Tíminn - 12.12.1991, Blaðsíða 8

Tíminn - 12.12.1991, Blaðsíða 8
8 Tíminn Fimmtudagur 12. desember 1991 Erfðaskrá Grahams Greene gerð opinber: Astkonan síðustu 30 árin fékk ekki eyri Hann var kaþólikki til endaloka. Graham Greene, frægastur breskra rithöfunda á þessari öld, eftirlét mörg þúsund sterlingspund eigin- konunni sem hann fór frá á fimmta áratugnum, en konunni sem gaf honum alla sína ást síðustu 30 ár ævi hans, ekki neitt. Á hverjum degi átti hann stundir með henni, andvarpaði síðustu orðunum í eyra hennar og jafnvel sonur hans segir að þau hafi verið „hjón“. En Greene, sem dó vegna blóðtruflana í apríl sl., 86 ára að aldri, skráði ekkert í erfðaskrá sína til Yvonne Cloetta, þeirrar konu sem hann átti í lengstu ástarsam- bandi við. Ekkjan og börnin tvö, sem orðin eru miðaldra, fá allt Yvonne dvelur nú í bænum í suð- urhluta Frakklands þar sem þau voru saman í 25 ár. Hún segir ein- faldlega að hún hafi ekki verið hluti fjölskyldu hans og áreiðan- lega ekki nefnd á nafn í erfða- skránni. „Ég veit ekki einu sinni hvort erfðaskrá er til,“ segir hún. Það er svissneskur lögfræðingur sem framfylgir erfðaskránni, en heimildarmaður, nákominn fjöl- skyldunni, hefur upplýst um inni- hald hennar í þeim tilgangi að stemma stigu við vangaveltum um að rithöfundurinn hefði ekki eftir- látið ekkju sinni, Vivien Greene, sem orðin er 86 ára, neitt. í Ijós er nú komið að eignir Greenes ganga til hennar og barna þeirra tveggja, sem orðin eru miðaldra. „Yvonne Cloetta er sjálf ágætlega efnuð," sagði sami heimildamaður, sem ekki vill láta nafns síns getið. „Og það eru viss atriði sem hún hafði samvinnu við Graham um, sem færa henni tekjur." Hann bætti því við að allri fjölskyldu Greenes þætti vænt um Yvonne. Opinber ævisagnaritari Grahams Greene, Norman Sherry, sem hafði samneyti við Graham og Yvonne í Frakklandi í fjölda ára, segir þetta koma sér á óvart. „í 30 ár helgaði hún honum líf sitt. Ég vona aö þetta sé ekki satt,“ segir hann. Hver er Yvonne Cloetta? Cloetta var síðust í röð fagurra, greindra og taugaspenntra ást- meyja rithöfundarins. Það var víet- nömsk vinkona Yvonne sem kynnti þau í Kamerún 1959, en þá var Yvonne gift frönskum kaup- sýslumanni og átti tvær dætur. Nánustu vinir Greenes tóku það sem gefið að hún yrði tímabund- inn félagi höfundarins, millispil milli merkari ástarævintýra. Hún hélt áfram að búa með Jacques manni sínum á heimili þeirra í Antibes, en ástarævintýrið með Greene stóð þriðjung ævi hans. Frá því í janúar 1966, þegar Greene flutti frá Englandi til Anti- bes að læknisráði, hitti Yvonne hann á hverjum degi þar til hann dó. Einu undantekningarnar voru sunnudagar, sem hún varði með fjölskyldu sinni, og hættulegri ferðir sem hann tókst á hendur er- lendis. Hún ók fimm mínútna leið frá heimili sínu til að vera hjá honum þegar hann lauk vinnudeginum um hádegi. Síðan tók við dagskrá sem var óumbreytanleg: hádegis- verður á Félix au Port, litlum veit- ingastað við höfnina. Gönguferð síðdegis með spanielhundi Yvonne („Mon cocker, Sandy“), en það var eini hundurinn sem Graham Greene hataði ekki. Síðan léku þau „scrabble" þar sem Yvonne hafði yfirleitt betur, þó að stafsetning væri ekki hennar sterka hlið. Kl. sjö fór hún heim til að neyta kvöldverðar með manni sínum, en hafði áður útbúið snarl handa Gra- ham. Hún kallaði hann „Gram“ borið upp á frönsku, en hann kallaði hana „HHK“ sem átti að tákna „happy, healthy kitten" (ham- ingjusami, hrausti kettlingur). Vinum Greenes þótti þetta allt fyr- ir neðan virðingu meistarans. Hún gekk á háhæluðum skóm og bar fjólublár leðurhandtöskur. Hvernig datt honum í hug að velja sér svona ófágaða konu? En, eins og Selina Hastings benti á í fágætu viðtali við Yvonne fyrir Harpers & Queen, dáði hann hana, og horfði á kettlinginn sinn „með svip sem var að hluta óblandin að- dáun og að hluta eins og honum væri skemmt". Hún lét hann hafa frið þegar hann langaði til að skrifa, bað aldrei um meira en hann langaði til að gefa, og það sem var best af öllu, eins og útgef- andi hans A.S. Frere tók fram: „Hún myndi aldrei segja honum að honum hefði ekki tekist fullkom- lega upp við lok þriðja kafla.