Tíminn - 22.01.1992, Síða 5

Tíminn - 22.01.1992, Síða 5
Miðvikudagur 22. janúar 1992 Tíminn 5 Agnar Hallgrímsson: Nokkur orð um Island og EES Síðsumars áríð 1990 flutti ég eríndi um daginn og veginn í Rík- isútvarpinu og ræddi þar m.a. um stöðu okkar íslendinga gagn- vart Evrópubandalaginu, sem þá var nokkuð til umræðu hér á landi. Ég sagði þá m.a. orðrétt: „Nú eru í gangi viðræður á milli EFTA- og EB-landanna, viðræður um svonefnt Evrópskt efnahags- svæði (skammstafað EES), en þegar þetta er ritað er allt í óvissu hvað kemur út úr þeim viðræð- um. Sennilegt þykir mér að ef eitthvað kemur út úr þeim, verði þar um að ræða eins konar aðlög- unar- eða aukaaðild, sem síðan endi með fullri aðild að EB þegar tímar líða. Þarna er því um að ræða að fara eins konar krókaleið að settu marki, að minni hyggju." Frá því þetta var ritað hefur mikið vatn runnið til sjávar og margt gerst í þessum málum. M.a. hefur náðst samkomulag á milli EFTA- og EB-landanna um EES-svæðið, sem ég vitnaði til hér áðan. Þegar þetta er ritað hef- ur þetta samkomulag þó ekki ver- ið undirritað af hálfu aðildarríkj- anna og óvíst hvenær af því verð- ur, vegna úrskurðar EB- dóm- stólsins í Brussel um að samningurinn brjóti í bága við Rómarsáttmálann, en hann er eins konar stjórnarskrá eða grundvallarlög EB. Samt sem áð- ur má telja líklegt að komist verði að samkomulagi um ágreinings- efnin innan tíðar og að samning- urinn verði undirritaður, m.a. af hálfu okkar íslendinga. Þá vaknar sú spurning hvaða áhrif þessi samningur komi til með að hafa fyrir okkur íslend- inga, ef af verður. Ráðamenn okk- ar hafa verið fremur sparir á að upplýsa þjóðina um samning þennan, kosti hans og galla, en eftir því sem ég fæ næst komist eru kostirnir aðallega þeir að EB- löndin afnema tolla að einhverju leyti á þeim sjávarafurðum sem við flytjum út til þeirra. Telja verður þó, að þessar tolla- fvilnanir séu óverulegar og skipti okkur ekki ýkja miklu máli. En hvað vill Evrópubandalagið fá fyrir sinn snúð frá okkur ís- lendingum? Jú, í fyrsta lagi, að við brjótum þá meginreglu, sem mörkuð var við útfærslu fisk- veiðilögsögunnar umhverfis landið í 200 mflur, semsé þá að framvegis yrði útlendingum ekki hleypt inn í hana. Nú stendur sem sagt EB-þjóðun- um til boða að veiða a.m.k. þrjú þúsund tonn á ári af karfa innan fiskveiðilögsögunnar. Að vísu var í fyrstu talað um að hluti þessa afla yrði svonefndur langhali, en nú er komið á daginn að slík skepna muni ekki vera veiðanleg á fyrrnefndu hafsvæði. Jón Baldvin Hannibalsson utan- ríkisráðherra lýsti því yfir, er hann kom heim frá því að semja um EES, að íslendingar hefðu fengið allt fyrir ekkert í þessum samningum. Hvflík fjarstæða. Dettur nokkrum heilvita manni í hug, að EB- risinn sé að hugsa eingöngu um hagsmuni okkar ís- lendinga í þessum samningum, enda var skýrt frá því í fjölmiðl- um strax daginn eftir, að íslend- ingar hefðu ekki náð jafn hag- stæðum samningi við EB og önn- ur EFTA-ríki. Ætli væri því ekki nær sanni að segja, að við höfum látið allt, en lítið sem ekkert fengið í staðinn? En fleira hangir á spýtunni. Samkvæmt