Tíminn - 17.01.1992, Blaðsíða 8
8 Tíminn
Föstudagur 17. janúar 1992
Framkvæmdastjómin ætti
að vera öflugri
Intemational Herald Tribune birti 6. janúar 1992 viðtal við Frans
Andriessen, sem fer með utanríkismál í framkvæmdastjóm EB. Við-
talið við hann átti einn blaðamanna þess, Tom Redbura, og fylgir
það í lauslegri þýðingu.
Blm.: Nú að afloknum Maastricht-fundinum, hvað verður efst á
baugi í EBE 1992?
Andriessen: Efst á baugi er að
halda áfram starfi fundar forráða-
BILALEIGA
AKUREYRAR
MEÐ ÚTIBÚ ALLT í KRINGUM
LANDIÐ.
MUNIl) ÓDÝRU
HELGARPAKKANA OKKAR
REYKJAVÍK
91-686915
AKUREYRI
96-21715
PÖNTUM BÍLA ERLENDIS
interRent
Europcar
mannanna í Maastricht og að fá
staðfestingu aðildarlanda á (ákvörð-
unum fundarins), til að búið verði í
haginn fyrir peningalegri samfell-
ingu og Evrópsku ríkjabandalagi
(European Political Union). Síðan
þarf að taka upp nýja fimm ára skip-
an fjárlaga. Þau lúta að myndun
Evrópsks ríkjabandalags, en í sam-
komulaginu er mikið lagt upp úr
samknýtingarþáttum.
Blm.: Einblínir Evrópska Samfé-
lagið svo á innri mál sín, að sam-
skipti þess við umheiminn hverfi í
skugga þeirra?
Andriessen: Sannmæli er ekki, að
Samfélagið horfi aðeins í gaupnir
sér. Við niðurlögn markalína í fjár-
málum þess til fimm ára hlýtur að
vera kveðið á um forgang mála í
samskiptum við umheiminn, —
um aðgerðir í Mið- og Austur-
Evrópu, Ráðstjórnarríkjunum
fyrrverandi, sem og við Miðjarð-
arhaf. Á komandi árum mun utan-
ríkismál þannig bera hátt.
Blm.: Jafnvel þótt George Bush
(forseti) hafi slegið af kröfum
þeirra, segja Bandaríkin, að Evr-
ópska Samfélagið sitji við sinn keip
um bústyrki.
Andriessen: Út frá stöðu mála, held
ég, að það sé ekki rétt ályktað. Við
Bandaríkin höfum við verið að
semja um útfærslu reglna, sem
samið var um á fundinum í Haag í
nóvember. Um sitthvað hefur okkur
borið á milli, t.d. um það, hvernig
lækkun útflutningsstyrkja skuli
metin á kvarða fjárlaga. Ef sagt er,
að á (okkur) standi í viðræðunum,
þá er málum blandið. Sjaldan veld-
ur einn, þá tveir deila.
Blm.: Eru horfur á samkomulagi?
Andriessen: Á þessu stigi er erfitt
að segja til um það. Þótt landbún-
aður vegi þungt, vega önnur mál
það líka. Við þurfum að Ieggja okk-
ur mjög fram til að ná samkomu-
lagi, því að viðræðurnar eru á síð-
asta snúningi.
Blm.: Hverju sætti það fyrir Evr-
ópu, ef þær fara út um þúfur?
Andriessen: Ég hirði ekki um að
hafa uppi getgátur um það, en af-
leiðinga þess gætti víða um heim.
Verndarstefna færðist þá í aukana,
og það ýtti undir lokun viðskipta-
blakka í heiminum. Og það bitnaði
ef til vill mest á Evrópu, stærstu
viðskiptablökkinni.
Blm.: Þýskaland sótti hart eftir og
fékk loks fram viðurkenningu Evr-
Styrkir til
umhverfismála
Á næstunni verður úthlutað styrkjum úr Poka-
sjóði Landverndar.
1. Um styrk geta sótt: Félög, samtök, stofnanir
og einstaklingar.
2. Úthlutun er bundin verkefnum á sviði umhverf-
ismála, svo sem landgræðslu, skógrækt, friðun,
verndun, fegrun og snyrtingu lands og til fræðslu
og rannsókna. Skilyrði er að verkefnin séu í
þágu almennings.
3. Verkefni, sem sótt er um styrk til, þurfa að vera
vel afmörkuð og skilgreind. Umsóknum ber að
skila á þar til gerðum eyðublöðum sem fást á
skrifstofu Landverndar, Skólavörðustíg 25, 101
Reykjavík, sími: 25242 og 625242.
4. Farið er fram á að styrkþegar leggi af mörkum
mótframlag sem getur falist í fjárframlögum, vél-
um, tækjum, efni eða vinnu.
5. Styrkþegar skuldbinda sig til að skila skýrslu
um framkvæmd og árangur verkefnisins fýrir lok
úthlutunarárs.
