Tíminn - 10.01.1992, Page 2
2 Tíminn
Föstudagur 10. janúar 1992
Hjónabandið besta heilsugæslan? Sárafáir öryrkjar í hjúskap:
75% öryrkjum fjölgaöi
um nær 50% á sex árum
Ríkisendurskoðun vakti nýlega athygli á hve öryrkjum hefur fjölg-
að mikið nú síðustu árin. Samkvæmt tölum Tryggingastofnunar
fjölgaði þeim sem nutu örorkulífeyris frá stofnuninni um 47%, á
aðeins sex árum milli 1984 og 1990. Á sama árabili fölgaði þjóðinni
í heild aðeins um rúmlega 6%. Má benda á að hefði þjóðinni allri
fjölgað í álíka hlutfalli og örorkulífeyrisþegum væru landsmenn nú
orðnir um 360 þúsund manns, eða 100.000 fleiri en þeir eru í raun.
öroriculífeyrisþiegar (þ.e. 75% öryrlqar á aldrinum 16-66 ára) voru
um 4.830 árið 1990.
Sérstaka athygli vekur að gift fólk er
aðeins um 260 manns, eða kringum
5% þessa hóps, þótt meira en helm-
ingur landsmanna á sama aldri búi í
hjónabandi. Greiddar örorkubætur
TVyggingastofnunar hækkuðu úr
340 m.kr. í 1.930 m.kr. þessi sex ár.
Hvaða ástæður kunna að vera fyrir
því að 75% öryrkjum fjölgar á
nokkrum árum svo mjög sem raun
ber vitni? Og má kannski búast við
að þeim haldi áfram að fjölga í
kringum 7% á ári, eins og núna síð-
ustu árin? Björn Önundarson
tryggingayfirlæknir segist ekki telja
þennan fjölda öryrkja óeðlilegan.
Þeir hafi lengi vel verið hlutfallslega
færri hér á landi heldur en á hinum
Norðurlöndunum. Þetta sé hópur
sem orðið hafi útundan í þjóðfélag-
inu af ýmsum ástæðum. En nú höf-
um við nálgast hin löndin mjög,
þannig að hlutfallið sé t.d. orðið
svipað og í Noregi. Mikla fjölgun á
sfðustu árum rekur Björn ekki síst
til þess að farið var að taka örorku-
matið fastari tökum. „Við höfum
farið hringinn í kringum landið
með vissu millibili, þar sem við
skoðuðum líf og aðstæður einstakra
sjúklinga eftir atvikum. Fólk er nú
endurmetið jafnoft og á öðrum
Norðurlöndum."
Áframhaldandi svo hraða fjölgun
sagðist Björn telja ólíklega úr þessu.
„Ég álít að við höfum nú náð nokk-
urs konar jafnvægispunkti í þessum
efnum." Ekki megi þó gleyma því að
í almannatryggingalögunum sé gert
ráð fyrir því að atvinnuástand og
aðrar félagslegar aðstæður geti
valdið þarna nokkru um.
Ef það kæmi til verulegra þreng-
inga í þjóðfélaginu þannig að fólk
fái ekki vinnu — fólk sem kannski
er sjúkt þótt það sé ekki „alsjúkt" —
þá megi búast við að einhver fjölgun
verði í hópi örorkulífeyrisþega.
„Lögin segja beinlínis að okkur sé
skylt að taka tillit til atvinnuástands
í heimabyggð. Viss þjóðfélagsrösk-
un gæti því breytt nokkru." Skýrsl-
ur Félagsmálastofnunar Reykjavík-
urborgar sýna að fjölgun skjólstæð-
inga hennar hefur verið langsam-
lega mest hjá áfengismáladeild á
undanförnum árum. Gætir þessa
kannski líka að ráði í fjölgun ör-
yrkja?
.Alkóhólismi og eiturlyfjaneysla
hvers konar hafa, sem kunnugt er,
verið metin sem fullgildur sjúk-
dómur. Og vissulega er það stór
þáttur í okkar þjóðfélagi hinn mikli
alkóhólismi sem upp er kominn og
kannski eiturlyfjaneysla líka. Þetta
er ekkert sem við skulum horfa
fram hjá.“
Hvað varðar mjög lágt hlutfall ör-
yrkja í hópi hjónafólks segir Björn
hið sama m.a. alþekkt um öll Norð-
urlönd. „Já, vitanlega er gott hjóna-
band heilsusamlegt," svaraði Björn.
Það sé engin spurning að fólk hafi
margháttaðan stuðning af sambúð
við góðan maka. Á hinn bóginn þoli
margur misjafnlega að búa einn og
standa einn í lífinu.
