Tíminn - 22.01.1992, Side 2
2 Tíminn
Verkalýðsfélög á stöðum sem byggja á dreifingu og úrvinnslu landbún-
aðarvara styðja afstöðu bændasamtakanna til GATT- samkomulagsins:
Landbúnaðarverkamenn
stofna sérstök samtök
Miðvikudagur 22. janúar 1992
Nokkur verkalýðsfélög á stöðum sem byggja mikið á úrvinnslu og dreifingu
landbúnaðarvara hafa ákveðið að stofna samtök. Markmið samtakanna er að
vinna að bættum kjörum starfsfólks í þessum starfsgreinum og stuðla að
auknu samstarfi við bændur um eflingu innlendrar landbúnaðarfram-
leiðslu. Fundur verkalýðsfélaganna lýsti yfir stuðningi við ályktanir bænda-
samtakanna um drög að GATT- samkomulagi.
Undirbúningsfundur að stofnun Hvatar á Hvammstanga, Verkalýðs-
samtaka launafólks sem vinnur við
úrvinnslu og dreifingu landbúnaðar-
vara svo og þjónustu var haldinn í
Borgarnesi um síðustu helgi. Á
fundinn mættu fulltrúar frá Verka-
lýðsfélagi Borgarness, Verkalýðsfé-
lagi Vals í Búðardal, Verkalýðsfélagi
félagi A- Húnvetninga á Blönduósi,
Verkalýðsfélagi Þórs á Selfossi og frá
Alþýðusambandi Suðurlands.
Á fundinum var kosin undirbún-
ingsnefnd, en í henni sitja Hansína
Á. Stefánsdóttir, formaður Alþýðu-
sambands Suðurlands, Jón Agnar
Eggertsson, formaður Verkalýðsfé-
lags Borgamess, Ingibjörg Sig-
tryggsdóttir, formaður Verkalýðsfé-
lags Þórs, Valdimar Guðmannsson,
formaður Verkalýðsfélags A-Hún-
vetninga og Diljá Hjartardóttir, vara-
formaður Verkalýðsfélagsins Hvatar.
Fundurinn lýsti yfir stuðningi við
ályktanir bændasamtakanna um
drög að GATT-samkomulagi. Jafn-
framt skoraði fundurinn á stjómvöld
að vinna ötullega að því að sérstaða
íslensks landbúnaðar fáist viður-
kennd með skýmm hætti í áfram-
haldandi GATT- viðræðum. Þá varaði
fundurinn við því að innflutningur
landbúnaðarvara verði gefinn frjáls.
Bent er á að það geti leitt til stór-
fellds atvinnuleysis í þeim byggðar-
lögum þar sem íandbúnaður er aðal-
atvinnuvegurinn.
Á fundinum var einnig samþykkt
ályktun þar sem lögð er áhersla á að
bæta laun þeirra sem lægst laun hafa
og mótmælt er aðgerðum ríkisvalds-
ins sem fundurinn telur koma
þyngst niður á öldmðum, sjúkum oi
bamafjölskyldum. -E'
Bilun í vél togarans Rauðanúps frá Raufar-
höfn er enn ófundin. Gert er ráð fyrir að við-
gerð taki allavega hálfan mánuð:
Ekki mikil áhrif
enn sem komið
Togarinn Rauöinúpur liggur enn
bundinn viö bryggju í Reykjavík, en
á mánudag kom til landsins jap-
anskur sérfræðingur, sem kom sér-
staklega til þess aö líta á vél skips-
ins. Hann hóf störf í skipinu í gær,
en enn er of snemmt aö segja til
hvað það er sem amar aö.
Sigurbjörg Jónsdóttir, skrifstofu-
maður hjá Fiskiðjunni á Raufar-
höfn, sagði í samtali við Tímann að
svona uppákomur hefðu alltaf frekar
neikvæð áhrif á bæjarfélag eins og
Raufarhöfn. Reyndar hafi Fiskiðjan
verið með bát í viðskiptum áður en
þessi óhöpp komu upp og hann ætl-
ar að vera áfram í vipskiptum, a.m.k.
meðan verið er að sjá hvað að er og
hve langan tíma Rauðinúpur verður
frá. Landanir bátsins fara langt með
að halda fullri vinnu fyrir þá 50
starfsmenn fyrirtækisins, en þeir
eru allir fastráðnir. Einnig hefur
verið talað um að fá afla frá Stakfelli,
sem er togari gerður út frá Þórs-
höfn.
