Tíminn - 07.12.1991, Blaðsíða 15

Tíminn - 07.12.1991, Blaðsíða 15
Tíminn 31 Laugardagur 7. desember 1991 ÍÞRÓTTIRj BMj Evrópukeppni meistaraliða í handknattleik: Valur mætir Barcelona LiðVals Stórleikur verður í Laugardalshöll- inni á morgun kl. 17.00, en þá mætast Valur og Barcelona í 8-liða úrsUtum Evrópukeppni meistara- Uða í handknattleik. Þetta er fyrri leikur Uðanna, en sá síðari verður á Spáni að viku Uðinni. Barcelona er án efa eitt þekktasta og besta félagslið heims í dag. Liðið er núverandi Evrópumeistari félags- liða og hefur leikið til úrslita í keppninni tvö síðastliðin ár. Þá hef- ur liðið orðið spænskur meistari síðustu fjögur ár. Barcelona sat hjá í fyrstu umferð Evrópukeppninnar að þessu sinni, en sló síðan austurrísku meistarana Volkbank út í 16 liða úr- slitum. Athygli vekur að Barcelona- liðið á oft erfitt uppdráttar á útivelli, en er þeim mun sterkara á heima- velli. Liðið tapaði útileiknum gegn „Hér er um mjög verðuga andstæð- inga að ræða; heimsfrægt Uð, sem ekki leikur ósvipað og Avidesa, sem mætti Víkingum um daginn. Liðið leikur vömina mjög framarlega, 3- 2-1, en það er allt í lagi, okkur gengur vel gegn þeirri vörn. Við munum leika sterka vörn gegn þeim, þó ég hafi ekki endanlega ákveðið hvaða vöm það verður," sagði Þorbjöra Jensson, þjálfari Valsmanna, um leikinn á sunnu- dag. „Ég tel að möguleikar okkar séu miklir. Fyrir þeim erum við óskrifað blað. Það er ekki ólíklegt að þeir komi með röngu hugarfari í leikinn. Við þurfum að leika nákvæmlega, spila langar sóknir og ekki hleypa þeim í hraðaupphlaup. Við verðum að beita hraðaupphlaupum, en þau eru okkar sterkasta vopn. Líkumar eru okkur auðvitað í óhag, en við leikum betur í Evrópukeppninni en á íslandsmótinu, og betur á útivelli Kraftakeppnin Hreysti ‘91 verður haldin í Reiðhöllinni í Víðidal í dag. Keppnin hefst kl. 16.00 og gert er ráð fyrir að hún standi í tvo og hálf- an tíma. [þróttir helgarinnar: Mikið um að vera í boltanum um helgina Auk Evrópuleiks Vals og Barcelona, verða nokkrir leikir í 1. deildinni. í dag leika HK og ÍBV í Digranesi, Stjaman og Grótta í Garðabae og FH og Haukar í Kaplakrika. Leikimir hefjast allir kl. 16.30. Á morgun leika Víkingur og UBK í Víkinni kl. 20. og Fram og Selfoss í Höllinni kl. 20 á mánu- dag. í körfunni mætast Haukar og Valur í Jap- ísdeildinni í Strandgötu kl. 14. Á morgun verða þrir leikir: Skallagrímur og Njarðvík leika í Borgamesi kl. 16, kl. 20 leika síðan Tindastóll og KR á Króknum og Þór og Grindavík á Akureyri. í 1. deiid karla leika í dag Víkverji og Höttur í Hagaskóla ki. 14 og á mánudagskvöld leika ÍS og ÍR kl. 20 í Kennaraháskóianum. BL Volkbank 19-24, en vann heimaleik- inn 31-18 eða samtals 55-37. Vals- menn gera sér vonir um að ná að slá Barcelona-liðið út af laginu með öfl- ugri mótstöðu og hvatningu áhorf- enda í Höllinni á morgun. Valur lék gegn Drott í fyrstu um- ferð og unnu nauman sigur með góðum leik á útivelli. í annarri um- ferð mættu Valsmenn Iiði frá ísrael og unnu samanlagt. Heiðursgestir á leiknum á morgun verða leikmenn Vals sem léku til úr- slita í Evrópukeppninni 1980. Á leið sinni í úrslitin á sínum tíma slóg þeir einmitt lið Drott út og síðan At- letico Madrid í undanúrslitum í eft- irminnilegum spennuleik í Höll- inni. Hávaðinn á þeim leik var slíkur að annað eins hefiir ekki verið leikið eftir. BL en heima í EM. Skýringin á því er, að ég held, sú að strákamir hafa svo mikið að gera héma heima,“ sagði Þorbjöm. Valdimar Grímsson: „Það er mikill heiður og í raun verðlaun fyrir okkur að fá að taka þátt í