Tíminn - 25.02.1992, Blaðsíða 4
4 Tíminn
Þriðjudagur 25. febrúar 1992
Tíminn
MALSVARI FRJÁLSLYNPIS, SAMVINNU OG FELAGSHYGGJU
Útgefandi: Timinn hf.
Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson
Ritstjóri: Jón Kristjánsson ábm.
Aðstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson
Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson
Stefán Asgrimsson
Auglýsingastjóri: Steingrimur Gíslason
Skrifstofur: Lynghálsi 9, 110 Reykjavík Sími: 686300.
Auglýsingasfmi: 680001. Kvöldsfmar: Áskrift og dreifing 686300,
ritstjóm, fréttastjórar 686306, (þróttir 686332, taeknideild 686387.
Setning og umbrot: Tæknideild Timans. Prentun: Oddi hf.
Mánaöaráskrift kr. 1200,- , verð (lausasölu kr. 110,-
Grunnverð auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri
Póstfax: 68-76-91
Er mennt ekki
lengur máttur?
Þegar illa árar í atvinnulífinu, eins og um þessar
mundir, væri nærtækt að beina kröftunum að efl-
ingu menntunar og rannsókna. í nútíma þjóðfé-
lagi sérhæfíngar og sérþekkingar er ekkert sem
mundi skila eins miklum árangri til framtíðar.
Sú er ekki raunin á nú. Þvert á móti hníga allar
ráðstafanir ríkisstjórnarinnar að því að draga frek-
ar úr, heldur en auka við á þessu sviði.
Háskóli íslands hefur á undanförnum árum
lagt mikla áherslu á að efla starfsemina, fylgjast
með kröfum tímans um kennslu, auka vísinda-
rannsóknir og síðast en ekki síst að koma þekk-
ingunni til skila út í atvinnulífið. Það er mikið
verk óunnið í því að tengja Háskólann og atvinnu-
lífíð betur saman. Það er ekki síst í þeim tengslum
að mennt er máttur. Það kemur fyrst og fremst
fram í þessu að menntun er fjárfesting. Á þann
hátt verður bókvitið í askana látið.
Þrátt fyrir niðurskurð og augljósan vanda Há-
skólans á þessu ári og framvegis, hafa áform um
framfarir ekki verið lögð á hilluna. Hugmyndir
um Háskólasjónvarp eru liður í þessari framfara-
sókn. Það vekur því furðu að aðstoðarmaður
menntamálaráðherra ræðst sérstaklega á rektor
Háskólans í Morgunblaðsgrein nú nýverið fyrir að
hafa ekki lagt þessa hugmynd á hilluna.
Þegar leitað er leiða til niðurskurðar í ríkis-
rekstrinum, þá er eðlilegt að metið sé hvort út-
gjöld til menntamála nýtast sem skyldi og hvernig
þeim peningum sé varið. Hins vegar er þetta svið
ofurviðkvæmt og mistök verða ekki aftur tekin. Þó
er verst af öllu ef öll framfaraviðleitni og forusta í
menntunarmálum hérlendis er drepin í dróma.
Fyrir litla þjóð með einhæft atvinnulíf og sára þörf
fyrir að auka fjölbreytni þess eru framfarir í æðri
menntun og tengsl hennar við atvinnulífið í land-
inu lífsnauðsyn.
í umræðum um niðurskurð í menntamálum
hefur gjarnan verið látið að því liggja að þessi nið-
urskurður verði aðeins á þessu ári. Menntamála-
ráðherra hefur meira að segja látið að þessu liggja.
Þetta eru varasamar staðhæfingar og það er ekki
rétt að bera smyrsl á sárin með þessum hætti.
Þannig á að standa að þessum málum að sá niður-
skurður og það aðhald, sem ákveðið er, geti verið
til frambúðar. Aðgerðir á þessu viðkvæma sviði
verður að undirbúa það vel að um skipulagsbreyt-
ingar til sparnaðar sé að ræða, sem geti verið var-
anlegar.
