Tíminn - 12.12.1991, Blaðsíða 9

Tíminn - 12.12.1991, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 12. desember 1991 Tíminn 9 Vivien Greene er ekkja höfundarins, þó að því sem næst hálf öld sé liðin síðan þau hættu að búa saman. svissnesk fyrirtækjasamsteypa sem greiddi Greene laun og sá um „að veita stuðning höfundum og bar- áttu fyrir góðum málstað um víða veröld“. Hann afhenti Verdant öll ritlaunin sín. Það er Cloetta sem á litlu björtu íbúðina í grennd við Vevey í Sviss með útsýni yfir Genfarvatn, þar sem Greene bjó með Yvonne með- an hann beið dauða síns. Undir dyrabjöllunni er spjald með prent- uðu nafni „M Greene" og Cloetta skrifað klaufalega með bleki þar fyrir ofan. Ein ástæða þess að Greene eftir- lætur ekki meiri persónulegar eig- ur er að hann þurfti ekki mikils með sjálfur og gaf heilmikið. Fjöl- skylda hans neitar að segja hver eða hverjir, fyrir utan fámennt starfslið Verdants, hafa tekjur af fyrirtækinu. En vitað var að höf- undur bókanna Þriðji maðurinn og Okkar maður í Havana studdi fjárhagslega margan málstaðinn, allt frá vinstrisinnaðri skæruliða- hreyfingu í E1 Salvador, sem keypti Kalashnikovriffla, til trappista- munka í Galisíu sem keyptu guðs- orðabækur. Fyrir tveim árum skrifaði hann Nikolai Tolstoy, hægrisinnaða rit- höfundinum sem varð að gjalda háar fjársektir í meiðyrðamáli sem Aldington lávarður höfðaði gegn honum, stuðningsbréf og háa ávís- un. Við minningarathöfnina í júní sl. í Westminster-dómkirkjunni, sátu ekkja hans og ástkona hvor sínum megin í kirkjunni og létu sem þær sæju ekki hvor aðra. Þá upplýsti rithöfundurinn Muriel Spark að Graham Greene hefði haldið henni uppi fjárhagslega þegar hún hóf feril sinn á sjötta áratugnum. Ekkjan selur fyrstu útgáfur bóka manns síns í eitt af síðustu skiptunum sem hann kom fram opinberlega, og það var reyndar þá sem hann missti heilsuna, var hann einn dómenda um virðuleg írsk bók- menntaverðlaun. Vincent McDonnell var þá val Greenes til verðlaunanna, en hlaut þau ekki. Þá bjó Greene til önnur verðlaun og veitti McDonnell 19.000 sterl- ingspund. Hann var iíka rausnarlegur við fjölskyldu sína og sá til þess að ekkja hans fengi nægan lífeyri, sem hún heldur áfram til dauða- dags. Nú er ekkja hans að selja 34 fyrstu útgáfur af bókum manns síns, sem metnar eru á 40.000 pund. Salan varð til þess að getgát- ur komust á kreik um að hún væri ekki tilnefnd í erfðaskránni, en ástæðan er sú að hún hefur misst sjónina. En hún hefur líka áhyggj- ur af því hversu lengi hefur dregist að ganga frá því að framfylgja erfðaskránni vegna veikinda lög- fræðingsins Felix Paschoud, sem var náinn vinur Grahams og á svipuðu reki. „Maðurinn minn var aldrei bund- inn hlutum tilfinningaböndum," segir hún. „Hann lét tilfinningarn- ar ekki stjórna sér. Hann geymdi ekki hluti sem fólk gaf honum. Ég er viss um að hann hefði ráðlagt mér að selja ... Ég hef ekki fjár- hagsáhyggjur." Hún rekur brúðu- safn, sem Greene studdi fjárhags- Iega, og býr í stóru en niðurníddu húsi frá 18. öld í Iffley, í grennd við