Tíminn - 07.12.1991, Blaðsíða 8

Tíminn - 07.12.1991, Blaðsíða 8
8 Tíminn Laugardagur 7. desember 1991 Laugardagur 7. desember 1991 Tíminn 25 Tímamynd Aml BJama Hermannssonar hefði tekist vel upp á marga vegu. Því var hins vegar ekki að leyna að ým- is vandkvæði blöstu við, sem þurfti að taka á. Mér hefði fundist það einnar messu virði að láta á það reyna í formlegum stjómarmynd- unarviðræðum eftir síðustu kosningar hvort að grundvöllur hefði verið fyrir því að halda því samstarfi áfram. Mér fannst menn hlaupa fram úr sjálfúm sér með því fara í einangrun út í Viðey og ljúka þar málum á met tíma, og þó ekki ljúka málum vegna þess að sá stjóm- arsáttmáli sem settur var saman af þeim fé- lögum Davíð og Jóni var ákaflega rýr í roðinu. Jón Baldvin kemur til með að standa og falla með ríkisstjórninni Þegar fyrir lá þessi eindregni vilji Jóns Bald- vins um þessa skipan ríkisstjómar taldi ég og aðrir flokksstjómarmenn eldti rétt að leggjast gegn vilja formannsins. Hann ákvað að standa og falla með þessari ákvörðun sinni. Þetta undirstrikar enn og aftur það sem ég sagði áðan að Jón hefur fengið að fara sínu fram tiltölulega óáreittur. En einmitt vegna þess hvað hann hefur haft víðfeðmt umboð frá flokksmönnum þá er ábyrgð hans á þess- ari ríkisstjóm nánast algjört. Hann kemur til með að standa og falla með árangri hennar." Jón og Davíð verða að leiða þjóðina saman til sátta — Hveiju spáir þú um framtíð ríkisstjórnar- innar? „Þessi ríkisstjómin hefur gegnið í gegnum ákveðnar þrengingar sem em ekki allar heimatilbúnar. Utan að komandi aðstæður hafa verið henni með ólíkindum óhagstæðar. Það er fátt til samjöfnuðar. Ég held að það sé ástæða til að gefa þessari ríkisstjóm tíma til að sanna sig. Á hinn bóginn hefur það valdið mér nokkmm vonbrigðum að mér finnst að festan og öryggið í forystu hennar hafí ekki verið með þeim hætti sem ég hafði vænst. Ég trú því þó að Eyjólfur hressist. Ég vil taka skýrt fram að ég tel samstarf með Sjálfstæðis- flokknum geta gengið ágætlega ef rétt er á spilum haldið og festa ræður för. Það er þjóðinni nauðsynlegt í þeim hremm- ingum og erfiðleikum í efnahags- og atvinnu- málum sem hún er í núna, að ríkisstjórnin standi þétt saman. Ég lít á það sem mikilvægt hlutverk Davíðs og Jóns að leiða menn saman og sætta ólík sjónarmið frekar en að skerpa á þeim eldum sem undir lifa. Mér finnst þetta hafi vantað. Ég hef raunar verið þeirrar skoð- unar að þjóðin þurfi ekki aðeins á góðu sam- starfi og samvinnu milli stjórnarflokkanna að halda heldur einnig milli stjómarinnar og að- ila vinnumarkaðarins, svo og stjórnarand- stöðunnar. Ég held að þeir erfiðleikar sem við blasa séu af þeirri stærðargráðu að það þurfi samhenta sveit til að stýra í gegnum þá. Það þarf þjóðarsátt og samhent átak, ekki illdeil- ur, ófrjótt karp og upphrópanir. Stjórnin ætti t.d. að reyna að virkja starfskrafta stjórnar- andstöðunnar frekar en að standa í fánýtum illdeilum við hana á Alþingi dag eftir dag. Sök stjórnarandstöðunnar er hins vegar ekki síðri í þeim gjörningum öllum og hún stækkar ekki í huga almennings af því verklagi sem verið hefur á Alþingi síðustu vikur.