Tíminn - 14.12.1991, Qupperneq 13
HELGIN
21
Aldarsaga kvenna
Út er komin hjá Erni og Örlygi bókin
íslandsdætur eftir þau Símon Jón
Jóhannsson og Ragnhildi
Vigfúsdóttur. Bókinni er ætlað að
bregða ljósi á líf íslenskra kvenna á
ánmum 1850-1950.
Mikill fjöldi ljósmynda prýðir
bókina og gefur lesendum lifandi
innsýn í horfna veröld.
Myndaritstjóri er ívar Gissurarson.
Samfélagsleg staða íslenskra kvenna
er skoðuð, lýst aðbúnaði þeirra og
baráttu fyrir jafnrétti og bættum
lífskjörum og sagt frá þeim
viðhorfum sem ríktu í garð
kvenþjóðarinnar.
íslandsdætur segja frá tímamótum
og viðburðum á ýmsum æviskeiðum
kvenna. Hverjar voru helstu
skemmtanir og gleðistundir? Hvaða
siðir voru hafði í frammi við
trúlofanir og giftingar? Hvemig var
að vera ung og ástfangin í Reykjavík?
Íslandsdætur er einnig víðfemt verk
um íslenskar konur og þjóðtrú,
kreddur og kerlingabækur og
hlutverk kvenna í þjóðsögum.
I bókinni eru ennfremur raktir helstu
áfangar í menntunarsögu íslenskra
kvenrta.
Úr álögum
Almenna bókafélagið hefur sent frá
sér bók um mannlíf í löndum Aust-
ur- Evrópu að afstöðnum byltingun-
um þar veturinn 1989-90. Höfundar
eru hjónin Þórir Guðmundsson og
Steinunn Amþrúður Bjömsdóttir
sem bæði eru þjóðkunnir fréttamenn.
Þau dvöldu í þessum löndum í 8
mánuði 1990 og fóm víða um til að
kynna sér af eigin raun ástandið þar,
aðstæður og viðhorf alþýðunnar á
þessum gífurlegu breytingartímum.
Þau höfðu aðsetur í Ungverjalandi og
fóm þaðan um Rúmeníu, Júgóslavíu,
Tékkóslóvakíu, Austur-Þýskaland,
Pólland, Hvíta-Rússland, og Litháen.
Bókin er geysifróðleg til skilnings á
því hvað er í raun og vem að gerast
austan við hið fallna jámtjald, hvað
fólkið er að hugsa og hvað veldur
þeim mikla vanda sem þessar þjóðir
standa nú andspænis.
Úr álögum er prýdd mörgum
myndum frá þessum ferðalögum.
Hún er 220 bls.
Jón Óttar Ragnarsson
Æsileg saga
Bókaútgáfan Iðunn hefur gefið út
bókina Fimmtánda fjölskyldan,
skáldsögu eftir Jón Óttar Ragnarsson
rithöfund og áður sjónvarpsstjóra
Stöðvar 2. Þetta er önnur skáldsaga
Jóns Óttars, en hann hefur einnig
skrifað bækur um önnur efni og gert
fjölmarga sjónvarpsþætti, m.a. um
menningarmál og listir.
Fimmtánda fjölskyldan er spenn-
andi lykilskáldsaga, þar sem
skyggnst er inni í ýmsa leynda af-
kima fslensks þjóðfélags. Sagan hefst
á gamlárskvöld og henni lýkur á ný-
ársdag fimmtán árum síðar, en á
þeim tíma hafa miklir og válegir at-
burðir gerst og hatrömm barátta ver-
ið háð. Þótt ísland sé miðdepill at-
burðanna berst leikurinn víða. Aðal-
persóna sögunnar er Kristín, sterk og
tilfinningaheit kona sem neitar í
lengstu lög að viðurkenna sviksemi
og spillingu ættarsamfélagsins en
verður að lokum að horfast f augu
við sannleikann og sýna styrk sinn
ást.
kynningu útgefanda segir: „f glys
og veisluglaumi á gamlárskvöld
horfir Kristín á nýja fjölskyldu verða
til — fimmtándu fjölskylduna í ís-
lenska ættarveldinu. Hvaða forlög
bíða hennar? Er hún andvana fædd
og dæmd til tortímingar, eða verður
hún það óvægna afl sem veltir hinum
fjórtán úr valdasessi? Hvað er það
sem knýr snillinginn Óskar Hvamm-
dal áfram — út á ystu nöf? Hverjir
eru óvinir og hverjum er að treysta?