Evrópukeppni. Við emm með sterkt lið á íslenskan mælikvarða. öll tapstig okkar í deildinni hafa ver- ið í kringum Evrópuleikina, þá hafa menn verið með hugann við þá. Kórónan er að spila við Barcelona," sagði Valdimar Grímsson landsliðs- maður um leikinn. „Þeir þola illa mótlæti og náum við að byrja leikinn vel er 4-5 marka sig- ur ekld óraunhæfur. Þeirra heima- völlur er sterkur, en þeir em oft slakari á útivelli, brotna niður við mótlæti, láta þá allt fara í taugamar á sér. Þeir spila stuttar sóknir, um 10 sek. og skot, og þó það gangi ekki upp þá breyta þeir ekkert um leik- stíl,“ sagði Valdimar. BL Meðal keppenda verður „Tortím- andinn" frá Finnlandi, Rikukiri. Hann er ósigraður í kraftakeppnum undanfarin 10 ár. Hann mun fá verð- ugan andstæðing að þessu sinni, sem er enginn annar en Magnús Ver Magnússon, sterkasti maður heims. Henning Thorsen frá Danmörku, sem varð í öðm sæti í þeirri keppni, verður einnig á meðal keppenda. Bretinn Jamie Reeves mætir til leiks með upphandleggsvöðvana víraða saman, en hann reif þá báða fyrir stuttu og hefúr gengist undir að- gerð. Annar Finni mætir til leiks, Ilkka Kinnonen, sem þykir nauða- líkur Arnold Schwarzenegger. Sterkasti maður íslands, Andrés Guðmundsson, hleypur í skarðið og keppir í stað Hjalta „Úrsusar" Árna- sonar, en hann er skipuleggjandi keppninnar. Keppt verður í trukkadrætti, dmmbalyftu, hleðslugrein, steina- tökum, krossfestulyftu og dauða- göngu. BL Marfcmenn: Guðm. Hrafnkelsson 145 landsleikir Ámi Sigurðsson Aðrir ieikmenn: Finnur Jóhannsson 3 landsleikir Valdimar Grímsson 148 landsleikir Brynjar Harðarson 12 landsleikir Júlíus Gunnarsson 7 landsleikir Dagur Sigurðsson Ármann Sigurvinsson Óiafúr Stefánsson Ingi Rafh Jónsson Þórður Sigurðsson Lið Barcelona Markverðin Lorenso Rico 29 ára, 217 iandsleikir David Barrufex 21 árs, 24 landsleikir. Þeir leika jafnan til skiptis jafh mikið, því báðir eru öruggir um að verja 20 skot f ieik. Línumenn Oskar Grau 27 ára, 21 landsieikur Vaelin Vukovec, 33 ára, 150 lands- leikir fyrir Júgóslavíu. Horaamenn Eugeni Serrano 31 árs, 234 landsl. Femando Barbeito 23 ára, 23 Iands- leikir. Útileikmenn Enrique Mazip 22 ára, 67 landsleikir. Jose Mpare 21 árs, 6 landsieikir. Zlatko Portner 29 ára, 110 iandsieik- ir fyrir Júgóslavfu. Veselin Vujovic 30 ára, 163 landsleik- ir fyrir Júgóslavfu. Inaki Urdagamin 23 ára, 62 iandsl. Xavier O’Caliagan 19 ára, unglinga- landsliðsmaður. NBA-körfuboltinn: Enn tapar Detroit Fyrmm meistarar Detroit Pistons tapa grimmt þessa dagana í NBA- deildinni, nú síðast fyrir Cleveland Cavaliers í fyrrinótt, en þá urðu úrslitin þessi: Detroit Pistons-Cleveland......101-110 Milwaukee Bucks-New Jersey.....101-109 Houston Rockets-Atlanta Hawks ....97-109 Golden State-Dallas Maver......117-107 Únlit í Evrópukeppni meistanliða: Barcelona-Slobodna Dalmacija...80- 79 Cibona Zagreb-OL Antibes frl...100- 93 Maccabi T. Aviv-Kalev Tbllin...129-118 JoventBadalona-Partizan Belgr..79- 76 Mechelen-Estudiantes Madrid....83-101 Körfuboltamenn falla á lyfjaprófi Tveir bandarískættaðir leikmenn í frönsku 1. deildinni í körfubolta hafa fallið á lyfjaprófi. Þeir eru fyrstu leikmennimir í deildinni sem ekki standast lyfjapróf. Þeir Cecil Rucker, leikmaður Anti- bes, og Robert Carman, leikmaður Chalon-sur-Saone, eiga yfir höfði sér allt að þriggja ára bann. Ekki hefur verið látið uppi hvaða Iyf fannst í þvagi þeirra, en ekki er ólík- legt að þeir hafi neytt kókaíns, ef marka má reynsluna úr NBA- deild- inni. Yfir 240 lyfjapróf hafa verið framkvæmd f frönsku deildinni á síðasta