“ Margt bendir til að næstu vikur verði þessari ríkisstjórn mjög erfiðar. Fjárlög eru óaf- greidd, óvissa í efnahagsmálum og kjara- samningar framundan. Verður þetta ekki erf- iður vetur? „Þetta verður sannarlega erfiður vetur og hefði orðið það hvemig svo sem rík- isstjórnin væri saman sett. Áfallið í álmálinu er mikið og hefur sálræn áhrif í öllu efna- hagslífinu. Mér þykir hins vegar orðið brýnt að ríkisstjórnin láti af þessu svartnættistali og síbylju um fortíðarvanda. Það er ágætt að greina vandamálin til hlítar, en ég held að það sé kominn tími til að menn fari að stjórna þessu landi. íslenska þjóðin hefur áður geng- ið í gegnum erfiðleika og náð að vinna sig út úr þeim og ég hygg að það sama verði upp á teningnum nú. Það hefur verið gert með bjartsýni og áræðni og þessa eiginleika verð- ur ríkisstjórnin undir forystu Alþýðuflokks- ins að laða fram í íslensku atvinnulífi og hjá þjóðinni allri. Það er þörf á því að stilla sam- an strengi og virkja þann kraft sem býr með íslenskri þjóð.“ Egill Ólafsson : Alþýðuflokkurinn í uppnámi vegna Jóns Baldvins og stjórnarsamstarfs hans og Davíðs? Guðmundur Arni Stefánsson bæjarstjóri í Hafnarfirði: Kominn tími til að stjórna þessu landi Alþýðuflokkurinn var talsvert í umræðunni í vikunni í fram- haldi af viðtali sem birtist við formann flokksins, Jón Baldvin Hannibalsson, í tímaritinu Mannlífi. Það voru ekki síst sér- kennileg ummæli hans um suma forystumenn Alþýðuflokks- ins sem mesta athygli vöktu. Að því tilefni leitaði Tíminn til Guðmundar Árna Stefánssonar, bæjarstjóra í Hafnarfirði, en hann er einmitt einn af þeim sem Jón Baldvin gagnrýnir í við- talinu. í viðtalinu ræðir Jón Baldvin um Jóhönnu Sigurðardóttur, varaformann Alþýðuflokks- ins, og segir að sennilega hafi engin mann- eskja átt meiri þátt í að stytta líf sitt en hún og að búið væri að reka hana úr flokknum ef hún væri karlmaður fyrir frekju og yfirgang. Hvaða tilgangi þjóna þessir palladómar? Guðmundur Arni var spurður hvað Jón Baldvin værí eiginlega að meina með þess- um ummælum um Jóhönnu. „Ég get náttúrulega ekkert fullyrt um það. Þetta viðtal verður að tala fyrir sig sjálft og Jón Baidvin að svara fyrir það sem hann seg- ir í því. Viðtalið endurspeglar að sumu leyti stfi Jóns Baldvins. Hann hefur aldrei skafið utan af hlutunum. Maður hlýtur hins vegar auðvitað að spyrja sjálfan sig að því hvað til- gangi þjóni svona palladómar um sam- flokksmenn, dómar sem óumflýjanlega kalla á uppgjör af vissum toga. Flokksformaður á að vera maður sátta og sameiningar. Þetta er ekki fallið til þess.“ — Eru þessi ummæli Jóns Baldvins um Jó- hönnu í einhveijum tengslum við ágreining sem varð á milli þeirra á síðasta flokks- þingi? „Ég get ekki dæmt um það, en ég held að það sé ekki. Ég held hins vegar að menn ættu að fara varlega í að fella slíka dóma, því að óneitanlega þarf Alþýðuflokkurinn á allt öðru að halda núna heldur en neikvæðum umræðum og hugsanlegum ágreiningi um einstaklinga í forystu flokksins." — Hefur Jóhanna komið málum sínum fram og komist í varaformannsstól vegna þess að hún er kona? „Nei, því fer fjarri. Jóhanna er óumdeild innan flokksins og hún hefur vaxið af verk- um sínum. Þar sýna merkin verkin." Flokksmenn hafa gefíð Jóni rúmt umboð til að stjóma — Jón Baldvin víkur að þér í þessu viðtali og segir að þú hafir notfært þér óánægju sem skapaðist vegna þess að flokkurínn stendur í stórræðum. Hverju svarar þú þessum ummælum? „Sannleikurinn er sá að sennilega hefur enginn formaður Alþýðuflokksins fengið jafn frjálsar hendur og rúmt umboð til að fara með málefni flokksins eins og Jón Bald- vin hefur haft frá árinu 1984 þegar hann var kosinn formaður. Ég held að Alþýðuflokkur- inn hafi lært það í formannstíð Kjartans Jó- hannssonar að svigrúmið sem honum var gefið til að stjórna málefnuin flokksins var allt of þröngt. Með kjöri Jóns Baldvins var snúið við blaði í þeim efnum. Hann hefur fengið ákaflega rúmt svigrúm flokksmanna til þess að marka og móta stefnumið flokks- ins. Jón Baldvin hefur lítið aðhald fengið