Tíminn - 05.02.1992, Síða 8
8 Tíminn
Miðvikudagur 5. febrúar 1992
Guðríður Gunnlaugsdóttir
Guðríður Gunnlaugsdóttir var fædd
14. febrúar 1902, var því tæpra 90 ára
þegar hún andaðisL Hún var fædd á
Laxárbakka í Leirársveit í Borgarfirði,
en sú jörð er nú í eyði.
Foreldrar hennar voru Helga Sveins-
dóttir og Gunnlaugur Ólafsson. Þau
hjón bjuggu í nágrenni Akraness, á
Rein, Stóru-Býlu og í Fossakoti undir
Akraflalli.
Eiginmaður Guðríðar, sem hún gift-
ist árið 1928, hét Guðmundur Vetur-
liði Bjamason, sjómaður. Þau hjón
bjuggu allan sinn búskap á Akranesi.
FVrst leigðu þau hjá systur Guðríðar,
Laufeyju, að Sýruparti, en byggðu sér
árið 1930 hús á Suðurgötu 62 og
nefndu það Akurholt.
Þau hjón eignuðust tvo syni. Eldri
sonurinn Haraldur, flugumferðar-
stjóri, er fæddur 2. febrúar 1929. Eig-
inkona hans er Aslaug Guðmunds-
dóttir. Böm þeirra eru: Þorgeir, Helga
og Haukur.
Yngri sonurinn, Emil, er fæddur 31.
júlí 1933, nú búsettur í Hollandi,
sölustjóri Flugleiða í Amsterdam.
Hann er kvæntur Sigurbjörgu Gúst-
afsdóttur. Þeirra synir em Kjartan
Þór og Ragnar. Bamabamaböm Guð-
ríðar eru fjórtán og afkomendur
hennar því orðnir tuttugu og þrír.
Guðríður varð fyrir þeirri sáru sorg
að missa mann sinn af slysförum á
besta aldri. Þá stóð hún ein uppi með
syni sína unga. En hún lét ekki bug-
ast, hélt heimilinu saman í mörg ár,
vann fyrir því af einstökum dugnaði,
kom sonum sínum til mennta og
studdi að velferð þeirra sem hún
mátti. Síðar flutti hún til Hafharfjarð-
ar með Haraldi syni sínum og bjó í
nágrenni við hann til æviloka.
Ég kynntist Guðríði þegar við hjón,
nýflutt til Akraness, leigðum í næsta
húsi við hana á Suðurgötu 64. Þar
áttum við samleið í 10 ár. Tókst fljótt
með okkur góður kunningsskapur
sem aldrei bar skugga á. Við áttum
sitthvað sameiginlegt við Guðríður,
td. hét móðir mín Guðríður og eigin-
menn okkar báru sama nafn og það
lét vel í eyrum. Auk þess tókst með
sonum okkar góð vinátta þegar ár
liðu og aldursmunar gætti minna og
stendur sú vinátta enn.
Við hjón fluttum með son okkar,
Ormar Þór, á fyrsta ári á Suðurgötuna
og við áttum svo sannarlega „Hauk í
horni" þar sem þau hjón á Suðurgötu
62 voru. Þau voru alltaf boðin og bú-
in að leggja okkur lið. Ófá skiptin
gætti Guðríður bamsins fyrir mig
þegar ég þurfti á að halda. Ég minnist
þess t.d. þegar við hjónin fórum á
skemmtun 1. des., þá bauð Guðríður
mér að hafa drenginn fyrir mig næt-
urlangt því að við bjuggumst við að
koma seint heim. Þegar við svo kom-
um, seint og um síðir, voru allir sofh-
aðir og skollið á hríðarveður. Ég gat
ekki sofnað án þess að hafe son minn
hjá mér og sendi því manninn minn
með sæng út í bylinn að sækja hann.
Morguninn eftir man ég að Guðríður
sagði við mig: „Það lá við að ég yrði
bara reið þegar Guðmundur kom að
sækja bamið í þessu veðri, það var
eins og þið hefðuð ekki treyst mér fyr-
ir því.“ Guðríður erfði þetta ekki við
mig, enda ólíkt henni.
Ég sá hana aldrei skipta skapi, hún
var alltaf jafhgóð og hlýleg við alla.
Síðar man ég eftir því að synir okkar,
sem léku sér saman löngum stund-
um, röðuðu flugvélamódelum á stétt-
ina fyrir utan húsið, svo varla var
hægt að ganga um, en þeir vom
snemma áhugamenn um flug, þeir
bræður Haraldur og Emil, og undi
sonur minn sér vel með þeim við
þann leik. Þótt hann væri yngri kom
það ekki að sök, þeir tóku hann sem
jafningja og alltaf var Guðríður jafn-
góð, gætti þeirra og lét eitt yfir alla
ganga.
Þegar mér verður hugsað til þessara
daga, nú að 40 ámm liðnum, þá finn
ég vel hve mikils virði það er að fyrir-
hitta öðlingsmanneskjur á lífsleiðinni
og njóta samvista þeirra og Guðríður
var svo sannarlega ein slík. Nú er hún
horfin sjónum okkar til æðri heima.
Ég vil að lokum þakka alla góðvild og
vináttu sem Guðríður sýndi mér og
fjölskyldu minni ævinlega. Sonum
hennar og þeirra fjölskyldum votta ég
innilega samúð mína. Guð blessi
minningu góðrar konu.
Óttastu ei, sú hönd er mild oghlý,
sem hvarmi þreyttum lokar hinsta sirrn.
Þá nóttin dvínar, dagur rís við ský
ogdauðirm, lífsins þjórm, ervinurþirm.
(S.V.)
Pálína Þorsteinsdóttir
LESENDUR SKRIFA
Réttlæti
Drottinn blessi mig og varðveiti.
Lát mig í faðmi harts finna
frið og lækning sára minna.
Þú vinur hefur alltafþekkt mig,
en lætur huldar leiðir kanna.
Ræningja orð og lína
ruglaði hugann minn.
Sonur minn er mér í minni
kærleiksríkt gáfumenni.
En hann varð á brott tekinn
af duldum mannræningjum.
Þetta ljóð varð til fyrir nokkru
í hugarheimi mínum. En
vegna sorglegra mistaka dul-
hyggjumanna, sem vita ekki
hvað kristilegt siðgæði er. Við
þá langar mig til að segja
þetta: Það má segja að lífið sé
óskrifað blað þar til búið er að
koma því í bók. Nú hef ég þeg-
ar skrifað mína bók. Þar sem
mér finnst ég vera ósköp lítil á
bókamarkaði, þá hef ég boðið
þeim tveim vinum mínum að
gerast einnig höfundar bókar
minnar. Það eru þeir prófess-
or Tómas Helgason og Böðvar
Bragason lögreglustjóri. En
bókina hef ég skrifað vegna
þess óréttlætis sem Böðvar
beitti látinn son minn, ísak
Bjarnason, vegna ranghug-
mynda dulhyggjumanna.
Anna Bjarkan