Tíminn - 10.01.1992, Blaðsíða 4

Tíminn - 10.01.1992, Blaðsíða 4
4 Tíminn Föstudagur 10. janúar 1992 Tímiiin MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Tlminn hf. Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson Ritstjóri: Jón Krístjánsson ábm. Aðstoðarrítstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjóran Birgir Guðmundsson Stefán Asgrlmsson Auglýsingastjóri: Steingrlmur Gfslason Skrifstofur: Lynghálsi 9, 110 Reykjavlk Sfml: 686300. Auglýsingasfml: 680001. Kvöldsfmar: Áskríft og dreifing 686300, ritstjóm, fréttastjórar 686306, fþróttir 686332, tæknideild 686387. Setnlng og umbrot: Tæknideild Tlmans. Prentun: Oddi hf. Mánaðaráskrift kr. 1200,-, verð f lausasölu kr. 110,- Gmnnverð auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Óskiljanlegur flumbrugangur Það voru vatnaskil fyrir alþýðu þessa lands þegar al- mannatryggingakerfmu var komið á fyrir atbeina ríkisstjórnar Framsóknarflokksins og Alþýðuflokks- ins á fjórða áratug þessarar aldar. Síðan þá hefur ver- ið byggt á þessum grunni eitt mesta velferðarkerfi sem nokkur þjóð býr við. Þetta kerfi byggir á því að tryggja öllum, án tillits til efnahags, búsetu, stéttar eða stöðu, ákveðin rétt- indi. Hér nægir að nefna jafnrétti til náms og öryggi í veikindum. Vissulega er varið til þessara mála miklu fé, og höfuðmáli skiptir að það nýtist sem allra best. Löggjöf um almannatryggingar í landinu eru þær leikreglur sem velferðarkerfið byggist á. Þessi löggjöf er komin til ára sinna, og hefur ekki verið breytt í seinni tíð, þrátt fyrir að endurskoðun hafi farið fram og nefnd hafi skilað tillögum sem byggðust á þeirri endurskoðun. Guðmundur Bjarnason, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, flutti síðan frumvarp sem studdist við niðurstöður nefndarinnar. Það frumvarp var lagt fram á Alþingi síðastliðið vor, með þeim fyr- irvara að Alþýðuflokkurinn styddi það ekki, m.a. vegna ákvæða um tekjutengingu ellilífeyrisbóta. Það hljóta að teljast með öllu óeðlileg vinnubrögð að taka þann viðkvæma þátt nú og hnýta honum í svokallaðan „bandorm", sem til meðferðar er í Al- þingi, og hyggjast síðan taka sparnaðinn, sem af hlýst, í ríkissjóð. Slíkt hlýtur að spilla fyrir nauðsyn- legri samstöðu um heildarendurskoðun þeirrar lög- gjafar sem snertir lífeyrisgreiðslur almennt, og er þá löggjöf um lífeyrissjóðina meðtalin, sem hlýtur að snerta þetta mál einnig. Slíkar aðgerðir, sem nú eru á döfinni í þessu efni, eru óverjandi og hljóta að vekja hörð viðbrögð. Það er grundvallarmunur á því að færa til í almanna- tryggingakerfinu fjármuni frá þeim, sem betur mega sín, til þeirra sem höllum fæti standa, eða draga fé út úr þessu kerfí til nota í önnur útgjöld sem til falla hjá ríkissjóði. Það hlýtur öllum að vera ljóst, en því mið- ur virðist svo sem þetta vefjist fyrir heilbrigðisráð- herra Alþýðuflokksins og félögum hans í ríkisstjórn- inni. Þetta mál er eitt af mörgum dæmum um flumbrugang ríkisstjórnarinnar og óvönduð vinnu- brögð. í svokölluðum „bandormi" er öllu hrært sam- an: löggjöf um skólamál, heilbrigðismál og verka- skiptingu ríkis og sveitarfélaga, svo fátt eitt sé nefnt. Það er verið að afgreiða