Tíminn - 05.03.1992, Blaðsíða 6

Tíminn - 05.03.1992, Blaðsíða 6
6 Tíminn Fimmtudagur 5. mars 1992 Vangaveltur eru hafnar um kynlíf og meðgöngu uppi í himinhvolfinu og eiginleika einstak- linga, sem þar kunna að verða getnir og fæðast: Geimbörn op geimkynlíf er ennþá feimmsmál hjá NASA Geimskutla í lendingu. Talsmenn NASA telja aö þrengsli í henni komi í veg fyrir að geimbörn komi undir um borð. Rennur upp sá tími að menn fari að iðka kynlíf úti í geimnum? Munu böra fæðast í geimferðatælgum? Munu þau verða frábrugðin böraum er líta dagsins ljós á jörðu niðri? Enn hefur bandaríska geimferða- stofnunin, NASA, ekki viljað ræða þessi efni, en brátt kann að koma að því. Fyrstu hjónin leggja upp í geim- ferð á þessu ári með geimskutlunni og innan tíu ára er hugsanlegt að kariar og konur verði samvistum mánuðum saman í geimstöðvum. En hafa einhver dæmi þegar gerst um ástalíf um borð í geimskutl- unni? Talsmaöur stofnunarinnar, Barbara Schwartz, er löngu orðin þreytt á spumingum þessa efnis, því þær eru oft lagðar fyrir hana. „Þegar menn setja sér fyrir sjónir þrengslin um borð í skutlunni, þá svarar þetta sér sjálft," segir hún. „Þar er ekki kostur á neinu einkalífi og ekkert slíkt hefur hent.“ En sögur um slíkt hafa lengi geng- ið, eftir að karlar og konur fóm að fljúga saman með skutlunni, og það hefúr gefið sögunum byr undir vængi að sumir karlar meðal geim- faranna eru sagðir kvenhollir í meira lagi. „Þessar getgátur eru vísindunum ekki til framdráttar," segir Lynn Wil- ey, sérfræðingur um þróun spendýra er starfað hefúr hjá NASA frá 1984. Hann segir að yfirmenn sínir megi ekki heyra minnst á að rannsaka fóstur eða þá sæðisfrumur um borð í geimskutlunni til þess að athuga hvaða áhrif ferðalagið hafi á þessa þætti. Hann segir að það sé eins og þeir vilji ekkert um slíkt fræðast. Ef til vill er ástæðan sú að það gæti orð- ið talsvert áfall ef óheppilegar breyt- ingar á æxlunareiginleikum manns- ins kæmu fram við rannsókn. Annars viðurkennir Wiley að þetta komi ekki svo mjög að sök, því svip- aðar upplýsingar megi fá úr þvag- og blóðsýnum úr geimförum, eftir að til jarðar er komið. Öflun sæðissýni- horna yrði og óþægilegt aukaálag á áhafnimar, sem eru störfum hlaðnar við erfiðar aðstæður. Þó verður ekki fullyrt um hvort lífskraftur sæðis- fruma helst óbreyttur úti í geimnum nema með beinni vettvangsrann- sókn. Þá er ókannað hvernig van- færri konu reiddi af í geimferð, þar sem þyngdarleysið og meiri geisíun gætu haft sín áhrif. Athuganir hafa sýnt að kalkinnihald líkamans minnkar í geimferðum og enginn veit hvort barn, sem þar yrði getið og „Gerðu þér glaðan dag og klipptu út þúsundkallinn." Þess- um tilmælum beindi sænska vikuritið Gazette til lesenda sinna fyrir skömmu. Á einni af síðum tímaritsins var prentaður sænskur þúsund króna seðill, — 10 þúsund kr. ísl. — sem minnst 300 lesenda þess fóru síðan með út í búð og reyndu að borið, mundi hafa eðlilegan beinvöxt fyrir vikið. Geislun er sex sinnum meiri en óhætt er talið að vanfær kona verði fyrir. Wiley segir að það geti hraðað æxlismyndunum og hugsanlega valdið breytingum á egg- og sæðisfrumum. Áætlað er að geimstöðin Freedom taki til starfa í geimnum árið 2000 og verður fjölmenn áhöfn um borð. í tengslum við það er tímaritið Ad Astra, sem er alþýðlegt en þó fræði- legt rit um geimferðir, farið að spá í hvort sá tími komi að farið verði að ala upp nýjan kynstofn í geimnum; fólk sem standist geislun og þyngd- arleysi betur en aðrir og taki sér frambúðarbólstað á tunglinu og Mars. versla fyrir. Prentunin var góð á þúsundkallinum og pappírsgæð- in svipuð og á ekta seðlum, a.m.k. nægilega góð til þess að um 100 manns hafi tekist að koma eftir- prentuninni í verð. Réttað var í máli þessu hið snar- asta og tímaritið dæmt til þess að greiða dágóða sekt fyrir peninga- fölsun. —I.VJ. Svíþjóð. Sænskt vikurit í vondum málum: PRENTAÐI ÞUSUNDKALL Apotokarar hafa margar hugmyndir um þaö hvemig spara lyfjadreifingunm þó einungis fáar sncrli þa sjálfa VK>l>kanf«L*4 ItUndt S*f»r t«nl h><lk- „Gott er vín á kvöidin, gefur það þrek. Góður finnst mér sopinn úr apótek", er sagt að drykkjumaður- inn hafi sagt þegar hann var að reyna að kría út kogara í apóteldnu á bannárunum á sínum tíma. Það verður að teijast sorglegt ef Sig- bvatur Björgvinsson heilbrigðis- ráðherra er orðinn svo illa haldinn af vinsældateysi að honum finnist gott hólið sem hann fær úr apótek- unum