Tíminn - 07.12.1991, Blaðsíða 4

Tíminn - 07.12.1991, Blaðsíða 4
4 Tíminn Laugardagur 7. desember 1991 Steingrímur Hermannsson segir bið þjóðarinnar eftir efna- hagsaðgerðum engan enda ætla að taka: Þjóðarsátt mun ekki nást án vaxtalækkunar Stjóraarandstaðan gagnrýndi harðlega frumvarp forsætisráðherra um ráð- stafanir í efnahagsmálum, á Alþingi í gær. Steingrímur Hermannsson, for- maður Framsóknarflokksins, sagði að ef ríkisstjómin tæki ekki á vaxtamál- unum af festu, yrði útilokað að ná nýjum kjarasamningum. Steingrímur lýsti yfir stuðningi við efnahagstillögur Þorsteins Pálsson- ar og sagði að þjóðin öll biði eftir að- gerðum, sem styrktu rekstrarstöðu sjávarútvegsins og greiddu fyrir gerð nýrra kjarasamninga. Steingrímur gagnrýndi harðlega vaxtastefnu ríkisstjórnarinnar og sagði að með ákvörðun hennar um að hækka vexti hefði minni hags- munum verið fórnað íyrir meiri. Hann sagði að smávægilega aukin sala ríkisvíxla hefði verið of dýru verði keypt. Raunvextir hefðu hækk- að um 3% og að mati Þjóðhags- stofnunar þýddi það þrír milljarðar í auknar álögur á atvinnulífið í land- inu. Steingrímur sagði að ef ekki verði fylgt ráðum aðila vinnumark- aðarins, stjórnarandstöðu og sjávar- útvegsráðherra um að vextir verði lækkaðir, muni verða útilokað að gera nýja kjarasamninga. Steingrímur sagði að þjóðin biði eftir aðgerðum. Ræða forsætisráð- herra hefði engu breytt þar um. Þjóðin biði enn. Steingrímur spurði hvaða meðferð tillögur Þorsteins Pálssonar hefðu fengið í ríkisstjóm- inni. Steingrímur gagnrýndi sölu á rík- istryggðum húsbréfum erlendis. Hann sagðist hafa heyrt að menn væru farnir að kaupa húsbréf með afföllum hér heima og selja þau með minni afföllum á erlendum mark- aði. Steingrímur sagði miklu eðli- legra að ríkissjóður sjálfur tæki er- lent lán, heldur en að efnt væri til erlendrar lántöku í þessu formi. Steingrímur bar saman framsókn- arráðin og íhaldsráðin og sagði að þau fyrrnefndu hefðu reynst þjóð- inni mun betur í gegnum árin. íhaldsráð, sem gerðu ráð fyrir mátu- legu atvinnuleysi, væm hættuleg. Steingrímur J. Sigfússon, varafor- maður Alþýðubandalagsins, gagn- rýndi efnahagsstefnu ríkisstjórnar- innar harðlega. Hann vakti athygli á ýmsum staðreyndum sem koma fram í þjóðhagsáætlun, einkum þeirri að horfur eru á að fjárfesting- ar á næsta ári verði þær minnstu í 50 ár eða aðeins 17,7% af landsfram- leiðslu. Einkaneysla væri að aukast á sama tíma og almennar launatekjur drægjust saman. Ástæðan væri að heimilin fjármögnuðu neyslu sína með lánum. Steingrímur sagði þessa staðreynd umhugsunarverða, þegar tekið væri mið af þeim háu vöxtum sem hér væm. Margir fleiri tóku til máls og stóðu umræður fram eftir kvöldi. -EÓ Töluvert tjón varð vegna veðurs á bænum Búlandsmúla á Snæfells- nesi, en útihús skemmdust verulega. Jónína Gestsdóttir var ein á bænum, þar sem eiginmaður hennar liggur á sjúkrahúsi: „Eg hélt að ég sæi ofsiónir" Hlutar af fjárhúsþaki og hlöðuþaki fuku á haf út á bænum Búlands- höfða, sem er skammt vestan Gmndaríjarðar, en aftakaveður geisaði þar í gær. Jónfna Gestsdótt- ir húsfreyja var ein á bænum þegar óhappið gerðist, en eiginmaður hennar liggur á sjúkrahúsi, og gat Jónína ekkert að gert. Féð, um níu- tíu hausar, þurfti að híma