á nokkrum dögum löggjöf, sem á að gilda til lengri tíma og fela í sér grundvall- arbreytingar. Þessi vinnubrögð hafa verið gagnrýnd harðlega og eru ríkisstjórninni alls ekki til sóma. Þó tekur fyrst út yfir þegar svo viðkvæmum breytingum sem tekjutengingu ellilífeyris er hnýtt þarna inn. Ef þingmenn Alþýðuflokksins þegja þunnu hljóði um þetta mál, er ljóst að vistin hjá Sjálfstæðisflokknum, ráðherrastólar og aðrar vegtyllur sem henni fylgja, er þeim miklu mikilvægari en grundvallarstefnumál flokksins. Urelt kerfi og óskiljanlegt Menntakerfíð þvert og endilangt, að ökukennslu undanskilinni, er í höndum langskólafólks. Því ber hvergi á efasemdarvotti um gildi menntunar á hvaða sviði sem er. T^kmarkið er að mennta sem flesta sem mest og lengst en ræða helst aldrei í hverju menntunin er fólgin og það er nánast þröngsýnn dónaskapur að láta sér detta í hug hvort prófgráða á þessu þekking- arsviðinu eða hinu kemur yfirleitt nokkurri sálu að gagni. Enda er ekki spurt. Þó kemur fyrir að tvær grímur renna á forráðamenn Háskóla ís- iands þegar að því kemur að meta hvaða nemendur eru yfirleitt fær- ir um að stunda háskólanám og hvort skólinn geti tekið við ótak- mörkuðum nemendafjölda og komið þeim öllum til nokkurs þroska. LIÐÓNÝTAR PRÓFGRÁÐUR Stúdentarnir í menntakerfunum koma aldrei auga á að þeir sem ekki hafa stúdentspróf geti talist menn með mönnum. Því hafa þeir af góðvild sinni komið því til leið- ar að stúdentsprófið er orðið allragagn og allir skólar utan grunnskóla og dansskólanna út- skrifa stúdenta. Háskólum fjölgar að sama skapi og námsleiðum á háskólastigi enn meira og sífellt fleiri greinar menntakerfisins krefjast stúdentsprófs. Og nú standa menntakerfin klumsa með liðónýt stúdentspróf. Fjöldatakmarkanir í Háskólann og inntökupróf í einstakar deildir hans hafa einstaka sinnum komið til umræðu en henni hefur ávallt verið eytt með hroka og yfirlæti hinna skriftlærðu. Nú hefur nýr háskólarektor kveðið upp úr um að rétt sé að fara að sía stúdenta inn í Háskól- ann og láta þá taka inntökupróf. Þegar svo er komið leyfist kannski að spyrja, hvað er stúd- entspróf og til hvers er það? HRUN KERFA OG MENNTA Háskólarektor segði í viðtali við Tímann, sem birtist í gær, að erf- itt væri að láta stúdentsprófið eitt skera úr um námsgetu. Fram- haldsskólarnir nota mismunandi einkunnakerfi og prófin eru ekki samræmd milli skóla. Þá er í rauninni næsta fátt sem segir til um hvað nútímastúdent hefur lært í framhaldsskólanum og enn síður hve takmörkuð þekking hans kann að vera. Fari Háskólinn að láta nýnema þreyta inntökupróf er greinilegt að stúdentsprófið er úrelt og gerir ekki annað en þvælast fyrir í menntakerfinu. Kennarar kvarta yfir að með hruni kommúnismans og síðan Sovétríkjanna séu námsgögn þeirra orðin úrelt og geti þeir ekki kennt sögu, Iandafræði, samfé- lagsfræði og slíkar greinar vegna þess að ekkert sé að marka landa- bréf og námsbækur lengur. Þetta er auðvitað fyrirsláttur því kennarar geta vel haldið áfram sem hingað til að kenna Tansan- íufræðin sín og hugmyndafræði rauðra penna og önnur fræði í hefðbundnum dúr. En sé stúdentspróf ekki gilt sem passi inn í háskóla er