Tíminn - 10.01.1992, Page 5

Tíminn - 10.01.1992, Page 5
Föstudagur 10. janúar 1992 Tíminn 5 r Asta R. Jóhannesdóttir: Greiðslur fyrir læknisþj ónustu — breyting 15. janúar Þann 15. janúar n.fc. gengur í gildi ný reglugerð um hlut lands- manna í kostnaði vegna heilbrigðisþjónustu. Þar með breytist gjaldskrá fyrir heiisugæslu- og læknisþjónustu ýmiskonar. Mikil- vægt er að almenningur kynni sér hvað honum ber að greiða hverju sinni. Hámarksgreiðsla fyrir hvem ein- stakling á almanaksárinu 1992 er sú sama og í fyrra, þ.e. 3.000 krón- ur fyrir elli- og örorkulífeyrisþega en 12.000 krónur fyrir aðra. Það er nýjung, að svo til allur kostnaður vegna læknis- og heilsugæsluþjón- ustu fellur undir hámarkið og að öll böm undir 16 ára aldri í sömu fjölskyldu hafa sameiginlegt há- mark, sem er 12.000 krónur. Hér á eftir ætla ég að kynna þess- ar nýju reglur nánar. Hvað á að borga? Nú skal greiða 600 kr. fyrir komu á heilsugæslustöð eða til heimilis- læknis í dagvinnutíma. Elli- og ör- orkulífeyrisþegar greiða 200 kr. Ekki skal greiða fyrir komur vegna mæðra- og ungbamavemd- ar, eða heilsugæslu í skólum. Fyrir komu á heilsugæslustöð eða til heimilislæknis utan dagvinnu- tíma, þ.e. milli kl. 17:00 og 08:00 og á laugardögum og helgidögum, skal greiða 1000 krónur. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða 350 krónur. Þetta á þó ekki við ef læknir ákveður sjálfur að sinna læknis- starfi utan dagvinnutíma. í þeim tilvikum greiðir sjúklingurinn dag- vinnugjaldið. Vegna krabbameinsleitar á heilsu- gæslustöð eða hjá heimilislækni greiðist 1.500 kr. fyrir hverja komu, en lífeyrisþegar greiða 500 krónur. Greiðsla fyrir sérfræðilæknishjálp og komu á göngudeild, slysadeild og bráðamóttöku sjúkrahúss er 1.500 kr. fyrir hverja komu, en 500 kr. fyrir lífeyrisþega. Greiðsla fyrir rannsóknir og röntgengreiningu er 600 kr. fyrir hverja komu eða rannsókn, en 200 kr. fyrir lífeyrisþega. Greiðslur fyrir læknisvitjun Komi læknir og vitji sjúklings, skal greiða fyrir vitjun 1.000 kr. í dagvinnutíma og 1.500 kr. utan dagvinnutíma. Lífeyrisþegar greiða 350 kr. í dagvinnu og 500 kr. utan dagvinnutíma. Sama gildir hér eins og um komu til læknis: hafi læknir valið sjálfúr að sinna vitjuninni ut- an dagvinnutíma, greiðir sjúkling- urinn dagvinnugjaldið. Þegar hámarksgreiðslu er náð og menn komnir með íríkort, er læknisvitjun eina þjónustan sem greiða þarf fyrir, en gjaldið er lægra. Fyrir vitjun greiðist þá á venjulegum vinnutíma 400 kr. og 900 kr. utan venjulegs vinnutíma læknis, en lífeyrisþegar greiða fyrir þessa þjónustu 150 kr. og 300 kr. utan vinnutíma, gegn framvísun fríkortsins. Hvað er innifalið í gjaldi? Innifalinn í upphæðinni, sem greidd er hjá lækni, er kostnaður vegna hvers kyns einnota áhalda, umbúða og þess háttar. Því er læknum óheimilt að krefja sjúk- ling um sérstaka greiðslu vegna þessa kostnaðar. Ritun lyfseðils er einnig innifalin í greiðslunni. Þó þarf stundum að greiða meira en einfalt gjald. Fari sjúklingur t.d. í aðgerð og svæfingu, greiðir hann aðgerðarlækni 1.500 kr. og svæfingarlækni 1.500 kr. (lífeyris- þegar greiða hvorum fyrir sig 500 kr.). Hjá lækni eða á slysavarð- stofu greiðir sjúklingur auk komugjalds fyrir röntgengrein- ingu og rannsókn ef um það er að ræða, þó aldrei meira en 600 kr. fyrir hvort (lífeyrisþegar 200 kr. fyrir hvort). Þótt hluti rannsókn- arsýnis sé sent annað til rann- sóknar, þarf ekki að greiða viðbót- argjald vegna þess. Fríkort eftir hámarksgreiðslu Hver einstaklingur 16-67 ára skal ekki greiða meira en 12.000 krónur fyrir læknisþjónustu á ári og er miðað við almanaksárið. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða að há- marki 3000 kr. á árinu. Þetta eru greiðslur fyrir heimsókn til heimil- islæknis eða á heilsugæslustöð, vitjanir lækna, sérfræðilæknis- hjálp, komu á slysadeild, göngu- deild, bráðamóttöku, rannsóknir og röntgengreiningu. Greiðslur fyrir meðferð á glasafrjóvgunar- deild Landspítalans hafa ekki áhrif á hámarksgreiðslur. ÖIl börn undir 16 ára í sömu fjöl- skyldu, þ.e. með sama fjölskyldu- númer, teljast sem einn einstak- lingur gagnvart hámarkinu, svo ekki þarf að greiða meira en 12.000 krónur á ári fyrir þau samtals og fá þau fríkort eftir það með nöfnum þeirra allra á. Hvemig fást fríkort? Halda verður öllum kvittunum vegna lækniskostnaðar til haga. Þegar hámarksupphæð er náð, er kvittunum framvísað hjá TVygg- ingastofnun eða