Tíminn - 05.03.1992, Side 1
Fimmtudagur
5. mars 1992
46. tbl. 76. árg.
VERÐ I LAUSASÖLU
KR. 110.-
ÖSKUDAGSGRÍN Fjöldi barna um allt land sló köttinn úrtunnunni, íklædd fjölbreyttum furðubúningum. Öskudagsskemmtun
var haldin á Lækjartorgi að vanda. Þar m.a. spilaði dauðarokksveit og gamla eimreiðin úr Arbæjarsafni var til sýnis og það rigndi tals-
V6rt. Timamynd: PJetur
Landlæknir telur að atvinnuleysi stórauki kostnað í heilbrigðiskerfinu:
Hvað kostar heilsu-
tjón af atvinnuleysi?
„Svo virðist sem stjórnendum sem standa að fjöldauppsögnum, oft að
nauðsynjalausu, séu ekki ljósar afleiðingar gerða sinna,“ segir Ólafur
Ólafsson landlaeknir í grein í Læknablaðinu þar sem hann fjallar um
heilsufarslegar afleiðingar atvinnumissis og atvinnuleysis.
GETGATUR UM
AUKNA HEIMASLÁTR-
UN Á NAUTGRIPUM
Tillaga Halldórs Ás-
grímssonar fær mikla og
jákvæða umfjöllun á
þingi Norðurlandaráðs:
Aukið sam-
starf ríkja
við Norður-
heimskaut
Forsætisnefnd Norðurlandaráðs
maelir með því að tillaga Halldórs
Ásgrímssonar, alþingismanns og
fyrrverandi sjávarútvegsráðherra,
um að aukið samstarf við ríki, sem
liggja að Norðurheimskautssvæð-
inu, verði samþykkt. TiUagan hefur
fengið mikla umfjöllun og mjög
góðar undirtektir á þingi Norður-
landaráðs, sem nú stendur yfir í
Helsinki í Finnlandi. Reiknað er
með að hún verði samþykkt á þing-
inu á morgun.
Tillagan gerir ráð fyrir að haldin
verði ráðstefna um samstarf þessa
svæðis. Líklegt er talið að hún verði
haldin á næsta ári. Að auki er for-
sætisnefnd Norðurlandaráðs hvött
til þess í tillögunni að leggja fé til
verkefnisins.
Þetta mál var til umræðu á fundi
forsætisnefndarinnar og forsætis-
ráðherra Norðurlandanna í gær, og
fékk þar góðar viðtökur. Davíð
Oddsson mæiti sérstaklega með því
að farið yrði út í þetta verkefni.
Forsætisnefndin er búin að ákveða
að ræða þessa tillögu sérstaklega á
fundi nefndarinnar, sem verður
haldinn á Svalbarða í sumar. Á fund-
inn munu koma ýmsir aðilar til að
fjalla um málefni svæðisins.
„Það hefur mikið verið fjallað um
samstarf við Eystrasaltsríkin á nor-
rænum vettvangi, en minna um
okkar norðurslóðir og samstarf við
þau lönd, sem eru vestur af Græn-
landi og íslandi. Ég er þeirrar skoð-
unar að þetta geti orðið til þess að
það komi meira jafnvægi í Norður-
landasamstarfið og menn verði
meira meðvitaðir um það, að svæð-
in norður frá eru mikilvæg og jafn-
framt samvinnan við Kanada og
Bandaríkin," sagði Halldór.
Landlæknir vitnar til rannsókna
á heilsufari atvinnulausra og
þeirra, sem eigi yfir höfði sér at-
vinnuleysi. í ljós hafi komið að
þeim, sem missa vinnuna eða eiga
það yfir höfði sér, sé hættara við
háþrýstingi, blóðfitustig hækki og
streituhormónið adrenalín í blóði
aukist verulega. Langvarandi
streita leiðir síðan gjarnan til
hjarta- og æðasjúkdóma, háþrýst-
ings, heilablóðfalls, magabólgna
og magasárs, vöðva- og bakverkja,
þreytu, svefnleysis, höfuðverkjar
og alvarlegs þunglyndis, sem jafn-
vel getur leitt til sjálfsmorðstil-
rauna.
