Tíminn - 14.12.1991, Blaðsíða 9
Laugardagur 14. desember 1991
HELGIN
17
getur varla talist aö þú gerir grein
fyrir annarra áliti en þeirra sem hafa
svipaða afstöðu til efnisins og þú
sjálfur.
„Ég geri mér grein fyrir þessum tak-
mörkunum. Ég varð að einskorða við-
fangsefnið við það sem framast var
mögulegt að komast af með. Ég held
næstum að ég hafi sniðið jafn mikið
efni frá bókinni á einhverjum stigum
vinnslunnar og það sem ég að lokum
lét standa. Við hæfi væri að skrifa aðra
bók, jafn stóra, frá sjónarmiði embætt-
ismennskunnar, en það er í sem stystu
máli sagt ekki þessi bók. í bókinni er
talsvert vitnað í skjöl. Og ég vona að
röksemdir mínar og samanburður
standi fyrir sínu. Það má ekki gleymast
að það, sem í opinberum skjölum
stendur, er sjónarmið embættis-
mannsins. Hin opinbera aðferð er að
hylja persónulegt mat með ópersónu-
legu málfari, oft svo að ber keim af al-
mættisyfirlýsingum eða opinberun-
um. En bókin er skrifuð frá sjónarmiði
þess sem efast, en ekki hins sann-
færða."
Af lestri bókarinnar sé ég ekki betur
en þú álítir aö önnur morðákæran sé
tilkomin vegna einkonar vökudraums
helstu kvenpersónunnar. Sú síðari sé
hrein og bein slúðursaga sem fengið
hafi fætur, farið víða og að lokum
orðið svo sannfærandi að rannsókn-
araðilar hafi ekki fengist tii að trúa
öðru en hún væri sönn.
„Já, einmitt. En ég held þó að menn
hafi farið að átta sig á hve veikar und-
irstöðumar voru eftir hálfs árs yfir-
heyrslur, vorið 1976. Þegar helsta
vitnið, Erla Bolladóttir, lýsti því yfir að
hún hefði sjálf drepið annan hinna
horfnu manna, þá hafði einn varð-
haldsfanganna játað á sig að hafa orðið
hinum að bana. Hvorug játningin gat
talist trúleg. Á því hálfa ári, sem liðið
var frá því fyrstu játningar í GG-mál-
unum komu fram, hafði þjóðin nærri
sturlast af hræðslu um að mafíur væru
að sundra henni. Þegar svo ruglið í
Erlu var komið á þetta stig, lentu mál-
in í hnút. Engin leið var að viðurkenna
að draumlyndi og söguburður hefði
hleypt þessu öllu af stað. Og eftir sem
áður voru menn sannfærðir um að
varðhaldsfangamir væru stórhættu-
legir glæpamenn. Þá var þýskur maður
mönnum í huganum. Þetta eru nú
meíri ftflln! Ja, sko ykkur! Þið ættuð
að vera heima hjá ykkur að ráða
krossgátur.
Ég nam staðar á göngunni og lokaði
augunum til að finna kyrrðina í nátt-
úrunni, og þegar ég opnaði augun
voru aliir að bíða þess að égaegði eitt-
hvað. — Ég man það akkúrat núna aö
ég hef einhvem túna farið á bát út á
Þingvallavatn, en ég kem þessu ekki
nákvæmlega fyrir mig, sagði ég.
Reyndu að muna, reyndu að muna,
sögðu þeir. f sömu mund kom leitar-
flokkur og sagði að ekkert væri í hóln-
um.
Þetta eru þó andskotans fífl! Ekkert
bull, drengir, þessi hóil er frá Heklu-
gosinu hér um 1200, það er hægt að
sjá það í rauðgrýtinu. En merkara
þykir mér Þingvaliavatn.
Ðaginn eftir er ég boðaður á skrif-
stofu sakadóms að ræða frekari fram-
kvæmdir. Við Þjóðvetjar erum spesja-
iistar, segir Schutz, fáöu þér sæti.
Hann grúfði sig yfir teikningar og
sagði starandi niður í borðið: Sævar,
það er mikið atriði að þú getir bent á
réttan stað, Þingvallavatn er stórt
Ég veit það.
Hann fleygði í mig stgarettupakka.
Heyrðu Sævar, við ætíum að tæma
Þingvallavatn um einn tíunda.
Það er ekkert annað. — Ég gat ekki
annað sagt
Það hefur mildð aö segja ef þú getur
bent okkur á ákveðinn stað.
Þetta er nú spennandi, sagöi ég. En
það virðist svo sem maður megi ekki
fara út undir bert loft, þá vilji menn
færa fjöll úr stað og heUn fijótin.
Hvers vegna alit þetta tiistand út af
einni ökuferð? Schutz starði á mig
manndrápsaugutn. Svo vtsaði hann
mér umyrðalaust á dyr.
fenginn til landsins til að koma ein-
hverri mynd á þennan óskapnað, Karl
Schutz. Lýsingu hans sjálfs á sérgrein
sinni má finna í bók, sem Loftur Guð-
mundsson rithöfundur þýddi og kom
út ekki löngu eftir að málunum Iauk
með hæstaréttardómi, snemma á síð-
asta áratug. Schutz var kominn á eftir-
laun þegar hann tók að sér yfirumsjón
rannsóknarinnar á GG- málunum.
Hann hafði fram til þess starfað sem
sérfræðingur vestur- þýsku ríkis-
stjómarinnar í að þagga niður
hneyksli. Og það tókst honum ágæt-
lega meðan hann dvaldist hérlendis."
