Tíminn - 17.01.1992, Blaðsíða 2

Tíminn - 17.01.1992, Blaðsíða 2
2 Tíminn Föstudagur 17. janúar 1992 Ásmundur Stefánsson færir Davíð Oddssyni skilaboð frá miðstjórn ASÍ: Breytt stjórnarstefna forsenda kjarasamninga Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ, átti í gær fund með Davíð Oddssyni forsætisráðherra þar sem Ásmundur kom á framfæri skilaboöum frá mið- stjórn ASÍ um að engir samningar yrðu gerðir á vinnumarkaði nema ríkis- stjómin breytti ákvörðunum og léti af árásum á launafólk í landinu. Þessi skiiaboð verða til umræðu á rítósstjómarfundi í dag. A fundinum í gær afhenti forseti ASI ingar takast eða takast ekki og þá forsætisráðherra persónulega sam- hvort þeir nást í friði eða með miklum þykktir miðstjómarfimdar ASÍ frá því í átökum," sagði Ásmundur. fyrradag. í þeim samþykktum kemur m.a. fram að í þeim samningaviðræð- um sem nú standa yfir verði knúið á um það gagnvart ríkisstjóminni að ákvörðunum hennar sem skerða beint lífskjör fólks verði breytt. í ályktun- inni er vísað til hækkunar þjónustu- gjalda, m.a. fyrir lyf og læknisþjón- ustu, raunhækkunar skatta, skerðing- ar bamabóta, sjómannaafsláttar og gjaldskrárhækkana sem hafa í för með sér 2% skerðingu á ráðstöfúnartekj- um að meðaltali. Á það er bent að þessi skerðing leggist þyngst á sjúk- linga og bamafjölskyldur og einnig að skattleysismörkin eru nú ríflega 2.000 kr. lægri á mánuði en ætti að vera miðað við lánskjaravísitölu. Að sögn Ásmundar Stefánssonar lagði hann ríka áherslu á það við for- sætisráðherra að þama væru á ferð- inni atriði sem kæmu illa við fólk og að skilyrðislaust væri til þess ætlast af ASÍ að þau yrðu tekin upp í yfirstand- andi samningaviðræðum þannig að þeim yrði breytt. Aðspurður hvort ASÍ væri með þessu að reyna að draga rík- isvaldið að samningaborðinu, sagði Ásmundur að samningaviðræðumar fæm nú fram á vettvangi hinna ein- stöku félaga og sambanda. Hins vegar mætti e.t.v. segja að einmitt þess vegna hafi reynst erfiðara að beita sér gagnvart ríkisvaldinu því ekki hafi gef- ist tækifæri til að tengja með beinum hætti það sem ríkisstjómin væri að gera því sem fram færi í samningavið- ræðum. Ásmundur tók það hins vegar ffam að engir samningar yrðu geröir nema það yrði lagfært sem þama hafi farið aflögu hjá stjómvöldum. „Ég geri ráð fyrir að á einhverju stigi, ef samningaviðræður sérsambandanna skila árangri, muni næsta skrefið verða að ganga til sameiginlegra við- ræðna um sameiginleg viðfangsefni, s.s. kauptryggingu og annað þess hátt- ar og þá mun þetta verða eitt af stóm málunum og meðal þess sem úrslit- um getur ráðið um það hvort samn- Aðspurður hvort raunhæft væri að ætlast til að ríkisstjómin tæki aftur þær aðgerðir sem hún væri nýbúin að koma á eða væm í meðferð þingsins, sagði Ásmundur: „Það er rétt að verið er að afgreiða bandorminn í þinginu og menn em þar að gera enn frekari skammarstrik. Við höfum vitaskuld ekki aðgang að þeim ákvörðunum sem teknar em á Alþingi og þar verða þeir sem til þess em kjömir að bera ábyrgð. En það er í það minnsta mjög nauðsynlegt að það sem þama er