umboðum hennar utan Reykjavíkur. Þá fæst fríkort sem undanþiggur handhafa frekari kostnaði vegna læknisþjónustu út almanaksárið. Þó þarf að greiða fyrir læknisvitj- un, en gjaldið er Iægra við framvís- un fríkortsins, eins og að framan greinir. Kvittanir skulu auk nafns útgef- anda tilgreina tegund þjónustu, fjárhæð, greiðsludag, nafn og kennitölu sjúklings. Fylgist með rétti ykkar Ég vil í lokin hvetja fólk til að halda kvittunum til haga og gæta þess að fá alltaf kvittun fyrir þær greiðslur sem inntar hafa verið af hendi. Kynnið ykkur hvað ykkur ber að greiða fyrir hina ýmsu þjón- ustu og verðið ykkur úti um frí- kort þegar hámarksgreiðslum er náð. Bæklingur með þessum upplýs- ingum mun liggja frammi á heilsugæslustöðvum, læknastof- um, apótekum og víðar, auk þess sem hann fest hjá TYyggingastofh- un ríkisins og umboðum hennar utan Reykjavíkur. Höfundur er delldarstjóri félagsmðla- og upplýslngadelldar Trygglngastofnunar ríkisins. Páll Sigurjónsson: Er auðgildi sett ofar manngildinu? Hugleiðing að lokinni hátíð Ijóssins Jólin, tilhlökkunarefni trúaðra, eru nú farin hjá garði, það er að segja sá hluti þeirra sem nútíminn heldur hátíðlegan. Það milli- bilsástand, sem skapast milli annars og þrettánda dags jóla, hverfur sem dögg fvrir sólu. Napur veruleikinn tekur við. Þeir, sem hrepptu lognið á undan storminum þessa daga, vakna hver á fetur öðrum við það að í mann- legu samfélagi hafa jólin engu breytt. Faríseamir munu halda uppteknum hætti. Persónugerv- ingur sögunnar, toliheimtumaður- inn, verður einungis þeirra aura virði sem af honum verða teknir, fyrst með vinnuþrælkun, síðan eignaupptöku. Gamla bændasamfélagið mat sauði sína eftir því hvort þeir gerðu í blóð sitt eður ei. í yfirfærðri merkingu er mat fjáraflamannsins eða peningapúkans á mannskepnu nútímans skilgetið afkvæmi hinnar horfnu búspeki. Ég ætla ekki að þessu sinni að fara frekar út í vangaveltur um sameðli hlutanna, en vil hins vegar taka fyr- ir allt aðra hlið á málunum. Til- hlökkun til jóla er bæði gömul og ný á landi voru. Um aldir var hlakk- að til jóla vegna þess að þá lá niðri vinna á kvöldum. Fólk hlýddi á fagnaðarerindið, bjóst uppá, gladd- ist yfir jólagjöfum, fagnaði breyt- ingunni, þakkaði drottni sínum. Nú hlakka bömin til jólanna vegna væntanlegra gjafa, sum ef til vill einnig til þess að pabbi og mamma verða heima, þurfa ekki að þræla lungann úr sólarhringnum fyrir brýnustu nauðþurftum. Ótrú- lega stór og því miður ört stækk- andi hópur fyllist hins vegar kvíða fyrir jól, kvíða vegna þess að mamma og/eða pabbi hafa svo lág laun að þau hafa ekki ráð á jólun- um. Er þetta Guði þóknanlegt? Er þetta það sem koma skal: tvöföldun hjálparþurfi fjölskyldna á einu ári? Er þetta litla þjóðfélag okkar svo rotið, að einstaklingar innan þess sjái ekki í hvaða ógöngur við stefn- um? Hvað varðar auðinn um eymd eða kvöl, áhyggjur kvenna og manna? Hvort ungbömin alþýðu óhöpp og böl, eignist fyrir hamingju sanna? Hvað varðar hagvöxt um höpp eða lán, heill almúgans bamanna smáu? Um þrælhelsisfrötranna hamingjurán, hungur og götunnar plágu? Svarið má finna í svimháum vöxtum, svipan er reidd yfir gömlum sem ungum. Manngildið vegið í misjöfnum töxtum, Minnstu þó skilað í frumstörfum þungum. Þó bráljósin smælingjans blikni og fölni, bregður þér ekki, því skilninginn vantar. Og lífsgleðin landa þíns langsmáða sölni, lítast þér fátækir þarflitlir fantar. Þú hefur sem afsökun of litla þekking, á manngildi — kópir á gullslegna blekking. Starir á hagvöxtinn hálfblindum augunum, Hvimandi að bráð, eins og sagt var af draugunum. Þú skilur nú fyrr en að skellur í tönnunum, skuldin þíns hagvaxtar bitnar á mönnunum, áþjánin ill í tímanum, rúminu. Öreigans bjargráð er falið í húminu. Ég drap áðan á gamla bændasam- félagið og tal þess um sauðina. Aft- urför nútíma kapítalista frá gamla tímanum felst í því að nútíminn hefur kennt lestur og jafnvel skrift að nokkru marki. Tvöföldun þurfa- linga á einu ári vegna áþjánar og ráneðlis er ekki líkleg til þess að ganga hljóðalaust yfir. Ég vil leyfa mér að trúa því að mannsandanum þoki svo fram til þroska og farsæld- ar að manngildi verði metið að verðleikum, manngildið verði haf- ið á þann stall sem auðgildið hefúr nú. Eða finnst sá maður hérlendis sem vill veðja sálarheill náungans fyrir eyrisþyngd eigin pyngju? Höfundur sr bóndi á Galtalæk.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.