Tíminn - 27.11.1991, Side 16
A UGLYSINGASIMAR: 680001 & 686300
RÍKISSKIP
NUTIMA FUJTNINGAR
Hofnarhusinu v Tryggvagofu
S 28822
HARVANDAMÁL?
” Lausnin er: Enzymnl
JVy« í Evrópu
EUQO-HAIR
á Islandi
- r
a t M »Engln hárígræðsla
' ■* BEngin gerfihár
■Engin lyljameðferð
■ ■Einungis timabundin notkun
■ Eigid hár með hjálp lífefha-orku
■ p:ö,l2i.liM?i2iR,ik 091 -676331e.ki.i6oo
■■■■■■■■■■■■■■■
Áskriftarsími
Tímans er
686300
Tímiim
MIÐVIKUDAGUR 27. NÓV. 19911
Kærunefnd Jafnréttisráðs hefur komist að niðurstöðu í máli Hrefnu Kristmannsdóttur gegn Orkustofnun:
Jafnréttislög brotin
af hálfu Orkustofnunar
Kærunefnd Jafnréttisráös hefur komist að þeirri niðurstööu að
Orkustofnun hafi brotið jafnréttislög árið í desember 1990,
þegar Ólafur G. Flóvents var settur í stöðu yfirverkefnisstjóra
Orkustofnunar, en Hrefna Kristmannsdóttir hafði tvo undan-
farna mánuði gengt þessu starfi í orlofi Axels Bjömssonar og
átti að gera næstu tvö árin, samkvæmt orðsendingu Axels, í
launalausu leyfi hans.
Hrefna Kristmannsdttir jarð-
fræðingur og fagssviðsstjóri jarð-
efnafræðisviðs Orkustofnunnar,
óskaði þess að Kærunefnd ráðsins
athugaði lögmæti tímabundnar
„setningar" í stöðu yfirverkefnis-
stjóra Jarðhitadeildar Orkustofn-
unnar.
Forsaga málsins er sú að Axel
Björnsson yfirverkefnisstjóri hjá
Orkustofnun fékk launalaust leyfi
frá l.desember 1990, en þess að
auki tók hann orlof frá 24.sept-
ember og tilkynnti Axel það til yf-
irmanna sinna í orðsendingu dag-
settri 17.september. Þar segir
jafnframt að staðgengill hans
skuli vera Hrefna Kristmanns-
dóttir. Þar sem þegar orðsending-
in var skrifuð var Axel starfandi
forstjóri deildarinnar og tók því
Hrefna við starfi hans þegar hann
fór í orlof sitt. Hrefna gengdi síð-
an því starfi til l.desember, eða
allt þar til Axel Björnsson fór í
launalaust leyfi. Þann dag tók Ól-
afur G. Flóvents falið starf yfir-
verkefnisstjóra jarðeðlisfræði-
sviðs Orkustofnunnar. Það sem
gerst hafði var að forstjóri Orku-
stofnunnar hafði dregið til baka
ákvörðun Axels og sagt Hrefnu að
hún myndi aðeins vera stað-
gengill Axels í orlofi hans, en ekki
þau tvö ár sem hann yrði í launa-
lausu leyfi. Forstjórinn segir í
minnisblaði sem hann sendir
stjórnarformanni Orkustofnunar,
að það sé ekki í verkahring yfir-
verkefnisstjóra, að setja stað-
gengil í sinn stað og mótmælir
því að gengið hafi verið frá því
munnlega við Hrefnu, að hún
gegndi starfi Axels í leyfi hans.
Þann 6-desember, eða samdægurs
og Ólafur G. Flóvents var settur í
starf yfirverkefnisstjóra, óskaði
Hrefna eftir því að jafnréttisráð
athugaði hvort það hefði verið
gengið fram hjá henni vegna kyn-
ferðis. Þrátt fyrir margítrekaðar
tilraunir fékk Jafnréttisráð ekki
upplýsingar um menntun og
starfsreynslu þeirra Hrefnu og
Ólafs, frá Starfsmannastjóra
Orkustofnunnar og það var ekki
fyrr, en leitað var til ráðherra að
upplýsingar fengust uppgefnar,
en þó aðeins um Ólaf.
Kærunefnd Jafréttisráðs komst
að þeirri niðurstöðu að nefndin
fái ekki séð að ólafur sé hæfari en
Hrefna til að sinna umræddu
starfi. Þrátt fyrir margítrekuð til-
mæli hefur Orkustofnun ekki
fært rök fyrir ákvörðun sinni. Þá
bendir nefndin á þá staðreynd að
meirihluti yfirmanna Orkustofn-
unnar séu karlar og segir að í ní-
undu grein jafnréttislaga beri at-
vinnurekenda að vinna að því að
jafna hlut kynjanna innan fyrir-
tækis eða stofnunnar.
