Tíminn - 17.01.1992, Blaðsíða 6
6 Tíminn
Föstudagur 17. janúar 1992
IN MEMORIAM:
60 ára saga Ríkisskipa á enda
Frá Starfsmannafélagi Ríkisskipa
Samgönguráðherra hefur nú hafnað
lokatilboði undirbúningsnefndar
Starfsmannafélags Ríkisskipa og
samstarfsaðila þess um kaup á eign-
um Skipaútgerðar ríkisins. Þar með
virðist lokið tilraunum undirbún-
ingsnefndarinnar til að semja við
ráðuneytið um kaup á eignum
Skipaútgerðarinnar og að halda
áfram þjónustu hennar við lands-
byggðina.
Segja má að alllengi hafi mátt vera
ljóst að stjómvöld hafi ekki haft í
huga að selia útgerðina sem lífvænt
fyrirtæki. Á lista ríkisstjórnarinnar
yfir ríkisfyrirtæki sem skyldi einka-
væða, var ekki minnst á Skipaútgerð
ríkisins, og allan tímann, sem samn-
ingstilraunir hafa staðið yfir, hafa í
fjölmiðlum dunið yfirlýsingar sam-
gönguráðherra um að engin von
væri til að reka fyrirtækið án stór-
felldra ríkisstyrkja. Mun fátítt að
seljandi eigna leggi slíkt kapp á að
rýra verðgildi þeirra fyrir hugsam-
legum kaupendum.
Þá hefur einnig síðustu mánuði
verið skipulega unnið að því að rýra
afkomumöguleika fyrirtækisins
með beinum fyrirskipunum úr
ráðuneytinu, svo sem með því að
banna Færeyjasiglingar og setja skip
á söluskrá. Við slíkar aðstæður er
markaðsstarf vonlítið og þar með
samkeppnisaðstaða. „ítrekaðar óskir
Starfsmannafélagsins um að beðið
væri með slíkar breytingar á meðan
samningar stæðu yfir, hafa algerlega
verið virtar að vettugi.
í slíku starfsumhverfi hefur verið
ákaflega erfitt að hefja trúverðuga
hlutafjársöfnun.
Samgönguráðherra hefur mikið
gert úr því að hann hafi ekki fengið
rekstraráætlun hugsanlegs nýs fyr-
irtækis í hendur. Það tíðkast ekki að
kaupandi afhendi seljanda rekstrar-
áætlanir sínar, enda getur það skað-
að hagsmuni kaupenda. Það, sem
seljanda kemur við, er hvort hann
telur sig hafa tryggingu fyrir skil-
vísri greiðslu.
Rekstraráætlanir fyrir nýtt skipafé-
lag, sem tæki yfir eignir og rekstur
Ríkisskipa, hafa að sjálfsögðu verið
gerðar og á grundvelli þeirra hafa
tilboð verið gerð. Þessar áætlanir
hafa ekki verið og verða ekki afhent-
ar samgönguráðherra. Þær hefðu
hins vegar verið afhentar viðskipta-
banka hins nýja félags og ffá bank-
anum hefði ráðherra getað fengið
upplýsingar um trúverðugleika
þeirra.
Samgönguráðherra hefur hafnað
því að ríkissvaldið styrki samgöngur
við landsbyggðina með þjónustu-
samningi við væntanlegt skipafélag.
Hefur því óspart verið haldið á lofti í
fjölmiðlum að óeðlilegt sé að ríkið
styrki slíka flutninga. Hins vegar er
talið eðlilegt að hið sama ríkisvald
styrki rekstur ferja og flóabáta og
hefur þegar skuldbundið sig til að
auka þá styrki að miklum mun í
framtíðinni. Til samanburðar má
taka, að styrkir ríkisins til Akraborg-
arinnar og Baldurs nema svipaðri
upphæð og hið nýja félag taldi sig
þurfa til að halda uppi óbreyttri
þjónustu við 36 hafnir. Með þessum
samanburði er ekki verið að gera lít-
ið úr þjónustu þessara skipa.
Starfsmannafélag Ríkisskipa harm-
ar það að málalyktir skuli hafa orðið
þessar og að ýmsir staðir á lands-
byggðinni muni á næstunni búa við
skerta þjónustu.
Þeirri viðleitni Starfsmannafélags-
ins og undirbúningsnefndarinnar að
einkavæða rekstur fyrirtækisins
virðist nú lokið og þakkar Starfs-
mannafélagið þeim fjölmörgu, er
lagt hafa því lið í baráttu þess und-
anfamar vikur.