Sigurbjörg segir að ekki sé hægt að
segja til um tíma, hvenær Rauði-
núpur fari aftur á veiðar, en segir þó
að fyrirsjáanlegt sé hálfsmánaðar
stopp. Skipið var að koma úr slipp
og var búið að vera þar síðan um
miðjan desember. Togarinn Rauöi-
núpur var smíðaður árið 1973 og
hefur alla tíð verið gerður út frá
Raufarhöfn. -PS
Rauöinúpur við bryggju í Reykjavík.
FélagsfunduríVerka-
mannafélaginu Fram á
Sauðárkróki:
um ríkis-
mótmælt
Á fundi í Verkamannafélaginu
Fram á Sauðárkróki, sem hald-
inn var á dögunum, var mót-
mælt þeim auknu álögum á al-
menning sem felast í aðgerðum
stjórnvalda, meö tekjutengingu
bamabóta, elli- og örorkulífeyris
ofl. Á fundinum kom fram að í
stað þessara aðgeröa hefði átt að
afia ríkissjóði tekna með skatti á
fjarmagnstekjur, jafniramt því
sem huga ætti að öðru skatt-
þrepi á hærri tekjur. Þá var mót-
mælt niðurfellingu ríkisábyrgð-
ar á Íífeyrsjóðsiðgjöldum í van-
skUum við gjaldþrot. Á fundin-
um kom fram að brýnt vært að
unnið verði að ýmsum réttinda-
málum launafólks í náinni fram-
tið og má þar nefna: Áð komið
verði í veg íyrir geðþóttaupp-
sagnir og fólki verði tryggður
réttur til að vita ástæður upp-
sagnar, reglur um fæðingarorlof
verði samræmdar fyrir allt
launafólk, kerfi almannatrygg-
inga og lífeyrissjóða verði sam-
ræmt og að orlofsréttur verði
samræmdur.
Þá var samþykkt á félagsfund-
inum að heimila stjóm og trún-
aðarmannaráði félagsins að
boða tii vinnustöðvunar á fé-
lagsvæðinu ef þörf gerist. -PS
Slysavarnafélag íslands:
Lýsir áhyggjum vegna vita-
varðarleysis á Kambanesi
Steinar hf. og Myndform hf. segjast ekki
hafa komið Strumpakláminu fyrir á
Strumpaklámið
til rannsóknar
Steinar hf. sendu í gær frá sér
fréttatilkynningu vegna kæru sem
fyrirtækið hefur fengið á sig vegna
þess að klámsenur leyndust á
myndbandi frá því, en myndbandið
var ætlað fyrir böm. í fréttatilkynn-
ingunni kemur fram að myndband-
ið sé unnið fyrir Steina af Mynd-
formi hf. Myndform sendi einnig
frá sér fréttatilkynningu í gær þar
sem kemur fram að fyrirtækið
kaupir myndbandsspólur frá fimm
mismunandi aðilum og hefur fram
til þessa talið sig vera að kaupa
ónotaða vöru.
Svo virðist sem sökin liggi hjá
einu af þeim fimm fyrirtækjum sem
Myndform verslar við. Myndform
telur sig hafa sannað að þrjú þessara
fyrirtækja séu saklaus af því að hafa
komið klámatriðunum fyrir á spól-
unni. Rannsókn málsins er enn í
gangi.
Rétt er að taka fram að ekkert
bendir til að kláminu hafi viljandi
verið komið fyrir aftan við barnaefn-
ið á myndbandinu, heldur sé hér um
athugunarleysi að ræða. Þess má
geta að í Bretlandi kom nýlega upp
svipað mál og var það kært til lög-
reglu. -EO
Stjórn Slysavamafélags íslands
hefur sent frá sér ályktun, þar sem
lýst er yfir áhyggjum vegna þeirrar
ákvörðunar að leggja niður starf
vitavaröar á Kambanesi, sem er
milli Breiðdalsvíkur og Fáskrúðs-
fjarðar. Ákveðið var á síðasta ári að
leggja niður starfið og var það gert
um síðustu áramót, vegna sam-
dráttar í veðurþjónustu. Þá eru
áform um að leggja niður fleiri veð-
urathugunarstöðvar á annesjum.
