Tíminn - 25.02.1992, Blaðsíða 8
8 Tíminn
Þriðjudagur 25. febrúar 1992
Þýskaland
Fyrstu þýsku frimeddn á árinu
koma út þann 6. febrúar. Þama er
um að ræða útgáfu margra frí-
merkja og af ýmsu tilefiii. Þar er
fyrst að nefna „fþróttamerid
1992“, sem sýnaýmsar ólympískar
keppnisgreinar. Fyrsta frímeridð
sýnir skylmingar kvenna. Annað
meridð sýnir svo kappróður á átta
manna bát Þriðja frímeridð sýnir
tamningu og það fjórða sldða-
keppni — alpnesk.
Arihur Honegger er faeddur í
Sviss 10. mars 1892. Hann var af
foreldrum sem bjuggu í Le Havre og
lærði í Zurich og París. Auk fiðlu-
Ieiksins var hann mikilvirkur sem
tónskáld og nægir þar að nefha óra-
tóríó hans „Davíð konungur", óper-
una „Amphion", ballettmúsík og
fleira. Hann lést í París 27. nóvem-
ber 1955. Þýska póststjómin minn-
ist 100 ára afmælis hans með 100
pfenniga frímerki þann 6. febr.
Greifinn Ferdinand von Zeppelin
lést í Berlín 8. mars 1917. Frægð
hans stafar mest frá því að hann var
sá uppfinningamaður er fyrstur
fékk einkaleyfi til að byggja flugskip.
Minnast íslendingar enn komu Zep-
pelin-flugskipsins á Öskjuhlíð og
þess að þar var tekinn og afhentur
póstur. Það vom einmitt alþjóðlegar
samgöngur og póstflutningar í löfti,
sem urðu til þess að hann hóf bygg-
ingu hinna stjómanlegu loftskipa,
LZ. LZ 1 var byggt hjá Konstanz-
vatninu og fór á loft 2. júlí árið
1900. Síðan vom á annað hundrað
LZ-skip byggð og öll heitin eftir von
Zeppelin greifa.
Myndin á frímerkinu sýnir höfúð
hans til hliðar við LZ 127, sem auð-
vitað hét líka „Graf Zeppelin" eins
og öll hin. Það er Emst Junger pró-
fessor í Múnchen, sem teiknaði frí-
merkið sem er 165 pfennig að verð-
gildi.
Áland
Nú er komið að því að Áland gefi
út frímerki án verðgildis. Það er
sami háttur og áður hefir verið
hafður á Ld. í Bandaríkjunum og í
Finnlandi. Þá gilda þessi frímerki
aðeins fyrir ákveðna gerð burðar-
gjalda. Finnsku frímerkin gilda Ld.
fyrir burðargjald fyrsta og annars
verðflokks. Það er frímerki með
mynd Frans Peters von Knorring,
sem er fyrsta ,pilífðarfrímerkið“
sem gefið er út á Álandi. Það gildir
sem burðargjald í 2. verðflokki. í
fyrsta verðflokki verður gefið út frí-
merki með mynd frá „Kap Hom“-
kongressinum. Finnsku blómafrí-
merkin, sem koma fyrst út án verð-
gildis, koma út 2. mars.
A. Honegger.
Graf von Zeppelin.
íþróttamerki.
1. flokkur bréfa verður nú allt að
50 grömm innan Norðurlandanna
og landsins sjálfs. Þessi bréf njóta
forréttinda í flutningi og útburði og
verður að greiða hærra burðargjald
undir þau. 2. flokkur aftur á móti er
hægfara, sömu vigtartakmörk em
en nú kostar minna að senda bréfin
á hverjum tíma. Ýmis önnur lönd
hafa tekið upp merkingu A, á bréf-
um sem hafa forgang, auk franska
orðsins Priorité, en aftur á móti
merkja þeir hæggeng bréf með B.
Því ætti að vera óþarfi að kaupa hrað
á bréf í þessum löndum framvegis.
Nokkur lönd merkja svo prentað
mál C, sem er ekki aðeins hægfara
póstur heldur má bíða. Það útskýrir 14. október, með pósti þann 17.
ef til vill að ég fékk „Observatore Ro- janúar.
mano“ frá Vatikaninu, dagsett þann Sigurður H. Þorsteinsson
Ný bók:
r
Islands-
galdrar
Nú er hún komin, fjórða bókin í
bókaflokknum um Galdrameistar-
ann eftir Margit Sandemo. Ber hún
nafnið Andlit grimmdar. Við öflun á
efni í þennan bókaflokk lá leið
Margitar m.a. hingað til íslands.
Hún ferðaðist víða, og viðaði að sér
efni sem birtist svo í þessum bókum.
Einnig hefur hún lesið sér til um
galdra, bæði á íslandi og í Noregi, og
sem heimildir má nefría: Galdra-
Skræða, Galdur og galdramál á ís-
landi, Norskar galdraþulur og upp-
skriftir, gefið út af Vísindafélagi
Kristjaníu 1901 o.m.fl. Allt verður
þetta til þess að gefa sögu hennar
trúverðugan blæ og sveipar hana
jafnframt heillandi dulúð.