6. Styrkumsóknir þurfa að berast skrifstofu
Landverndar fyrir kl. 17:00 þann 29. febrúar
1992.
Þeir sem eiga eldri umsóknir í Pokasjóðinn þurfa
að endurnýja þær í samræmi við þessa auglýs-
ingu.
Landvernd
Skólavörðustíg 25
101 Reykjavík. Sími: 25242.
Myndsendir: 625242.
ópska Samfélagsins á Króatíu og
Slóveníu nú í janúar. Brýtur það í
bága við þann ásetning Maastricht-
fundarins að efla samstarf um utan-
ríkismál?
Andriessen: Um það komst Samfé-
lagið loks að sameiginlegri niður-
stöðu. En ég verð að viðurkenna, að
í þeim efnum knúði eitt aðildar-
landanna mjög á.
Blm.: Hvers vegna gekk illa að
komast að sameiginlegri niður-
stöðu?
Andriessen: Vandinn var sá, að
sum aðildarlönd, Belgía og Dan-
mörk auk Þýskalands, æsktu viður-
kenningar (Króatíu og Slóveníu),
en önnur voru treg til að stíga það
skref að sinni, jafnvel þótt þau
vissu, að óhjákvæmilegt yrði að við-
urkenna þau, áður en langt um liði.
Blm.: Bandaríkin og Frakkland
greinir á um alþjóðlega ráðstefnu í
Washington um ástandið í Ráð-
stjórnarríkjunum fyrrverandi. Úr
því að voði steðjar að þeim, hvers
vegna er sá kritur uppi á milli vest-
urveldanna?
Frans Andriessen fer með utan-
ríkismál í framkvæmdastjórn
EB.
Andriessen: Ef efna skal til ráð-
stefnu, þarf að undirbúa hana mjög,
mjög vandlega. Við munum, hvern-
ig til tókst í júlí (1991), þegar Gor-
batsjov kom til London á fund
helstu iðnríkjanna sjö. Ég held, að
hvorugum aðilanna hafi komið vel,
að hann hélt nokkurn veginn tóm-
hentur heim aftur.
Blm.: Hvaða tökum haldið þér,
að Evrópska Samfélagið taki
núverandi vandamál sín að
fimm árum liðnum?
Andriessen: Við umtalsverða út-
víkkun Evrópska Samfélagsins
munum við hafa til tekið að fimm
árum liðnum. Um aðild hafa mörg
lönd í álfunni sótt, og þá munu sum
þeirra hafa verið tekin upp í það eða
vera í þann veginn að ganga inn.
Það er fyrsta atriðið. — Stofnanir,
sem Samfélaginu eru til grundvall-
ar, munu hafa tekið umtalsverðum
breytingum. Miklu lýðræðislegri
skipan mála þarf að koma á. Yfir-
leitt ætti löggjafarvaldið að vera hjá
þingi, ef til vill með efri málstofu af
einu eða öðru tagi. Og fram-
kvæmdastjórnin ætti að vera öfl-
ugri, þótt ekki ríkisstjórn í venju-
legum skilningi þess orðs, en miklu
öflugri en framkvæmdastjórnin er
nú. Að öðrum kosti verður ekki
fram haldið ferlum samfellingar og
útvíkkunar. — Stefnumörkun mun
þá taka til utanríkismála að veru-
legu leyti og til hennar mun líka
tekið að segja í öryggis- og varnar-
málum.
TA 11
Dollar
I „vikunni fyrir jól hækkaði
seðlabankixm,
ar tækkaði bandaríski seðlabank-
inn, Federal Reservc, vexti
snarplega. í árslok var undan
dollar gengin nær öU hækfcun
hans á árinu 1991 gagnvart
um gjaldmiðlum og faHið hafði
hann gagnvart japönsku yeni.“
Þannig sagði International Her-
ald Tribunc frá 3. janúar 1992.
í árslok 1991 *tóð doBar í
1,5170 þýskum mörfcum,
1,68% hærra en í byrjun ársins,
og^24,78yenum, 7,84% laegra.
vænst að doUar stæði fremur
höUum fæti, a.m.k. framan af ár-
inu 1992.
Tekur fyrir hlutfallsleg-
an vöxt þjónustuliða í
Bandaríkjunum?
,Á níunda áratugnum, þegar
fólki við þjónustustörf Qölgaði
um 20 miUjónir í Bandarikjun-
af hveijum fimm vinnandl
mönnum ... gengu Bandaríkja-
menn út frá stöðugum vexti
þjónustugcirans, en eldd leag-
ur.“ Þannig fórust íntemational
Herald TYibune orð 3. janúar
1992. „Ef heilsugæsla er undan-
þegin á sér nú stað uppstokkun í
þjónustustörfum bkt og f Jðn-
framleiðslu fyrfr áratug. í þvf
skyni að auka hagnað með því að
þröngva niöur tilkostnaði eru
skorður settar við fjölgun starfs-
fólks, því sagt upp, stofhað tll
hagræðingar eða samfellingar.
