Tíminn - 10.01.1992, Qupperneq 7

Tíminn - 10.01.1992, Qupperneq 7
Föstudagur 10. janúar 1992 Tíminn 7 Á Noröur-lrlandi er víöa veriö aö leggja á ráöin um frekari manndráp og voöaverk. Mótmælendur halda því fram aö nú séu þeir jafningjar IRA f fjölda moröa. a r 4, ■mÆ 'Íílfh/fv í 1 1: Mótmælendur á Norður- Irlandi herða drápssóknina Belfast er höfuöborg Noröur-lrlands. En hverjir eiga aö ráöa þar? Hverjir eiga borgina? Kaþólikkar og mótmælendur deila um yfirráö- in með sprengjum og byssum og hafa hvorugir haft betur undan- farin tuttugu ár. Billy Wright er norður-írskur mótmælandi sem gerir varúðar- ráðstafanir. Hann er grannur og íþróttamannslega vaxinn, alúðlegur 31 árs maður í gallabuxum og hvítum striga- skóm. Hárið er mjög stuttklippt og framkoman hrein og bein. „Níutíu prósent af því, sem sagt er um mig, er ekki satt. Ég reyki ekki, ég drekk ekki og ég er ekki geðsjúklingur." Auðvitað hafa fáir utan írlands heyrt Billys Wright getið, eða nokkurra annarra í framvarðasveit þeirra mótmælenda í Ulster sem hafa tekið upp harðari bardagaað- ferðir gegn kaþólikkum. Oftast er í fréttum sagt frá sprengjum og manndrápum IRA fyrir málstað lýðveldisins. En Wright er líka reiðubúinn að láta lífið fyrir mál- stað og álítur að hið sama verði aðrir að gera. Einn hinna „venjulega grunuðu“ í hvert sinn, sem enn einn voða- atburðurinn á sér stað, er Wright meðal hinna „venjulega grunuðu" sem dregnir eru í sjö daga gæslu- varðhald til yfirheyrslu. Hann hef- ur verið fangelsaður átta sinnum frá því hann var unglingur og einu sinni sat hann þrjú og hálft ár inni fyrir lögbrot sem hann vísar kæru- leysislega til sem „hafi eitthvað haft með byssur og svoleiðis" að gera. Hann viðurkennir að hann sé efsti maður á lista hvers einasta IRA-manns í miðhluta Ulster yfir réttdræpa. Það er ekki auðvelt að ná tali af Billy Wright. Blaðamanni Sunday Times tókst það þó fyrir nokkrum vikum, en viðtalið fór þó ekki fram á heimili Billys þar sem kona hans og þrjú börn lifa lífi sínu innan við skothelda glugga, heldur bak við rimlagluggatjöld í ósköp venju- legri bæjarbíokk. „Ég er eins og hnefaleikari. Ég hef fulla trú á því að ég geti bjargað mér,“ segir hann. Eitraður hugsunar- háttur að erfðum Núverandi kynslóð Ulsterbúa hef- ur hlotið eitraðan hugsunarhátt að erfðum. Sumir myndu segja að þeir bæru þess ævilöng merki; sjálfir segja þeir að þeir séu „hert- ir“. Hefndardráp hafa færst í vöxt að undanförnu. Fjöldi morða IRA stóð í stað á undanförnu ári frá ár- inu á undan,-en dauðalistinn, sem byssumenn mótmælenda státa af, hefur tvöfaldast að lengd, svo að hann jafnast nú á við lista IRA. Mótmælendur halda því fram að þeir hafl sett IRA í vörn með því að miða betur út skotmörk sín. En eitt er það sem hefur óumdeil- anlega komið í Ijós. Það er samfé- lag sem er eins fjarri sáttum nú og nokkru sinni fyrr, þegar fram hef- ur komið ný kynslóð byssumanna undir stjórn stríðsherra, sem voru börn þegar „vandræðin“ hófust. Billy Wright styður þann hóp mót- mælenda sem kallar sig Ulster Vol- unteer Force (UVF). En enginn viðurkennir að vera meðlimur, það er glæpur. Eðlileg samskipti við UVF eru í gegnum Eagle, skrifstofu á Shank- ill Road. Þar eru höfuðbækistöðvar stuðningshóps við mótmælenda- fanga, á svipaðan hátt og Ulster In- formation Service er tengiliður fyrir Ulster Defence Association (UDA) og „virka deild“ þess. Ulster Freedom Fighters (UFF). A Norð- ur-írlandi gengur allt undir mörg- um nöfnum. En eins og Billy Wright bendir á: „Eftir 20 ár vita allir hver og hvað hver einasti maður er. Allt leyni- makk (milli öryggisliðsins og mót- mælendabyssumannanna) væri marklaust. Ég veit að yfirmaður IRA á staðnum býr í tveggja mílna fjarlægð við sömu götu og ég. Ég veit nafnið og heimilisfangið. En hann er líka varkár. Þeir eru með fimm sprengjumenn f Portadown — náunga sem gætu sett saman ofurlítið af semtex — en ekki byssumenn. Þegar við vorum allir settir í steininn fýrir nokkrum vik- um, voru það fjórir okkar manna og tveir af þeim og við gátum heyrt lýðveldissinnana æpa á okkur úr klefunum sínum: „Við ætlum að kála ykkur“.