Tíminn - 05.03.1992, Blaðsíða 5

Tíminn - 05.03.1992, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 5. mars 1992 Tíminn 5 Gunnar Dal: Hvað var í upphafi? En hvað er það þá sem raunverulega gerðist í stórusprengju? Um það hefur fremsti efnafræðingur okkar tíma og eftirmaður Ein- steins, Stephen Weinberg, skrifað bókina The First Three Minut- es. Sú bók er helsta heimild þess sem hér fer á eftir. Weinberg skiptir því, sem gerist á fyrstu sekúndubrotum og mínút- um, niður í sex tímabil. Fyrsta tímabil. Fyrsta tímabil sköpunarinnar stendur yfir aðeins einn hundraðasta úr sekúndu. Það er tímabil hins mesta þétt- leika og hins mesta krafts. Hitinn er mjög mikill, hugsanlega 1032á Kelvinmæli. Við þessar aðstæður eru engin atóm til, eins og fyrr segir. Á þessu fyrsta tímabili eru aðeins til ljóseindir, fiseindir og kvarkur. Það er aðeins til geislun, ljós. Heimurinn er á þessu stigi mismunandi tegundir af geislun. Efnið verður til úr ljósi. Efni verð- ur fyrst til við árekstur ljóseinda, þó að ljóseindir hafi hvorki þyngd né efnismassa. Þetta byggist á formúlu Einsteins E=mc2. Þessi formúla þýðir að hver efnisögn getur breyst í orku. E í þessari formúlu er orka, m efni og c hraði ljóssins. En hún þýðir líka að tveir skammtar af geislun eða tvær ljóseindir sem hafa nægilega mikla orku, það er að segja orku sem er jafnmikil og mc2 eða meiri, geta, þeg- ar þær rekast á, horfið sem slíkar og hætt að vera ljóseindir, en orka þeirra breytist í tvær efnis- agnir, sem hafa bæði þyngd og massa. Sé orkan minni en mc2 geta ljóseindir ekki myndað efnis- agnir við árekstur. Þetta er aðeins hægt að sýna fram á á efnarann- sóknarstofum, en þetta gerðist aðeins í árdaga. Heimurinn er fyr- ir löngu orðinn allt of kaldur til að þetta geti gerst. Lágmarkshiti til að breyta Ijóseindum í efnis- agnir er 6x109K, eða sex þúsund milljón gráður á Kelvinsmæli. Þetta gerist aðeins þrjár fyrstu mínúturnar í sögu alheimsins. Hitastig alheimsins lækkar í hlut- falli við það að heimurinn stækk- ar. Heimurinn kólnar mjög ört við útþensluna. Eftir þrjár mínútur ætti hitinn að vera kominn niður í 109K eða þúsund milljón gráður. Þetta eru landa- mæri efnisins, eins og fyrr seg- ir. Hver sérstök efnisögn hefur sín sérstöku hitamörk, sem eru skilyrði fyrir því að efni skapist úr geislun. Þessi takmörk eru fundin með formúlunni E=mc2 og Boltz- manns fasta sem er 0.00008617 elektrónvolt. Öll efni geta mynd- ast við árekstur ljóseinda. Allar hinar upphaflegu atómagnir, sem löngu síðar mynduðu fyrstu at- ómin, geta myndast úr Ijóseind- um. Það er grundvallarregla í nú- tíma efnafræði að hver einstök efnisögn í náttúrunni á sér það sem kalla mætti andefni með ná- kvæmlega sama efnismassa og snúningi en gagnstæðri raf- hleðslu. Þess vegna koma efnin fram tvö og tvö saman við árekst- ur ljóseinda. Þessar efnisagnir, sem síðar mynduðu atóm, komu fram við mismunandi hitastig. Ef við mælum hitann í þúsund millj- ón gráðum á Kelvinsmæli, þá kom nifteind t.d. fram við 10.903. Þá myndast við árekstur ljóseinda bæði n og n-í- samkvæmt því sem áður er sagt um efni og andefni. Við 10.888 myndast