Hvernig fjölgun örorkulífeyris-
þega hefur þróast á undanförnum
árum má að nokkru ráða af þessum
tölum:
1984 3.280
1986 3.750 (14%)
1988 4.230 (13%)
1990 4.830 (14%)
Á þessu árabili hefur þeim fjölgað
jafnt og þétt um 6-7% á ári, sem
njóta örorkulífeyris, þ.e. þeim sem
metnir hafa verið 75% öryrkjar.
Þeir sem eru með örorku á bilinu
50-74% fá greidda örorkustyrki,
sem eru miklum mun lægri en ör-
orkulífeyrir. Örorkustyrkþegar
voru um 2.370 manns árið 1990 og
hefur mjög lítið fjölgað á síðustu
árum.
Tölur um einstaklinga sem metnir
hafa verið til örorku á bilinu 10-
49% á undanförnum árum lýsa
hrikalegri þróun. Á árunum 1983-
86 voru þetta 80-100 manns á ári.
En árið 1989 hafði þeim fjölgað í
180 og ári síðar í 270, eða rúmlega
50% á aðeins einu ári. Bflstjórar
voru orðnir nær helmingur þessa
hóps árið 1990. Þeim hafði þá fjölg-
að úr 13 upp í 119 manns á sex ár-
um. Á sama árabili fjölgaði laun-
þegum í landi úr 39 í 104 og sjó-
mönnum úr 22 í 37 manns.
- HEl
Mikið annríki var í gær hjá bæjarstarfsmönnum ( Hafnarfirði, en
bærínn bauð upp á ókeypis hiröu á jólatrjám.
Stjórn BSRB ályktar:
Stjóm BSRB hefur sent frá sér
ályktun þar sem harðkga er mót-
mælt skattahældkunum og aukn-
um álögum sem bitna harðast
sjúklingum, bamafólki, etiilífeyr-
isþegum og örorkuþegum. í
ályktuninni segir að stórt skref sé
stigið aftur á bak með áformum
stjómvalda um niðurskurð í
menntamáhun, sem birtast m.a. í
minni kennsluskyldu, ftölgun í
bekkjardeildum, iakari kjörum
námslána og skólagjöldum i lang-
skólanema.
í ályktunni segir m.a.: „AthygB
vekur að þegar rætt er um að bæta
Igör öryikja með minnstu telg-
urnar, sem enn á eftir aö sýna
fram á að sé einhver bót, stendur
til að aðrir öryrkjar verði látnir
borga brúsann. Með öðrum orð-
um, byrðamar á að setja á
Jbreiðu** öryrkjabökin (þ.e, þeirra
sem hafa yfir 68 þúsund króna
launatekjur) en ekkj bök fjár-
Skerðing á ellMeyri lýtur í
gmndvailaratriðum sömu lögmál-
unn tekjur af eignum, fjármagns-
tekjur eru undanþegnar skerð-
ingu en launatekjur em skattlagð-
ar. Þetta er fulikomið síðleysi.
Lækkun skattleysismarka, aukn-
ar álögur á sjúklinga, bamafóik,
ellilifeyrisþega og öiyrkja grefur
undan afkomumöguleikum ai-
mennings á sama tíma og vegið er
að velferðarþjónustunni.“
Ökumaður bifhjóls
Bifreið ók í
veg fyrir
bifhjólið
Umferðarslys varð í Ármúla laust eftir
klukkan átta í gærmorgun, en það
varð með þeim hætti að fólksbifreið,
sem var ekið vestur Ármúlann og ætl-
aði sér að beygja inn á bflastæði við
Ármúlaskóla, beygði í veg fyrir bifhjól.
Bifhjólið skall á bflnum og var öku-
maður bifhjólsins fluttur á slysadeild
og síðan lagður inn á Borgarspítalann,
en hann fótbrotnaði. -PS
Bergsveinn Sigurðsson,
yfirverkstjóri í Áhaldahúsi:
„Þjónusta
sem er komin
til að vera“
Starfsmenn Hafnarfjarðarbæjar
höfðu í nógu að snúast í allan gær-
dag við að safna saman jólatrjám frá
íbúum bæjarins, en eins og fram
hefur komið í fréttum hafa íbúar á
höfuðborgarsvæðinu átt í hinum
mestu vandræðum með að losa sig
við trén. Þjónusta sú sem Hafnar-
fjörður býður nú íbúum sínum upp
á er þeim að kostnaðarlausu og það
eina sem þeir þurftu að gera var að
koma trjánum út að lóðarmörkum.
„Þetta er þjónusta sem er afar vel séð
og mér sýnist flestir notfæra sér
þetta. Fólk hefur svarað þessu mjög
vel og sett trén sín út við lóðarmörk,
en starfsmenn bæjarins keyra síðan
um og taka trén. Þetta gengur eins
og í sögu, fólkið virðist almennt nýta
sér þessa þjónustu og eftir viðbrögð-
unum virðist þjónusta þessi komin
til að vera." sagði Bergsveinn Sigð-
urðsson, yfirverkstjóri í Áhaldahúsi
Hafnarfjarðar, í samtali við Tímann.