í þak- lausu fjárhúsinu þar til í gærkvöldi. Það var um miðjan dag sem Jónína uppgötvaði að stóra hluta vantaði í útihúsin. „Ég sá ekki þegar þegar þetta gerðist, en þegar ég leit út um gluggann, þá sá ég út á hafið í gegn- um hlöðuna. Tilfinningin var hræði- leg. Ég hélt fyrst að ég væri hrein- lega að sjá ofsjónir og það var ekki íyrr en ég sótti sjónaukann, sem ég var örugg um að það vantaði stóra hluta í húsin. Ég gat ekkert gert, því ég er ein heima. Maðurinn minn er sjúklingur og liggur á spítala og sonur okkar, sem er á fermingar- aldri, er staddur á Akranesi. Þó ég hafi verið ein á bænum, þá held ég þrátt fyrir allt að ég hafi þó verið heppin að vera ein heima, því það hefði verið slæmt fyrir feðgana að horfa upp á þetta gerast. Þá hefði drengurinn örugglega viljað hlaupa út og reyna að gera eitthvað," sagði Jónína í samtali við Tímann í gær- kvöldi. Að sögn Jónínu var lítið hey í þeirri hlöðu, sem skemmdist í óveðrinu í gær, því önnur hlaða er á bænum þar sem megnið af heyinu er geymt. Fjárhúsið skemmdist töluvert, hlut- ar þaksins fúku af og eystri hlið hússins gekk inn. Féð varð þó að dvelja í húsinu fram á kvöld, þar sem veðurhamur hamlaði aðgerðum. í gærkvöldi átti Jónína von á flutn- ingabifreið, sem flytja átti féð á aðra bæi, en bændur á nágrannabæjum ætluðu að hlaupa undir bagga með Jónínu og hýsa féð. Jónina sagði að svona lagað hefði ekki gerst áður í Búlandsmúla og sagði jafnframt að svona veður væru sem betur fer ekki algeng. Ekki er Ijóst hvað gert verð- ur við húsin, en þau eru vátryggð. „En ég vil þakka mínum sæla fyrir að skepnurnar sakaði ekki. Því ef svo hefði farið, þá hefðum við verið illa sett. Féð er það eina sem maður hef- ur, og á því verður maður að lifa, hvort sem manni líkar betur eöa verr,“ sagði Jónína Gestsdóttir að lokum. - PS Ungmennahreyfing Rauða kross fslands heldur Afríkubasar í Perlunni alla sunnudaga fram að jólum. Á basarnum eru seld- ar vörur frá þróunarlöndunum, sem keyptar eru milliliðalaust af handverksmönnum. Allur ágóði rennurtil þróunarverkefnis, sem Ungmennahreyfingin fer af stað með í Gambíu á vestur- strönd Afríku í byrjun næsta árs. Margs konar varningur er á boðstólum: dúkar, sjöl, töskur, föt, hljóðfæri, skartgripir. Verði er stillt í hóf Sighvatur Björgvinsson heilbrígðisráðherra og Ólafur Ólafsson landlæknir á blaðamannafundi í gær þar sem reglugerðin um hlut- deild sjúkratryggðra í kostnaði við heilbrigðisþjónustu var kynnt. Tfmamynd Aml Bjama Ríkisstjórnin kynnti í gær þær ráðstafanir, sem hún ætlar að gera til að draga úr kostn- aði í heilbrigðiskerfinu. Heilbrigðisráðherra kynnti í gær nýja reglugerð um kostnaðar- hlutdeild sjúklinga: Aukin hlutdeild sjúklinga og minni þjónusta Forsætisráðherra gerði í framsögu- ræðu sinni á Alþingi í gærmorgun grein fyrir ráðstöfunum þeim, sem ríkisstjórnin ætlar að grípa til til lækkunar útgjalda í heilbrígðismál- um. Þær ráðstafanir miða flestar að aukinni kostnaðarhlutdeild sjúk- linga og niðurskurði á þjónustu. Þá var í gær kynnt ný reglugerð, sem fjallar um kostnaðarhlutdeild sjúkratiyggðra í kostnaði vegna heilbrígðisþjónustu. Heilbrigðisráðherra hélt í gær fund með blaðamönnum þar sem hann kynnti reglugerð þá, sem gefin var út í gær um hlutdeild