Tíminn - 14.12.1991, Síða 2
10
HELGIN
Laugardagur 14. desember 1991
FLUGMÁLASTJÓRN
ÚTBOÐ
Flugstjómarmiöstöð Reykjavík2. áfangi — uppsteypa
Flugmálastjóm óskar eftir tilboðum i 2. áfanga að byggingu nýrr-
arflugstjórnarmiðstöðvar á Reykjavíkurfiugvelli. Verkið er einkum
fólgið í uppsteypu hússins ofan botnplötu, ytri frágangi, einangr-
un og múrverki. Heildargólffiötur byggingarinnar er um 3100 m2,
en heildarrúmmál um 12.700 m3.
Eftirfarandi magntölur gefa til kynna stærð verksins:
Mót 6800 m2
Steypa 980 m3
Stál 1001
Áætluð verlok eru 1. september 1992.
Útboðsgögn verða afhent á Almennu verkfræðistofunni h.f.,
Fellsmúla 26 (4. hæð), Reykjavík, eftir kl. 13, þriðjudaginn 17.
desember 1991 gegn 10.000 kr. skilatryggingu.
Tilboð verða opnuð á Almennu verkfræðistofunni h.f., Fellsmúla
26, Reykjavík, þriðjudaginn 14. janúar 1992 kl. 14.00, að við-
stöddum þeim bjóðendum sem þess óska.
Flugmálastjóm áskilur sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er eða
hafna öllum.
Flugmálastjórn
lll
Keflvíkingar
Akveðið hefur verið að hafa bæjarmálafundi kl. 18.00 alla mánudaga til jóla.
Allir velkomnir.
Framsóknarfólögln.
Keflvíkingar
Skrifstofa framsóknarfélaganna að Hafnargötu 62, simi 11070, verður opin mánu-
daga 17-19, miðvikudaga 17-19 og laugardaga 14-16.
Munið bæjarmálafundina.
Hafnfirðingar
Skrifstofa Framsóknarfélaganna að Hverfisgötu 25, sími 51819, verður opin á
fimmtudögum kl. 17.00-19.00.
Allir velkomnir. _ ............ _ ..
Framsóknarfélogin i Hafnarflrðl.
Reykjanes
Skrifstofa Kjördæmissambandsins að Digranesvegi 12, Kópavogi, eropin mánud,-
fimmtud. kl. 17.00-19.00.
Sími 43222.
Suðurland
Skrifstofa Kjördæmissambands framsóknarfélaganna á Suöuriandi að Eyrarvegi
15, Selfossi, er opin á fimmtudögum kl. 16-18.
Sími 22547. Fax 22852.
Borgarnes - Opið hús
I vetur verður að venju opið hús á mánudögum frá kl. 20.30 til 21.30 í Framsóknar-
húsinu, Brákarbraut 1. Bæjarfulltrúar tlokksins verða þar til viötals ásamt ýmsum
fulltrúum i nefndum á vegum bæjarfélagsins.
Heitt verður á könnunni og aliir velkomnir til að ræða bæjarmálin.
Sími 71633.
Framsóknarfélag Borgamess.
Happdrætti
Framsóknarflokksins
Dregið verður ( Jólahappdrættinu 24. desember n.k. Muniö að greiða heimsenda
gíróseðla.
Framsóknarflokkurinn
Jólaalmanak SUF
Eftirtalin númer hlutu vinning i jóiaalmanaki SUF:
1. vinningur almanak nr. 1397
2. vinningur almanak nr. 5731
3. vinningur almanak nr. 2569
4. vinningur almanak nr. 5681
5. vinningur almanak nr. 5469
6. vinningur almanak nr. 5652
7. vinningur almanak nr. 1177
8. vinningur almanak nr. 1484
9. vinningur almanak nr. 3895
10. vinningur almanak nr. 1655
11. vinningur almanak nr. 4832
12. vinningur almanak nr. 240
Þökkum stuðninginn.
