Tíminn - 22.01.1992, Side 7

Tíminn - 22.01.1992, Side 7
Miðvikudagur 22. janúar 1992 Tíminn 7 Yfirlýsing fundar norrænna utanríkisráðherra í Reykjavík dagana 20. og 21. janúar 1992: STYRKJUM LYÐRÆDIOG EFLINGU MANNRÉTTINDA Utanríkisráðherramir lýsa yfir eindregnum stuðningi við þá viðleitni sem nú á sér stað í því skyni að treysta lýðræði og markaðsskipulag í Rússlandi og öðrum sjálfstæðum ríkjum hinna fyrrum Sovétríkja. Þeir benda á að ánægjulegt er að þróunin í umsköpun Sovétríkjanna í bandalag sjálfstæðra ríkja hefur átt sér stað með friðsamlegum hætti. Ráðherram- ir staðfesta að meðal Norðurlandaþjóða ríkir vilji til þess að eiga náið samstarf við þessi ríki. Ráðherrarnir leggja áherslu á þýðingu þess að hvert einstakt ríki taki á sig allar þær skuldbindingar sem felast í gildandi alþjóðasamn- ingum og samþykktum er Sovét- ríkin hafa undirritað, en hér á meðal eru afvopnunarsamningar og samþykktir Ráðstefnunnar um öryggi og samvinnu í Evrópu (RÖSE) og sáttmáiar Sameinuðu þjóðanna. Ráðherrarnir fagna yfirlýsingum þeim sem út hafa verið gefnar um að haldið verði uppi sameiginlegu eftirliti með kjarnavopnum. Þeir leggja áherslu á mikilvægi þess að forðast dreifingu sérfræði- og tækniþekkingar og dreifingu bún- aðar til framleiðslu kjarnavopna og annarra gereyðingarvopna. Peir vilja í verki styðja og efla al- þjóðlegar aðgeðrir með þetta í huga og þá ekki síst á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Þeir undir- strika að áríðandi er að öll þau ríki sem áður heyrðu Sovétríkjunum til að gerist aðilar að samningnum um að hefta útbreiðslu kjarna- vopna (NPT). I samræmi við aðild Sovétríkj- anna að RÖSE og í þeim tilgangi að styrkja lýðræði og virðingu fyr- ir mannréttindum í þessum nýju, sjálfstæðu ríkjum telja ráðherr- arnir að þau ættu að mega taka þátt í störfum RÖSE, svo fremi að ríkisstjórnir þeirra hafi fallist á ákvæði Helsingforssáttmálans og aðrar samþykktir RÖSE. Utanríkisráðherrarnir áttu með sér ítarlegar viðræður um alvar- legt efnahagsástand og framtíðar- horfur innan Rússlands og hinna nýju ríkjanna. Þeir staðfesta að Norðurlöndin eru reiðubúin til þess ásamt öðrum ríkjum að veita íbúum þeirra neyðarhjálp. Þeir fagna frumkvæði Bandaríkjanna um slíka hjálp og leggja áherslu á þýðingu þess að mynda breiða al- þjóðlega samstöðu um aðstoð, einnig fram í tímann. Hin iðn- væddu lýðræðisríki verða að taka saman höndum um langtímaað- stoð og stuðla á þann hátt að upp- byggingu á frjálsu markaðskerfi og umbótum á kjörum almenn- ings, auk þess að tryggja lýðræðis- lega þróun og friðsamlega sambúð milli rikjanna. í þessu sambandi Iýsa ráðherr- arnir áhyggjum vegna þeirra nei- kvæðu áhrifa sem efnahagsvand- inn í hinum fyrrum Sovétrfkjum hefur á ástandið í baltnesku ríkj- unum, ekki síst í orkumálum. Með þetta í huga lýsa þeir sig reiðu- búna, ásamt öðrum vestrænum ríkjum, til þess að draga úr þess- um vanda. Ástandið í Sovétríkj- unum Utanríkisráðherrarnir fagna að áfram er haldið viðræðum af hálfu EB úm málefni Júgóslavíu í um- boði Ráðstefnunnar umn öryggi og samvinnu í Evrópu (RÖSE). Þeir hvetja til að hinir stríðandi aðilar noti sér það færi sem með þessu býðst til þess að eiga með sér raunhæfar viðræður er miði að pólitískri lausn vandans, sem er eina útgönguleiðin í deilunni. Ráðherrarnir lýsa eindregnum stuðingi við tilraunir SÞ undir stjórn aðalritarans og fullt/úa hans Cyrus Vance til þess að koma á varanlegu vopnahléi milli aðila. Enn lýsa þeir ánægju með þá ákvörðun Öryggisráðsins að senda 50 foringja úr friðargæsluliðinu á vettvang til þess að fylgjast með að vopnhléi sé framfylgt. Raunveru- Iegt vopnhlé er forsenda þess að ráðstafanir SÞ til varðveislu friðar komi að gagni. Þeir fordæma árásina á þyrluna þann 7. janúar er fimm eftirlits- menn EB fórust. Þeir leggja áherslu á að þeir seku verði látnir svara til ábyrgðar. Það er tvímæla- laust óumflýjanlegt að koma í veg fyrir að álíka atburðir endurtaki sig og persónulegt öryggi starf- manna EB og SÞ verður að vera tryggt. Ráðherranrir fagna því einlæg- lega að öll Norðurlöndin hafa nú viðurkennt Slóveníu og Króatíu sem sjálfstæð ríki. Þeir lýsa sig reiðubúna til þess að koma á sam- starfi við þessi ríki. Þeir eru og sammála um að viðurkenning á öðrum lýðveldum, sem fram á slíkt hafa farið, verði að bíða nán- ari