keppnistímabili og reyndust þau öll neikvæð. BL Japísdeildin: NBA-töiur í Keflavík ÍBK sigraði Þór 141-118 í Japís- deildinni í körfubolta í Keflavík í fyrrakvöld, sannkallaðar NBA-tölur. Staðan í leikhléi var 62- 49. Stigahæstir hjá ÍBK voru Jón Kr. Gíslason með 32, Jonathan Bow 29, Kristinn Friðriksson 26 og Sigurður Ingimundarson 16. Hjá Þór: Konráð Óskarsson 37, Joe Harge 23, Davíð Hreiðarsson 15, Birgir Birgisson 13. BL Leiðrétting í myndatexta frá afhendingu Citroén AX- bfls, sem í verðlaun var í hópleik Getrauna f gær, var rangiega sagt að Yiktor Ólason væri markaðsstjóri hjá Glóbus. Hið rétta er að hann er markaðstjóri hjá íslenskum getraunum. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Flipabækur um dýr og kropp Út eru komnar hjá Erni og Örlygi tvær skemmtilegar fróðleiksbækur undir samheitinu Skrýtið og skemmti- legt. Önnur þeirra fjallar um dýrin en hin um mannslikamann. Þetta eru svonefndar flipabækur en með þvf er átt við það að síðumar eru tvöfaldar og á hverri þeirra er flipi sem bömin eiga að lyfta og þá kemur ýmislegt fróðlegt og óvænt í ljós. í bókunum er fjöldi staðreynda um dýrin og manns- líkamann sem gera menn forvið og orðlausa. Það sem er falið undir flip- imum er bæði skemmtilegt og fræð- andi. Hálfdan Ómar Hálfdanarson þýddi bækumar. Sögur eftir Kafka Bókaútgáfa Menningarsjóðs hefur gefið út bókina í refsinýlendunni og fleiri sögur eftir tékkneska rithöfund- inn Franz Kafka (1883-1924), en hann ritaði á þýsku og er talinn eitt af frumlegustu, sérkennilegustu og áhrifarficustu skáldum Evrópu á önd- verðri tuttugustu öld. Ástráður Ey- steinsson og Eysteinn Þorvaldsson þýddu sögumar úr frummálinu og rita eftirmála að bókinni. Útgefandi kynnir bók og höfund þannig á kápu: „Franz Kafka hefur hlotið fádæma frægð fyrir skáldsögur sínar, einkum Réttarhöldin, en smásögur hans eru / þó síst veigaminni þáttur í höfundar- verki hans. Við þær lagði hann mesta rækt. ' f þessari bók em 42 sögur, marg- breytilegar að efni og formi, sem hann lét sjálfur birta á prenti. Flest önnur verk hans voru gefin út að honum látnum. Smásögur Kafka eru einstæðar í heimsbókmenntunum vegna óvenju- legs innsæis f mannlega tilvist og vegna hins sérkennilega frásagnar- máta sem leiðir lesandann gjaman á óvæntar slóðir þar sem hann gengur heillaður milli raunsæis, dular, tákn- sæis og fanatasíu en stendur undr- andi að leiðarlokum." Kjarrí og vinir hans Út er komin hjá Skjaldborg hf. bóldn Kjarri og skemmubófamir eftir Jón Dan. Bókin fjallar, eins og titillinn segir til um, um Kjarra, fólk hans og vini. Kjarri er fjörlegur strákur, sem margt drífur á dagana hjá og ekki dregur þar úr að Lalli vinur hans, sem reyndar á það til að „kríta" liðugt stundum til þess að magna upp at- burði sem honum finnst irukið til um. Við sögu koma bamasafnarinn og skemmubófamir, sem heldur en ekki eru spennandi og jafnvel óttalegir í augum drengjanna, þar til hið sanna kemur í ljós varðandi tilurð þeirra. Inn í söguna fléttast Iíka skilnaður foreldra Kjarra og það hvemig hann smám saman áttar sig á þeirri stað- reynd. Um tíma er útíitið ekki gott frá sjónarhóli lítils drengs en allt fer þó vel að lokum. Valsmenn mjög bjartsýnir fyrir leikinn: „EIGUM MIKLA MÖGULEIKA" — segir Þorbjörn Jensson, þjálfari Vals Kraftakeppni: Ósigraður Finni gegn Magnúsi Ver Staðið í ströngu — æviminningar Erlendar Einars- sonar, fyrrverandi forstjóra SÍS, kominút Fróði hf. hefur gefið út bókina Staðið í ströngu, æviminningar Erlendar Ein- arssonar eftir Kjartan Stefánsson. Er- lendur Einarsson stóð um langt