13. vinningur almanak nr. 5363
14. vinninguralmanak nr. 2114
15. vinningur almanak nr. 1912
16. vinningur almanak nr. 666
17. vinningur almanak nr. 5794
18. vinninguralmanak nr. 1579
19. vinninguralmanak nr. 753
20. vinningur almanak nr. 1841
21. vinningur almanak nr. 1371
22. vinninguralmanak nr. 3109
23. vinningur almanak nr. 4694
24. vinningur almanak nr. 3317
Samband ungra framsóknarmanna
Jólaglögg SUF
Föstudaginn 20. desember stendur SUF fýrir jólaglöggi á flokksskrifstofunni, Hafn-
arstræti 20, 3. hæð, kl. 20.30.
Dagskré:
Formenn ungliðahreyfinga stjómmálaflokkanna flytja ávörp ( stíl að eigin vali.
Sigurður Pétursson, Sambandi ungra jafnaðarmanna
Daviö Stefánsson, Sambandi ungra sjálfstæðismanna
Kolbeinn Proppé, Æskulýðsfylkingu Alþýðubandalagsins
Siv Friðleifsdóttir, Sambandi ungra framsóknarmanna
Komið með jólapakka á 500 krónur.
Mætum öll.
Framkvæmdastjóm SUF
Séra Matthías
sóttur heim
í Odda
hann klæðist, eins og dóttir hins vitra
Nestors, sem þvoði, smurði og klæddi
Telemakkos. En ég verð að játa, sann-
leikans vegna, að ég varð fyrir hryggi-
legum vonbrigðum um þessar klass-
ísku endurminningar, því að þegar hin
góða íslenska stúlka hafði fært mér
sápuna, er þakin var óhreinindum, og
fituga greiðuna, hvarf hún varfæmis-
lega á brott og skildi sinn vonsvikna
Telemakkos einan eftir. Á maður að
draga af þessu þá ályktun að hinni ís-
lensku gestrisni hafi ferið aftur á þess-
um síðustu tímum, eða ef til vill, sem
kann að vera illgimislegt, að ekki beri
að trúa öllu því sem þeir segja, er
koma frá íslandi? Hver mundi annars
þora að tortryggja sannsögli Hender-
sons, sem var prótestantískur trúboði
og ferðaðist á íslandi í byrjun aldarinn-
ar til þess að útdeila biblíum? Þessi
virðulegi rithöfundur segir frá því að
þessi heimilisvenja landsins hafi kom-
ið honum í stökustu vandræði og
hann segir frá snilldarráði hversu hon-
um tókst að samstilla hæversku sína,
því er honum bar að taka tillit til gest-
gjafa síns.
Messudagur
Nú var sunnudagur og sóknarfólkið
kom um morguninn. Þeir komu allir
ríðandi og fyrir ffaman kirkjuna safri-
aðist brátt hópur af fólki og hestum.
Ég taldi um þrjátíu kirkjugesti. Þetta
var allálitlegur söfnuður í jafnfa-
mennu landi. Menn hvísluðust á í
smáflokkum lágri röddu og skiptust á
vinsamlegum kveðjum og létu brenni-
vínspelann ganga á milli á meðan.
Þessir fundir fyrir ffarnan kirkju á
sunnudegi eru einustu tækifærin sem
menn hafa til þess að viðhalda félagslífi
og spyrja frétta. Á öðrum tímum lifa
menn frillkomlega einangraðir vegna
fólksfæðar og dreifbýlis.
Kvenfólkið var allt í sunnudagafötum
og sumar báru um mitti sér djásn úr
víravirki er unnin hafa verið á íslandi.
En bændumir voru svipaðir í klæða-
burði og bændur hjá oss; skór þeirra
voru þó úr sauðskinni eða selskinni og
höfðu leðurreimar. Kvenfólkið ber
þessa sömu skó eins og karlmennimir.
Guðsþjónustan stóð yfir í fulla tvo
klukkutíma. Kirkjusöngurinn, kórinn
er svarar prestinum, upplestur úr guð-
spjöllunum, úthlutun sakramentis,
sem hefur varðveitt nafnið messa, alt-
arið og umhverfi þess: öll messugerð
íslendinga minnir á kaþólska kirkju-
siði, er eitt sinn tíðkuðust í kirkjum
þeirra. Presturinn var í svartri hempu
og bar kraga á Ia Medicis um háls sér.
