Tíminn - 17.01.1992, Síða 7

Tíminn - 17.01.1992, Síða 7
Föstudagur 17. janúar 1992 Tíminn 7 og fáið á það gullinn blæ rétt áður en borið er fram með steiktu brauði. Nægir fyrir fjóra til sex. Saltfiskur með „flageolet“-baunum Tími alls: Lagt í bleyti yfir nótt, suðutími ein klst. 2 pund saltfískur 1 pund þurrkaðar grænar „flageo- let“- baunir Bouquet gam 1 lítill laukur, með negulnöglum 4 geirar hvítlaukur Nýmalaður pipar að smekk 2 msk. jaröhnetuhnetuolía 1 bolli þeytirjómi 2 msk. saxaður kerfíll eða. stein- selja 1. Skerið saltfiskinn í ferhyrnda bita og útvatnið í einn til tvo sólar- hringa. Skiptið oft um vatn. Legg- ið „flageoIet“-baunirnar í bleyti í vatni sem flýtur yfir í sólarhring. 2. Látið baunirnar malla í nægu vatni í hálftíma til þrjú korter, með bouquet garni, lauk og einu krömdu hvítlauksrifi. 3. Hitið ofninn í 90 gráður. Þurrk- ið fiskinn með pappírsþurrku og kryddið með pipar. Steikið fiskinn ljósbrúnan báðum megin í jarð- hnetuolíunni. Leggið hann í smurt eldfast mót, stráið flysjuðum og smáttsöxuðum hvítlauksrifjunum þrem yfir, og síðan soðnum baun- unum sem vatnið hefur verið látið renna af. 4. Hellið þeytirjómanum yfir og látið bakast í 20 mínútur. Stráið söxuðum kerfli yfir, rétt áður en borið er á borð. Fyrir 6 til 8. Saltfískur með hvít- lauk, olíu, sítrónu og steinseljusósu Tími alls: Útvötnun yfírnótt, 20 mínútna matreiðslutími 2 pund þurrkaður saltfískur, út- vatnaður í köldu vatni í sólarhring 4 hvítlauksrif, marin 112 bolli + 1 msk. fíntsöxuð stein- selja 6 msk. nýpressaður sítrónusafí 3/4 bolli mild ólífuolía 3/4 tsk. (eða meira eftir smekk) flögur afsterkum rauðum pipar Salt að smekk Steinseljugreinar til skrauts 1. Látið vatnið renna af saltfiskin- um og skolið vel. Setjið fiskinn í kalt vatn í stórum potti og komið upp mallsuðu. Látið malla í 10 mín., ekki lengur, þá verður fisk- urinn seigur. Látið fiskinn liggja í vatninu þar til hann er rétt volgur. 2. Blandið saman hvítlauknum, steinseljunni og sítrónusafanum. Bætið olíunni hægt út í og þeytið með gaffli. Bætið piparflögunum og salti út í eftir smekk. 3. Berið fiskinn fram, skorinn í bita, á fati skreyttu steinselju. Sós- an er borin fram sér í sósukönnu. 6 til 8 skammtar. Saltfískur hefur löngum verið hvers- dagsmatur á borðum íslendinga og það verður að segjast eins og er að til skamms tíma hefur matreiðsla á hon- um hér á landi verið afar einhæf. Soð- inn saltfiskur, soðnar kartöflur og hamsatólg, vissulega góður matur, en ekkert framandlegt eða óvænt við hann. Ibúar Miðjarðarhafslanda hafa löng- um kunnað að umgangast „baccala“ af fullri virðingu, enda þykir saltfísk- ur þar hið mesta lostæti og er verð- lagður eins og dýrustu nautasteikur. Og nú reynir matarsérfræðingur New York Times að kenna Banda- ríkjamönnum gott að meta. í dálki Moiru Hodgson í því blaði fyrir skemmstu er eftirfarandi kynn- ingu og uppskriftir á þessum herramannsmat að finna. Vandið útvötnunina og bullsjóðið ekki fískinn! Saltfiskur, sem gengur undir