ára- bil í fylkingarbrjósti fslenskra sam- vinnumanna og forstjóri Sambands fslenskra samvinnufélaga var hann í um hálfan fjórða áratug. Undir hans stjóm reis veldi samvinnuhreyfingar- innar hæst og Sambandið varð stærsta og umfangsmesta fyrirtæki landsins, sannkallað stórveldi sem kom vfða við sögu í íslensku samfé- lagi. I bókinni Staðið í ströngu rekur Er- lendiu Einarsson ævi- og starfsferil sinn. Hann kynntist samvinnuhreyf- ingunni þegar á unga aldri og hóf starfsferÚ sinn þar sem innanbúðar- maður f kaupfélaginu í Vík í Mýrdal. Leiðin lá sfðan f Samvinnuskólann en að námi þar loknu gerðist Erlendur starfsmaður Landsbanka íslands og hugðist leggja bankastörf fyrir sig. En margt fer öðruvísi en ætíað er. í bók- inni segir Erlendur frá kynnum sín- um af Vilhjálmi Þór og hvemig hann olli straumhvörfum í lffi Erlendar. Vilhjálmur fékk hann til þess að setja Samvinnutryggingar á stofn og taka að sér stjóm þess fjnrirtækis, en þaðan lá leið Erlendar sfðan f forstjórastól Sambands fslenskra samvinnufélaga árið 1954. Var Erlendur sfðan forstjóri þess umfangsmikla fyrirtækis fram til ársins 1957. í bókinni greinir Erlendur frá störf- um sfnum sem forstjóri Sambands- ins. Hann segir frá aukinni sókn fyr- irtækisins og nýjungum f atvinnu- starfsemi sem hann beitti sér fyrir, svo sem stofnun Osta- og smjörsöl- unnar, Samvinnubankans og Sam- vinnuferða. Hann segir frá harðri baráttu og átökum sem oft urðu að tjaldabaki og deilum bæði um mál- efni og ekki sfður menn. Þótt oftast væri allt slétt og fellt á yfirborðinu varðandi Sambandið kraumaði oft undir niðri og fátt náðist fram bar- áttulaust. Þá greinir Erlendur einnig frá óvæntum uppákomum undir lok starfsferils síns og kemur þar m.a. bæði hið umtalað kaffimál við sögu, svo og átök um eftirmann hans hjá Sambandinu. Fjölmargir koma við sögu í bók Er- lendar Einarssonar, enda kynntist hann mörgum, bæði heima og er- lendis, á löngum starfsferli sfnum. Mikill fjöldi Ijósmynda prýðir bók- ina. Höfundur bókarinnar, Kjartan Stef- ánsson, hefur lengi starfað við blaða- mennsku og ritstjóm. Þetta er önnur bók hans en áður hefur hann skrifað um Guðmund Guðmundsson, sem kenndur var við húsgagnafyrirtæki sitt, Víði. Staðið f ströngu er 384 blaðsfður. Bókin er prentunnin hjá G. Ben. Prentstohi, en kápuhönnun annaðist Nýr dagur. Betri en karlamir Út er komin hjá Skjaldborg hf. bókin Betri helmingurinn og er þetta þriðja bókin f þessum bókaflokki. Sem fyrr er í bókinni rætt við eigin- komur fimm landsþekktra manna. Allar hafa þær frá mörgu að segja og ýmislegt hefur á daga þeirra drifið. Hér segja frá eiginkonur leikara, skipstjóra, bæjarstjóra, sendiherra og vígslubiskups, svo óhætt er að segja að víða er brugðið niður fæti í litrófi þjóðfélagsins. Þær konur sem segja frá era: Ólöf Stella Guðmundsdóttir, eiginkona Róberts Amfinnssonar leikar, Sigríð- ur Guðmunda Brynjólfsdóttir, eigin- kona Ásgeirs Guðbjartssonar skip- stjóra, Jóna Dóra Karlsdóttir, eigin- kona Guðmundar Ama Stefánssonar, bæjarstjóra f Hafnarfirði, Ástríður Andersen, eiginkona Hans G. Ander- sen sendiherra, og Matthildur Jóns- dóttir, eiginkona séra Bolla Gústavs- sonar vígslubiskups. Ævintýri eftir Olgu Guðrúnu Árnadóttur Iðunn hefur gefið út bókina Ævintýri á jólanótt eftir Olgu Guðrúnu Áma- dóttur. Bókin er skreytt fallegum myndum eftir Hlín Gunnarsdóttur. Hér er á ferðinni ljúf og skemmtileg bamasaga sem hrífur imga lesendur inn í ævintýraheima þar sem hugur- inn fær að leika sér og jólastjaman skfnskært

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.