deginum ljósara að skera verður allt fram- haldsskólakerfið upp því bágt er að sjá hvaða tilgangi það þjónar eins og er. TAKMÖRK VAXTARINS Langt er síðan íslenskum nem- endum var gert að taka próf inn í ýmsa háskóla í útlöndum og ekki að ástæðulausu. Sveinbjörn Björnsson háskóla- rektor segir í tilvitnuðu Tímavið- tali að þegar litið er til framtíðar ekki langt í hana) verði Háskóli slands að fara sömu leið og há- skólar í nágrannalaöndum okkar að takmarka heildarfjölda nem- enda. Þegar íað hefur verið að ein- hverju þá átt að krefjast lágmarks- þekkingar til að hefja háskólanám eða taka upp fjöldatakmarkanir brjótast einatt út hávaðasöm mót- mæli úr mörgum áttum og er hreint ótrúlegt hverjir þykjast eiga þarna hagsmuna að gæta og hverjir hagsmunir eru sagðir vera. Umræðan er ávallt kæfð í fæð- ingunni. Nú segir rektor umbúðalaust að tími sé til kominn að taka í taum- ana og sníða Háskólanum stakk eftir vexti og að kröfur verið gerð- ar til nýnema. En enginn hefur enn sem kom- ið er þorað að hengja bjölluna á köttinn og farið fram á að fram- haldsskólabáknin öll standi undir þeim verkefnum sem þeim eru ætluð. Fjársvelti, aðstöðuleysi, hús- næðisþrengsli, námsgagnaþurrð og sér í lagi vinnuþrælkun og bág launakjör kennara eru linnulaust á dagskrá menntaumræðunnar og viðvarandi eru uppi stórar kröfur um að úr verði bætt hið snarasta. En að framhaldsskólarnir standi ekki undir því hlut- verki að búa nemendur undir frekara nám og séu búnir að útfletja stúdentsprófið svo að það er orðin hindrun á mennta- brautinni er aldrei til umræðu. Það er rétt aðeins að minnast megi á að allt að 70 af hundraði þeirra sem innritast í háskóla ljúka ekki fullnaðarprófum. ATGERVISFLÓTTI Framhaldsskólinn gerir sitthvað fleira en að útskrifa lélega nem- endur. Hann gerir allt sem í hans valdi stendur til að koma í veg fyr- ir að nokkur óvitlaus manneskja sem býr yfir einhverjum náms- hæfileikum og dugnaði sæki í annað nám eða atvinnugreinar sem ekki tengjast langskólanámi. Framhaldsskólinn streðar við að ýta öllu námshæfu fólki áfram í háskóla og kærir sig kollóttan um að ekki er síður þörf á hæfu fólki í ótalmörg störf sem bæði þarf vit og þekkingu til að Ieysa af hendi. Góður húsasmiður er margfalt dýrmætari en meðalarkitekt og brúarsmiðurinn þarf ekki síður að vera góðum kostum búinn en verkfræðingurinn sem mælir burðarþolið. Þjóðin á meira undir fáeinum vel menntuðum og fær- um skipstjórnarmönnum en nokkrum ónefndum deildum há- skólanna fimm sem komnir eru á legg. Svona má lengi telja. Þröngsýni skólamanna er slík að þeim finnst sjálfsagt að lögbinda meiri og meiri atvinnuréttindi sín og sinna samtímis því að atvinnu- réttindi annarra eru að engu gerð og þeim sýnd hrokafull fyrirlitn- ing af langskólamenntaðri yfir- stétt. Iðnlöggjöfin er t.d. rústuð vís- vitandi og atvinnuréttindi að engu gerð. Taxtar iðnaðarmanna eru einnig gerðir að lögleysu. Yf- irstéttirnar treysta sín réttindi og sína sameiginlegu taxta og þykir sjálfsagt. Allt væri þetta samt í sæmilegu lagi ef menntunin væri eitthvað í áttina við það sem skólafólkið vill vera láta. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.