og litla gagnrýni — verið óáreittur. Menn hafa einsett sér að standa fast að baki formanni sínum. Honum kann að finnast að í því felist einhver breyting að nú, eftir sjö ára setu hans í formannsstóli og ýmsir telji ástæðu til að staldra við og fara ofan í saumana og ræða stöðu flokks og stefnu eins og formað- ur hefur lagt hana upp og starfað eftir, m.a. í þessari ríkisstjórn. Það var einmitt það sem gerðist nú í haust í flokksstjórninni og mun gerast áfram. Það er augljóst mál að í þess- ari ríkisstjórn er verið að brydda á ýmsum hugmyndum, sem eiga sér rætur í kenni- setningum frjálshyggjunnar. Margar slíkar hugmyndir hafa ekki verið, eru ekki og verða aldrei jafnaðarmönnum að skapi. Þar á ég við hina neikvæðu umræðu um velferðar- kerfið, hina samfélagslegu þjónustu jöfnuð- ar og réttlætis, sem hefur verið einn af horn- steinum í stefnu Alþýðuflokksins. Þegar það er gert hljóta eðlilega margir Alþýðuflokks- menn, sem hafa árum og áratugum saman barist fyrir því að styrkja og efla þetta vel- ferðarkerfi, að láta í sér heyra. Það er það sem hefur gerst í umræðunni í Alþýðu- flokknum og sú umræða á eftir að halda áfram. Það kemur mér því á óvart ef Jón Baldvin þarf að kveinka sér undan slíkri um- ræðu. Þvert á móti þarf miklum mun ítar- legri umræðu um þessi mál og önnur grundvallaratriði í Alþýðuflokknum.“ Munum meta störf Jóns Bald- vins að ári liðnu — Alþýðuflokkurinn hefur verið þekktur fyrir að skipta nokkuð ört um formenn. Heldur þú að það sé kominn tími til að leyfa nýjum mönnum að spreyta sig? „Það er að sumu leyti bábilja að Alþýðu- flokkurinn hafi öðrum flokkum fremur ver- ið snöggur til breytinga í þeim efnum. Það er rétt að í sögu flokksins hefur á stundum verið tekist á um forystu hans, en jafn oft hafa formannsskipti gengið átakalaust fyrir sig. Alþýðuflokkurinn er lifandi og lýðræðis- lega upp byggður flokkur. Þar er enginn yfir málefnalega gagnrýni hafinn. Ég held t.d. að enginn Alþýðuflokksmaður vilji fara í spor Framsóknarmanna þar sem formaðurinn virðist vera nánast æviráðinn og hefur það í hendi sér hvenær hann telur sinn tíma vera kominn. Þar æmtir enginn né skræmtir yfir einu eða neinu sem hann gerir eða segir. Þannig flokkur er Alþýðuflokkurinn ekki. Það má segja að reynslutíminn sé löngu lið- inn hvað formannsstörf Jóns Baldvins áhrærir. Menn hljóta nú að horfa kalt á það hvort efndirnar hafi verið í samræmi við fyr- irheitin sem hann gaf á sínum tíma 1984 og hvort að kallinn í brúnni hafi staðið sig sem skyldi. Þetta mat hlýtur auðvitað að fara fram.“ — Getur þetta mat farið fram öðruvísi en með kosningu um formannssætið? „Það verður þá að koma á daginn. Menn geta mælt árangur í pólitík á ýmsa vegu. Ég minni á það fyrirkomulag á formannskosn- ingu í Alþýðuflokknum að allir eru í fram- boði. Á flokksþingi að ári koma menn til með að meta árangur formanns og flokks eftir átta ára samfellda formannssetu, þar af væntanlega fimm ára stjórnarsetu. Ég get ekkert um það sagt hvernig þetta verður á endanum metið og vegið og með hvaða af- leiðingum, en það verður gert. Flokksmenn eru að sjálfsögðu stöðugt að vega það og meta hvemig best verður fyrir Álþýðu- flokknum séð og hans hugsjónum og stefnu- miðum." Útiloka ekki framboð gegn Jóni — Útilokar þú þann möguleika að þú mun- ir sækjast eftir formennsku í Alþýðuflokkn- um ef flokksmenn skora á þig að bjóða þig fram? „Ég útiloka ekkert í pólitík. Mín þátttaka í stjórnmálum hefur ævinlega gengið þannig fyrir sig að ég hef ekki verið með langtíma- plön af einu eða neinu tagi heldur hafa hlut- irnir vaxið hver af öðrum. Eitt