að ganga yfir verði ekki þolað breytinga- laust. Ég held að forsætisráðherra sé það ljóst að það mun ráða úrslitum um þær samningaviðræður, sem nú standa yfir og sem framundan em, hvemig verður tekið á því máli af hálfú ríkisstjómarinnar. Það er verið að búa til erfiðleika og torvelda kjara- samninga með mörgu því sem fram kemur í bandorminum, og með ýms- um þeim breytingum sem gerðar hafa verið á ýmsum félagslegum þáttum og í skattamálum að undanfömu," sagði Ásmundur Stefánsson. - BG Áhrif hækkunar á opinberum gjaldskrám og þjónustugjalda a framfærsluvísitölu: Áform Áhrif á fram- 1982 færsluvíeit 1. Ríkisfynrtæki: Áfengi og tóbak Alm. 0,10% Póstur og sími 2,0% feb. 0.02- LandsvirkjurVRARIK bvt/alm 0,03- Ábur arverksmi jan 5,0% maí 0,03- RÚV 4,5% jan. 0.03- Sement 4.0% jan. 0,04- Samtals 0,28% 2. Rikisskattar: Bensingjald/þungaskattur 2,0% jan 0,04- Bifrei agjald 2,0% jan 0,01- Innfl.gj. á bitrei um 0.06- Ver jöfnunargj. á nýmj.duft 0,05- Jöfnunargjald Afn. 1/9 -0,10-’ Hafnarskattur 0,04- Simtalt 0,10% 3. Þjónustugjöld rikisins: Dómsmála-, leyfis- og nemendagjöld jan 0,30- Heilbrig isgjöld (allt me taii) 0,35- Samtala 0,68% Áhrit i Iramfaaraluvlaltölu alls 1,00% Áhrif breytínga á tekjuskatti og frádráttarliðum á ráðstöfunartekjur: Áhrif á rá - atöfunanekjur Barnabætur (lækka um 500 millj.) 0,28% Sjómannaafsláttur (lækkar um 260 millj.) 0,14- Persónuatsláttur (skert hækkun 1. jan.) 0,67- Áhrlt i riðstötunartakjur alla 1,09% Samtals áhrlt á kaupmátt 2,09% Tveir hátt settir embættismenn Reykjavíkurborgar í stjórn byggingafyrirtækis: Fulltrúar Reykjavíkur? Stofnað hefur veríð í Reykjavík byggingafélagiö Klöpp, en það er hlutafélag eigenda og íbúa fjölbýlishúsanna við Skúlagötu og Klapp- arstíg, sem hið gjaldþrota byggingafyrirtæki Steintak byggði. í tilkynningu um stofnunina í Lögbirtingablaðinu 14. jan. sl. kemur fram að Hjörleifur Kvaran, forstöðumaður lögfræði- og stjórnsýsludeildar Reykjavíkur- borgar, sitji í stjórn Klappar sem meðstjórnandi og varamaður í stjórn sé Ágúst Jónsson, skrif- stofustjóri borgarverkfræðings. Sigrún Magnúsdóttir, borgarfull- trúi Framsóknarflokks, vakti at- hygli á stjórnaraðild þessara tveggja hátt settu embættismanna Reykjavíkurborgar að byggingafé- lagi á fundi borgarstjórnar Reykja- víkur í gærkvöld. Markús Örn Án- tonsson borgarstjóri sagði að ekk- ert væri óeðlilegt við þetta mál: Embættismennirnir sætu í stjórn félagsins til að gæta hagsmuna borgarinnar. Tíminn spurðist fyrir hjá Hluta- félagaskrá í gær hvort Reykjavík- urborg væri skráð sem einn rúm- lega 50 eigenda byggingafélagsins Klappar. Svo reyndist ekki vera. Geta má þess að hvorugur áður- nefndra starfsmanna borgarinnar býr í „Steintakshúsunum". Tilgangur Byggingafélagsins Klappar er skráður vera sá „að standa fyrir byggingaframkvæmd- um og sölu fasteigna í því sam- bandi og annar skyldur rekstur, svo og lánastarfsemi, sem tengist þessum markmiðum félagsins." —sá Eftirmálar eru af undanúrsltta- leik Vals og Víkings I blkar- keppni HSÍ, þar sem Valsmenn tryggðu sér þátttöku í úrsitta- ieiknum: leikinn