Slysavarnafélagið beinir þeirri
áskorun til stjórnvalda að þetta mál
verði tekið til vandlegrar athugunar
og endurskoðunar og að það verði
kannað með hvaða hætti megi
tryggja traustar veðurfregnir af an-
nesjum áfram, en eins og staðan er
nú eru eru ekki fluttar veðurfregnir,
sem gagnast sjófarendum á öllu
svæðinu frá Dalatanga og að Fagur-
hólsmýri. 12 veðurathugunarstöðv-
ar eru á annesjum hér á landi og
gegna þær allar lykilhlutverki í
flutningi veðurfregna fyrir stór haf-
svæði í nágrenni landsins. í fram-
haldi af þessum niðurskurði hefur
Veðurstofan kannað hvort unnt sé
að koma fyrir sjálfvirkum vindmæl-
um, en það er þó ekki hægt nema
þar sem rafmagn er fyrir hendi.
Lögreglan í Kópavogi hefur undan-
farna daga, ásamt starfsmönnum
Bifreiðaskoðunar íslands, verið að
klippa af bfium sem ekki hafa verið
færðir til aðalskoöunar á síðustu
árum.
Að sögn Valdimars Jónssonar, yfir-
lögregluþjóns í Kópavogi, hefur ver-
ið mikið að gera í klippingunum og
hafa númer verið tekin af tugum
bíla. Valdimar sagði að þessu yrði
haldið áfram næstu daga og jafn-
Smábátaeigendur á Austurlandi
hafa einnig látið frá sér heyra vegna
þessa máls. Þeir segja að sé ófært
fyrir sjómenn inni á fjörðum að
þurfa að sigla í margar klukku-
stundir til að komast að því hvort
það sé sjóveður eða ekki. Á þessu
svæði eru um 265 bátar undir 10
tonnum og allmargir 10-20 tonna
bátar. Sjómenn austanlands leggja
til að færðar verði á eina hendi vita-
varðarstörf á Streitishvarfi, Selnesi,
Kambanesi, Landatanga, Hafnarnesi
og Vattarnesi með aðsetri vitavarðar
á Kambanesi. Hann myndi einnig
annast veðurathuganir. -PS
framt myndu þeir klippa af bfium
sem eigendur hefðu ekki greitt af
bifreiðagjöld þau sem fallin eru í
eindaga. Valdimar Jónsson hvatti þá
þifeiðaeigendur í Kópavogi, sem
ekki hafa fært bíla sína til aðalskoð-
unar á síðasta ári og jafnframt ekki
greitt bifreiðagjöldin, til að gera það
hið snarasta, svo komist yrði hjá
þeim óþægindum, sem númera-
missirinn er.
Leikin mynd um
Jón Sigurðsson
Saga Film hefur ákveðið að ráðast
i gerð leikinnar heimildarmyndar
um Jón Sigurðsson forseta. Jón
Sigurösson starfaöi lengst af í
Kaupmannahöfn við skjalavörslu
og ritstörf, auk þess að vera helsti
baráttumaður íslendinga í frelsis-
baráttu þeirra.
Jón var forseti Álþingis þau
þing sem hann sat á árunum
1845-1879. Hann var auk þess
forseti Hafnardeildar Bók-
menntafélagsins.
Jón Sigurðsson lést í Kaup-
mannahöfn árið 1879 og var jarð-
settur í Reykjavík.
Vandað verður tll myndarinnar
elns og kostur er og hefur Guð-
mundur Magnússon sagnfræð-
ingur veirð ráðinn til verksins og
er undirbúningur að handritsgerð
þegar hafinn. Umsjón með sjón-
varpsgerð hefur Bjöm G. Bjöms-
son. Fyrirhuguð er samvinna við
íslenska og danska sjónvarpið, en
áætlaö er að myndin verði tiibúin
til sýningar í sjónvarpi 1994 á 50
ára afmæli lýðveldisins. -PS
Lögreglan í Kópavogi og starfsmenn
Bifreiðaskoðunar Islands:
Klippa númerin
af í gríð og erg
-PS