sjúkra- tryggðra í kostnaði vegna heilbrigð- isþjónustu. Hann sagði að með breytingum þessum myndi ríkis- stjórninni að öllum líkindum takast það ætlunarverk sitt að varðveita velferðarkerfið, án þess að komandi kynslóðir þurfi að borga brúsann. Hann sagði jafnframt að ekki yrðu tekin upp gjöld af neinni þjónustu, sem ekki hefðu verin tekið áður. Það kom fram á fundinum að taka á aftur upp gjald það, sem fellt var niður í upphafi síðasta árs, á þjón- ustu heilsugæslustöðva og heimilis- lækna. Gjald fyrir hverja heimsókn á dagvinnutíma verður samkvæmt frumvarpinu um 600 krónur, en þó munu lífeyrisþegar einungis greiða 200 krónur. Gjaldið er hærra, ef sjúklingur leitar aðstoðar utan venjubundins dagvinnutíma, eða 1000 krónur. Elli- og örorkuþegar greiða 350 krónur. Undanþegnar gjaldskyldu eru komur vegna mæðra- og ungbarnaverndar, heilsugæslu í skólum og vegna bólusetningar og ónæmisaðgerða. Þá verður gjald fyrir komu til sér- fræðings hækkað úr 900 krónum í 1500 krónur og gjald fyrir rann- sóknir hækkað í 600 krónur úr 300 krónum. Því hámarksgjaldi, sem sjúkra- tryggður einstaklingur á aldrinum 16-67 ára þarf að greiða á hverju ári vegna heimsókna á heilsugæslu- stöð, til heimilislæknis, vitjana lækna og sérfræðihjálpar, hefur ekki verið breytt og verður áfram 12.000 krónur. Sú breyting hefur þó verið gerð að allir einstaklingar undir 16 ára, sem tilheyra sömu fjölskyldu, þ.e.a.s. hafa sama fjölskyldunúmer, teljast einn einstaklingur, þannig að hámarksgreiðsla fyrir t.d. fimm manna fjölskyldu er 36.000 krónur. Eftir að einstaklingur hefur einu sinni greitt 12.000 krónur fyrir framangreinda þjónustu, fær við- komandi fríkort. Það þýðir þó ekki að hans greiðslum sé lokið, heldur minnka þær til muna. Eftir verða greiðslur fyrir læknisvitjun, en hún verður 400 krónur á dagvinnutíma og 900 krónur utan dagvinnutíma. Innan ekki langs tíma verða hafnar svokallar glasafrjóvganir, en hingað til hefur fólk, sem hefur þurft á þeim aðgerðum að halda, þurft að leita til útlanda. Hlutdeild hjóna eða fólks í sambýli, fyrir fyrstu meðferð, verða 105 þúsund krónur. Inni í þeirri greiðslu felst kostnaður vegna nauð- synlegra rannsókna, lyfja og heim- sókna til sérfræðinga á glasafrjóvg- unardeild. Fyrir aðra og þriðju með- ferð skal greiða 60.000, og fyrir meðferðir umfram það verður að greiða fullt gjald, eða 200.000. Þá er hámarksgjald fyrir greiðslu á sjúkra- flutningum á sjúkrahús og af sjúkrahúsi hækkað í 2.400 krónur. Frumvarp ríkisstjórnarinnar tekur einnig til fleiri þátta íhlutdeild sjúk- linga í greiðslu fyrir læknishjálp. Gert er ráð fyrir 10% kostnaðarhlut- deild barna og aldraðra í tannvið- gerðum og þá verður dregið úr greiðslum vegna tannréttinga. -PS Óveður á Snæfellsnesi: RÚTA Á HLIÐINA Áætlunarbifreið lagðist á hliðina Grundarfjarðar. Brotnuðu nánast undan óveðri því, sem geisaði á vest- allar rúður á annarri hlið bifreiðar- anverðu landinu og á Snæfellsnesi í innar og þurfti að flytja tvo af þrem- gær. Óhappið átti sér stað skömmu ur farþegum á sjúkrahús í Stykkis- eftir hádegið. Áætlunarbifreiðin var hólmi, en þeir fengu báðir að fara á ferð um Helgafellssveit á leið til heim að lokinni skoðun. -PS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.