Tíminn hefur haldið því fram að of lítill undir-
búningur ríkisstjórnarinnar undir niðurskurð í
mennta- og heilbrigðiskerfinu sé stórskaðlegur.
Sú skoðun skal ítrekuð hér. Gáleysi í þessum efn-
um á sviði menntamála getur drepið allt framtak í
dróma. Þá er verr af stað farið en heima setið. Við
eigum að búa þannig um hnútana að við getum
með stolti sagt að mennt sé máttur.
una af enn meiri leikni en KGB og TASS og margar
fleiri stofnanir, sem skapa sögu og staðreyndir.
Leikur og eftirleikur
Fjöldi bóka hefur verið skrifaður um morðið á for-
setanum og alltaf annað slagið eru að rísa upp menn,
sem telja sig búa yfir sönnunum um hverjir gerðu at-
löguna að Kennedy og hverjir stóðu að baki þeim
sögulega atburði.
Þegar upp komst að það var kommúnistagrey, sem
dvalið hafði í Sovétríkjunum og á Kúbu, sem skaut
Kennedy forseta, risu upp andmaelendur og sjálfskip-
aðir leynilögreglumenn um allan heim og sönnuðu
hver í kapp við annan að ekki kæmi til mála að komm-
inn Oswald hafí verið þama einn að verki.
Eftirleikurinn var með slíkum ólíkindum að senni-
lega verður aldrei upplýst hvort Oswald var einn að
verki eða hvort hann var verkfæri annarra en eigin
hugaróra.
Eitt af því dularfulla við allar samsæriskenningam-
ar er hvers vegna svona mikil áhersla er lögð á að
hreinsa Lee Harvey Oswald, fyrrum handbendi ráð-
stjórna í Havana og Moskvu, af öllum gmn um að hafa
skotið Kennedy.
Öfugar forsendur
Öllu er þessu öfugt farið varðandi morð á öðmm
heimsþekktum stjómmálamanni. Efir morðið á Olof
Palme gengur maður undir manns hönd og stofnun
undir stofnun til að sanna að sænskur drykkjuræfill
og mannleysa í hvívetna hafi staðið einn að morðinu á
sænska forsætisráðherranum. Hann á að hafa lagt á
ráðin einn síns liðs og sýnt góða skipulagsgáfu við
morðið og hæfni til að leyna því.
Mikið lá við að frfkenna Kúrdíska verkamanna-
flokkinn af öllum grun og yfirleitt öll erlend hryðju-
verkasamtök, sem eiga sér griðland og bólfestu í Sví-
þjóð.
I hvert sinn, sem upp kemur kvittur um að ein-
hverjir aðrir en sænski alkinn hafi myrt Palme, er hert
á því að ruglaði drykkjusjúklingurinn hafi myrt for-
sætisráðherrann að undirlagi hægri sinnaðra afla í
sænsku öryggisiögreglunni, sem vildu Palme feigan
vegna þess að hann var friðarsinni.
En sá grunaði fær að drekka sitt brennivín í friði
fyrir lögreglunni, því ekki er nokkur leið að dæma
hann með þá óskhyggju eina að leiðarljósi að hann sé
pólitískur morðingi, sem þjóðernissinnuð öryggislög-
regla hafi fengið til að kála forsætisráðherranum.
Heimspólitíkin
Einstaka sinnum kemur upp kvittur um að alls
Söguskoðun
bíóanna
Skrýtið þótti það hér um árið þegar Ronald Reagan,
þáverandi forseti, vitnaði í söguþráð kvikmyndar eins
og um sögulega staðreynd væri að ræða. Forsetinn,
sem sjálfur var kvikmyndaleikari, gerði ekki greinar-
mun á skáldskapnum á hvíta tjaldinu og raunveru-
leikanum og í huga hans runnu saman í eitt stórstyrj-
aldir í kvikmyndahandriti, sem háðar voru í gervi-
heimi kvikmyndaveranna, og heimsstyrjaldarátök þar
sem blóðið rann í stríðum straumum, og sagan og
heimurinn tóku á sig nýja mynd.