15. jan. 1992
F.h. Starfsmannafélagsins
Belgrad - Háttsettur forystu-
maður Serba sagði í gær að
þau landamæri ein væru
ástættanleg að Króatía fengi
einungis að halda þeim land-
svæðum sem hún hafi full yfir-
ráð yfir eftir sex mánaða borg-
arastríð.
Moskva - Gamsakhurdia, út-
lægur forseti lýðveldisins Ge-
orgíu, hefur nú snúið aftur úr
útlegð og heldur til í vestur-
hluta lýðveldisins. Hann hefur
lýst yfir stríði á hendur herfor-
ingastjórninni og hvatt fólk til
andstöðu við hana þar sem
hann sé enn réttkjörinn forseti
lýðveldisins.
Kiev - Starfsmannastjóri hins
nýstofnaða úkraínska hers,
Georgy Zhivitsa yfirhershöfð-
ingi, segir að úkraínsk stjórn-
völd hafi full yfirráð yfir öllum
áður sovéskum hersveitum og
vopnakerfum, þar á meöal
meðaldrægum og skamm-
drægum kjarnorkuvopnum.
Karl Óskar Hjaltason
íþróttamaður Kópavogs 1991 valinn:
Guðrún Arnardóttir er
íþróttamaöur Kópavogs
Guðrún Amardóttlr hefur verið
kjörin íþróttamaður Kópavogs
1991. Hún hefur undanfarin ár ver-
ið ein af fótfráustu hlaupakonum
landsins og góður langstökkvari að
auki.
Guðrún Arnardóttir er margfaldur
íslandsmeistari á mótum bæði inn-
an- og utanhúss og átti stóran þátt í
því að frjálsíþróttalið UMSK endur-
heimti sæti sitt í 1. deild sl. ár. Þá
vann Guðrún til tvennra gullverð-
launa á Ólympíuleikum smáþjóða,
sem haldnir voru í Andorra í maí sl.
Sem íþróttamaður Kópavogs hlaut
Guðrún farandbikar til varðveislu í
eitt ár, eignarbikar frá íþróttaráði
bæjarins og ávísun upp á 150 þús-
und kr. frá bæjarstjóm.
Auk Guðrúnar Ámardóttur fengu
eftirtaldir íþróttamenn viðurkenn-
ingu:
12 ára og yngrí
Arnar Sigurðsson Tennisfélagi
Kópavogs, Hrafnhildur Hugosdóttir
og Jóhanna Jensdóttir úr Breiða-
bliki, Saskia Freyja Schalk Gerplu
og Snorri Valdimarsson siglingafé-
laginu Ými.
13-16 ára
Aron Haraldsson, Elísabet Sveins-
dóttir og Hildur Ólafsdóttir úr
Breiðabliki, Jón Trausti Sæmunds-
son Gerplu og Sigríður Ólafsdóttir
Ými.
17 ára og eldri
Arnar Grétarsson og Guðrún Am-
ardóttir úr Breiðabliki, Einar Sigur-
geirsson Tennisfélagi Kópavogs, Jón
Finnbogason Gerplu og Ólafur Ei-
ríksson íþróttafélagi fatlaðra.
Einnig veitti íþróttaráð Kópavogs
sérstakar viðurkenningar fyrir frá-
bæran árangur Kópavogsbúa í
íþróttum á alþjóðlegum vettvangi.
Þær hlutu Guðni Sigurjónsson
kraftlyftingamaður og Þorlákur
Jónsson bridsspilari fyrir heims-
meistaratitla sína.
Guðrún Arnardóttir.
Moskva - Boris Jeltsln, for-
seti Rússlands, varði efna-
hagsráðstafanir sínar í þinginu
I gær. Mælska hans dugði þó
ekki til aö kæfa niður sívaxandi
gangrýni meðal almennings á
umbótastefnu hans, enda hef-
ur verðlag ekki lækkað.
Jerúsalem - Flokkur öfga-
fullra hægrimanna, sem vinnur
að því öllum árum að skemma
eða koma í veg fyrir framgang
friðarviðræðnanna milli
deiluaðila fyrir botni Miðjarðar-
hafs, ákvað í gær að hætta
stuðningi sínum við
samsteypustjórn Yitzhak
Shamirs forsætisráðherra.
Fréttaskýrendur telja að þetta
gæti orðið til þess að boðað
yrði til almennra kosninga fyrr
en áætlað hafði verið.