“ Kaþólskan skipti miklu máli í lífi þeirra allra Hann helgaði eina skáldsögu sína, „Travels With My Aunt“ (1969) „HHK sem hjálpaði mér meir en orð fá sagt“, og það var í eyra hennar sem hann andvarpaði síðustu orðunum: „Verður þetta áhugaverð reynsla? Kemst ég að því hvað er handan landamær- anna? Hvers vegna er þetta svona lengi að gerast?" En Yvonne er kaþólikki og neitaði að yfirgefa mann sinn Greenes vegna, og það olli henni alla tíð sorg að hún gat ekki gengið til skrifta. Og Greene skildi aldrei við Vivien, en það var fyrir áhrif frá henni í Oxford á þriðja áratugnum að hann fór út á sína eigin óljósu braut innan rómversk-kaþólsk- unnar, eftir að hún hafði bent á guðfræðilega skekkju í bók- menntagagnrýni. Ævisagnaritarinn Sherry segir það hafa verið augljóst að Greene og Yvonne Cloetta hafi verið mjög ástfangin hvort af öðru. Hann seg- ist hafa séð þau saman löngu áður en um samband þeirra var al- mennt vitað, þegar Greene hafi sagt: „Vinur minn er að koma í Yvonne Cloetta var ástkona Grahams Greene síðustu þrjátíu árin, en var ekki getið í erfðaskránni. „Ég tilheyri ekki fjölskyldunni," segir hún. heimsókn." Það hafi verið augljóst að þau voru ástfangin og Sherry segir: „Mér fannst það ákaflega fal- Iegt. Mér þykir það mjög dapurlegt ef hún fær ekkert. Ég trúi því ekki.“ Heimildamaðurinn nafnlausi, sem fyrr er getið, segir Greene hafa verið Ijóst að hann var dauð- vona lengi og skipulagt erfða- skrána sína vandlega. „Hann gerði allri fjölskyldu sinni Ijóst hvað hann ætlaði að gera. Hann kom nákvæmri reiðu á mál sín og skipulagði í smáatriðum hvernig málum yrði fyrir komið.“ Ágóðanum af sölunni á íbúðinni í Antibes verður skipt jafnt milli ekkju hans og barna þeirra — son- arins Francis og Caroline Bourget, giftrar dóttur, sem býr í Sviss, þar sem Greene dó og er grafinn. Cloetta, sem nú er á sjötugsaldri, var að hluta til sleppt úr erfða- skránni vegna skatta, segir títt- nefndur heimildamaður. „Það var ekki álitið nauðsynlegt að skipta eignunum (með Cloetta), sér í lagi, þar sem skv. frönskum lögum eru lagðir þungir skattar á erfðafé, ef það fer ekki til eftirlifandi maka og barna.“ Eftirlátnar eignir minni en haldið var En það vekur ekki minni furðu hversu litlar eignir Graham Greene lét eftir sig. Bresk blöð höfðu metið eigur hans á 10 millj- ónir punda, en persónulegar eign- ir hans, höfundar skáldsagna sem seldust í yfir 20 milljónum eintaka á 27 tungumálum, nema um 200.000 sterlingspundum. Yfirlætislausa íbúðin í Antibes var eina heimilið sem hann átti. Hún var líkust íbúðum sem leigð- ar eru út til sumarleyfisgesta, þar sem setustofan var búin slitnum reyrstólum og gömlu borði sem hann skrifaði við. Þetta voru hans mestu veraldlegu auðæfi. Útgáfu- réttinn að bókum hans á Verdant, BÓKMENNTIR Grettir eftir Þorstein Þorsteinn Stefánsson er fæddur 1. desember 1912 í Nesi í Loðmundar- firði. Ungur hóf hann ritstörf og innan við tvítugsaldur birtust eftir hann smásögur í blöðum og tíma- ritum. Fyrsta skáldsagan, „Frá öðr- um hnetti“, kom út 1935 og gaf hann sjálfur út bókina. Á fyrstu áratugum þessarar aldar höfðu