nafninu baccala á Ítalíu, er látlaus matur sem þó er farinn að nálgast að vera munaður. Öldum saman hefur sólþurrkaður þorskur og saltaður verið undirstöðuréttur í Evrópu, sérstaklega umhverfis Miðjarðarhafið. Saltfiskur er aðal- efnið í hinum fræga franska rétti sem kallast brandade, en þar er saltfiskurinn hrærður í mauk með kartöflum, hvítlauk og ólífuolíu. Þessi réttur er líka ákaflega vinsæll á Ítalíu þar sem hefð er að borða hann um jól og áramót. í Bandaríkjunum má finna salt- fisk á spænskum, portúgölskum, grískum og ítölskum mörkuðum, í sérverslunum og nokkrum hinna stærri kjörbúða. Veljið þykk, mjúk stykki með fílabeinslitum fiski, en forðist eftir því sem hægt er sina- mikil sporðstykki, sem e.t.v. halda áfram að vera seig þrátt fyrir suðu. Áður en fiskurinn er soðinn verð- ur að þvo hann og útvatna ræki- lega. Það þarf að skipta oft um vatn, annars er hann of saltur. Besta aðferðin við útvötnunina er að að setja fiskinn í gatasigti og setja það í skál fulla af vatni. Sum- ir bæta við bolla af mjólk á síðasta klukkutímanum eða svo til að draga enn betur út saltið. Lítil flök þurfa um sólarhrings útvötnun. Smærra skornum bitum kunna að nægja um 18 klst., en þeim stærri dugir kannski ekki minna en einn og hálfur sólarhringur. Athugið að aldrei sjóði á saltfisk- inum við matreiðsluna, annars verður hann seigur. Mælt er með rauðvíni með. Brandade de Morue (Saltfisk- og kartöflumús) Tími alls: Útvötnun yfír nótt, 30 mínútur í matreiðslu 1 pund saltfískur, skorinn í bita 1 pund kartöflur, flysjaðar 2 geirar hvítlaukur, saxaður (grænir hlutar fjarlægðir) H2 bolli mild ólífuolía 1 bolli heit mjólk Nýmalaður Ijós pipar eftir smekk Brauð steikt í ólífuolíu 1. Leggið saltfiskinn í bleyti í kalt vatn sem flýtur yfir fiskinn daginn áður en fiskurinn á að matreiðast. Skiptið oft um vatn. Látið vatnið renna af fiskinum og skolið vand- lega. 2. Sjóðið kartöflurnar sama dag- inn og á að borða fiskinn. Sjóðið fiskinn í korter við vægan hita í nýju vatni sem flýtur yfir. Látið vatnið renna af, skolið og fjarlægið allt roð og bein. 3. Setjið kartöflumar, saltfiskinn og hvítlaukinn í matvinnsluvél (food processor). Tætið saman þar til maukið er slétt og samfellt. Hit- ið ólífuolíuna hægt á lítilli pönnu. Hellið heitri olíunni rólega út í um stútinn og látið vélina ganga á meðan, og síðan heitri mjólk. Kryddið að smekk með ljósum pip- ar. Setjið maukið í eldfast fat. 4. Bregðið maukinu undir grillið Bækur frá Frid ingulstad: Munken. Ósló 1991. Gamla draugasagan um munkinn Auðun, sem á að ganga ljósum log- um í hinni gömlu kaþólsku dóm- kirkju í Noregi, hefur öðru hverju skotið upp kollinum í áranna rás. Draugagangur þessi er þó ekki þekktur nema eftir að mótmælend- ur hirtu kirkjuna í nafni dansks konungs og síðar. Frid Ingulstad hefur skrifað ágæta bók um forboðnar ástir og áhrif þess að foreldrar taki ráðin af bömum sínum og velji fyrir þau lífshlaup. Þarna er höftmdur vel heima og bókin á köflum bráðskemmtileg. En þegar