róteind, p og p+. Við hitastig frá 1566.2 til 1619.7 myndast píónur 0, píónur + og píónur +. Við 1226.2 koma fram léttu efnisagnirnar múón + og múón +. Og loks koma fram léttustu efni sem til eru, rafeindir + og rafeindir +, við lágmarks- hitastig 5.930 þúsund milljón gráður. Við þessi skilyrði myndast efnið úr ljósi, bæði hinu sýnileg^i og hinu ósýnilega: Tvær Ijóseind- ir rekast saman. Við það myndast efnisögn + og + og þessar efnis- agnir mynda síðar atóm. En þetta gerist líka öfugt. Það er að segja efnisagnir, sem hafa efnismassa og þunga, rekast saman og breyt- ast í ljóseindir án efnismassa og þunga. Og við þær aðstæður, sem ríktu í upphafi heimsins, gerist þetta með geysilegum hraða. Á fyrstu sekúndunni myndast líka nifteindir við árekstur rafeinda og róteinda. Við getum, ef við viljum, sagt: í upphafi var ljósið. Allt er skapað úr ljósi. Allt er ljós í um- breyttri mynd. Höfundur er rtthöfundur. Guðmundur P Valgeirsson: Ný viðhorf Fyrir nokkrum dögum ræddu tveir fréttamenn Sjónvarpsins við Magnús Gunnarsson framkvæmdastjóra um aðild íslands að EES-samtökunum í Ijósi nýjustu atburða og gerð þess samnings sem fyrir liggur. Tálið snerist nær eingöngu um það sem snýr að sjávarútvegi og markaði fyrir sjávarafurðir. — Magnús fann ekki ástæðu til að gera það að neinu umtalsefni þó nú væri kominn karfi í stað lang- hala í skiptum okkar við EES, eins og Jón Baldvin túlkaði í fyrstu og byggði á lofsöng sinn: ,Allt fýrir ekkert" eins og kunnugt er, og varð til þess að Magnúsi Gunnars- syni snerist hugur í afstöðu sinni til samningsins. Nú var karfinn orðinn ekkert sem máli skipti. Hann gerði sér heldur enga rellu út af því hvernig komið yrði við eftirliti af hálfu okkar með þeim veiðum til að koma í veg fyrir að hinir erlendu aðilar samningsins veiddu ekki hvað sem þeim sýndist eða hvað mikið. Magnús virtist heldur ekki hafa það á hreinu hvað af fiskafurðum okkar nyti tollfrelsis eða tollíviln- unar og hvað ekki. — Það er því líklegast að hinir erlendu aðilar samningsins hafi það nokkuð í hendi sér hvað fellur undan tolli og hvað ekki. — Kannski er held- ur engin ástæða til að gera sér rellu út af því, svo mikill sem ávinningur okkar af þeim samn- ingi er talinn vera af Jóni Baldvin og öðrum fyrir okkur og efnahags- líf íslensku þjóðarinnar. Reynt er að gera eins lftið úr því og hægt er hvaða þýðingu þessi veiðiheimild hefur fýrir yfirráð okkar yfir feng- inni og viðurkenndri landhelgi okkar. — Hér mun mörgum detta í hug samlíkingin við að rétta fjandanum litlafingurinn. Óvissan um hve stór hluti handarinnar kemur á eftir, situr illa í flestum öðrum en þeim sem í oflæti sínu töluðu um að við hefðum fengið allt fýrir ekkert, og mættum happi hrósa. — Um þetta er þagað eins og hægt er. Það vekur einnig athygli lands- manna, sem eitthvað láta sig þessi mál varða, að yfir því er gjörsam- lega þagað í þessari umræðu, að með þessum samningi er opnað á nær öllum sviðum fýrir jafnréttis- áhrif og umráð hinna erlendu þjóða við íslendinga sjálfa í sínu heimalandi. — Þannig að þeir eiga sama rétt og innbornir íslending- ar til allra gagna og gæða þessa