Þegar presturinn nam staðar í ræðu
sinni, læddist ég varlega út, því að í
þessu litla húsi var andrúmsloftið
þmngið fisklykt. Á íslandi em kirkj-
umar varla stærri en venjuleg íbúðar-
hús. Kirkjan í Hmna, sem er ein af
stærstu kirkjunum, er ekki nema níu
metrar að lengd. í sókninni em ekki
nema örfaar fjölskyldur er lifa í mikilli
Oddi á Rangárvöllum. Hér gekk
gesturinn á Snorrahól og
hlýddi á prest lesa valda kafla
úr Eddunum.
fjarlægð hver ffá annarri. Það er vitan-
Iegt að íslenska kirkjan getur ekki ver-
ið skrautleg. Hún er lítilmótleg tré-
bygging, einnar hæðar, með litlum
klukkutumi og tjörguð til þess að
vemda hana gegn óblíðu loftslagsins.
Að innan ber hún svip einfaldleikans,
allt frá hinum hörðu bekkjum upp að
altarinu, sem er ekki annað en nokk-
urs konar skápur þar sem geymdir em
gripir guðsþjónustunnar. Kirkjan er
notuð til margs. Hún er nokkurs kon-
ar vömgeymsluhús fyrir alla. Bænd-
umir setja þangað inn koffort sín,
hnakka og tunnur og kvenfólkið heng-
ir þar upp sunnudagaföt sín. Kirkjan
er alltaf opin og væri því auðvelt fyrir
þjófa að læðast þangað inn, ef þjófar
væm til á annað borð á íslandi.
Þegar guðsþjónustunni var lokið,
veitti presturinn hjörð sinni eftir venju
kalifi, en síðan var búist til brottferðar.
Hestamir vom sóttir í hagann, lagt á
þá og síðan kom hin áhrifamikla
kveðjustund. Allir menn, konur og
böm, kysstu prestinn, svo að small í,
en hann kyssti að sínu leyti alla án
greinarmunar. Þetta vom kossar sem
aldrei ætluðu að enda. Allt þetta fór
mjög alvarlega og hátí'ðlega ffam. ís-
lendingar faðmast, mjög alvarlegir á
svip, alveg eins og þeir mundu aldrei
aftur sjást, alveg eins og þeim finnist
að þeir séu í stöðugri hættu að tortím-
ast innan um eldfjöllin. En hve ég ann
þessum ágætu mönnum þrátt fyrir
hina nokkuð hrjúfu húð og hræðslu
þeirra við hömndsþvott! Siðir þeirra
eru svo fomlegir, svo biblíulegir!
Ég lagði af stað síðari hluta dags til
þess að komast að rótum Heklu. Gest-
gjafi minn krafðist hinnar venjulegu
upphæðar, fjögurra króna, fyrir að
hafa hýst mig.
íslensku prestamir
Þó að íslensku prestamir láti ferða-
menn venjulega borga fyrir gistingu,
væri rangt að álykta af því að þeir
hugsi um hagnað. Hinar rým tekjur
þeirra leyfa þeim ekki að veita gestum
fyrir ekki neitt Þeir em svo fótækir að
þeir em neyddir til að hafa einhverja
sýslan á hendi. Flestir em bændur, en
sumir em neyddir til að gerast fjár-
hirðar eða smiðir til þess að deyja ekki
úr hungri. Af því leiðir að íslenski
presturinn er stundum svo önnum
hlaðinn við að hugsa um sauðfé sitt,
hesta og nautpening, að hann getur
ekki af alvöru gætt embættis síns.
Stundum kemur það fyrir að þetta
strit hans fyrir efnalegri afkomu fær
hann til að gleyma eðli kirkjuþjónust-
unnar og hann leggst í drykkjuskap,
sem sóknarbömin einnig hneigjast til
vegna hins ómilda loftslags.
Herra Lock segir í Home of the Eddas
frá hiægilegum atburði er tveir
dmkknir prestar fóm í handalögmál,
af því að þeir vom að rífast um hvor
hefði rétt til gistingar hjá herra Jensen
á Akureyri. Annan sá hann er gat ekki
gengið tuttugu skref til þess að komast
heim til sín og varð að láta fyrirberast í
skurði um nóttina. Hann segir enn frá
því að eitt sinn varð að fresta jarðarför
af því að presturinn var svo dauða-
dmkkinn að hann var ófær til þess að
lesa yfir þeim dána. Hann segir enn ffá
presti af ágætum ættum sem var svo
algerlega á valdi ofdrykkjunnar að
hann datt niður á grátur altarisins.