nokkrir frægustu rithöfundar okkar og skáld haslað sér völl á er- lendri grund. Þorsteinn var metnaðargjarn eld- hugi, sem ekki vildi una fámenninu hér heima, og ákvað að fara að dæmi landa sinna. Sama árið og fyrsta bók hans kemur út flyst hann alfarinn til Danmerkur og hóf brátt að skrifa á danska tungu. Seinna lærði Þorsteinn einnig ensku, og er jafnvígur að rita á þremur tungu- málum, þ.e.a.s. íslensku, dönsku og ensku. Þorsteini reyndist eins og fleiri listamönnum torsótt að lifa af list sterki Stefánsson sinni. Á tímabili tók hann hvaða vinnu sem bauðst, var m.a. hafnar- verkamaður og sjómaður. En lengst stundaði hann málakennslu og þýð- ingar jafnframt ritstörfunum. Þor- steinn er snjall og mikilvirkur þýð- andi og mun hann hafa þýtt á annan tug íslenskra bóka. Þorsteinn lét ekki þar við sitja. Á áttunda ára- tugnum stofnar hann bókaforlag, ásamt konu sinni, Birgitte Hövring bókasafnsfræðingi. Forlagið var fyrst og fremst stofnað í þeim til- gangi að þýða og gefa út bækur eft- ir íslenska höfunda, og stuðla þann- ig að kynningu íslenskra bók- mennta erlendis. Alþingi íslendinga mat að verðleik- um þetta Iofsverða framtak og veitti útgáfunni dálítinn styrk. Þá hefur Þorsteinn hlotið listamannalaun í nokkur ár. Þegar litið er yfir skrá um ritverk Þorsteins Stefánssonar kemur í Ijós að hann er einkar fjölhæfur höfund- ur, hefur sent frá sér skáldsögur, smásögur, Ijóð og leikrit. Bækur hans eru alls nær tveir tugir, og eru þá ekki meðtaldar hinar fjölmörgu þýðingar. Nú er stórt forlag í Kíev í Úkraínu aö undirbúa útgáfu á ljóðabókum skáldsins. En hverjir eru hátindarn- ir eöa eftirminnilegustu atburðirnir á hinum langa listamannaferli? Erfið spurning. En að vel athug- uðu máli verður svarið þetta: Árið 1942 hlaut Þorsteinn hin virtu dönsku bókmenntaverðlaun, kennd við H.C. Andersen, fyrir skáldsöguna Dalinn. Árið 1973, þegar hið heimsþekkta forlag Oxford University Press sam- þykkir að gefa út bók hans „The Golden Future“ í enskri þýðingu höfundarins. Árið 1990, þegar íslenska ríkisút- varpið flytur tveggja klukkustunda (skipt í tvo hluta) dagskrá, um líf og list Þorsteins Stefánssonar. Ungi austfirski pilturinn, sem fór að heiman fyrir hartnær 60 árum, með léttan mal en stóra drauma, til að leita sér fjár og frama, er kominn heim á öldum Ijósvakans. Skáldið sækir gjarnan yrkisefni sín til æskustöðvanna, lýsir af samúð og næmum skilningi lífskjörum al- þýðufólks til sjávar og sveita í byrj- un þessarar aldar. Hróður Þorsteins Stefánssonar hefur borist víða. Verk hans hafa komið út að minnsta kosti í 15 löndum. Furðulegt tómlæti hefur ríkt hér heima í garð þessa mikilhæfa lista- manns. Aðeins ein bók eftir hann (ef frá eru talin æskuverk hans, sem hann gaf út sjálfur áður en hann hélt að heiman) hefur komið út á ís- lensku. Það er skáldsagan „Framtíð- in gullna", sem Bókaforlag Odds Björnssonar gaf út 1975. Enn hefur rithöfundurinn ekki lagt frá sér pennann og mun eiga ýmislegt í fórum sínum. Nú kemur loks fyrir almennings- sjónir ný bók, „Grettir sterki" eftir Þorstein Stefánsson í vandaðri þýð- ingu dr. Sigrúnar Klöru Hannes- dóttur. Þótt sagan sé fyrst og fremst ætluð ungu kynslóðinni, er hún fo- vitnileg lesning fyrir fólk á öllum aldri. Eins og nafn bókarinnar bendir til er efnisþráðurinn sóttur til Grettis- sögu. Sagan er áhrifarík, krydduð notalegri kímni og yljuð nærfærn- um skilningi á mannlegu eðli. Að lokum flyt ég Bókaútgáfunni Skjaldborg bestu þakkir fyrir að heiðra skáldið aldna við Eyrarsund með útgáfu þessarar fallegu og at- hyglisverðu bókar. Ármann Kr. Einarsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.