Ekki er ljóst hvert framhald
málsins verður, eða hvort Orku-
stofnun ætlar að fara að tilmæl-
um Kærunefndar eða ekki. -PS
Ný endurhæfingarstöð SAA við
Saltvík á Kjalarnesi tilbúin:
Vík á Kjalarnesi í
stað Sogns, Ölfusi
í gær afhenti byggingafyrirtækið
Álftarós SÁÁ nýja endurhæfingar-
stöð sem taka mun við hlutverki því
sem endurhæfingarstöðin að Sogni í
Ölfusi hefúr gegnt til þessa. Stöðin
nefnist Vík og er á 14 hektara lóð í
landi Saltvíkur á Kjalaraesi.
í endurhæfingarstöðinni Vík munu
30 manns geta verið í einu til eftir-
meðferðar en það er sami fjöldi og var
að Sogni. Húsið er 850 fermetrar að
grunnfleti og er reist á einni hæð.
Meginhluti hússins er byggt um-
hverfis garð en álma með herbergjum
vistmanna liggur út frá kjama húss-
ins. Fyrstu sjúklingamir munu koma
til Víkur 16. desember.
Það var byggingafélagið Álftarós sem
reisti Vík. Fyrirtækið varð hlutskarp-
ast í alútboði um hönnun hússins og
átti auk þess lægsta tilboðið í smíði
þess. Heildarkostnaður nemur um 80
milljónum króna og er þar meðtalin
vatnsveita, jarðvegsframkvæmdir og
endanlegur frágangur.
Öm Kæmested til hægrí afhend-
ir Tryggva Sigurbjamarsyni for-
manni byggingamefndar Víkur
hina nýju endurhæfingarstöð
SÁÁ á Kjalamesi. Fyrír aftan
standa Theódór S. Halldórsson
framkvæmdastjóri SÁÁ, Gunnar
Kvaran og Bjami Ólafsson en
þeir tveir síðastnefndu sitja í
stjóm SÁÁ. Tfmamynd: Ami Bjama
Sólvangur Hafnarfírði:
Bygging 40 þjónusfuíbúða hafin
Hafln er á Sólvangi í Hafnarfirði
bygging 40 íbúða fjölbýlishúss
fýrir aldraða. Það er sjálfseignar-
stofnunin Höfn sem byggir.
Stuðst er við það fyrirkomulag
sem Sunnuhhöarsamtökin í
Kópavogi hafa unniö eftir. Áætlað
er að íbúðimar kosti fullbúnar að
innan sem utan 76.000 krónur
hver fermetri. Eldri borgarar >
Hafnarfirði hafa sýnt málinu mik-
inn áhuga og nú rúmum mánuði
eftír að hugmyndin var fyrst
kynnt hafa fjölmargir lagt inn um-
sókn.
f dcilistdpulagi sem nýiega var
samþykkt er gert ráð fyrir að á
Sólvangi rísi tvö fjölbýlishús með
samtals 65 íbúðum og að auki 35
ibúðir í sérbýli. s-aá.
Boðið upp á eðalvín
í Flugleiðavélum
Næstu fjórar vikuraar gefst far-
þegum í millilandaflugvélum Flug-
leiða og gestum Hótels Loftleiða
Samkvæmt tóbaksvarnalögum er óheimilt
að reykja í hvers konar verslunum,
þar með taldir gangar fyrir framan verslanirnar!
SH verktakar fá
verkið á 53 mill.
TÓBAKSVARNANEFND
Sóknamefnd Grafarvogs hefur tek-
ið tilboði í uppsteypu á nýrri kirkju.
Að loknu forvali fór fram útboð á
þeim skilmálum að lægsta tilboði
yrði tekið.
Þeir sem buðu í verkið voru: Ár-
mannsfell 62.508.806 kr. Byggða-
verk 66.671.912. Fjarðamót
58.701.178. Hagvirki-Klettur
79.400.000. ístak 69.877.416. SH
verktakar 53.391.104. Sveinbjöm
Sigurðsson 58.248.700.
Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á
78.877.955. Munur á henni og
lægsta tilboði eru 25 milljónir.
Tilboði SH hefur verið tekið. Verk-
ið hefst í næstu viku og skal lokið
innan þriggja ára. -aá.
kostur á að bragða á Beaujolais No-
veau rauðvíni, sem unnið er úr upp-
skeru síðasta sumars.
Þeirrar rauðvínstegundar er ávallt
beðið með mikilli eftirvæntingu, en
þetta er þriðja árið í röð sem Flug-
leiðir bjóða upp á slíkt vín. Aðeins
lítill hluti haustuppskeru er settur á
markað svo snemma, en samkvæmt
hefð má ekki senda vínið á markað
fyrr en þriðja fimmtudag í nóvem-
ber ár hvert. Á miðnætti aðfaranótt
þess fimmtudags leggja flutninga-
bílarnir af stað frá vínbændum
áleiðis til neytenda, sem yfirleitt
bíða í eftirvæntingu. Vínið verður
einnig á boðstólnum á Hótel Loft-
leiðum, með réttum af jólahlað-
borðinu. -PS