Alsír - Nýr þjóðhöfðingi Alsír-
búa, Mohamed Boudiaf, kom
til Alsír I gær eftir 27 ára útlegð
I Marokkó þar sem hann mun
setjast í formannsstól í ríkis-
ráðinu sem sett var á laggirnar
eftir afsögn forsætisráðherrans
sl. laugardag. Hinn nýi
þjóðhöfðingi stendur frammi
fýrir því að leysa úr flóknum
deilumálum heima fyrir en þar
hefur nokkuð óvenjulegt
bandalag myndast gegn
honum sem er bandalag heit-
trúaðra múslima og fyrrum
stjórnarflokks landsins.
MERKIÐ I Viltugera
VIÐ13LEIKI Ö?ð
18. janúar 1992
1. Aston Villa - Sheff. Wed. d mm írri
2. Leeds United - Crystal Palace B I 1 II x IITI
3. Luton Town - West Ham u mmm
4. Manch. City - Coventry City □ 11 ii x im
5. Notts County - Manch. UnitedH pTll x || 2 1
06. Oldham - Liverpool
7. Q.RR. - Arsenal amstT]
8. Sheff. United - Norwich City Bmmrn
9. Tottenham - Southampton D11 n x m
10. Wimbledon - Chelsea B I 1 II x || 2 I
11. Millwall - Middlesbro U 000
12. Newcastle - Charlton .Emsrn
13. Portsmouth - Blackbum E mmm
1FJÖLMIÐLASPÁ
|, Q j ! 2 1 RÍKISÚTVARPIÐ 4 JÁ # 2 1 s S sj I SA ITX LS
tlx 2
1 X X 2 X 2 1 1 2 1 1 4 3 3
2 1 1 1 1 1 1 X 1 1 1 9 1 0
3 1 1 X 1 1 1 1 X X 1 7 3 0
4 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 10 0 0
5 2 2 2 2 2 2 2 2 2 2 0 0 10
6 X 2 2 2 X 2 2 2 2 X 0 3 7
7 2 2 2 X 2 1 X 2 1 1 3 2 5
8 1 1 1 1 X 1 X 1 1 X 7 3 0
9 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 10 0 0
10 X X X X X X X 1 X 2 1 8 1
11 1 X 2 2 X X 1 X 1 1 4 4 2
12 X 1 X X X 1 2 2 1 1 4 4 2
13 X 1 2 2 1 2 2 1 2 1 3 1 6
STAÐAN í 1. DEILD
Leeds ...251410 1 48-20 52
Man. Utd ...23 15 6 2 44-18 51
Liverpool ...241011 3 29-20 41
Man. City ...2511 8 6 34-29 41
Sheff. Wed ... ...2411 7 6 38-30 40
Aston Villa ... ...2311 4 9 34-29 37
Arsenal ...23 9 7 7 40-29 34
C. Palace ...23 9 7 7 35-41 34
Everton ...25 9 610 35-32 33
Tottenham ... ...23 10 3 10 34-31 33
Nott. Forest . ...24 9 510 38-35 32
Chelsea ...25 8 8 9 33-37 32
QPR ...25 710 8 27-32 31
Norwich ...24 7 9 8 30-33 30
Oldham ...24 8 610 39-43 30
Coventry ...24 8 412 27-28 28
Wimbledon .. ...24 6 9 9 28-31 27
Notts C ...24 7 512 27-33 26
Sheff. Utd .... ...25 6 613 33-44 24
Luton ...24 5 712 18-43 22
West Ham .... ...24 4 911 23-38 21
Southampton ..24 4 713 23-41 19
STAÐAN í 2. DEILD
Blackbum......25
Southend......27
Middlesbro ...26
Cambridge.....25
Ipswich.......27
Leicester.....26
Swindon.......25
Derby.........25
Portsmouth....25
Charlton......25
Súnderland....27
Wolves........25
Millwall......26
Bristol C.....26
Tranmere......23
Watford.......26
Port Vale.....28
Grimsby.......25
Bristol R.....27
Bamsley ......28
Plymouth .....25
Newcastle.....28
Brighton......28
Oxford........26
14 5 6 39-22 47
13 7 7 40-3046
13 6 7 34-25 45
12 8 5 37-29 44
12 8 7 39-3144
12 6 8 34-3142
10 9 6 44-3139
11 6 8 34-2739
11 6 8 31-26 39
10 7 8 30-28 37
10 5 12 41-39 35
9 6 10 32-3133
9 6 11 40-45 33
8 9 9 30-38 33
7 11 5 25-25 32
9 5 12 31-3132
7 10 11 27-36 31
8 6 11 29-39 30
7 911 34-43 30
8 614 30-40 30
8 5 12 27-38 29
6 11 11 38-50 29
7 714 36-45 28
6 4 16 32-42 22