Rómarsáttmálanum skulu hreyfingar á vinnuafli milli EB- landanna vera frjálsar og óhindraðar. Þetta mun einnig gilda um EFTA-löndin samkvæmt EES-samningnum, og þar sem atvinnuleysi er víðast talsvert í EB-löndunum gætum við átt von á samfelldum straumi erlends verkafólks hingað til lands, ef hann verður samþykktur af okkar hálfu. Engum getum skal að því leitt hvaða áhrif þetta kunni að hafa á tungu okkar og menningu. En fleira kemur til. Samkvæmt þeim upplýsingum, sem ég hef, verður samkvæmt EES-samn- ingnum tryggður réttur þegna EB-landanna til að setja hér á stofn erlend fýrirtæki, t.d. banka og tryggingafélög svo eitthvað sé nefnt. Enn fremur munu þeir öðlast óvefengjanlegan rétt til þess að hagnýta sér aðra mestu auðlind okkar, þ.e. fallvötnin og jarðhitann, og reisa hér orkuver, sem væru að öllu leyti í þeirra eigu og yfirráðum. Samhliða því geta þeir reist hér stóriðjuver, t.d. álver, fyrir eigin reikning og hirt ágóðann af þeim, ef einhver yrði. Þá liggur Ijóst fyrir að Evrópu- bandalagið mun með þessum samningi öðlast fullan rétt til þess að kaupa hér jarðir, afrétti, ár (þar á meðal laxveiðiár), fjöll og dali, ef þeim býður svo við að horfa. Enda þótt einhverjir var- naglar kunni að verða settir við slíku af okkar hálfu, myndu þeir verða haldlitlir þegar frá liði. Til dæmis má benda á, að erlendir bankar myndu slá eign sinni á jarðir og önnur Iandsvæði, sem þeir hefðu tekið veð í, er þeir lán- uðu íslenskum mönnum peninga til kaupa á, er síðan hefðu orðið gjaldþrota. Er það þetta sem við viljum? Ég spyr! Þá kem ég að því atriði er varðar skerðingu á fullveldi okkar ís- lendinga við inngöngu okkar í EES. Samkvæmt þeim heimild- um, sem ég hef, munu lög EB að miklu leyti gilda innan EES- svæðisins. Þar mun vera um laga- safn allt að 11 þúsund blaðsíður að ræða, eða meira en helmingi stærra að umfangi en öll núgild- andi íslensk lög. Það gefur auga leið að um fullveldisafsal hlýtur að vera að ræða: við eigum að samþykkja og hlíta erlendum lög- um og dómsúrskurðum, sem ekki yrði áfrýjað af okkar hálfu. Með því erum við að fara mörg ár aftur í þjóðarsögunni eða allt aftur fyr- ir árið 1874 er við fengum lög- gjafarvald í hendur Alþingis. Þá vil ég fara nokkrum orðum um þá fullyrðingu sem ég setti fram í fyrrnefndu útvarpserindi, semsé þá, að við séum við að ganga inn um fordyr inngöngu okkar í EB. Nú þegar hafa tvö EFTA-lönd sótt um inngöngu í EB, þ.e. Svíþjóð og Austurríki. Finnar og Svisslendingar eru tví- stígandi, sömuleiðis Norðmenn. Um næstu aldamót geta því allar EFTA-þjóðirnar verið komnar í EB nema við íslendingar. Dettur nokkrum í hug að við Islendingar getum haldið fast við þennan EES-samning þegar við erum orðnir einir um hann? Einnig ber að hafa í huga að EES-samning- urinn er í stórum dráttum svip- aðs eðlis og um fulla EB-aðild væri að ræða, aðeins gengið skemmra. Lokaspurningin verður því þessi: Eigum við að ganga f EES? Enda þótt upplýsingar um þenn- an samning, kosti hans og galla, liggi ekki á lausu, þarf ekki að draga í efa að ókostir hans eru margir, en kostir óverulegir. Hvort hann verður samþykktur af Alþingi