“ Mótmælendum fínnst þeir hafa verið sviknir „Þeir gætu lagt vörubíl fullum af semtex fyrir utan húsið hjá mér hvaða kvöld sem er og drepið fjöl- skyldu mína. En foringinn veit að það sama yrði gert við hans fjöl- skyldu." Eftir drápin á knæpum mót- mælenda í Belfast nýlega, virðist þögnin í hverfum þeirra þar yfir- þyrmandi í eyrum utanaðkom- andi. Mótmælendur hafa ekki lengur mikla trú á að öryggissveitir hennar hátignar hafi neina getu til að ráða niðurlögum IRA. Það er almennt álitið að pólit- ískan vilja skorti og hernaðarleg- ar upplýsingar séu engar. Það er líka almenn tilfinning að mótmælendur hafi verið sviknir. Álit Billys Wright er að fyrr eða síðar verði að taka upp viðræður við IRA, en ekki fyrr en eftir að vopnahléi hefur verið komið á og helst eftir að yfirvöld í Dublin hafa fjarlægt greinar tvö og þrjú úr stjórnarskránni, en þar eru gerðar kröfur til innlimunar á héruðun- um sex í norðurhlutanum. 1. vinningur almanak nr. 1397 2. vinningur almanak nr. 5731 3. vinningur almanak nr. 2569 4. vinningur almanak nr. 5681 5. vinningur almanak nr. 5469 6. vinningur almanak nr. 5652 7. vinningur almanak nr. 1177 8. vinningur almanak nr. 1484 9. vinningur almanak nr. 3895 10. vinningur almanak nr. 1655 11. vinningur almanak nr. 4832 12. vinningur almanak nr. 240 13. vinningur almanak nr. 5363 14. vinningur almanak nr. 2114 15. vinningur almanak nr. 1912 16. vinningur almanak nr. 666 17. vinningur almanak nr. 5794 18. vinningur almanak nr. 1579 19. vinningur almanak nr. 753 20. vinningur almanak nr. 1841 21. vinningur almanak nr. 1371 22. vinningur almanak nr. 3109 23. vinningur almanak nr. 4694 24. vinningur almanak nr. 3317 í augum Wrights hefur írska lýðveldishernum tekist að láta mótmælendur „líta út fyrir að vera aumingjar". Hörðu mennirnir álíta núver- andi drápsherferð þó hafa leiðrétt þá skoðun, jafnvel þó að hún hafí stundum haft sorgleg mistök í för með sér — „eins og þegar litla stúlkan var skotin í Craigavon. Önnur [manneskjan sem myrt var] var reyndar hryðjuverkamað- ur, en hin — það var skelfilegt." Það er sem sagt ekki útlit fyrir að lát verði á blóðbaðinu á írlandi fyrst um sinn, enda er það álit Billys Wright að áður en sest verði að samningaborði eigi mikið blóð eftir að renna og núverandi dráps- herferð mótmælenda sýni stjórn- málamönnunum að nú sé staðan í rauninni á byrjunarreit: eins von- lítil og fyrir tuttugu árum. 25. vinningur almanak nr. 1067 26. vinningur almanak nr. 4668 27. vinningur almanak nr. 1530 28. vinningur almanak nr. 2671 29. vinningur almanak nr. 545 30. vinningur almanak nr. 99 31. vinningur almanak nr. 5240 32. vinningur almanak nr. 470 33. vinningur almanak nr. 2034 34. vinningur almanak nr. 844 35. vinningur almanak nr. 637 36. vinningur almanak nr. 2138 37. vinningur almanak nr. 313 38. vinningur almanak nr. 3048 39. vinningur almanak nr. 1149 40. vinningur almanak nr. 1275 41. vinningur almanak nr. 1408 42. vinningur almanak nr. 1614 43. vinningur almanak nr. 848 44. vinningur almanak nr. 3175 45. vinningur almanak nr. 2059 46. vinningur almanak nr. 1520 47. vinningur almanak nr. 4169 48. vinningur almanak nr. 428 Samband ungra framsóknarmanna Þökkum stuöninglnn. Jólahappdrætti Framsóknarflokksins Dregiö var I jólahappdrætti Framsóknarltokksins 24. desember 1991. Vinningsnúmer eru sem hér segin 1. vinningurnr. 32544 2. vinningurnr. 21649' 3. vinningur nr. 29668 4. vinningurnr. 1745 5. vinningur nr. 32564 6. vinningur nr. 25721 7. vinningur nr. 32802 8. vinningur nr. 3865 9. vinningur nr. 17489 10. vinningurnr. 17730 11. vinningur nr. 504 12. vinningur nr. 2165 13. vinningur nr. 27981 14. vinningur nr. 32733 Ógreiddir miöar eru ógildir. Vinninga skal vitja innan árs frá úrdrætti. Frekari upplýs- ingar em veittar I síma 91-624480. Meö bestu kveöjum og þökk fyrir stuöninginn. Framsóknarfíokkurinn m nii Jólaalmanak SUF Eftlrtalin númer hlutu vlnnlng I jólaalmanakl SUF:

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.