hefur tekið við af öðru, án þess að ég hafi verið með neinar langtímaáætlanir þar um. Fjölmiðlar einblína á stundum um of á formann einan manna. í Alþýðuflokknum eru stórir, öflugir hópar þingmanna, sveitastjórnarmanna og annarra trúnaðarmanna flokksins sem vinna fádæma gott starf með hina einu og sönnu jafnaðarstefnu að leiðarljósi." Við eigum samleið með Al- þýðubandalagi — Síðustu vikur hefur nokkuð verið rætt um stöðu jafnaðarmanna á íslandi í fram- haldi af orðum formanns Alþýðubandalags- ins á landsfundi um að hann stýri hinum eina og sanna Jafnaðarmannaflokki ís- lands. „Það er ekki nýtt að Alþýðuflokkurinn og Alþýðubandalagið, frá því sósíalistar breyttu heiti sínu, deili um hugtök og merkimiða. Áður en Alþýðubandalagið fór að gera tilkall til þess að kalla sig jafnaðarmannaflokk, taldi það sig gjaman hinn eina sanna verka- lýðsflokk hér á landi og einasta málsvara launafólks. Það er hins vegar nýtilkomið að Alþýðubandalagið vilji kalla sig hispurslaust og án neinna vífilengja jafnaðarmannaflokk. Þetta er broslegt þegar litið er til fortíðar sumra forystumanna flokksins. Ég hef litla trú á að almenningur og félagshyggjufólk í þessu landi láti tælast af slíkum fagurgala. Þó að sagan segi ekki allt um þessa hluti þá skiptir hún máli og hún undirstrikar ásamt staðreyndum samtímans að það er ekki til nema einn raunverulegur jafnaðarmanna- flokkur á íslandi og hann heitir Alþýðuflokk- ur. Um þetta er óþarfi að deila. Ég hef hins vegar lengi verið þeirrar skoð- unar, og ekki síður núna, að stærstu hóparn- ir í Alþýðubandalaginu eigi fullkomna sam- leið íjiólitík með okkur Alþýðuflokksmönn- um. Ég hafði von til þess fýrir síðustu kosn- ingar að þróunin yrði á þann veg að stórir hópar Alþýðubandalagsmanna kæmu til liðs við okkur. Það gerðist í einhverjum mæli, en ekki í þeim mæli sem ég hafði vonast eftir, ég dreg enga dul á það. Ég held líka að það sé barnaskapur að viðurkenna það ekki að Al- þýðubandalaginu tókst í síðustu kosningum að koma á vopnahléi í eigin dauðastríði og komast á fætuma á nýjan leik. Það er því komið til að vera a.m.k. í styttri framtíð. Ég hef góða reynslu af samstarfi við Alþýðu- bandalagið. Ég þekki það t.d. vel héðan úr Hafnarfirði. Það kemur að því, þegar þær að- stæður hafa skapast, að þessir flokkar taka upp náið samstarf með einum eða öðrum hætti í framtíðinni." Hefur Alþýðuflokkurinn gleymt foríð sinni? — Menn tala um að Alþýðubandalagið sé á flótta undan fortíð sinni, en jafnframt að Alþýðuflokkurínn sé búinn að gleyma fortíð sinni, Er þetta rétt? „Það er ýmislegt til í þessu. Eins og ég sagði hafa Alþýðubandalagsmenn skipt um gluggatjöld. Hvað Alþýðuflokkinn áhrærir er þetta rétt að því leytinu til að í þessum umræðum um breyttar áherslum í þjóðar- búskapnum, sem ríkisstjórnin hefur sett fram, finnst mér gæta ábyrgðarleysis hvað varðar ýmis grundvallaratriði, nánast „heil- ög mál“ sem mér finnst grundvalla það þjóð- skipulag sem við höfum einsett okkur að verja og er runnið undan rótum okkar al- þýðuflokksmanna. í því ljósi finnst mér menn fara nokkuð óvarlega með sögulegar staðreyndir og glæstan og góðan árangur Al- þýðuflokksins um 75 ára skeið." — Hvaða hug berðu til rfldsstjómarinnar og þeirra verkefna sem hún vinnur að? „Það er ekkert launungarmál að ég taldi fljótræði einkenna þær ákvarðanir sem voru teknar um stjórnarsamstarf Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks. Ég sagði í kosningabarátt- unni, og það gerðu velflestir frambjóðendur Alþýðuflokksins, að ríkisstjórn Steingríms

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.