Tíminn - 10.01.1992, Qupperneq 6

Tíminn - 10.01.1992, Qupperneq 6
6 Tíminn Föstudagur 10. janúar 1992 Svartahafsfloti (fyrrum) Sovétríkjanna telur 300 skip. Hér sést tundurspillir af Kirov-gerð á siglingu, en þessi skip hafa kjamavopn inn- anborðs. Jeltsín þvertekur fyrir að færa Svartahafsflotann undir yfirráð Ukraínumanna „Hvernig gæti Ukraína orðið flotaveldi?“ Moskva 9.janúar - Boris Jeltsín Rússlandsforseti hafnaði í gær full- komlega kröfum Ukraínu um að fá yfirráð yfir hinum mikla fiota Sov- étríkjanna heitinna á Svartahafi. „Gnginn mun taka Svartahafsfiotann undan rússneskum yfirráð- um,“ sagði forsetinn „og ekki heldur Kravchuk“ (forseti Ukrainu). Táss fréttastofan hefur þessi orð eftir Jeltsín og segir hann hafa mælt þau á fúndi með verkamönnum í vopnaverksmiðju í Uljanovsk. „Svartahafsflotinn var og verður rússneskur“ á Jeltsín að hafa sagt Kravchuk sagði embættismönnum á fundi í Kiev að Rússar hefðu hætt allri afgreiðslu vopna til Ukraínu- manna eftir að lýst var yfir að allur herafli í ríkinu skyldi sverja Ukra- ínustjórn hollustueiða. „Þeir eru að reyna í okkur þolrifin," sagði Kravc- huk. Á miðvikudag lýsti hann því yfir að Kiev mundi taka hin 300 skip Svartahafsflotans í sínar hendur í júlí nk„ þrátt fyrir kröfu Rússa um að skipin yrðu undir sameiginlegri stjórn sambandsríkisins nýja. Samkvæmt samþykkt þeirri er ríkin gerðu með sér í síðasta mán- uði hefur hvert þeirra rétt til að koma sér upp hefðbundnum herafla og Ukraína hefur sagst munu nota sér það. Viðameiri vopnabúnaður á hins vegar að vera undir sameigin- legri stjórn, en Rússa og Ukraínu- menn greinir á um hvað í orðinu felst. Ukraínumenn telja hér aðeins átt við kjarnavopn og árið 1994 hafa þeir áætlað að hafa eytt öllum kjarnavopnum í landi sínu. Svarta- hafsflotinn ber engin langdræg kjarnavopn en ýmis skammdrægari kjarnavopn. Rússar álíta að jafnt þótt Svarta- hafsflotinn hefði engin kjarnavopn innanborðs þá hafi flotinn mjög áríðandi hlutverki að gegna á Mið- jarðarhafssvæðinu í þágu alls sam- veldisins. Yfirmaður flota ríkjanna, sem enn telst sameinaður, Chernavin flota- foringi, hefur hafnað þeirri hug- mynd að Ukraína sé flotaveldi: „Hvernig gæti Ukraína orðið flota- veldi, land sem aldrei hefur átt flota?“ segir hann í viðtali við hið íhaldssama blað Sovietskaya Rossiya. Eigi að síður ítrekaði hann boð um að hluti flotans yrði settur undir Ukraínska stjórn til þess að sinna afmörkuðu hlutverki. En einnig það boð hefur sína ann- marka. Einn æðstu flotaforinganna hefur þvertekið fyrir að menn hans sverji Ukraínu hollustueiða og hluti sjóliðsins hefur verið sendur burt frá Ukraínu vegna þess að liðmenn hafa neitað eiðtökum. Jeltsín lét áðurgreind orð falla er hann var á ferð um borgir við Volgu í Mið-Rússlandi að kynna sér áhrif nýlegra efnahagsaðgerða. Hann ávarpaði verkamennina þar sem hann stóð uppi á byggingarpalli í herflugvélaverksmiðju. Hann kvaðst eiga von á að efnahafgslífið færi að rétta úr kútnum eftir sex til átta mánuði og bað menn að sýna stjórninni biðlund. Rússneska út- varpið hefur sagt að útflutningur á neysluvarningi hefði verið dreginn saman í lágmark. Útflutningstak- markanirnar munu þó ekki taka til samveldisríkja sem sjálf takmarka ekki útflutning til Rússlands. BELGRAD Sambandsher Júgóslavíu hefur tilkynnt Evrópubandalaginu að ástæöur þess að eftiriitsþyrla bandalagsins með fimm eftiriitsmenn innanborðs var skkotin niöur í vikunni, megi rekja til lélegrar flugumferðarstjómar á svæðinu. GENF Háttsettur rússneskur samninga- maður í viðræðum um stjómun vlgbúnaðar lýsti því yfir ( gær að hið víðfeðma rússneska lýðveldi myndi þurfa utanaðkomandi hjálp til að geta eyðilagt birgðir efna- vopna, sem hiö unga lýðveldi tók í arf frá Sovétríkjunum. LONDON Douglas Hurd, utanríkisráðherra Breta, mun I næstu viku fara í op- inbera heimsókn til nokkurra að- ildarríkja hins nýja Samveldis sjálfstæðra rfkja þar sem hann mun ræða við