skal ósagt látið, en þó má telja það líklegt á meðan núver- andi flokkar sitja í ráðherrastól- unum. Ef svo skyldi fara, að Al- þingi samþykkti þennan óhappa- samning verður það að vera ský- laus krafa af hálfu íslensku þjóðarinnar að hann verði borinn undir þjóðaratkvæði. Ég vil skora á alla íslendinga, sem á annað borð Iáta sig þjóðarhag einhverju skipta, að taka nú höndum saman og koma í veg fyrir að Jón Baldvin utanríkisráðherra verði talinn einhver mestur óhappamaður í íslandssögunni allt frá því að Gissur Þorvaldsson gerði Gamla sáttmála við Noregskonung við lok Sturlungaaldar. Bændur, sjó- menn, iðnverkamenn, skrifstofu- og verslunarfólk að ógleymdum „menningarvitunum", skáldum, rithöfundum, leikurum, tónlist- armönnum og hernámsandstæð- ingum. Látið nú frá ykkur heyra og krefjist þess að samningurinn um EES verði borinn undir þjóð- aratkvæði. Hér er um mikið al- vörumál að ræða fyrir okkur ís- lendinga. Fari svo að samningur- inn verði samþykktur við þjóðar- atkvæði þá geta íslendingar sjálfum sér um kennt, en að óreyndu vil ég ekki trúa því að ís- lenska þjóðin sé svo heillum horf- in að hún kalli slíka ógæfu yfir sig. Höfundur er cand. mag. og starfar sem skrifstofumaður hjá Kaupfélagl Héraðsbúa. Að vestan Frá ísafjarðardjúpi. Út er komið Ársrit Sögufélags ísfirð- inga, 32. árgangur, fjölbreytt og fróð- legt sem jafnan fyrr. Að þessu sinni hefst ritið á kvæði Guðmundar skálds Friðjónssonar á Sandi, um Vigurey, sem liggur eins og kunnugt er utarlega í vestanverðu ísafjarðardjúpi. Vigur er önnur byggða eyjan í Djúpinu, hin er Æðey, sem liggur norður undir Snæfialla- strönd. Jafnhliða kvæði Guðmundar er frá- söguþáttur Sigurðar Bjamasonar, fyrrv. alþingismanns og sendiherra, um lands- og lifnaðarhætti í Vigur, ásamt lauslegu ábúendatali fyrr á tímum og allt til þessa dags. Sigurður er, eins og menn almennt vita, fædd- ur og alinn upp í Vigur, sonarsonur þingskörungsins og búhöldsins séra Sigurðar Stefánssonar frá Heiði í Gönguskörðum, sem gerði Vigurey að stórbýli á sinni tíð, á íslenskan mælikvarða. Sigurður skrifar ljóst og skemmti- lega, líkt og á blaðamannsárum sín- um fyrr á tíð. Mörgum eru enn í fersku minni frásöguþættir hans af mannlífi í Djúpinu fyrir margt Iöngu, fluttir í útvarpi á sínum tíma, þar á meðal þáttur um Mörtu Ragnheiði (Vigur-Mörtu), sorgarbamið og glæsikonuna sem varð leiksoppur meinlegra örlaga og sjálfskaparvíta. Þá er að nefna læsilega og mjög fróð- lega grein eftir Bjöm Guðmundsson, „Sjóróðrar frá Dokkunni". Myndir, sem greininni fylgja, eru góðra gjalda verðar, en fyrir ókunnuga hefði verið gott að einnig fylgdi lauslegur upp- dráttur eða afstöðumynd, sem sýndi staðsetningu Dokkunnar eins og hún var á þeim tíma, sem Bjöm réri þaðan á vélbátnum Mumma. Þá er og athyglisverð grein Halldórs Kristjánssonar, „Tvennir dauðadóm- ar“. Það mun koma ýmsum spánskt fyrir sjónir, að sá lagastafur var í fullu gildi hér á landi á s.l. öld, að lífláts- hegning lá við ástum og bameign stjúpfeðgina. Segir greinarhöfundur hér allítarlega frá tveimur dauðadóm- um, sem upp vom kveðnir í ísafiarð- arsýslu árin 1845 