Eins og lesendum er kunnugt
liggur söguþráður bókaflokksins allt
aftur til fyrri hluta sautjándu aldar.
Sagan hefst hér á íslandi, en þá kem-
ur til sögunnar Móri, íslenskur
galdrameistari, sem er ein af höfuð-
persónum sögunnar. En eins og for-
GAIDRAMEISTARINN %
MargiC Sandemo
AXDLII
IGRIMMDAR
feður hans er hann ofsóttur af yfir-
völdum, sem leiðir til þess að hann
heldur til Noregs. Þar hittir hann
Tiril, unga norska stúlku, sem örlög-
in hafa leikið grátt. Fortíð hennar,
sem öllum er hulin, virðist vera or-
sök þess að líf hennar og annarra er
í hættu. Hrakin á brott frá Noregi
halda Tiril og Móri ásamt vinum sín-
um í leit að sannleikanum um fortíð
Tirilar.
Útgefandi er Prenthúsið.
(Fréttatilkynning)
Frönsk
tónlist
Sinfóníutónleikamir 20. febrúar
voru helgaðir franskri tónlist: Mil-
haud, Debussy, Berlioz. Stjómandi
var Frakkinn Jacques Mercier „sem
stjómar reglulega öllum helstu
hljómsveitum Evrópu", en einleik-
ari á píanó finnsk kona, Maritu Vi-
itasalo. Langveigamesta verkið
þama var Symphonie fantastique
eftir Hector Berlioz (1803-1869),
samið árið 1830. Skráin segir frá
tildrögum sinfóníunnar: Berlioz
var 24 ára nemandi við Tónlistar-
háskólann í París þegar þangað
kom breskur leikflokkur og sýndi
Hamlet. Berlioz fór á sýninguna og
var sem lostinn eldingu, af aðdáun
á Shakespeare og ást á írskri leik-
konu sem lék Ófelíu, Henriette
Smithson. Berlioz lét ekki þar við
sitja að elska úr fjarlægð, en leik-
konan vildi ekkert með hann hafa,
og samdi hann þá sinfóníu þessa,
sem er e.k. martraðardraumur;
fyrsti kaflinn af fimm heitir
.Ástríðudraumar", hinn næstsíð-
asti „Gengið að höggstokknum“ og
hinn síðasti „Nomagleðirí' —
„Nornir og óvættir umkringja tón-
skáldið með óhljóðum og hlátra-
sköllum. Hin heittelskaða gengur í
nornadansinn við mikinn fögnuð,
Djöfullinn syngur messu; kaþólsk
kirkjutónlist er skrumskæld á
áhrifamikinn hátL“ segir þar. Fyrri
hluti sinfóníunnar er venjuleg
rómantísk tónlist, en í síðustu
tveimur köflunum gerist hún all-
æðisgengin með mikilli ólman í
slagverkinu — mjög mögnuð tón-
list. Samt fer ekki hjá því, að
Berlioz hefði getað gert þessari
hugmynd ennþá betri skil hefði
hann haft tónmál 20. aldar á valdi
sínu, en til þess samdi hann sinfón-
íuna tæpri öld of snemma. Stjóm-
andinn lagði sig mjög fram um
þennan flutning, sem tókst í alla
staði afar vel.
Symphonie fantastique var síð-
ust á efnisskránni, en tónleikamir
hófust með sveitamannagríni, Su-
ite provencale eftir Darius Milhaud
(1892-1974). Líklega þykir verk
þetta fremur léttvægt, en mjög er
það skemmtilegt áheymar og lit-
ríkt. Sama verður tæplega sagt um
Fantasíu fyrir píanó og hljómsveit
eftir Claude Debussy (1862-1918),
sem þó var vafalaust eitt merkasta
tónskáld Frakka og mikill áhrifa-
valdur í þróun evrópskrar tónlistar,
enda segir skráin að Debussy hafi
hafnað verkinu — strikað það út af
lista yfir verk sín. En fyrst hann
brenndi handritið ekki, hlutu
menn að grafa það upp og taka til
flutnings; það var gert í fyrsta sinn
1918, árið sem skáldið dó. Frá sjón-
armiði stórpíanista er tæplega eftir
miklu að slægjast í Fantasíu þess-
ari, því píanóið er í aðalatriðum
hluti af hljómsveitinni fremur en
einleikshljóðfæri. Maritu Viitasalo
spilaði hins vegar af miklu öryggi,
og kunnáttumenn segja að hún
hafi hrifið hljómsveitina með sér til
listrænna átaka. En þessi Fantasía
er semsagt meðal fáheyrðari verka
þessa tónskálds, þótt hún beri
mjög greinileg ættarmót skapara
síns.
Sú var tíð að íslendingar þekktu
lítið annað en þýska tónlisL en Sin-
fóníuhljómsveit íslands og margir
aðrir hafa gengið fram fyrir skjöldu
til að rétta þann skakka: nú er víð-
ar leitað fanga, jafnvel til enskra,
sem Brahms þó kallaði „þjóð án
tónlistar“, að ekki sé talað um
franska tónlist, eins og nú. Sig.SL