Tíminn - 07.12.1991, Blaðsíða 14

Tíminn - 07.12.1991, Blaðsíða 14
30 Tíminn Laugardagur 7. desember 1991 NÝJAR BÆKUR Læknir á vígvelli Iðunn hefur gefið út bókina Læknir á vígvelli - störf Gísla H. Sigurössonar í hemumdu Kúveit. Ólafur E. Friðriksson skráði. Gísli H. Sigurðsson læknir segir hér í fy.'sta sinn ítarlega hina einstæðu sögu af iífi sínu og Bimu konu sinnar á dögum hemámsins í Kúveit. Bókin er mögnuð lýsing á því fjar- stæðukennda ástandi sem skapast þegar þjóðfélag hættir nánast að vera til — að minnsta kosti sem siðmennt- að samfélag — og lögmál ofbeldis og villimennsku taka við. Þegar Gísli og Bima reyndu að komast til íslands urðu mörg ljón í veginum. Sú saga hefur ekki öll verið sögð fyrr en í þess- ari bók. BILALEIGA AKUREYRAR MEÐ ÚTIBÚ ALLT í KRINGUM LANDIÐ. MUNIDÓDÝRU HELGARPAKKANA OKKAR Frelsisástin Út er komin hjá Máli og menningu skáldsagan Saga sonar míns eftir suð- ur-afrísku skáldkonuna Nadine Gordimer. Sagan segir frá lífi þeldökkrar íjöl- skyldu sem markað er af baráttu gegn aðskilnaðarstefnunni. Sögu- maður er drengur á unglingsaldri sem kemst að því að faðir hans á í ástarsambandi við hvíta konu. Því fylgja margvfsleg átök í einkalífi og stjómmálabaráttu. I bókinni tvinnast saman frásögn af ástandinu í Suður- Afríku og saga um ást — ást karl- manns á tveimur konu, ást föður og sonar og frelsisástina. Þetta er önnur skáldsagan eftir Nad- ine Gordimer sem kemur út á ís- lensku. Gordimer hlaut Nóbelsverð- launin f bókmenntum árið 1991 og er Saga sonar míns nýjasta skáldsaga hennar. Ólöf Eldjám þýddi bókin sem er 220 blaðsíður. G.Ben. prentstofa hf. prent- aði. REYKJAVÍK 91-686915 AKUREYRI 96-21715 PÖNTUM BÍLA ERLENDIS Leynifélagið Iðunn hefur gefið út nýja bók eftir Enid Blyton og nefnist hún Leynifé- lagiö Sjö saman leysir vandann. Sjömenningamir í Ieynifélaginu bjuggust ekki við að lenda í neinum sérstökum ævintýrum að þessu sinni og ekki gmnaði þau, þegar þau ákváðu að gera sér skýli uppi f gömlu tré að það yrði upphafið að nýju og æsispennandi ævintýri. Nanna Rögnvaldsdóttir þýddi. Haraldur Áslaug Kristrún Jólafundur Félag framsóknarkvenna I Reykjavík heldur jólafund þriðjudaginn 10.12. kl. 20:30 I flokkshúsinu við Lækjartorg. Hugvekja — Haraldur Ólafsson Dagskrá annast Kristrún Ólafsdóttir og Áslaug Brynjólfsdóttir. (Munið jóla- pakkana). Stjómln. Kópavogsbúar — nágrannar Jólafundur Jólafundur verður að Digranesvegi 12,10. desember kl. 20:00. Dagskrá: 1) Snyrtivörukynning, snyrtistofan Rós. 2) Ung kona les úr nýútkominni Ijóöabók sinni. 3) Guðfræðinemi á 4. ári, kona, flytur hugvekju. Ýmislegt annað verður til skemmtunar og fróðleiks. Allar konur hjartanlega velkomnar. Freyja, félag framsóknarkvenna. Kópavogsbúar — nágrannar Jólaglögg Jólaglögg verður að Digranesvegi 12, föstudaginn 13. desember kl. 17:00. Ýmislegt verður til skemmtunar. Allir velkomnir. Freyja, félag framsóknarkvenna og framsóknarfélag Kópavogs. Sigurður G. Tómasson Ólafsvík Fæddur 21. september 1905. Dáinn 5. nóvember 1991. Ávallt er dauðinn á ferð og hrífur með sér þá, sem ófærir verða til lífs á meðal okkar og gildir þá lítt hvort menn eru á háum aldri eða lágum, en víst er, að allir