Svo gæti farið að tóka þyrfti aftur um hverjir mæta FH-ingum í úr- slitaleik bikarkeppni HSÍ, en Víkingar hafa ákvcðið að kæra bik- arieik Vals og VQdngs sem fór fríun að Hlíðarenda og eins Og flestir vita báru Valsmenn sigur úr brtum eftir tvíframlengdan leik. Krafa Vðdngs er að leikurinn verði dæmdur ógild- ur og ieika verði aftur á Hlíöarenda. Pálmi Kristinsson, formaður handknattleiksdeildar Vfldngs, segtr kæru félagsins bcinast gegn því að í reglum HSÍ segir að ekki skulí vera háfleikur í framlengingum, heldur skuli Uð skipta um vallarbelming og byrja ieik strax. Þetta var ekki gert heldur var tekinn ftmra mínútna faálfleikur. „Málið er það að leikur- inn fór ekki fram eftir settum regl- um og að okkar mati hafði það veru- leg áhrif á framvmdu leiksins undir fotón og það er okkar mat að svona iagað gengur ekki," sagði Pálmi Kristinsson í samtali við Tímann. í 2 gr. ieikreglna HSÍ segir eftir- farandi: „Páist ekki úrisit, en ákveðið er að lefldð er tfl þrautar, skal hefja leik aö nýju að 5 mínút- um liðnum og ioknu hlutkesti. Leiktími verður nú 2X5 rafn. í öll- um flokkum. Skipt skal um vallar- helmlng án leikhlés. Fáist ekki úr- slit heldur við þess framJengingu skal geflð 5 mín. leikhlé, en að því og hlutkesti loknu, leiídð í 2X5 mm., leikhlé ekkerL" Pálmi sagði að krafa Vðdnga f kærunni, væri sú að leikurínn yrði dæmdur úgfldur og að hann yrði leikinn aftnr og sagði jafnframt að þeir væru varla að setja ftam þessa kæru ef þeir hefðu ckki trú á þvt að hún næði fram að ganga. „Það reynir þá á það hvort lög og reglu- gerðir eru settar upp á punt, eða hvort metm ætli sér að fara eftir þeim. Við gcrðum ekki fbrmkga at- hugasemd við málið á meðan i ieiknum stóð, en það komu fjöl- margar athugasemdir frá monnum, en ekki formlegar, en það breytir engu um framvindu málsins." Málið verður fyrst tddð fyrir fajá dómstóii HSÍ og ef annað bvort fé- Íaganna áfrýjar fer það tíl dómstóls HSÍ, en Páhni sagði að til þess myndi vart koma, þar sem hann sagðist halda að Valsmenn myndu ekld áfrýja, þeir vildu heldur útkfjá málið á handknattleiksvellinum. -PS Eyjólfur Konráð Jónsson segir að sér ofbjóði hvernig Halldór Blöndal hefur haldið á málum við sölu á eignum Ríkisskipa: Sagði Blöndal Alþingi ósatt? Halldór Blöndal samgönguráðherra var sakaður um það á Alþingi í gær að hafa sagt ósatt þegar hann ræddi um sölu á eignum Ríkis- skipa utan dagskrár á Alþingi síðastliðinn miðvikudag. Eyjólfur Konráð Jónsson, formaður þess hóps sem hugðist kaupa Rfldsskip og flokksbróðir ráðherrans, sagði að sér ofbyði framkoma sam- gönguráðherra í þessu máli. Á miðvikudaginn fór fram utan dag- skrár umræða um málefni Ríkisskipa að ósk Kristins H. Gunnarssonar, al- þingismanns og stjómarmanns í Ríkisskipum. Við umræðuna greindi samgönguráðherra frá því að viðræð- ur væru hafnar við Samskip um kaup á Esju, einu skipa Ríkisskipa. Ekkert kom fram í máli ráðherrans á hvaða stigi þessar viðræður væru. Ráðherr- ann kom sér einnig undan því að svara því hvort viðræðum við starfs- menn Ríkisskipa og fleiri hefði form- lega verið