Oxford. Meðal bókanna, sem nú á að selja, er ein sem gefur vísbendingu um flókið samband Greenes við konur. Hún er ranglega nefnd „The End of the Affair", og Greene hefur ritað á hana til konu sinnar („Ástarkveðj- ur til Vivien“, 8. september 1951) en helguð „C“. Það „C“ tilheyrir Catherine Walston, eiginkonu Walstons lávarðar heitins, en Greene átti í eldheitu ástarsam- bandi við hana í 12 ár, til 1960. Engin illindi Fjölskylda Greenes ver þá ákvörðun að sleppa Cloetta úr erfðaskránni með því að segja að hún fengi persónulega muni Greenes. „Það er heilmargt sem ekki þarf að taka fram í erfða- skránni," segir oftnefndur heim- ildamaður. „Állir þeir munir, sem manneskju eins og Yvonne eru kærastir, hafa verið fengnir henni með gagnkvæmu samkomulagi við fjölskylduna. Þeir þurfa ekki að koma fram á skjali." Yvonne Cloetta segist ekkert vera í nöp við ekkju Greenes. „Við höf- um aldrei hist. Ég var við útförina og minningarathöfnina í London, en við töluðum ekki saman. Mér er ekkert illa við hana og ég held að henni sé ekkert illa við mig.“ Fílharmóníusveitin á æfingu í Kristskirkju. TONLEIK Aðventutónleikar í Kristskirkju Söngsveitin Fílharmónía heldur ár- lega aðventutónleika sína í Krists- kirkju, Landakoti, sunnudaginn 15. desember kl. 17, og mánudaginn 16. desember kl. 21. Efnisskráin er fjölbreytt að vanda og spannar-tónlist frá 16. öld og fram á síðustu ár. Efnisskráin er tvíþætt: annars vegar jóla- og hátíðarlög, og syngur Sig- rún Hjálmtýsdóttir einsöng með söngsveitinni; hins vegar verður flutt „Missa Brevis" í D-dúr eftir WA Mozart. Einsöngvarar með söng- sveitinni í ,J4issa Brevis" eru Elísa- bet Erlingsdóttir (sópran), Björk Jónsdóttir (alt), Guðlaugur Viktors- son (tenór) og Baldur F. Sigfússon (bassi). Með söngsveitinni Ieikur kammersveit. Stjórnandi tónleikanna er Úlrik Ólason. Mikil aðsókn hefur verið á aðventu- tónleika söngsveitarinnar undanfar- in ár, og komið hefur fyrir að færri hafi komist að en vildu. Aðgöngumiðar eru seldir í bóka- búðinni Kilju, Háaleitisbraut 58-60, og við innganginn. BÓKMENNTIR I fallhlíf Krístinn Reyr Glaöbeittar línur Reykjavfk 1991 Kristinn Reyr hefur margt ort á löngum skáldskaparferli og víða vel og telst oss svo til að „Glaðbeittar línur" muni vera tíunda ljóðabók hans. Þá eru ótaldar leiksmíðar og tónverk. f hinni nýju bók er að finna fjörutíu ljóð, sem deilast í þrjá nafn- lausa þætti nokkuð ólíkrar gerðar og þar er ort af misjafnlega mikilum hátíðleika eða alvöru. Þannig er einkum í fyrsta hluta bókarinnar að finna ýmsar uppmálanir þeirra grát- broslegu þversagna sem líf nútíma- mannsins er svo uppfullt af og allt að því heimsósómakynjaðan kveð- skap, og er þar ort í þeim stíl kald- hæðni og stundum galgopaskapar, sem löngum hefur látið höfundi vel. Oft lætur hann hin framliðnu gildi kveðast á við tíðarandann með því að „parodera" lauslega eldri höf- unda; Nordal (Á syllubrún), Jóhann- es úr Kötlum (Haft fyrir satt) og Jón Helgason (Grillur). Þetta heppnast oft vel, sbr. síðast talda kvæðið: ,£œngi var áð við