verða ófrávíkjan- lega fyrir heimsókn hans að lokum. Flestir kvíða þessari heimsókn dauðans, en þó er víst að hins látna bíður betra líf og bjartari tilvera á nýjum dvalarstað, en nokkur hefur átt kost á að kynnast, meðan hér var dvalist. Sigurður Tómasson, bróðir konu minnar, Aðalheiðar Tómasdóttur, kvaddi þetta jarðneska líf, hinn 5. nóvember s.l., eftir langa sjúkdóms- legu á St. Fransiskuspítalanum í Stykkishólmi, og var þá orðinn 86 ára að aldri. Hann var fæddur að Ósi, í Fróðár- hreppi þann 21. september 1905. Foreldrar hans voru þau sæmdar- hjón Tómas Sigurðsson frá Höfða í Eyrarsveit (f. 5. maí 1868, d. 15. maí 1952) og Ragnheiður Árnadóttir frá Kárastöðum í Helgafellssveit (f. 16. ágúst 1879, d. 17. júní 1973). Þau eignuðust tíu börn, en misstu tvö. Sigurður var hið fjórða í röðinni. Þau Ragnheiður og Tómas áttu heima á nokkrum bæjum í Fróðár- heppi: Fyrst í Nýlendu, síðan á Ósi í nokkur ár, þar sem þau reistu sér nýjan bæ, þá í Tröð, uns þau neydd- ust til að flytja þaðan vegna skaða á húsum og fé í snjóflóði veturinn 1910. Þau byggja sér þá enn bæ og nú í Hingukoti og eiga þar heima til 1919, er þau flytjast í Bakkabúð á Brimilsvöllum og eiga þar heima í 21 ár, uns þau flytjast til Ólafsvíkur 1940. Sigurður ólst upp hjá foreldrum sínum allt fram á unglingsár, og Iagði sig fram um að verða þeim að sem mestu liði í erfiðri lífsbaráttu þeirra, því margir voru munnarnir að metta og afkomumöguleikar heldur rýrir, en slík voru reyndar lífskjör flestra á þeim árum. Þurfti mikinn dugnað, þrautseigju og sparnað til að geta haldið öllu í horfi, og urðu börn og unglingar að leggja sitt af mörkum til aðstoðar, eftir því sem aldur óx og kraftar stæltust. Þar lét Sigurður ekki sitt eftir liggja, en lagði sig fram um að verða heimilinu að sem mestu liði. Fljótlega eftir að foreldrar Sigurðar fluttu út á Brimilsvelli, fór hann að stunda sjóróðra, þá um 15 ára gam- all, á teinæringi sem Bliki hét og gerður var út þaðan þegar fært var, enda lendingaraðstaða fremur erfið, og engar hafnarbætur til staðar. Frá 16 ára aldri stundaði hann á vertíðum sjómennsku á litlum fiski- skútum, er gerðar voru út frá ýms- um Vestfjarðahöfnum og áttu sumir skipstjórar þessara báta heimili og fjölskyldur í Fróðárhreppi. Um 7 ára skeið mun Sigurður hafa stundað þessa atvinnu. Árið 1932 giftist hann Guðríði Hansdóttur frá Holti á Brimilsvöil- um og höfðu þau þá verið nánir grannar um margra ára skeið. Hún var mikil myndar- og dugnaðar- stúlka, eins og hún átti ætt til. Þau foreldrar hennar, Þorbjörg Árna- dóttir og Hans Árnason í Holti á Brimilsvöllum voru orðlagt atorku- fólki og komu upp stórum barna- hópi með mikilli sæmd. Þau Sigurður og Guðríður settust að og stofnuðu eigið heimili í bæn- um Einarsbúð á Brimilsvöllum. þarna áttuu þau heima um 6 ára skeið og stundaði Sigurður jöfnum höndum búskap og róðra. Áttu þeir saman trillubát, hann og Árni Hans- son, bróðir Guðríðar. Voru þeir góð- ir vinir og félagar, og gekk samstarf þeirra með miklum ágætum. Árið 1938 fluttust þau búferlum til Ólafs- víkur og byggðu sér þar hús, sem þau kölluðu Framtíð, og áttu þar heima upp frá því. Fyrsta veturinn stundaði Sigurður