Hætt er við að það umrót vari
lengur en efnahagslegi aftur-
kippurinn ... Spáð er hinni hæg-
ustu fjölgun atvinnutæidfæra á
tíunda áratugnum frá hinum
sjötta... Horfur eru ð að atvinnu-
leysi, nú 6,8%, verði áram sam-
an kringum 6%.“
STAÐA EFNAIÐNAÐAR
MVTT Lám MUTT
uos rZL1 uos!
Væ
„Tvö vandamál hrjá efnaiðnað
heimsins, efnahagslegt bakfall og
umhverfismál. í stuttu máli, iðnað-
urinn hefur of litlar tekjur og veld-
ur of mikilli mengun." Svo sagði
Financial Times í aukablaði 10.
desember 1991 og enn: „Tekjur iðn-
aðarins urðu meiri en nokkru sinni
fyrr 1988. Jafnvel hinar elstu og
óhagkvæmustu verksmiðjur skil-
uðu arði. Að stórum hluta rann sá
arður til uppbyggingar ... fram-
leiðslugeta iðnaðarins er of mikil...
iðnaðinum blæðir fé.“
„í olíuefnaiðnaði eru þannig horf-
ur á, að framleiðslugeta á ethylyne-
samböndum vaxi um 6% á ári
næstu fimm ár, en eftirspurn ekki
öllu meira en 2,5% ... Frá 1987 hef-
ur Suður-Kórea varið ekki minna
en 7 milljörðum $ til uppsetningar
nýtísku og hagkvæms efnavers...
Mörg fyrirtæki tóku upp sérhæf-
ingu, framleiðslu á litlu magni, en á
háu verði, einkum fyrir viðskipta-
vini í efna-, plast- og rafeindaiðn-
aði... Samt sem áður hefur sérhæf-
ing framleiðslu á sviðum stórra
greina ekki borið ávöxt eins og
vænst var. Arður af deild sérhæfðrar
framleiðslu hjá ICI hefur t.d.
minnkað um 50% undanfarin fjög-
ur ár... Sömuleiðis varð ekki nema
0,7% arður af sérhæfðri framleiðslu
Rhone-Poulenc, franskrar sam-
Arður af sérhæfðri efnavinnslu ICI1986-1990 (%)
Vinnsla í þágu lífefna... 1986 1987 1988 1989 1990
Lyf 29,7 29,1 27,4 29,9 34,6
Búefni og sæði 3,8 5,9 10,2 11,4 8,1
Sérhæfð efni
Ýmis efni 8,5 9,6 8,6 9,2 4,1
Málning 6,4 7,4 7,4 6,1 6,6
Notaefni 11,9 9,9 8,7 2,2 —
Sprengiefni 8,2 11,5 13,2 11,6 9,9
Iðnefni 6,5 10,3 13,1 11,7 5,4
Allur ICI-hringurinn ... 10,3 11,7 12,6 11,1 8,0
Heimild: Finandal Tímes 10. des. 1991 skv. ICI.
steypu í eigu ríkisins... Hjá Rhone- isvernd. Á Bretlandi munu útgjöld
Poulenc leggja lyf og búefni til 50%
veltu, en 70% arðs. Hins vegar
leggja grunnefni hennar til innan
við 20% veltu og 13% arðs. Að sama
hætti hafði ICI 75% af arði sínum,
fyrir skattlagningu, af lyfjagerð á
þriðja ársfjórðungi (1991) ... Nær
öll evrópsk efnavinnu-fyrirtæki hafa
jafnframt brugðist við efnahagslega
bakfallinu með hagræðingu."
.Meira að segja stóru þýsku sam-
steypurnar eru að segja upp starfs-
mönnum. Bayer ætlar þannig að
fækka starfsmönnum um 1.000 á
næstu 12 mánuðum, en BASF ...
um 5.000 ... Efnaiðnaði er á hönd-
um vaxandi kostnaður af umhverf-
til hennar svara til 20-25% allra
framlaga til uppbyggingar... í (nóv-
ember 1991) vöruðu formenn bæði
BASF og Bayer þýsku ríkisstjórnina
við því, að vegna vaxandi lagasetn-
ingar í þágu umhverfisverndar væri
staðarval í Þýskalandi að verða efna-
iðnaði óálitlegt."
„Með tilliti til vanda iðnaðarins
vekur ekki undrun, að hin öru sam-
fellingar- og uppkaupa-ferli níunda
áratugarins séu að fiara út. Fyrstu
níu mánuði ársins 1991 var miðl-
ungs upphæð (samfellinga eða upp-
kaupa) um 35 milljónir £ í stað 77
milljóna £ 1990. Mörg fyrirtæki eru
föl, — en fátt um kaupendur."