En það er alltaf verið að búa til nýja og nýja sögu og
þeir, sem ráða ríkjum í Hollywood, eru öflugri sögu-
ritarar (yrir almenningsálitið
í heiminum en allir sagn-
fræðingar samanlagt. Sögu-
skoðun Reagans forseta er til
vitnis um það.
Það, sem er í bíói eða sjónvarpi, er sú heimsmynd
sem trúað er á, hvað sem staðreyndum líður.
Allt í plati
Söguritarar kvikmyndaiðnaðarins eru enn einu
sinni búnir að umskrifa kaflann um morðið á Kenne-
dy forseta. Nýja útgáfan er send um heimsbyggðina í
kvikmynd, sem ber heitið JFK og er auglýst sem rétt
lýsing á því hverjir stóðu að baki morðinu á forsetan-
um. Það voru nokkrar af öflugustu stofnunum Banda-
ríkjanna, að því er Hollywoodmógúlarnir halda nú
fram.
Fréttir herma að dómsmálaráðuneytið í Washing-
ton, alríkislögreglan, herinn og leyni- og öryggisþjón-
ustur muni opna hirslur sínar og gera opinber píögg
um dauða forsetans, sem annars þykir ekki ástæða til
að birta.
Þótt nýja kvikmyndin um morðið á Kennedy sé
augljóslega skáldskapur þar sem ekki er einu sinni
rétt farið með atburðarás, sjá yfirvöld sig tilneydd að
afsanna það sem í raun er hvergi sannað í skáldskap
hvíta tjaldsins.
Svona er máttur bíóanna mikill. Þau umskrifa sög-
kyns afskipti Palmes af átökum úti í hinum stóra
heimi hafi unnið honum þá óhelgi að launmorðingjar
hafi verið sendir honum til höfuðs. Óburðug afskipti
hans af stríði írana og íraka hafa verið nefnd í því sam-
bandi.
Stórfelldar vopnasölur sænskra fyrirtækja til
þriðjaheimslanda vekja athygli á gífurlegum hags-
munaárekstrum.
Palme og Rajiv Gandhi voru nánir vinir og félagar í
þröngum klúbbi örfárra misþróaðra landa, sem var að
myndast við að ráðskast með heimspólitíkina. En hún
er eldfimari en sjálfumglaðir Skandínavar gera sér
grein fyrir þegar þeir eru að
leggja öðrum lífsreglurnar.
Nú eru uppi grunsemdir
um mútur af stóru sortinni,
sem tengjast vopnasölum
Bofors til Indlands. í Indlandi er því haldið blákalt
fram að Gandhi hafi tekið við mútugreiðslum og að
það sé útilokað að vopnasölusamningar upp á hundr-
uð milljarða króna, sem Bofors gerði við indverska
herinn, hafi farið framhjá jafn athugulum manni og
Olof Palme.
Enn er kominn upp kvittur um tengsl vopnasölu,
pólitískrar spillingar og sameiginlegra áhugamála
þjóðarleiðtoga sem langar að ráðskast með heimsmál-
in.
Sagan afskræmd
Hér er ekki verið að halda því fram að Oswald hafi
verið einn að verki við að myrða Kennedy eða að út-
lokað sé að kolruglaður drykkjusjúklingur hafi orðið
Palme að bana fyrir einhverja slembiólukku.
En óneitanlega eru ólík viðhorfin gagnvart þess-
um voðaverkum og túlkanir mismunandi.
Sagan verður samt að hafa sinn gang, hvort sem
hún er sönn eða uppdiktuð. Verra er þó, ef hætt er að
skrá söguna á spjöld og hún aðeins afskræmd í bíó-
um.
OÓ