sjóróðra frá Ól- afsvík, en vann svo um skeið í vél- smiðjunni Sindra, uns hann gerðist starfsmaður fyristihússins og vann þar um margra ára skeið við gæslu vélanna, enda vanur orðinn vélum og hverskonar viðgerðum í því sam- bandi, og hafði einnig ailað sér þekkingar á sérstökum námskeið- um, um meðferð hliðstæðra tækja. Þau Sigurður og Guðríður eignuð- ust fjögur börn, þrjá pilta og eina stúlku, öll hin mannvænlegustu. Hafa þau myndað sér eigin heimili og eignast afkomendur. Á eitt þeirra heima í Reykjavík en hin þrjú í Ól- afsvík, og hefur það verið þeim, full- orðnu hjónunum, ómetanleg ánægja og styrkur að hafa þau þama í næsta nágrenni við sig og njóta stuðnings og daglegra samskipta við börn sín og barnabörn, enda hefur umhyggja þeirra fyrir foreldmnum, ávallt verið slík, að ekki verður á betra kosið. Þau foreldrar Sigurðar, Ragnheið- ur og Tómas áttu heima á Brimils- völlum allt til ársins 1940, en þá gáf- ust þau upp á búskapnum vegna ald- urs og þverrandi heilsu, og urðu að flytja þaðan á brott, en ekki var í mörg hús að venda, vegna erfiðrar afkomu og húsnæðisskorts hjá flest- um afkomenda þeirra, enda hafði kreppan mikla þá sorfið að öllu al- þýðufólki um fjölda ára. Þá var það, að þau Guðríður og Sig- urður tóku þau til sín á heimili sitt til bráðabirgða, eða þar til úr kynni að rætast, þrátt fyrir þröng húsa- kynni og ung börn, sem þurftu sitt rými. Þetta var ómetanlegt dreng- skaparbragð og meira en aðrir hefðu getað eftir leikið, eins og þá stóð á, hjá börnum þeirra Ragnheiðar og Tómasar, þótt víst væri vilji til stað- ar hjá þeim öllum. Þarna áttu þau heima hjá þeim og fór vel um þau, næstu þrjú árin. Árið 1943 var byggt lítið hús handa þeim, öldnu hjónunum, fyrir fram- lag allra barna þeirra. Var það á fal- legum stað ofarlega í bænum. Þau kölluðu það Fögruvelli og áttu þar heima um 8 ára skeið, til ársins 1951, en þá neyddust þau til að flytja enn á brott, vegna heilsubrests og settust nú að í húsi okkar Aðalheið- ar, dóttur sinnar, í Kópavogi, sem þá var nýlega byggt. Þar áttu þau svo heima meðan ævi entist. Hann lifði aðeins í hálft ár eftir það en hún í 22 ár. Lengi hafði Sigurður orðið að þola illar þrautir vegna skemmda í hnjá- liðum og mun það ástand heldur hafa versnað hin síðari ár. En allt bar hann þetta með mikilli þraut- segju. Síðustu árin áttu þau hjónin heima á vistheimilinu Jaðri í Ólafsvík og mun hafa farið þar vel um þau, eftir því sem í mannlegu valdi hefur stað- ið. En að síðustu var Sigurður svo illa farinn að heilsu, að hann varð að vera undir læknishendi, og hefur hann síðustu mánuðina dvalist á St. Fransiskuspítalanum í Stykkis- hólmi, og notið þeirrar umönnunar, sem þar var unnt að veita, uns hann kvaddi þetta líf. Ég minnist með gleði ýmissa þeirra samfunda, sem ég hef notið um hálfrar aldar skeið, með þeim góðu hjónum, Sigurði og Guðríði. Við Að- alheiður, konan mín, höfum oft, á þessum mörgu árum samvista okk- ar, lagt leið okkar vestur á Snæfells- nes, og áfangastaðurinn þá jafnan verið Fróðárhreppur, hin fagra og hugumkæra bernskusveit hennar. Ávallt nutum við þá góðra stunda á heimili bróður hennar, Sigurðar og Guðríðar, í Ólafsvík, og einnig