Sami höfúndur ræddi ítarlega og lítið
uppbyggilega um siðferði íslenskra
presta og segir að spilling þeirra sé
ekki minni en prestamia í grísku kirkj-
unni. Og þó Ieyfir Iúthersk kenning
þeim að kvænast! En ég flýti mér
vegna heiðurs íslensku prestanna að
segja að ég hef aldrei verið vottur að
slíkum hneykslum. Prestar þeir, sem
ég hef gist hjá, hafa venjulega virst
vera lærðir menn og virðingarverðir.
Á æskuheimili Snorra
Oddi er ein af mínum kærustu endur-
minningum. Ég hef lifað þar indælar
stundir hjá séra Matthíasi Jochums-
syni. Hvergi hef ég notið eins þeirrar
gleði að hvílast og á þessu látlausa
prestsheimili þar sem Snorri Sturlu-
son, mesti sagnaritari íslands, dvaldist
eitt sinn á fegurstu æskuámm sínum.
Á þessum kyrrláta og þögla stað er
herra Jochumsson unun að fast við
bókmenntastörf. Hann hefur samið
kvæði, sem þmngin em ættjarðarást
og eins og landi hans Jón Þorláksson,
er snúið hefur Milton á íslensku, hefur
hann þýtt aðalleikrit Shakespeares á
íslenskt mál. Vegna þessarar þolin-
mæðisvinnu getur nú hver bóndi lesið
Macbeth, Hamlet og Othello á hinu
dásamlega máli Eddukvæðanna.
Eddumar! Nafrí þetta kemur á varir
manns þegar Oddi er nefndur. Gest-
gjafi minn las fyrir mig fegurstu kafl-
ana úr þeim og þýddi um leið, og mér
er ekki unnt að skýra frá þeim djúp-
tæku áhrifum er þessi upplestur Is-
lendings hafði á mig á þessum sama
stað, þar sem höfundar þessara sígildu
skandinavisku bókmennta fæddust
Herra Jochumsson sýndi mér
Snorrahól, en þangað leitaði, eftir því
sem sögur herma, hinn frægi sagnarit-
ari til þess að hugsa. Ofan af þessari
litlu hæð, sem rís bak við prestssetrið,
getur að líta dásamlegan hring fjalla
og jökla. í norðri rís handan við ómæl-
anlega sléttuna hin tignarlega þrenn-
ing Heklu, Tindafjallajökuls og Eyja-
fjallajökuls, en í suðri afmarkast hinar
einkennilegu eldfiallalínur Vest-
mannaeyja. En þrátt fyrir mikilleik
landslagsins og jaifhvel þótt sólin ljómi
yfir því, virðist mér þessi slétta í Odda,
hin fegursta á íslandi, vera ákaflega
dapurleg. Ég gæti aldrei vanist að búa
í skóglausu landi. Þegar íslendingar
koma til Evrópu, hlýtur ástand trjánna
að vekja hjá þeim mikla aðdáun. En
þetta virðist ekki valda því að þeir lítils-
virði sitt eigið afskipta land. Það er eft-
irtektarvert að því hrjóstrugra og
ófrjórra sem land er, því sterkari er ást
bama þess á því.
Herra Jochumsson er einnig bundinn
sterkum böndum við ættland sitt.
Hann hefur dvalist lengi í Lundúnum
og talar ensku reiprennandi. Honum
mundi hafa þótt ágætt starf að vera
kennari í íslenskum bókmenntum í
Oxford eða Kaupmannahöfn. En hann
hefur í stað þessa freistandi möguleika
heldur kosið prestssetrið í Odda, þar
sem hann getur lifað hamingjusömu
lífi við hugðarefni sín. Reyndar er ekki
ánægja sú, er allri vinnu fylgir, komin
undir örvun þeirri er nútímamenning
leggur til. Ef íslendingar geta fundið
ánægju í samningu bókmenntarita,
sem enn eru ekki skilin nema af