Fimmtánda fjölskyldan er djörf og
æsileg saga um afbrot og valdabar-
áttu, ástir og ástrfður, svik og
tryggð."
Á hverfandi hveli
Komin er út hjá Bókaútgáfunni Ið-
imni endurútgáfa á hinni frægu
skáldsögu Margaret Mitchell: Á
hverfanda hveli, sem svo lengi hefur
verið ófáanleg.
í kynningu útgefanda segir: „Hin
hrífandi og átakamikla saga um Scar-
lett CyHara og Rhett Butler er einhver
vinsælasta ástarsaga sem skrifuð hef-
ur verið og hefur notið geysilegra
vinsælda um allan heim í meira en
hálfa öld. Eftir henni var einnig gerð
mest sótta kvikmynd allra tfma.
Scarlett er ung og fögur Suðurrflcja-
stúlka og hún leikur sér að ungu
mönnunum sem dá hana og dýrka.
Þó hefur hún fest ást á einum þeirra,
Ashley, og hún ætlar sér að eignast
hann. En Ashley er ónæmur fyrir tör-
frum Scarlett og tekur hina hæglátu
Melanie fram yfir hana. Samt heldur
Scarlett áfram að leita eftir ástum
hans — þrátt fyrir hjónabönd og
harmleiki, borgarastyrjöld og hörm-
ungar — en glæsimennið ófyrirleitna,
Rhett Butler, fylgist glottandi með til-
raunum hennar til að vekja ástir As-
hleys, því að hann þekkir styrk og
ástríðuhita hennar öðrum betur."
Amór Sigurjónsson þýddi. Bókin er
gefin út í tveim bindum.
Kúadella
Iðunn hefur gefið út ljóðabókina
Kúaskítur og norðurljós eftir Stein-
unni Sigurðardóttur, en þetta er
fimmta Ijóðabókin sem hún sendir
frá sér. En Steinunn er ekki síður
þekkt fyrir skáldsögur sínar, smásög-
ur og ýmis önnur ritverk.
í kynningu útgefanda segir: „Sál
mfn var dvergur á dansstað f gær"
eru upphafslfnur þessarar nýju ljóða-
bókar Steinunnar Sigurðardóttur. Þar
kveður við nýjan tón, og þessi fjöl-
breytta ljóðabók er án efa besta ljóða-
bók Steinunnar til þessa. í Ijóðum
hennar er að finna skemmtilegt sam-
band visku, frumleika og einlægni.
Bökunar-
vorur
Juvel hveiti 2 kg...................... 75,-
Sykur2kg .............................. 99,-
DDS flórsykur 500 gr................... 59,-
DDS púðursykur 500 gr.................. 59,-
Kötlu kakó 400 gr......................149,-
Súkkat sítrónu 100 gr.................. 48,-
Jumbo kókosmjöl fínt 500 gr ........... 86,-
Möndlur heilar m/hýði 100 gr........... 55,-
Heslihnetukjamar 100 gr ............... 49,-
Jumbo döðlur pressaðar 250 gr.......... 55,-
Mónu tertuhjúpur dökkur 500 gr.........176,-
Mónu tertuhjúpur ljós 500 gr ..........176,-
Mónu súkkulaðispænir dökkir 150 gr .... 73,-
Mónu súkkulaðispænir ljósir 150 gr .... 73,-
Dropar — suðusúkkulaði 200 gr..........147,-
Flóru smjörlíki 500 gr ................ 99,-
Akra djúpsteikingarfeiti............... 79,-
Kjama smjörlíki 500 gr................. 79,-
Munið
Þú gerirgóð kaup
afslátt í fatadeild!
ki spuming!
Takið ekki áhættu með jólasteikina!
Gerið verð-
samanburð
Allir gosdrykkir á tilboðsverði
ÞÚ GERIR GÓÐ KAUP
Xlrvalið í jólaskrauti
er ótrúlegt
W£% yanral iTT
Laugardagur 14. des. 10.00-18.00 Laugardagur 21. des. 10.00-22.00 skraut ATH! Opnum kl. 10.00 27. des. — 3. í jólum.
Mánudagur 23. des. 9.00-23.00 Þriðjudagur 24. des. 9.00-12.00 Þriðjudagur 31. des. 9.00-12.00 ATH! Lokað vegna vörutalningar fimmtudag 2. jan. '92.
Vz<3 séljum eirigöngu nýtt kjöt
Stórkostlegt verð á svínakjöti og hangikjöti
VORUHUS KA