kemur að því að útskýra kaþ- ólska trú og munklífi, þá fatast höf- undi illa. Norðmenn bæði eiga og Gyldendal hafa átt kaþólskar konur, sem hafa af mikilli list og varfæmi skrifað um slík mál. Þangað hefði höfundur gjarnan mátt sækja sér þekkingu. Berlt Rickhard: Hekser í máneskinn. Ósló 1991 Breytingaskeiðið hefur alltaf orðið stúlkum erfiður tími. Þama rekur höfundur tilfinningalíf mennta- skólastúlkunnar Sunnefu, þar sem hún stendur frammi fyrir vandamál- inu. Líkaminn er orðinn fullþroska og heimtar sitt. Hún gerir sér ekki fulla grein fyrir því sem er að gerast með henni. Hún fær vart stjórnað kynómm sínum og draumum. Efi og trú berjast af öllum kröftum. Guðsótti og guðslöngun togast á. Umhverfi lítils samfélags sækir á hana. Þetta er stúlka á lífsþröskuldi sínum. „Einkennileg sorg braust út frá líkama hennar og út í heiminn, umhverfið. Svo sterkt fyllti hún hana að henni fannst litli sumar- fuglinn, sem lyfti sér af girðingunni og settist á rósina, hljóta að taka eft- ir henni. Hún hallaði sér aftur í stólnum og horfði á góðveðursský- in. Hún vissi að hún var ekki lengur barn. Þessi miskunnarlausi sann- leikur mundi stjóma öllu í lífi henn- ar framvegis." Öystein Lönn: Thomas Rlbes femte sak. Ósló 1991. Þetta er áttunda bók höfundar, en ef til vill önnur af tveim þeim bestu sem hann hefur skrifað. Bókin er snilldarlega skrifuð, bæði er varðar málfar og uppbyggingu. Það er átak að leggja hana frá sér án þess að ljúka henni. Þetta er sakamálasaga og er fjallað um morð í þetta sinn. Rannsókn þess dregur söguhetjuna heim á æskuslóðir til mála, sem hann hefur verið að flýja, og dóttur hans finnst hann vera að taka að sér lausn allra gátna í þessari veröld. Bókin er stórskemmtileg lesning og gefur þó fá svör nema þau sem eigið hugarflug lesenda vinnur úr því sem höfúndur leggur fyrir. Odd Kllppanvag: Et vlrkellg llv. Ósló 1991. Að fá lesandann til að bíða þess með tilhlökkun að fletta yfir á næstu síðu bókar er ekki öllum gefið. Svo Hoelsk er samt frásögnin hjá KIipp- envag. Sálarástand háskólakennar- ans Andrésar, sem reynt hafði að hoppa af fiugvélinni sem hann ferð- aðist gegnum Iífið með, þegar hon- um fannst raunveruleikinn leysast upp, er svo margbrotið þegar hann snýr aftur og botnar ekkert í hlutun- um, að það þarf meistara á borð við Sigurd Hoel og Klippenvag til að gera því skil. Þessi samlíking við Sigurd Hoel er samt ekki ástæðu- laus. Aðalpersónan okkar kemur með hugmynd um að talmálið sé ófullkomið, því sé útilokað að stunda tjáskipti með nokkrum ár- angri og alls ekki hægt að skilja raunveruleikann. Svo er þetta mál- vfsindamaður og háskólakennari sem heldur þessu fram. Svik með verstu mögulegum afleiðingum og þá líka það að svíkja sjálfan sig, sem er í stöðugri baráttu við að reyna að Iifa raunverulegu, ósviknu, heil- brigðu, andlegu lífi. Bókin svíkur engan, en segja mætti mér að margir hefðu gott af að lesa hana aftur. Sigurður H. Þorsteinsson

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.