umfjöllunar. Miðausturlönd Utanríkisráðherrar Norðurlanda leggja áherslu á þá feiknamiklu þýðingu sem felst í viðræðum um að koma á friði í Mið-Austurlönd- um og hafnar voru í Madrid. Þeir líta alvarlegum augum versnandi ástand á hernumdu svæðunum, vaxandi beitingu of- beldis og áframhald landnáms þar. Ráðherrarnir hvetja þá er hlut eiga að máli til þess að stíga ekk- ert það skref er stofnað gæti frið- arviðræðunum í hættu, en geri fremur þær ráðstafanir er efla mega traust og stuðla að jákvæðu og einlægu andrúmslofti samn- ingsvilja. Ráðherrarnir benda og á mikil- vægi þess að nýlega hefur allsherj- arþing SÞ, með einörðum stuðn- ingi Norðurlandaþjóðanna, fellt úr gildi þá umdeildu ákörðun að telja síonisma til kynþáttastefnu. Utanríkisráðherrarnir lýsa þeirri von sinni að allir þeir er hlut eiga að máli taki þátt í þeim fjölhliða samningaviðræðum sem hefjast munu í Moskvu síðar í mánuðin- um og marka munu síðari þátt friðarviðræðnanna. Norðurlöndin hafa þegið boð um að taka þátt í viðræðunum og munu leitast við að stuðla að jákvæðum framgangi mála. Norðurlöndin hafa um árabil veitt starfsemi UNRWA lið, en samtökin hafa veitt Palestínu- mönnum aðstoð í þrengingum. X-Xy: : | I : WíÆ h&| WF 11 Utanríkisráðherrar Norðurlandanna Ekki síst í ljósi slæmra efnahags- legra og félagslegra afleiðinga Persflóastríðsins staðfesta ráð- herrarnir að þessi aðstoð verður veitt áfram. Þeir undirstrika mikilvægi þess að starfað verði áfram að því að eðlilegt ástand komist á í Líbanon á grundvelli Taif-sáttmálans. Þeir staðfesta að eins og málum er háttað muni UNIFIL, sem Norður- lönd veita umtalsverðan stuðning, hafa áfram mikilvægu hlutverki að gegna í suðurhluta Líbanon. írak Utanríkisráðherrar Norðurlanda álíta að stjórnin í Bagdad hafi í þýðingarmiklum atriðum borið sig að á óviðunandi hátt og að hún hafi aðeins að hluta uppfyllt þá skilmála er öryggisráð SÞ setti henni í lok Persaflóastríðsins. íraska stjórnin ber ein ábyrgð á þessu ótrygga ástandi. Þeir eru sammála um að við- skiptabannið á íraka sé nátengt því að þeir uppfylla ekki þá skil- mála sem kveðið var á um af Ör- yggisráðinu, en þar er þess m.a. krafist að allir íraskir borgarar njóti sjálfsagðrar virðingar, þjóð- félagslegra og pólitískra réttinda, þeirra á meðal Kúrdar og og Sjít- ar. Ráðherrarnir votta að þeir meti það þýðingarmikla starf sem nefnd á vegum SÞ hefur unnið varðandi gjöreyðingarvopn íraka, sem kveðið er á um í ákvörðun Ör- yggisráðsins nr. 687. Iraska stjórnin ber fulla ábyrgð á versnandi ástandi mannréttinda- mála meðal íbúa lands síns. Þeir eru sammála um að írösku stjórninni beri að gera þegar í stað nauðsynlegar ráðstafanir til þess að uppfylla skilmála Öryggisráðs- ins, sem gera mundu kleift að út- vega fjármagn til kaupa á matvæl- um og lyfjum með olíusölu. Þeir votta viðurkenningu sína á því mikilvæga mannúðarstarfi sem stofnanir SÞ vinna hvíldar- laust á svæðinu. Enn fagna þeir að samkomulag hefur náðst um áframhaldandi dvöl gæsluliðs SÞ í írak. Liðið hef- ur reynst hafa mikla þýðingu fyrir hjálparstarfið, sem Norðurlöndin hafa eflt með verulegum framlög- um. Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. byggingadeildar borgar- verkfræðings, óskar eftir tilboðum í raflagnir í þjónustuálmu íþróttamiðstöðvar í Grafarvogi. Stærð húss 2.200 m2 Fyrri verkhluta á að vera lokið 15. ágúst 1992. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 15.000,- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 11. febrúar 1992, kl. 11,00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800 Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. byggingadeildar borgar- verkfræðings, óskar eftir tilboðum í gerviefni á íþróttagólf íþrótta- miðstöðvar í Grafarvogi. Flatarmál gólfa er 1.680 m2. Fyrri verkhluta á að vera lokið 1. september 1992. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 3. mars 1992, kl. 11,00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800 Jaröarför móður okkar, tengdamóöur og ömmu Sigríðar Eiríksdóttur Hansen Skógargötu 15, Sauöárkrókl fer fram frá Sauðárkrókskirkju laugardaginn 25. janúar kl. 14. Slguröur Hansen María Guömundsdóttlr Jóseffna Frlörlksdóttlr Hansen Guömundur B. Jóhannsson Elrfkur Hansen Kristín Bjömsdóttlr Frlörik Hansen og bamabörn

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.