inu. Hann segir enn ffemur að oft sé talað um starfslok sem einhvem tilfinningalegan vanda, en það eru þau yfirleitt ekki. „Fyrst í stað finn- ur fólk fyrir breytingunni, en það gengur fljótt yfir og fólk verður yf- irleitt ánægt með hið nýja líf. Sá sem heldur góðri heilsu finnur ekki til aldursbreytingarinnar, sem heitið getur, hún gerist svo hægt. Það sem veldur helst vanlfðan er brestur á heilsufari. Auk þess lifa hjón eða sambýlisfólk ákaflega sjaldan jafn lengi. Sá missir getur orðið að áfalli og þá þarf að liðsinna fólki að ná sambandi og félagsskap við aðra. Það má ef til vill segja það að þessi þörf fyrir félagsskap og að eignast nýja félaga, sé ein af sér- þörfum aldraðra sem þarf að sinna“, segir Kristinn. Kristinn bendir á að á námsstefn- unni kom m.a. fram spuming um það hvort eldri borgarar þurfi ekki á sálfræðiþjónustu og ráðgjöf að halda ekkert síður en yngra fólk. Hann kveðst hafa svarað þeirri spumingu játandi og segir að sjálf- sagt geri eldra fólk of lítið af því að tala um sín tilfinningamál og leita ráða og stuðnings. Páll segir í samtali við Tímann að hann hafi spurt að því í erindi sínu, hvort einhverjar raunverulegar þarfir tengist ellinni alveg sérstak- lega, þ.e.a.s. þarfir sem allir aldrað- ir hafa og greinast skýrt frá þörfum annarra aldurshópa. „Ég svaraði því neitandi. Ef við lítum á aðra félags- hópa, t.d. fatlaða eða krabbameins- sjúklinga. þá em þar ákveðin vandamál sem tengjast tilteknum sérþörfum. En það er ekki skyn- samlegt að afmarka aldraða með þessum hætti. Aldraðir em miklu fjölbreyttari hópur", segir Páll. „í þessu sambandi ræddi ég tölu- vert um hugtakið öldmn, hvað menn ættu við, því mér finnst það ekki nægilega skýrt. Bandarískur heimspekingur sem var hér á ferð- inni fyrjr nokkmm ámm, hélt því fram að öldmn væri sjúkdómur, þ.e. sérstök tegund af hrörnunar- sjúkdómi sem fylgir ellinni, en ekki allir aldraðir fá. Mér finnst þetta viðhorf algengt hjá sumum hópum, þ.e. að það sé einhver hrömun eða veiklun að vera aldraður. Það finnst mér hin mesta vitleysa", segir Páll. Páll tekur fram að vissir erfiðleik- ar fylgi því að vera t.d. sjúklingur eða bam. Böm hafa ekki náð þroska og sjúklingar þurfa aðstoð, em oft ekki sjálfbjarga. „En maður veit í aðalatriðum hvað er að hjá börnum og sjúklingum. Staða aldraðra er á hinn bóginn miklu svipaðri stöðu unglinga. Það er viss tilhneiging til þess að setja unglinga og aldraða til hliðar við hóp þeirra sem em virkir í hinu daglega lífi. Unglingar og aldraðir verða eins og óvirkir fé- lagshópar, sem em þó ekki bæklað- ir. Þessir hópar em meira og minna að þvælast fyrir og til vandræða í okkar þjóðfélagi. Unglingum og öldmðum er ekki ætlaður neinn eðlilegur staður, en hóparnir hafa engin vandamái sem hægt er að taka á, eins og t.d. börnin eða sjúk- lingamir. Þetta em vandræðahóp- ar, en vandræðin em ekki í ung- lingnum eða í hinum aldraða, vandræðin stafa af eðli okkar þjóð- félags, sem ýtir þessum hópum til hliðar og ég kalla þá nýja tegund af útlögum", segir Páll. „Þjóðfélagið sem við búum í er vanþroskað, við kunnum ennþá ekki að reka það, við rekum það illa. Við áttum okkur ekki á því hvaða máli unglingar og aldraðir skipta í raunvemlegu manneskjulegu þjóð- félagi. Við eigum ekki að spyrja að því „hvort aldraðir hafi sérþarfir", heldur „hver er þörf okkar fyrir aldraða?