Tíminn - 12.12.1991, Blaðsíða 15

Tíminn - 12.12.1991, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 12. desember 1991 Tíminn 15 Bikarkeppnin í handknattleik: MEISTARAR IBV UR LEIK Valsmenn slógu bikrameistara ÍBV út í 8-liða úrslitum keppninnar á Hb'ðar- enda í gærkvöld með 25-22 sigri í æsispennandi og Qörugum leík. Vík- ingar tryggðu sér keppnisrétt í undan- úrslitum með 37- 25 sigur á b-Hði Gróttu. ÍRereinnigkomið íundanúr- slitin og flórða Hðið bætist við í kvöld, þegar Þórsarar taka á móti FH-ingum nyrðra. Leikurinn á Hlíðarenda í gærkvöld var mjög fjörugur og jafn lengst af. Eyjamenn höfðu frumkvæðið mest allan fyrri hálfleik, voru fyrri til að skora, en jafnt var á flestum tölum. Valsmenn komust í fyrsta sinn yfir 12- 11, en gestimir höfðu eitt mark yfir í leikhléi 12-13. Eyjamenn héldu upp- teknum hætti framan af síðari hálfleik, en Valsmenn unnu upp tveggja marka forskot ÍBV 13-15 og komust yfir 16- 15. Jafnt var 16- 16, en síðan náðu Valsmenn tveggja marka forskoti, sem Eyjamenn náðu ekki að brúa. Valdi- mar Grímsson var óstöðvandi úr hægra hominu undir lokin, skoraði og fiskaði vítaköst og Valsmenn tryggðu NBA-körfuboltinn: Naumur sigur Lakers sér 25-22 sigur. Heitt var í kolunum á lokamínútunum og tóku jafn áhorf- endur sem leikmenn þátt í æsingnum. Um tíma gerðust áhangendur ÍBV fúll ágengir og komu inná völlinn. Leik- mönnum hljóp líka kapp í kinn og áð- ur en leikurinn var úti höfðu þeir Brynjar Harðarson Val og Sigurbjöm Óskarsson ÍBV fengið að líta rauða spjaldið. Dómgæsla þeirra Óla Ólsen og Gunn- ar Kjartanssonar var alls ekki fullkom- in, en leikmenn og þjálfarar létu dóm- arana fara full mikið í taugamar á sér. Valdimar Grímsson, Dagur Sigurðs- son, Júlíus Gunnarsson og Brynjar Harðarson vom sterkastir hjá Val, ásamt Guðmundi Hrafnkelssyni, sem Körfubolti — Kvennalandsliðið: TIU LEIKMENN A BLAÐ í SIGRI GEGN KÝPUR íslenska kvennalandsliðið í körfubolta lék fyrsta leik sinn gegn Kýpur á alþjóðlegu móti,„Promotion Cup“, á Gíbraltar í fyrradag. Leikið var gegn Kýpur og sigraði íslenska liðið 59-52. ísland hafði yfir í hálfleik 23-21. varði 12 skoL Hjá ÍBV var Zoltan Belány mjög ógn- adi og skoraði mikið, en besti maður liðsins var Sigmar Þröstur Óskarsson markvörður, sem varði 16 skoL Guð- finnur Kristmannsson lék ágætlega lengst af, en fór illa að ráði sínu undir lokin. Mörkin Valur: Valdimar 6, Brynjar 6/3, Dagur 5, Júlíus 4, Ingi Rafn 2, Þórður 1 og Sveinn 1. ÍBV: Belányi 11/4, Sigurður G. 4, Jóhann 2, Gylfi 2/1, Guðfinnur 2 og Erlingur 1. ÖnnurúrsHt Víkingur vann Gróttu b 37-25 í 8- liða úrslitum bikarkeppninnar og Haukar unnu Stjömuna 28-23 í 1. deild karla. í 1. deild kvenna vann Fram lið KR17- 10. BL hjá Los Angeles Lakers unnu nauman útisigur á Sacramento Kings í NBA- deildinni í fyrrinótt Úrslitin uröu þessi: New Jersey-New York.......88-114 Atlanta-Milwaukee .......118-104 Indiana-San Antonio.......109-102 Chicago-Seattle..........108-103 Dallas-Miami frl.........114-110 Utah-Orlando.............122-103 Phoenix-Detroit...........102-93 Golden State-LA Clippers ..117-127 Sacramento-LA Lakers......90-92 Portland-Houston ........106-108 BL Leikurinn var mjög jafn allan tím- ann, í fyrri hálfleik náði íslenska Uðið mest 8 stiga forystu, en Kýp- urstúikum tókst að minnka þann mun í 2 stig fyrir hlé. í síðari hálf- leik var jafnt nánast á öUum tölum og spennan mikil. Á lokasprettin- um náðu íslensku stúlkumar að síga fram úr og sigra, eins og áður segir, 59-52. íslenska liðið var mjög jafnt í þess- um leik, m.a. skoruðu tíu leikmenn liðsins í leiknum. Olga Færseth, ung stúlka úr ÍBK, lék sinn fyrsta landsleik og stóð sig mjög vel. Einn- ig átti Linda Stefánsdóttir góðan leik og tók mörg fráköst. Stigin: Hildigunnur Hilmarsdóttir 12, Linda Stefánsdóttir 12, Kristín Blöndal 