Þessi ummæli þín og ýmislegt í bók-
inni gefur tilefni til að ætla að menn
hafi viljandi verið dæmdir saklausir
fyrir hin verstu afbrot. Eyrun heyra
og augun sjá, en það er erfitt að trúa
því sem fyrir liggur.
„Ja/nvel þótt svo hafi verið, þyrfti það
ekki að vera ásetningur manna. Og
getur raunar ekki verið. Mér sýnist sá
hugsunarháttur hafa heltekið fólk hér-
lendis á áttunda áratugnum að allt,
sem líf þeirra áhrærði, stæði í mann-
legu valdi; allt, sem í mannheimi gerð-
ist, væri ásetningsverk einhvers. Þessi
hugsunarháttur tók á sig þá mynd með
yngri sem eldri að mafíuhandbendi
seildust inn á öll svið þjóðfélagsins,
svo ótrúlega sem þetta hljómar nú.
Framsóknarflokkurinn var orðinn að
mafíu, sjálfur dómsmálaráðherrann
sagði mafíu stýra Vísi. Því var líkast
sem helsti þjóðmálagagnrýnandinn
teldi stjómarráðið undirlagt af maffu
og að flestra áliti voru torleystustu
glæpamál slík glæpaverk. Hinir fram-
hleypnustu af yngri kynslóðinni sðgðu
hið umtalaða kerfi virki sálarlausra ill-
ræðismanna o.s.frv. Auðvitað var þetta
mafíutal og samsæriskenningar ekki
annað en ráðleysi gagnvart straumum
og stefnum, sem um langt skeið höfðu
dunið á þjóðfélaginu erlendis frá, án
þess að þeim hefðu verið fundin orð
við hæfi. Nú em uppi aðrir siðir og vit-
að mál að margt, sem stýrir orðum
manna og gerðum, er ekki á meðfæri
neins mannlegs valds, ekki frekar en
sagt verður um múgmennsku yfirleitt
að hún lúti stjórn. Daglegt líf er með-
alvegur milli múgmennsku og vísvit-
aðs atferlis, svolítið af hvoru."
Sá vettvangur mannlífsins, sem bðk
þín veitir innsýn í, hefur nærfellt al-
veg verið látinn Iiggja í þagnargildi
hérlendis til þessa, og það er því allt
annað en auðvelt að greina rétt frá
röngu, staðreyndir frá hugarburði
o.s.frv.
„Það hlýtur að mega sjá það af sögu
minni, að það gengur ekki að horfa
framhjá þessum hluta samfélagsvand-
ans endalaust. í ár hefur verið karpað
um hvað gera skuli við þá afbrota-
menn, sem svo sérsinna eru að þeir fá
ekki heilbrigðisstimpil hjá sérfræðing-
um. Slíkt fólk hefur líklega verið úr-
skurðað sakhæft miklu oftar en rétt-
lætanlegt er, og þá til þess eins að
sneiða hjá þeim vanda hvað gera skuli
við það að öðrum kosti. Umræðan um
fangelsismál hefur alla tíð verið á þeim
nótum hérlendis að menn geta hreint
og beint ekki gert sér í hugarlund hvað
um er að ræða, ímyndunin nær því
ekki.“
Þú bendir á ansi athyglisvert atriði,
sem ekki snertir þessi mál eingöngu
sem bókin fjallar um, heldur réttarfar-
ið yfirleitt í landinu, a.m.k. opinber
mál: Að það var ekki fyrr en á árinu
1977 sem Rannsóknarlögregla ríkisins
varð sjálfstæð stofnun. Fram að því
voru rannsóknarlögreglumenn undir-
menn Sakadóms, einskonar rannsókn-
ararmur dómaranna.
„Já, og forsendan fyrir slíkum rann-
sóknarrétti eru forneskjulegar hug-
myndir um almætti og óskeikulleika
dómstóla. Slfkar hugmyndir, sem fylgja
embætti, freista til tvískinnungs, óháð
því hver gegnir embættinu; að horft sé
fram hjá því sem heist sýnir að embætt-
ismaðurinn er hvorki almáttugur né
óskeikull. Ef kemur til álita hvort rétt
hafi verið að farið, dæmir dómari f eigin
sök, sem er auðvitað fráleitt. Á það
reyndi þegar úrskurða þurfti hvort fang-
amir í GG-málum hefðu verið beittir
harðræði í prísundinni eða ekki. Ein-
hverjar leifar af þessu rannsóknarréttar-
fyrirkomulagi eru enn við lýði, þrátt fyr-
ir að starfsskiiyrði rannsóknarlögreglu
hafi verið stórlega bætt, en þær verða af-
numdar innan tíðar. Það eru ekki liðin
mörg ár síðan GG-máiin voru á döfinni,
en mikli umskipti hafa þó orðið til hins
betra. Að minni hyggju er útilokað að
neitt í líkingu við þau gæti gerst á lfð-
andi stund. Þarna var um aiveg sérstök
skilyrði að ræða, sem kölluðu fram það
versta í fari landans: ósvífni, þröngsýni,
söguburð og það að kannast ekki við
annað en óskeikulleika í eigin fari. Það
er landans iag að betra sé að veifa röngu
tré en öngu.“ AM
Skútuvogi 10a -104 Reykjavík - Pósthólf 4340 - Sími 686700 ■ Telefax 680465
KAFFI MARINO góða kaffið
í rauöu dósunum fré MEXÍKÓ