“, segir Páll að lokum. Stúdentaráð Háskóla íslands: Söngvakeppni fslands á Hótel fsland: Jólastarfamiðlun Á skrifstofu Stúdentaráðs Háskóla fslands er tekin til starfa jólastarfa- miðlun. Nú gerist það í fyrsta sinni að próf í Háskólanum fara fram fyrir jól. Margir stúdentar hafa því tæki- færi til að nota jólafríið til vinnu og auka ráðstöfunartekjur sínar. Skrifstofa Stúdentaráðs vill með jessu koma til móts við stúdenta. Hún hefur fjölmarga starfskrafta á skrá með fjölþætta reynslu og menntun. -aá. HVERT VERÐUR SIGURLAGIÐ? Úrslitakeppnl Landslagsins; söngvakeppni íslands verður haldin á Hótel íslandi nk. fostu- dagskvöld. Þar verða lögin 10 í úrslitakeppninni flutt og send út í beinni útsendingu í Sjónvarpinu og á Rás 2. Kynnar verða Magnús Einarsson, Sigurður Pétur Harð- arson og Margrét Blöndai Á myndinni eru flyfjendur og starfsfólk Landslagsins. Tímamynd: Árni Bjama. Norræna samtök um rétt þroskaheftra, Nordiska Forbundet Psykisk Utviklingshæmning, senda forsætisráðherra opið bréf: NÝR VEGA- MÁLA- STJÓRI Helgi Hallgrímsson yfirverk- fræðingur Vegagerðar ríkisins var í gær skipaður f stöðu vega- málastjóra og tekur hann við embætti af Snæbimi Jónassyni sem lætur af embætti um næstu áramót fyrir aldurs sak- ir. Helgi Hallgrímsson er fæddur 22. febrúar 1933 og hóf störf hjá Vegagerðinni að loknu verkfræðinámi árið 1958. Eig- inkona Helga er Margrét Schram og eiga þau fjögur böm. Forsætisráðherra standi vörð um rétt fatlaðra Nordíska Forbundet Psykisk Ut- vildingshæmning hafa fyrir milli- göngu Landssamtakanna Þroska- hjálp sent forsætisráðherra, Dav- íð Oddssyni, opið bréf og farið fram á að hann styðji baráttu og standi vörð um rétt fatlaðra, laga- legan og siðferðilegan til að eign- ast eigið heimiU. Samtökin norrænu segja tildrög þær neikvæðu umræður sem orð- ið hafa um mál fatlaðra hérlendis nú síðasta kastið. í bréfinu segir að slík umræða lýsi miklu þekkingar- leysi, valdi óbætanlegum skaða og dragi úr nauðsynlegum úrbótum á meiri lífsgæðum fyrir alla fatlaða. Samtökin benda á að fatlaðir hafi sama rétt og aðrir til fullrar þátt- töku í þjóðfélaginu og til að eiga búsetu í samfélagi við aðra menn þar sem þeim vegnar best. Samtökin minna á alla þá samn- inga sem íslendingar hafa sam- þykkt og staðfesta þennan rétt fatl- aðra. Þeir eru til dæmis alþjóða- samningur sem tryggir öllu þegn- um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi auk borg- araréttinda og stjórnmálalegra réttinda. Ályktun Sameinuðu þjóðanna frá árinu 1975. Barna- sáttmála Sameinuðu þjóðanna frá því í fyrra. Og að lokum Félags- málasáttmála Evrópu. í bréfinu segir svo orðrétt: „Því ganga yfirlýsingar og ákvarðanir tveggja sveitarstjóma á íslandi þvert á þær alþjóðasamþykktir sem ísland er aðili að. Þetta harma samtökin. NFPU kallar eftir stuðn- ingi yðar hr. forsætisráðherra, allra stjórnmálamanna á íslandi og alls almennings og heitir á þessa aðila að standa vörð um lagalegan og siðferðilegan rétt fatlaðra til að eignast eigið heimili. Sá réttur er samkvæmt lögum að þeir eigi heimili sitt í venjulegri íbúðabyggð með sambærilegum hætti og aðrir og séu auk þess virkir þátttakendur á öllum svið- um samfélagsins á íslandi." Ekki náðist í forsætisráðherra til að fá hjá honum viðbrögð við er- indinu. -aá.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.