Ljótapoll líkastan hálfu staupi hýrgarþað ennþá hcerukoll héðra í þjóðlífs skaupi. Helzt vil ég gista heimsins soll hlaðinn afkarlaraupi arka í gegn og út með toll yrkjandi á háu kaupi. “ forlaga Kristinn Reyr umhverfis sig. Hann er maður ofan við það tímanlega, maður allra alda og kemur úr lofti niður á Reykjanes- hraunið í „fallhlíf forIaga“l Og post- ulinn fer um kring...: Fótgangandi hann fór um kring að kenna á kjölfestupoka og bárufleyg með sjómenn að lærisveinum. Hver bátstapafregn brýndi hrópandans raust að hasta á holskeflufylking helgráa fyrir jámum svo náð yrði í naust. Stundum eru þessi kerskniljóð þó blandin sinni alvöru, svo sem í Ijóð- inu Kokhreysti: Þú hefur verk að vinna vanur að brýna og slá fæ ég nú senn að finna fýrirþeim beitta Ijá? Þá er að þakka liðið þagna og hneigja sig karl minn og kveðja sviðið. Núnú og hvað um náinn nær hann til annars lífs boðleiðis gengum bláinn brattur í arma vífs? Berðu þig enn að brýna bítiþér síðanvel jámið á jarðvist mína. Þá eru nokkur Ijóð í miðhluta bók- arinnar, sem ekki er annað hægt en festa athyglina sérstaklega við og þar fannst þeim sem þetta ritar mest til um kvæðið Sæbjargargoðinn. Hér er kveðið um séra Odd Gíslason, sem ungur vann sér það til frægðar að nema unnustu sína á brott úr föðurhúsum, en gerðist sfðar ást- sæll sálnahirðir Grindvíkinga og forvígismaður slysavarna. Roskinn fluttist hann vestur um haf. Kvæðið hefst svo: Hér bar hann niður á jaðar brimöldu og hrauns í fallhlíf forlaga. Og hugsjónamaður sté með hempu að vegabréfi í hlað sálnahirðirinn sæbjargargoðinn séra Oddur á Stað. Lærður hafði hann staðið við lifrarkagga og bræðslu gósenlönd gist og numið sér brúði í fang af Nesjum suður hvað frægt varð um Frón. En bænir hins snauða brákaða og sjúka blessuðu um árþau hjón. Þetta kvæði er að minni hyggju svo gott að finna þyrfti því stað í ein- hverju ímynduðu safni heldri skáld- skapar á síðari árum. Yrkisefnið og meðferð þess er afar frumlegt, þótt forsenda fullkomins skilnings á því sé að vita hvílíkur sá var sem um er ort. Hjá skáldinu verður þessi „heiðni" brúðarræningi Þúsund og einnar nætur um leið að Krists- ímynd með grindvíska postula allt En drottinholl altaristafla drúpti yfir tæmdum kaleik inni í kór bágstaddir lutu höfði og beygðu af er bjargráðahöndin kvaddi. Og vonsvikinn maður vék héðan brott og sigldi vestur um haf. Það er víðar sem Kristinn yrkir vel og einkum í þessum hluta bókar sinnar. Hann yrkir um norræna vinabæjarheimsókn á Suðumes, sem kaldhæðin borgarbörn hefðu vart talið fýsilegt viðfangsefni fyrir alvöru ljóðskáid. En viti menn. Kristinn gerir hér út af hina fínustu „lyrik" í samþættingu fána, lítils fiskibæjar og bróðurþels. Að Iokum er staldrað við ljóðin „Pabbi“ og „Mamma“. Síðamefnda Ijóðið fylgir hér á eftir: Eg símaði oft að sunnan og sagði: Mamma eg kem í kvöld með síðasta bíl í bœinn í kvöld. En horfin ert þú og héðan skal eg. Vertu þá eins og áður við opinn glugga í opnum dyrum með opinn faðm. AM

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.