í sumarbústaðnum þeirra fallega, sem þau byggðu sér á síðari árum inni í Fossárdalnum, innan við Ól- afsvík. Alltaf var jafn notalegt að koma til þeirra, alltaf sama hlýjan og alúðin í öllu þeirra viðmóti, sem lokkaði okkur til að standa við sem lengst og njóta dýrmætrar stundar á yndislegu heimili þeirra. Þau Sigurður og Guðríður voru mikið atorku- og dugnaðarfólk, enda kom það sér vel á erfiðum ævi- ferli. En nýtni og hagsýni var ekki síður stór þáttur í allri afkomu. Sig- urður var laginn og notinvirkur heimilinu til handa, og Guðríður var hin sístarfandi húsmóðir og hannyrðir, prjón og saumar léku f höndum hennar. Sigurður var að eðlisfari söngvinn og kunni mikið af ljóðum og rím- um, sem hann söng og kvað sjálfum sér og öðrum til óblandinnar ánægju. Hann var einnig hagmælt- ur og gat varpað fram góðum vísum, þegar svo bar við, í góðra vina hópi. Hann var ákaflega góðviljaður maður, og vildi hvers manns vanda leysa. Voru þeir ýmsir sem til hans þótti gott að leita, því hann var úr- ræðagóður og ráðsnjall, og þóttu ráð hans jafnan gefast vel. En þótt Sigurður væri að eðlisfari glaðlyndur maður, þá hugsaði hann einnig um hinstu rök tilverunnar, um líf og dauða og um sjálfan guð- dóminn, sem öllu stendur ofar. Hann var sanntrúaður maður, á þann hátt, sem hann hafði numið við föður og móður kné í bernsku sinni, og hann og þau Guðríður bæði munu hafa kennt börnum sín- um (og barnabömum) bænir og vers, og gefið þeim þannig það vega- nesti í heimamund, sem ómetanleg- ast er alls og engan má vanta á lífs- ins leið: traust á hinum æðsta mætti lífsins og tilverunnar og skilning á því að til þess að ná sem nánustu sambandi við almættið, þann mikla mátt, þarf hver einn að leggja sig fram í öllu framferði sínu, og sýna öllu sem lifir mannúð og mildi. Nú hefur þessi góði maður runnið æviskeið sitt á enda, saddur lífdaga, og árin að baki orðin mörg. En harmur er kveðinn að nánustu ættingjum og vinum, og þá einkum að eftirlifandi konu hans. Því sann- arlega er hér skarð fyrir skildi, þar sem hans nýtur ekki lengur við til halds og trausts, svo sem áður á langri lífsins göngu. En minningin lifir og þakklæti fyll- ir hugann fyrir gengna samleið um fjölmrög ár. En við vitum að „látinn lifir, það er huggun harmi gegn. “ Við getum verið þess alveg viss, að nú eru dýrleg umskipti orðin á hög- um hans. Hann er nú laus við þján- ingar sínar og hann hefur eignast nýjan og betri dvalarstað meðal fyrri farinna vina, á nýrri lífstjörnu í ríki himnanna, þar sem við öll getum vænst dásamlegra endurfunda, hvert og eitt, þegar ævi okkar lýkur hér. Við Aðalheiður konan mín, vottum eftirlifandi eiginkonu Sigurðar og afkomendum hans einlæga hlut- tekningu okkar, og óskum þeim alls velfarnaðar. Ingvar Agnarsson. Landsbyeeðar- ÞJÓNUSTA fyrir fólk, stofnattir og fyrirtæki á landsbyggðittni. Pöntum varahluti og vörur. Samningsgerð, tilboð í flutninga. Lögfræðiþjónusta, kaup og sala bifreiða og húsnæðis. Okkur er ekkert óviðkomandi, sem getur létt fólki störfin. LANDSBYGGÐ HF Ármula 5-108 Reykjavík Símar 91-677585 & 91-677586 Box 8285 Fax 91-677568 • 128 Reykjavik

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.