Tíminn - 17.01.1992, Blaðsíða 12

Tíminn - 17.01.1992, Blaðsíða 12
AUGLYSINGASIMAR: 680001 & 686300 thtft Bl LAPART ASALA Varahlutir í árgerðir '74-'87 Ýmsar smáviðgerðir Kaupi bíla til niðurrifs HEIÐI ■ BÍLAPARTASALA Flugumýrl 18D ■ Mosfellsbæ Símar 668138 & 667387 AUÐV Suðurland Öðmvísi bílasala BfLAR • HJÓL • BÁTAR • VARA- Ul IITID ITAÐ sbraut 12 M MYND HJÁ OKKUR - BÍLL HJÁ ÞÉR SIMI 679225 Áskriftarsími Tímans er SAMFOK kynnir niöurstööur könnunar um foreldrastarf í grunnskólum: Stundaskrá að þörfum kennara eða nemenda? „Nokkuö mun vera um það að grunnskólaböm fái ekki þá kennslu sem þeim ber samkvæmt gmnn- skólalögum og viðmiðunarstunda- skrá menntamálaráðuneytisins. Foreldrafélög við nokkra skóla í Reykjavík hafa kvartað undan þessu og fræðslustjórinn í Reykjavík mun hafa kallað á fund til sín skólastjóra nokkurra gmnnskóla til þess að heyra skýringar þeirra á þessu mis- ræmi. Þetta kom fram á fundi SAMFOK, Sambands foreldra- og kennarafé- laga í grunnskólum Reykjavíkur, í gær þar sem kynntar voru niður- stöður úr könnun á foreldrastarfi í grunnskólunum. Könnunin var gerð á skólaárinu 1990-1991. „Ég held að skólamenn telji það al- mennt að þeir hafi alls ekki haft það frelsi sem þeir hafa þurft og rammar og reglugerðir setji þeim mjög þröngar skorður. Þá grunar mig að skýringar sem skólamenn gefa á þessu misræmi lögskipaðrar kennslu og raunverulegrar séu ekki alltaf í þágu barnanna," sagði Unnur Halldórsdóttir, formaður SAMFOK. Unnur sagði að tími væri kominn til að foreldrar kæmu inn í skóla- málaumræðuna sem virkt afl og að fyrmefnd könnun SAMFOK hefði verið gerð m.a. til að fá fram álit for- eldra á því hvað bæri að gera í þeim tilgangi, hvaða skólamálefni væru nú unnin í samvinnu foreldra og skóla og hvaða mál ekki. í könnuninni kemur fram að það er mjög sjaldgæft að fulltrúar foreldra vinni að gerð skólanámsskrár, taki þátt í gerð stundaskrár eða hafi sam- ráð við skólana um val á námsgögn- um. „Það sýnir sig að foreldrar taka sáralítinn þátt í innra starfi skól- anna þrátt fyrir að í aðalnámsskrá grunnskóla sé á skýran hátt mælt Unnur Halldórsdóttir formaður SAMFOK, Aöalbjörg Þorvarðardóttir formaður foreldrafélags Lang- holtsskóla og I varastjórn SAMFOK og Margrét L. Pétursdóttir starfsmaður Foreldrasamtakanna og SAMFOK. Tímamynd: Árni Bjarna með því að skólar hafi frumkvæði að tengja foreldra umræðu um innra starf skóla og að kalla fulltrúa for- eldra til samstarfs um einmitt þessi atriði," sagði Unnur. Forysta SAMFOK telur mikla þörf á því að úr þessu verði bætt. Algengt sé að skóladagur barna sé sundur- slitinn auk þess að vera með sínum hættinum sérhvern dag vikunnar. „Það er talsvert gróft hjá skóla- mönnum að segja við foreldra að slíkt sé ekki þeirra mál, heldur innra mál skólans, eins og dæmi eru um. Börnum og foreldrum hefur verið boðið upp á ósamfelldan, sundurslit- inn skóladag, en við ætlum ekki að sætta okkur við það öllu lengur. Mig grunar stundum að stundaskrámar séu samdar út frá því hvað henti kennurum, fremur en börnum og foreldrum. Spuming er þá fyrir hverja skólinn sé: Er hann þjónustu- stofnun fyrir kennara eða fyrir þjóð- félagið, heimilin og börnin. Við ætl- um okkur að fá það fram að skólinn taki tillit til aðstæðna nútímafólks," sagði Unnur Halldórsdóttir. Samkvæmt könnun SAMFOK telja reykvískir foreldrar að höfuðatriði í Tíminn FÖSTUDAGUR 17. JAN. 1992 Vélstjóraféfag íslands: ■ * Vélstjórafélag fslands mótmælir harðlega þeim áformum að elli- lífeyrir sjómanna verði skertur m.v. 66.000 kr. atvinnutekjur á mánuði. Félagið bendir á að bátasjð- menn hófu greiðslur í lffeyris- sjóð sjómanna á árinu 1970 og þá voru viðmiðunartekjur mjög lágar. Lífeyrisréttur þeirra báta- sjómanna sem greitt hafa f sjóð- inn frá upphafi og væru að hefja lífeyristöku á þessu ári gætu ver- ið á bilinu 25 til 40 þúsund á mánuði. Að skerða eilðífeyri þessara manna vegna atvinnu- tekna yfir 66.000 kr á mánuði á sama tfma sem ýmsir hópar þjóðfélagsins njóta allt að tí- faldra lífeyrisgreiðslna án skerð- ingar á ellilífeyri er hreint sið- leysi, að dómi Vélstjórafélagsins. starfi foreldrafélaga sé að leggja fram tillögur í skólamálaráði og fræðsluráði Reykjavíkur um úrbæt- ur í skólamálum. Þá telja þeir að greinaskrif í blöð og þrýstingur á