og 1849, vegna svo- nefndrar blóðskammar, það er bam- eignar stjúpfeðgina. Sögusvið þessara tveggja dauðadóma er: hins fyrra frá 1845 á Ingjaldssandi í Vestur-ísafiarð- arsýslu, en hins síðara 1849 á Hom- ströndum f Norður-ísafiarðarsýslu. Þrátt fyrir samhljóða dómsorð á öll- um þremur dómstigunum, þ.e. líflát, þá var því dómsorði aldrei fullnægt, því að konungur náðaði sakboming- ana og dæmdi þá til annarrar og væg- ari refsingar, þ.e. hýðingar og betmn- arhússvistar. Þá má nefna bráðvel ritaða grein Ól- afs I. Magnússonar, „í hillingum, reimleikamir í Rauða húsinu“. Yfir frásögninni hvílir nokkur þjóðsagna- blær, eins og gjaman vill verða þegar um er að ræða fyrirbæri, sem standa utan við hversdagslegan og náttúr- legan skynheim manna og dýra og hafa verið kölluð dulræn eða yfimátt- úrleg. Fjölmargir vitnisburðir trúverðugra karla og kvenna skýra frá dulrænni reynslu er ekki verður skýrð eða skil- in á náttúrlegan hátt, þótt sagt sé að Guömundur Friðjónsson frá Sandi. tími kraftaverkanna sé liðinn. Enda dettur engum heilvita manni í hug að neita því, að „fleira er til á himni og jörðu en heimspekina dreymir um“. Margar fleiri og styttri greinar og frásagnir em í Ársritinu, t.d. stutt grein og áður birt, eftir Sigurð sál. Jó- hannsson, fyrrv. vegamálastjóra, um fyrstu jarðgöng á íslandi árið 1948, þ.e. göngin í gegnum Amamesham- ar, sem vegna ókunnugleika er þar vanalega kallaður Amardalshamar og er í landareign Neðri-Amardals hin- um megin að vestanverðu við Amar- nesið. Auk þess er að nefna aðra stutta fróð- leiksþætti, svo sem „Kajakferð í Reykjanes 1935“, „Fyrsta jarðýtan á Vestfiörðum", .Minnisvarði Magnús- ar Hjaltasonar" o.fl. Að síðustu er ársskýrsla Byggðasafns Vestfiarða 1989-1990 og rekstrar- reikningur þess árin 1989 og 1990. Það er alkunnugt fyrir löngu, að nyrstu sveitir Vestfiarða, Jökulfiröir, Aðalvík og Homstrandir, hafa verið í eyði s.l. 30-40 ár, og mun það aldrei áður hafa gerst í þúsund ára byggðar- sögu landsins. Þrátt fyrir misæri og mannfelli á liðnum öldum af völdum hafísa og hallæra, kalt loftslag Dumbshafs og drepsóttir. Það er ekki einfalt mál að finna undirrót þeirra þjóðflutninga, sem hafa átt sér stað hin seinni ár og áratugi meðal lands- manna, úr sveit að sjó, í þorp, þéttbýli og byggðakjama. Meginorsökin er þó trúlega einfaldlega framvinda tímans, og þar af leiðandi breytt Iffsviðhorf með aukinni skólagöngu, bættum samgöngum og auknum efnahag. Það er gömul og ný reynsla að þétt- býli er frjórri jarðvegur fyrir öfga- stefnur og múgsefiun en strjálbýli. En vona verður að fom og ný bókmenn- ing landsmanna forði íslenskum þétt- býlingum frá því að verða nokkurs konar Grímsbýlýður í tjóðurbandi munnhvatra og misviturra þjóð- málaskúma. Hvort heldur fólk eyðir ævinni í þétt- býli eða strjálbýli, og hvort heldur fólk kýs að fylgja einhverjum einum leiðtoga frekar en öðmm, eru skoðan- ir ávallt skiptar, eins og Tómas segin „það er svo misjafnt, sem mennimir leita að / og misjafn tilgangurinn, sem fyrir þeim vakir“. 3. janúar 1992, Jóhann Hjaltason

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.