,Atvinnuleysi er félags-, heilsu-
fars- og efnahagsleg vá, sem gerir
fólk ráðþrota og vanheilt. í kjölfar
þess fylgir sálarkreppa, margir lík-
amlegir sjúkdómar og félagsleg
einangrun. Leit fólks til heilbrigð-
isþjónustu eykst mikið,“ segir
landlæknir í grein sinni.
• Sjá einnig blaðsíðu 3
Getgátur hafa verið uppi um að
heimaslátrun á nautgripum hafi
aukist síðustu mánuði í kjölfar of-
framboðs á nautakjöti. Guðmundur
Lárusson, formaður Landssam-
bands kúabænda, segir útilokað að
segja nokkuð um hvort að heima-
slátrun sé að aukast eða minnka.
Engar kannanir hafi verið gerðar á
þessu, enda sé það nær ófram-
kvæmanlegt.
Tálsverður órói hefur verið á nauta-
kjötsmarkaði síðan í haust. Afurða-
stöðvar Iækkuðu verð til framleið-
enda um 10% í haust, þrátt fyrir að
þeim væri það ekki heimilt, þar sem
opinber verðlagning er á þessum
vörum. Margir bændur fengu grip-
um sínum ekki slátrað í sláturhús-
um á þeim tíma sem þeir vildu, þar
sem þau tóku ekki við fleiri gripum
en þau voru viss um að geta losnað
við. Nú er að komast meira jafnvægi
á kjötmarkaði. Offramboðið er fyrst
og fremst á Suður- og Vesturlandi,
en biðlistar eftir slátrun í öðrum
landshlutum hafa styst verulega.
Fimmmannanefnd hefur lækkað
verð til bænda um 10%, og jafn-
framt hafa afurðastöðvar lofað að
greiða bændum skráð verð.
Guðmundur Lárusson sagði útilok-
að að segja eitt eða neitt um heima-
slátrun. Án efa færi fram ólögleg
heimaslátrun á nautgripum, en ekk-
ert væri vitað um umfang þessarar
starfsemi. Útilokað væri að segja
hvort þessi starfsemi væri að aukast
eða minnka. -EÓ
-EÓ
Astæða þess að grjóthlíf varð þess valdandi að nefhjól Ásdísar, nýrrar Fokker-vélar
Flugleiða fór ekki niður, svo nauðlenda varð vélinni, er fundin:
Hlífin rakst í klakabunka
Orsökin fyrír því að nefhjól Ásdísar,
nýrrar Fokker 50-vélar Flugleiða, fór
ekki niður á dögunum, með þeim af-
leiðingum að vélin varð að nauðlenda
á Keflavikurílugvelli, er sú að þegar
vélinni var ýtt út úr flugslfyli á
Reykjaríkurflugvelli um morguninn
rakst gijóthlífin í klakabunka og
skekktist.
Samkvæmt heimildum Tímans var
verið að ýta vélinni afturábak út úr
flugskýli á Reykjavíkurflugvelli þegar
óhappið átti sér stað, en grjóthlífm
leggst nánast niður við jörð og er ekki
gert ráð fyrir því að vélinni sé bakkað.
Grjóthlífin beyglaðist töluvert. Það
eina, sem flugvirkjar gerðu, var að
reyna að rétta hlífina í sitt uppruna-
lega horf, í stað þess að taka hlífina af.
Ekki tókst þó betur til en svo að
skömmu síðar fór hjólið ekki niður
þegar lenda átti á Akureyrarflugvelli
með 43 farþega innanborðs.
Viðmælandi blaðsins hjá Flugleiðum
segir að rannsókn málsins standi enn
yfir innan fyrirtækisins, en ljóst er að
málið er mjög viðkvæmt innan fyrir-
tækisins. Sami viðmælandi sagði að
enn væri ekki farið að negla neina
sem sökudólga, hvorki starfsmenn
fyrirtækisins né Fokker- verksmiðj-
umar. í framhaldi af rannsókn máls-
ins verða viðræður við Fokker-verk-
smiðjumar, en ljóst er að tjón af völd-
um nauðlendingarinnar er töluvert
fyrir Flugleiðir. Vélin er enn í viðgerð
og leigja hefur orðið vél til hlaupa í
skarðið fyrir Ásdísi. -PS