borgarfulltrúa og alþingismenn sé vænlegt til árangurs. Stjórn SAMFOK telur að niður- stöður könnunarinnar sýni að for- eldrafélög verði í auknum mæli að tengjast umræðu um innra starf skóla og aðbúnað og veita skóla- og fræðsluyfirvöldum aðhald í þeim efnum. —sá Körfuknattleiksdeild UBK: Sigurður ráð> inn næstu tvo arin Sigurður Hjörleifsson hefur verið ráðinn yfirþjálfari körfu- knattleiksdeildar Breiðabliks næsta tvö og hálfa árið eða til 31. ágúst 1994. Sigurður er einn reyndasti körfuknattleiksþjálfari landsins oig hefur hann auk þjálfunar félagsliða annast þjálf- un landsliða í flestum aldurs- hópum og var aðstoðarþjálfari í meistaraflokki karla um tíma. Sigurður hóf þjálfun hjá félag- inu haustið 1990 og er með ráðningu hans nú stefnt að markvissri uppbyggingu í þjálf- un flokka deildarinnar næstu ár- in. -PS sSM Efnahags- og viðskiptanefnd hefur breytt „fjárhaldsmönnum“ í „tilsjónarmenn": Ríkisendurskoðun er lítt hrifin Ríkisendurskoðun er ekki ánægð með þá með þá tillögu ríkis- stjómarinnar að setja sérstaka „tilsjónarmenn" yfir ríkisstofn- unum sem sýnt þykir að farí fram úr fjárlögum. Stofnunin tel- ur ekki nægilega skýrt í frumvarpi ríkisstjórnarínnar hver sé ábyrgð tilsjónarmanna og jafnframt sé nokkur hætta á að þessi skipan geti valdið óöryggi og óvissu í daglegum rekstri stofn- ana. Ekkert samráð var haft við Ríkisendurskoðun áður en þessi tillaga var lögð fyrir Alþingi. Meirihluti efriahags- og viðskipta- nefndar hefur lagt til að gerðar verði nokkrar breytingar tillögu ríkisstjórnarinnar. í upphaflegri til- lögu ríkisstjórnarinnar segir: „Hlutaðeigandi ráðherra er heimilt að setja mann eða nefnd manna, um tiltekinn tíma, til að vera fjár- haldsmenn stofnana, einnar eða fleiri í senn. Starfssvið fjárhalds- manna er að skipuleggja og hafa ■SnSBBHHB eftirlit með reikningshaldi og áætl- anagerð stofnana og taka ákvarðan- ir um fjárskuldbindingar, þar á meðal um starfsmannahald. Kostn- aður við starf fjárhaldsmanna greiðist af viðkomandi stofnun." í meðferð nefndarinnar hefur þessi texti breyst og hljóðar þannig: „Hlutaðeigandi ráðherra er þó heimilt að setja mann eða nefrid manna, um tiltekinn tíma, til að vera tilsjónarmenn stofnana, einn- ar eða fleiri í senn, ef sýnt þykir að kostnaður við rekstur þeirra fari fram úr þeim fjárveitingum sem fjárlög ákveða. Starfssvið tilsjónar- manna er að skipuleggja og hafa eftirlit með reikningshaldi og gerð fjárhagsáætlana stofnana og taka ákvarðanir um fjárskuldbindingar, þar á meðal um umfang starfs- mannahalds, í samráði við ráð- herra, eftir því sem nánar er lýst í erindisbréfi hverju sinni. Ráðherra skal enn fremur í erindisbréfi til- sjónarmanna kveða skýrt á um ábyrgðarsvið þeirra. Kostnaður við starf tilsjónarmanna greiðist af við- komandi stofnun." Eins og sjá má hafa fjárhaldsmenn breyst í tilsjónarmenn og búið að MHIMH—WB! setja skilyrði fyrir því að þeir megi taka stjórn stofnana í sínar hendur. Eftir sem áður á vald þeirra að vera mikið og ráðherra á að ákveða starfssvið þeirra í erindisbréfi. Ríkisendurskoðun hefúr að ósk efnahags- og viðskiptanefndar gert grein fyrir sínum viðhorfum til þessarar tillögu. Þar segir: ,Að mati Ríkisendurskoðunar er hæpið að fela nýjum aðila að fara með út- gjaldaákvarðanir án þess að sá eða hinn sami taki ábyrgð á þeim en samkvæmt frumvarpinu er ekki nægilega skýrt hver ábyrgð „til- sjónarmanna" verður í þessu tilliti. Jafnframt sýnist nokkur hætta á að þessi skipan geti valdið óöryggi og óvissu í daglegum rekstri stofn- ana.“ ma Ríkisendurskoðun bendir á nokk- ur atriði sem hún telur mikilvæga liði í aðgerðum er miða að bættum fjárreiðum ríkisins og stofnana þess. Brýnt sé að frumvarp um greiðslur úr ríkissjóði verði Iögfest, en það hefur tvisvar verið lagt fram án þess að fá afgreiðslu. Kveða þurfi skýrt á um hver ber ábyrgð á um- framkostnaði þeirra stofnana sem ríkið stendur undir að fullu án þess að fara með stjóm þeirra. Ábyrgð á framkvæmd fjárlaga eigi fyrst og fremst að vera í höndum fagráðu- neytis og forstöðumanna ríkis- stofhana. Tryggja þurfi að hin sam- eiginlegu upplýsingakerfi veiti allar nauðsynlegar upplýsingar til stofn- ana ríkisins svo að þau nýtist sem virk stjómunartæki. - EÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.