Tíminn - 22.01.1992, Page 9
Miðvikudagur 22. janúar 1992
Tíminn 9
Dana Plato hefur kynnst llfi sjónvarpsstjörnunnar, en nú Iftur út fyrir
aö því tímabili sé endanlega lokiö. „Hún fengi ekki einu sinni hlut-
verk f klámmynd, brjóstin eru of lítil, “ segir kunningjakona hennar
meö fyrirlitningu.
Hún er aðeins 27
ara og spurningin
er hvort stjörnu-
ferlinum er lokið
Dana Plato má muna tímana
tvenna, þó að hún sé ekki nema 27
ára. Sú var tíðin að hún var stjama
í vinsælum bandarískum sjón-
varpsþáttum, Diff rent Strokes, og
henni gekk allt í haginn. Síðan
missti hún vinnuna og ástandið
var orðið svo bágt að hún rændi
myndbandaverslun með vopna-
valdi til að verða sér úti um pen-
inga. Nú gerir hún aðra tilraun til
að koma undir sig fótunum í leik-
listinni og er nýbúin að leika í
kvikmynd, sem þykir ekki upp á
marga fiskana eða líkleg til að gera
henni stjömuveginn færan á ný.
Það þykir til marks um hversu lít-
ils virði og ómerkileg þessi kvik-
mynd er, að Dana fær aðeins
10.000 dollara fyrir að leika í
henni, en launin vom 22.000 doll-
arar fyrir hvem þátt af Diffrent
Strokes. Hún hefur þó ekki átt
margra kosta völ, þar sem þetta er
eina hlutverkið sem henni hefúr
boðist síðan hún var dæmd fyrir
vopnað rán. Og Dönu er mikið í
mun að minna á sig. „Hún hefði
sjálfsagt verið til í að taka hlut-
verkið, þó að hún hefði ekkert
fengið borgað fyrir það,“ segir vin-
kona hennar.
Þetta er önnur tilraun Dönu til að
endurlífga stjörnuferilinn. Fyrir
þrem ámm var hún svo peninga-
laus, þegar hún kom út af drykkju-
mannahæli, að hún sat fyrir hjá
Playboy. Vissulega hafði hún ein-
hverja peninga upp úr því, en síðan
ekki söguna meir. Henni bauðst
aðeins hlutverk í klámmynd, sem
hún afþakkaði. En nýja hlutverkið
þykir ekki öllu skárra.
En það er ekki bara stjömufrægð-
in sem Dana hefur misst. Hún hef-
ur ekki einu sinni efni á því að hafa
sjö ára son sinn hjá sér. Og þó að
hún vildi nú Iíta við fleiri klám-
myndum, er sú tíð liðin, segir
kunningjakona hennar. „Hún hef-
ur of lítil brjóst, hún yrði að láta
stækka þau,“ segir þessi samúðar-
fulla vinkona.
Sjónvarpsþættirnir, sem þeyttu Dönu upp á stjörnuhimininn um skeiö, nefndust Diff’rent Strokes.
Larry Fortensky yfirgefur réttarsalinn f
fylgd lögreglumanns eftir úrskuröinn,
en hann var látinn laus gegn tryggingu
til 29. janúar.
Maður Elizabeth Taylor
þurfti ekki að eyða
jólunum í fangelsi
Larry Fortensky, 39 ára nýjasti eiginmaður Elizabeth Táylor, á nú yf-
ir höfði sér fangelsisvist vegna tveggja kæra um ölvunarakstur frá
1987. Og um tíma leit út fyrir að hann yrði að eyða jólunum innan
veggja fangelsis, en hefur nú fengið að ganga laus gegn tryggingu til
29. janúar.
Larry, sem áður var vömbílstjóri, hefur aldrei farið dult með að hann
eigi skrautlega fortíð, enda bar fúndum hans og kvikmyndastjöm-
unnar saman á endurhæfingarhæli fyrir drykkjusjúka. En hann þyk-
ir hafa staðið sig vel og þess vegna hafa ýmsir samúð með honum,
þegar á að fara að refsa honum fyrir brot sem hann framdi í fyrra lífi.
Lögfræðingum hans mistókst að fá málið fellt niður, þó að viður-
kennt sé að afgreiðsla þess hafi dregist úr hömlu — vegna tölvumis-
taka.
Annette Bening er búin aö gera
Warren Beatty aö pabba!
Warren Beatty
orðinn pabbi
Warren Beatty, bróðir Shirley
MacLaine, hefúr Iengi verið hylltur
sem einhver mesti kvennabósi Holly-
wood og eftirsóttasti piparsveinninn,
sem engri konu hefúr til þessa tekist
að draga til ábyrgðar fyrir eitt eða
neitt
Þar til Annette Bening kom til skjal-
anna. Henni tókst að hafa lag á hon-
um, a.m.k. það langt að hann heimt-
aði ekki að hún gengist undir fóstur-
eyðingu þegar hún varð ófrísk, eins
og Joan Collins heldur fram að hann
hafi gert við sig. Hún fékk að ganga
með bamið í fríði og saman innrétt-
uðu þau bamaherbergið í húsi Warr-
ens þar sem þau halda heimili.
Og nú er bamið fætt. Þeim hjóna-
leysunum fæddist stúlkubam mið-
vikudaginn 8. janúar 1992.