Iands (að undanskildum fiskveið- um meðan það er) og geta hagnýtt sér hann að vild sinni. — Allir þeir fýrirvarar, sem á því eru, eru sýnd- armennskan ein og verða það. Það munu þeir líka eflaust gera. Og áð- ur en varir getur svo farið, að þeir verði orðnir eigendur landsins með öllum þess gögnum og gæð- um, ef þeim býður svo við að horfa. Eitt er víst að þeir eiga nóga peninga og þeir eru sá Guð sem nú hefur verið settur í hásæti ís- lenskra stjórnmála og hagsmuna og eiga öllu að stjórna, samkvæmt Iögmæti einkahagsmunanna — lögmáli frumskógarins — sem hinir nýju stjórnarflokkar hafa innleitt. Ekki þykir ástæða til þess í slíkum viðtölum að vikið sé orði að því, að verið sé að afsala sjálfstæði þjóðar- innar og færa hana undir erlenda lögsögu, þar sem við ráðum í raun og veru engu, og verðum sem mús í klóm kattarins, þar sem landinu og lögsögu þess verður stjómað beint frá Brussel gegnum auð- mjúka umboðsmenn og þjóna hins erlenda valds, eða öðrum höfuð- stöðvum þeirra auðhringa og auð- valdssinna, sem ráða málunum fýrir hina nýju ríkjasamsteypu. Allt þetta og ótalmargt fleira, sem miklu máli skiptir, er reynt að þegja um svo sem hægt er. Og ef ekki verður komist hjá að nefna það, þá er því máli eytt eins og um einskisverða hluti sé að ræða, eða öllu heldur sem fagnaðarboðskap, sem framtíð þjóðarinnar byggist á. Spurningin er hvort við séum Nýir ekki að dragast inn í samskonar ríkjasamsteypu og austantjald- slöndin vom hneppt í og urðu að búa við um áratugi, en em nú hmnin eins og spilaborg með þeim afleiðingum sem þær þjóðir og aðrar standa nú frammi fyrir skelf- ingu lostnar og enginn sér hvern enda fær. Hvern skyldi hafa órað fýrir því fýrir fáeinum árum að for- ráðamenn þjóðar okkar legðust svo lágt sem raun ber nú vitni um. Og allt útlit er fýrir að meirihluti þjóðarinnar fagni eða láti sig þetta engu skipta. Það er eins og þetta og margt annað illt hafí hafst upp úr rótleys- siðir isflakki almennings til svokallaðra sólarlanda og öðru álíka. Auk þess sem gmnur leikur á, að tilfinning fýrir þjóðerni okkar, tungu og dýr- keyptu frelsi, eftir aldalanga kúgun erlends valds, sé vanrækt í námi og fræðslu skólanna. Kaupsýslan og ódýr erlendur „grautur" í ýmsum myndum er það sem hugsun almennings snýst um og Jónarnir og Co. hafa gerst sérstakir talsmenn fýrir. — Sú manndóms- og frelsisalda, sem vakin var af bestu sonum þjóðar- innar og ungmennafélagshreyf- ingin lifði í og lifði fýrir, er dauð og tröllunum gefin. Sá hugmóður og hugsun, sem birtist með áhrifa- miklum hætti í íslendingabrag Jóns Ólafssonar á sinni tíð, ómar ekki lengur í hugum íslendinga. Önnur sjónarmið hafa tekið við. — Hætt er við að það eigi eftir að koma okkur í koll þó síðar verði. — Hér er um þá hluti að ræða, sem menn á mínum aldri og þó yngri séu, hefðu aldrei látið sér til hugar koma að gætu gerst. Nú stöndum við frammi fýrir þessu eins og fagnaðarboðskap í hugum þeirra manna, sem telja sig vera „í takt við tímann", en vita ekki sinn vitjunartíma, eða rjúk- andi ráð. Bæ, 20/2 1992 Höfundur er bóndi i Bæ i Trékyllisvík.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.