Eitthvað var um það að fólk setti
trén út kvöldið áður en bæjarstarfs-
menn tóku þau og var töluvert um
að óprúttnir náungar gengu um og
kveiktu í þeim. Það kom þó ekki að
sök þar sem stillt veður var og ekki
skapaðist nein hætta af. -PS
Háskólanum er gert að spara 150 milljónir á þessu ári:
Engir nýnemar þýðir
86 milljóna sparnað
Líklegt er talið að þær spamaðaraðgerðir sem Háskólinn er að hrinda
í framkvæmd leiði til þess að stundakennurum við skólann fækki eitt-
hvað. Sveinbjöm háskólarektor segir að Háskólinn vilji ógjaman
missa þessa menn úr þjónustu sinni. Hann segir jafnframt hættu á að
óánægja fastra kennara við skólann með kjör stn aukist ef dregið
verður mikið úr möguleikum þeirra til að vinna aukavinnu.
Næsti fundur háskólaráðs verður
haldinn næstkomandi fimmtudag
og er gert ráð fyrir að þá verði tekinn
ákvörðun um að beita almennum
aðhaldsaðgerðum sem m.a. miða að
því að draga úr kennslumagni og
lækka kostnað við kennslu. Svein-
bjöm sagði að á undanfömum ámm
hefði að hluta til verið beitt svipuð-
um spamaðaraðgeröum og því óvíst
hvað þær skiluðu miklum árangri.
Sveinbjöm sagði að vandinn sem
Háskólinn stæði frammi fyrir væri
gríðarlega stór. Honum væri gert að
skera niður í rekstri um 150 milljón-
ir. Slíkum niðurskurði væri ekki
hægt ná fram með almennum
spamaðaraðgerðum. Róttæk að-
gerð, eins og taka inn enga nýnema í
haust, dygði ekki ein og sér. Slík að-
gerð sparaði 86 milljónir.
Sveinbjöm sagöi að meðal þess sem
stjómendur Háskóians væru að
fjalla um væri að fella niður nám-
skeið þar sem nemendur ná ekki
ákveðnum fjöida og kenna einstök
námskeið annað hvert ár í stað ár-
lega. Markmiðið væri að draga úr
kennslumagni sem gæti leitt til
fækkunar stundakennara. Á móti
kæmi að stefnt væri að því að draga
úr yfirvinnu hjá föstum kennurum
sem gæti orðið til þess að stunda-
kennarar tækju að sér kennslu sem
fastir kennarar hafa sinnt til þessa.
Sveinbjöm sagði að Háskólinn vildi
ógjaman missa frá sér marga
stundakennara þar sem þeir komi í
mörgum tilfellum með ferskan anda
inn í skólann eða reynslu úr at-
vinnulífinu og geti miðlað af dýr-
mætri reynslu. Sveinbjöm sagði að
það vandamál væri auk þess fyrir
hendi að fastir kennarar væru ekki á
háum launum, ef miðað er við kjör
sem þeim bjóðast á almennum
markaði. Margir kennarar hefðu
neyðst til að taka að sér aukna
kennslu í Háskólanum til að afla sér
nægra tekna. Sveinbjöm sagði að
óæskilegt væri fyrir Háskólann að
fastir kennarar þyrftu að leita út fyr-
ir skólann til að leita eftir auka-
vinnu.
Þá sagði Sveinbjöm að til umræðu
væri að láta stúdenta í framhalds-
námi kenna nemendum á fyrsta ári,
en þetta er mjög víða gert erlendis.
Kennsla stúdentanna yrði ódýrari en
kennsla sem fastir kennarar hafa
hingað til sinnt, jafnvel í yfirvinnu.
Jafnframt væri fyrirhugað að setja
reglur um hámark kennslustunda í
námskeiði sem leiði til að sjálfsnám
nemenda muni aukast. Sveinbjöm
sagði Háskólann hins vegar vera illa
búinn undir aukið sjálfsnám nem-
enda. Lesaðstaöa væri Ld. ófullnægj-
andi.
Sveinbjöm sagði ijóst að þessar al-
mennu aðhaldsaðgerðir muni ekki
skila þeim spamaði sem að er stefnt
Og því verði skólinn að huga að
harðari aðgerðum sem m.a. kynnu
að miða að því að þrengja valmögu-
leika nemenda eða felia algerlega
niður nám í vissum greinum. Svein-
bjöm sagði að spamaður af slíkum
aðgerðum muni ekki skila sér á einu
hausti. -EÓ