ráðamenn um stjóm á kjamavopnum Sovétrikj- anna fýrrverandi, alþjóðasamn- inga sem undirritaðir hafa veriö og mannréttindamál. TÓKÍÓ Bush Bandarfkjaforseti sagöi f gær, enn slappur eftir að hafa fengið skæða flensu, að ferð sfn tif Japans, þar sem tilgangurinn var að liðka til og opna áður lok- aða markaði fyrir bandarískri framleiðslu, hafi verið árangurs- rík. Viðskiptajöfrarnir, sem með forsetanum voru í för, virtust hins vegar ekki eins sannfærðir. AMMAN Hin sameiginlega sendinefnd Jórdaníu og Palestínumanna í friðarviðræðunum sem fram eiga að fara í Washington, fór frá Am- man í Jórdaníu í gær. Við það tækifæri lýstu sendifulltrúamir því yfir að þeir vonuðust eftir árang- ursríkari fundarhöldum í þessari lotu en þeirri síðustu. BAGDAD Formaður fyrstu sendinefndar Sameinuðu þjóðanna, sem fer til írak til að rannsaka fullyrðingar um mannréttindabrot, sagði í gær aö í heimsókn sinni þangaö hefði hann ekki komist að neinu sem bent gæti til að ásakanir um fýrir- varalaus mannshvörf og fjöldaaftökur ættu við rök að styðjast. MANILLA Kommúniskir skæruliðar, einkum kvenmenn, sem skutu sprengjum á stjórnarhermenn, drápu í gær liðsforingja og 14 hermenn í einhverri blóðugustu aðgerð sem uppreisnarmenn á Filippseyjum hafa staðið fyrir svo mánuðum skiptir. MERKIÐ 1 Viltugera VIÐ 13 LEIKI I uppkast að I þinnispá? 11. janúar 1992 1. Arsenal - Aston Villa Q mi xl| 2 I <*2. Chelsea - Tottenham Hmixi[2i 3. Coventrv-QPR y mmm □ mmm 4. C. Palace - Man. City 5. Man. Utd. - Everton u mmm 6. Norwich - Oldham H mmm 7. Nott’m Forest - Notts County Hmmr?1 8- Southampton - Sheff. Utd. Hmmm 9- West Ham - Wimbledon Hmsm 10. Middlesbro’ - Ipswich Hmmm 11. Southend - Derbv h mmm 12. Swindon - Cambridqe jEmmm 13. Watford - Newcastle e mmm J Q ■ ■ 0 Z z 2 ►- IL z z 3 :> S 2 1 DAGUR m | H\ e Q- CC sl 2 lc IE d IL d I ■“ i'S6«d 1 ./ 1 S e Q < si A. >l SA ?i ITA 0 \ LS 1 I X I 2 11 1 1 1 1 1 1 1 1 1 10 0 0 2 1 2 X 1 X X 2 2 1 2 3 3 4 3 1 1 1 1 2 1 1 1 1 1 9 0 1 4 1 X 1 1 2 X X 2 2 2 3 3 4 5 1 X 1 1 1 1 1 1 1 1 9 1 0 6 1 1 X 2 1 1 X 1 1 X 6 3 1 7 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 10 0 0 8 1 1 2 1 2 1 X X 1 1 6 2 2 9 X 1 X 2 2 X 2 X 1 X 2 5 3 10 1 1 1 1 1 1 1 1 X 1 9 1 0 11 X 2 2 1 X 2 2 2 2 2 1 2 7 12 X X X 2 2 1 1 1 1 X 4 4 2 13 X X X 2 X X 1 1 2 1 3 5 2 STAÐAN í 1. DEILD Leeds .........24 13 10 1 42-19 49 Man.Utd...........22 14 6 2 43-18 48 Sheff.Wed......23 11 7 5 37-24 40 Man.City..........24 11 7 6 33-28 40 Liverpool .....23 9 11 3 27-19 38 Aston Villa.......23 11 3 9 34-29 36 Arsenal .......22 9 6 7 40-29 33 Tottenham......22 10 3 9 34-29 33 Everton........24 9 6 9 35-31 33 C. Palace......22 9 6 7 34-40 33 Nott.Forest...23 9 4 10 37-34 31 Norwich........23 7 9 7 29-31 30 QPR ...........24 7 9 8 25-30 30 Chelsea........24 7 8 9 31-37 29 Coventry.......23 8 3 12 25-26 27 Oldham.........23 7 6 10 37-42 27 Wimbledon.....23 6 8 9 27-30 26 Notts.C........23 7 4 12 26-32 25 Luton..........23 5 7 11 17-41 22 Sheff.Utd .....24 5 6 13 29-42 21 WestHam........23 4 8 11 22-37 20 Southampton... 23 4 7 12 21-37 19 STADAN í 2. DEILD Blackbum ....24 13 5 6 35-22 44 Ipswich ...26 12 8 6 39-30 44 Southend ....26 12 7 7 39-30 43 Middiesbrough .25 12 6 7 33-25 42 Cambridge .... ....24 11 8 5 37-27 41 Leicester ....25 12 5 8 32-29 41 Swindon ....24 10 9 5 44-29 39 Derby ....24 11 6 7 34-26 39 Portsmouth .. ....24 11 6 7 31-24 39 Charlton ....24 10 6 8 28-26 36 Wolves ... 25 9 6 10 32-31 33 Millwall ....25 9 6 10 38-39 33 Bristol C ....25 8 9 8 30-34 33 Tranmere ....22 7 11 4 25-24 32 Sunderland.... ....26 9 5 12 35-37 32 Watford ....25 9 4 12 29-29 31 Port Vale ....27 7 10 10 27-34 31 Bamsley ....27 8 6 13 29-37 30 Plymouth ....24 8 4 12 25-36 28 Newcastle ....27 6 10 11 36-48 28 Bristol R ....26 6 9 11 33-43 27 Grimsby ....24 7 6 11 28-39 27 Brighton ....27 6 7 14 33-44 25 Oxford 24 6 3 15 32-41 21

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.