8, Guðbjörg Norðfjörð 8, Anna María Sveinsdóttir 5, Olga Færseth 4, Hrönn Harðardóttir 3, Anna Gunnarsdóttir 3, Vigdís Þóris- dóttir 2 og Hafdís Hafberg 2. önnur úrslit á mótinu urðu þessi: Lúxemborg-Wales 87-32, Írland-Gí- braltar 92-53, TVrkland-Austurríki 69-61. Næsti leikur íslenska Iiðsins verður gegn TVrkjum. BL íþróttir fatlaðra „Óskabrunnar“ til styrktar fötluðum Lionsklúbburinn Týr í Reykjavík hefur látið gera svonefnda „óska- brunna" til styrktar fötluðum íþróttamönnum. Ágóðinn verður not- aður til að senda keppendur á Ólympíuleika á næsta ári. Óskabrunnunum hefur verið kom- ið fyrir víða í verslunum í Reykjavík, en þrír þeir stærstu eru í afgreiðslu Flugleiða á ReykjavíkurflugveUi, í Miklagarði og Kaupstað í Mjódd. Á næsta ári heldur Ólympíulið fatl- aðra til Spánar á sína Ölympíuleika, sem haldnir verða í kjölfar alþjóða Ólympíuleikanna. Hreyfihamlaðir munu keppa í Barcelona, en þroska- heftir í Madrid. Peningar, sem safn- ast í „óskabrunnana", munu greiða fyrir þátttöku fatlaðra íþróttamanna frá íslandi á þessum leikum. BL NÝJAR BÆKUR - SKUGGSJÁ - NÝJAR BÆKUR - SKUGGSJA „Óskabrunni“ komið fyrir á Reykjavíkurflugvelll. Páll Guðmunds- son, formaður Lionsklúbbsins Týs, og Stefán Valur Pálsson, for- maður fláröflunamefndar klúbbsins. A milli þeirra standa Ólafur Jensson, formaður fþróttasambands fatlaðra, og Anna K. VII- hjálmsdóttir, fræðslu- og útbreiðslufulltrúi sambandsins. Asgeir Jakobsson SÖGUR ÚR TÝNDU LANDI Ásgeir Jakobsson er landskunnur fyrir œvisögur sínar um íslenska athafnamenn. Þessi bók hefur að geyma smásögur eftir hann, sem skrifaðar eru á góöu og kjarnyrtu máli. Þetta eru bráðskemmtilegar sögur, sem eru hvort tveggja í senn gamansamar og meö alvar- legum undirtóni. M.Scott Peck Leiðin til andlegs tproska Öll þurfum við að takast á við vandamál og erfiðleika. Það er oft sársaukafullt að vinna bug á þessum vandamálum, og flest okkar reyna á einhvern hátt að forðast að horfast í augu við þau. í þessari bók sýnir banda- ríski geðlœknirinn M. Scott Peck hvernig við getum mœtt erfið- leikum og vandamáium og öðlast betri skilning á sjálfum okkur, og um leið öðlast rósemi og auknaI pétur ZOPHONÍASSON i VIKINGS LEHJAKÆTTV Pétur Zophoníasson VÍKINGSLÆKJARÆTT V Fimmta bindið af Víkingslœkjarœtt, niðjatali Guðríðar Eyjólfsdóttur og Bjarna Halldóresonar, hreppstjóra á Víkingslœk. í þessu bindi er fyrsti hluti h-liðar œttarinnar, niðjar Stefáns Bjarnasonar. Efninu fram að Guðmundi Brynjólfssyni á Keldum verður skipt í tvö bindi, þetta og sjötta bindi, sem kemur út snemma á nœsta ári (1992). Myndir eru rúmur helmingur þessa bindis. Hnnh*»gi OuóutuiKLssmi Gamanscmi ^norra ^turlusonar Nokkur valin dæmi Pétur Eggerz ÁST, MORÐ OG DULRÆNIR HÆFILEIKAR Þessi skáldsaga er sjöunda bók Péturs Eggerz. í henni er meðal annars sagt frá ummœlum fluggáfaðs íslensks lœknis, sem taldi sig fara sálförum að nœturlagi og eiga tal við fram- liðna menn. Þetta er forvitnileg frásögn, sem fjallar um marg- breytilegt eðli mannsins og tilfinningar. Skuggsjá- Finnbogi Guömundsson GAMANSEMI SNORRA STURLUSONAR 23. september voru liðin 750 ár síðan Árni beiskur veitti Snorra, Sturlusyni banasár í Reykholti. í þessari bók er minnst gleðimannsins Snorra og rifjaðir upp ýmsir gamanþœttir í verkum hans, Myndir í bókina gerðu Aðalbjörg Þórðardóttir og Gunnar Eyþórsson. Auðunn Bragi Sveinsson SITTHVAÐ KRINGUM PRESTA í þessari bók greinir Auðunn Bragi frá kynnum sínum af rúmiega sextíu íslenskum prestum, sem hann hefur hitt á lífsleiðinni. Prestar þeir, sem Auðunn segir frá, eru bœði lífs og liðnir og kynni hans af hverjum og einum mjög mismikil: við suma löng en aðra vart meira en einn fundur. SKUGGSTA Bókabúð Olivers Steins sf NÝJAR BÆKUR - SKUGGSJÁ - NÝJAR BÆKUR - SKUGGSJÁ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.