slitið. Innan við hálfum klukkutíma eftir að umræðunni lauk sagði Ríkisút- varpið frá því í fréttum að búið væri að ganga frá samningi við Samskip um kaup á Esju og til umræðu væri að Samskip keypti Heklu, lyftara og gáma af Ríkisskip. Þessi frétt var höfð eftir Ómari Jóhannssyni, fram- kvæmdastjóra Samskipa. Heimildir Tímans herma að samn- ingar við Samskip hafi farið fram um síðustu helgi og að nær frágenginn samningur hafi legið fyrir á þriðju- daginn þegar viðræðum við starfs- menn og fleiri var slitið. Að sögn Ómars Jóhannssonar, framkvæmda- stjóra Samskipa, eru samningar um kaup á Esju að mestu frágengnir og viðræður standa yfir um kaup á Heklu, gámum, lyfturum og fleiri eignum Ríkisskipa. Guðrún Helgadóttir, Ólafúr Ragnar Grímsson og fleiri þingmenn höfðu hörð orð um framkomu ráðherrans við þingið við umræðuna í gær. Þau sökuðu ráðherrann um að ljúga að þingheimi. Halldór sagðist ekki hafa sagt ósatt. í ræðu sinni á miðvikudag hefði komið fram að viðræður stæðu yfir við Samskip. Ráðherrann tók skýrt fram að þeim viðræðum væri ekki formlega lokið. Eftir væri að fara yfir nokkur tæknileg atriði. Við umræðuna í gær sté Eyjólfúr Konráð Jónsson í pontu, en Eyjólfur hefur leitt þann hóp manna sem átti á fyrstu tveim vikum ársins í viðræð- um við samgönguráðuneytið um kaup á Ríkisskipum. Eyjólfur sagðist eiga erfitt með að ræða þetta mál og sagði það eitt að sér ofbyði framkoma samgönguráðherra í þessu máli öllu. í samtali við Tímann færðist Eyjólfur Konráð undan því að útskýra nánar ummæli sín. Hann sagði að með þeim breytingum sem þegar væri bú- ið að gera á fyrirtækinu væri búið að rýra stórkostlega eignir þess, flutn- ingar og flutningasamningar hefðu tapast og hagur félagsins hefði stór- lega versnað. Eyjólfur Konráð sagði að verst þætti sér hvernig komið hefði verið fram við starfsfólk Ríkis- skipa. Eyjólfur Konráð dreifði til fjölmiðla bréfaskiptum sem fóru á milli undir- búningshópsins annars vegar og samgönguráðherra og stjómarfor- manns Ríkisskipa hins vegar. Þar kemur meðal annars fram að undir- búningshópurinn bauðst til að kaupa eignir Ríkisskipa fyrir röskar 438 milljónir króna. Boðist var til að greiða eignirnar með sex árlegum af- borgunum. í þessu tilboði er gert ráð fyrir að starfsmenn kaupi hlutafé á hálfvirði sem lækkar kaupverðið um tæpar 22 milljónir króna. Kristinn H. Gunnarsson sagði við umræðuna að hann hefði heimildir fyrir því að engin hætta hefði verið á að Samskip leitaði eftir kaupum á skipi erlendis frá, en samgönguráð- herra hefur sagt að mikil hætta hafi verið á að samningar við Samskip töpuðust ef ekki yrði gengið til samn- inga við fyrirtækið strax og í því sam- bandi hefur hann vísað til áhuga Samskipa á að kaupa skip erlendis frá. Kristinn sagði að ekkert skip, sem hentaöi til strandsiglinga hér- lendis, væri falt og að sínar heimildir hermdu að Samskip hygðist láta kyrrt liggja ef Esja fengist ekki keypt. Kristinn sagði að ráðherra væri að reyna búa til tímapressu í þessu máli sem ekki væri fyrir hendi. -EÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.