um þcssar munir, þó ýmis- legt bendi raunar til að honum þyki það ekki alvont Apótekarar bafa í heilli skýrslu smjaðrað fyrir hefi- brigðisrúðherra með því að hæla sérstaklega aðgerðunum hans frá því í fyrra sumar, þegar hann með sérstökum lyfjaskatti náði í mörg hundruð mifijónir króna frá al- menningi með því að Íáta menn borga fyrir lyfin sem þeir þurftu gegn vefidndum sínum. „Það geta ekki aUbr fengið allt fyrir ekkert,“ er slagorð kratanna um þessar mund- ir, þegar velferðarkerfið ber á góma Og aukna þátttoku almennings í kostnaði við ýmsa opinbera þjón- ustu. Þessir sömu kratar hika hins vegar ekki við að nota glefsur úr skýrslu apótekaranna í áróðurs- slómi og því er ekki að undra að þær glefsur, sem kratamir sem nú stjóma í hcilbrigöisráöuneyíinu vitna í, snúast nær allar um að apó- tekaramhr hafi nú ioks viðurkennt hvað Sighvatur sé sqjall að spara í lyfjum. Ekkert hefúr sést í fjölmiðl- um um þessa skýrslu apótekara, nema hvað Tírninn birti upp úr henni frétt um sfðustu helgi. Allir að spara — nemavið Það var sérlega fróöleg Íesn- ing, því sparnaðartillögur apó- tekaranna ganga meira og minna út á að þeir fái allt fyrir ekkert. Ósvífni þeirra jaðrar við að vera eins- dæmi, því til- lögur þeirra til sparnaðar í lyfjadreifingar- kerfinu snúast fyrst og frem8t um sparnað hjá einhverjum öðr- um en þeim sjálfum. Þannig vilja þeir endilega að lyfjaheild- salarnir nái fram sparnaði að sjúkiingarnir borgi meira með því að borga ákveöiö hlutfall af kostnaðinum við lyflð, að nýt- ing lyfja batni og að fólk borði minna af þeim. Allt er þetta gott og blessað, en hlutur apótekar- anna sjálfra er öllu rýrari, því MiUill það, sem þeir segjast geta gert, er háð því að þeim séu tryggðar auknar tekjur á mótl. Þannig tala þeir um að hugsanlegt sé að lækka smásölu- áiagningu, ef þeir fá einkarétt á að afgreiða dýralyf og að ýmsir aðilar, s.s. minnl sjúkrastofnanir, sem sjálflr hafa séð um sfn lyfjakaup, verði skyldaðir til að kaupa í gegnum apótek. HVað varðar álagning- una hjá stærri apótekum, þá er hún ekki framkvæmanleg vegtta þess að hinn snjalii Sighvatur er búinn að draga svo mlkið úr tekjum apóteka að þau riða ekki við að iækka áiagninguna hjá sér. Samdráttur upp á 15% aukningu Þetta verður hálf hjákátleg rök- semd bjá apótekurunum, í ljós) nýjustu uppiýsinga um „sam- dráttinn" í lyfjasölu í janúar sl., sem er um 15% meiri en á sama tíma í fyrra. Þegar upp er staðið er það niðurstaða apótekaranna aö það eina, sem hægt sé að gera í sparnaðarskyni í apótekum til að réttlæta lægri álagningu, sé að hagræða í rekstrinum. Þá eru þeir ekki að tala um byitíngarkenndar breytingar eins og að hætta að eiga og reka húsnæði, sem þeir láta iæknum endurgjaldsiaust eða endurgjaldslítíð í té. Þeir tala um að hugsaniega væri hægt að tölvu- væða birgðahaldið og hagræða eitthvað í starfsmannahaidi. Þó þessi skýrsla apótekaranna sé f rauninni lítíð annað en örvænt- ingarfuil málsvöra forréttínda- stéttar fyrir áframhaldandi for- réttindum, hefur ektó staðiö á hefibrigðisráðherra að vitna til þeirra kafia hennar sem henta pól- itískum hagsmunum hans. Raun- ar hefur ráðherrann Íýst jrví yfir að hann muni auka lyfiaskattinn tfi muna, og m.a. beita til þess þeim meðulum sem apótekaramir hafa ráðlagt honum: hiutfafis- greiðslum. Fróðlegt verður að sjá hvort ráðherrann lætur smjaðrið í apótekurunum hafa áhrif á fleiri ákvarðanir í heilbrigöismáhim. Það vcrður hins vegar að teljast fila komiö, ef ráðherra, sem kenn- ir sig við jafnaöarstefnu, verður lflct og drykkjumaóurinn á bann- árunum, að leita sér pólitískrar huggunar f apótekum. Garri YEREVAN Vamarmálaráðherra Armeníu sakar Azera um að hafa skotið niður armenska þyrlu og drepið með því minnst 14 manns sem um borð voru. Hann sagði að árásin á þyrluna verði sem olía á eld deilna þjóðanna. Ráðherr- ann segir að hersveitir Azera hafi skotið á þyrluna, sem var af gerðinni Mi-26, með eld- flaugum. Samtímis hafi her- þyrla Azera gert árás á arm- ensku þyrluna úr lofti. I Briíssel í gær lýstu samtökin Læknar án landamæra því yfir að um 35 þúsund Azerar væru nú á flótta undan hersveitum Armena frá borginni Agdam, sem er rétt ut- an hins umdeilda Nagorno-Kar- abakh-héraðs, í átt til Bakú, höfuðborgar Azerbajdsjan. SARAJEVO Sveitir lögreglu og hers Júgó- slavíu halda nú uppi lögum og reglu í Sarajevo. Vopnaðar sveitir Serba og múslima hafa nú fjarlægt vegartáimana, sem þeir komu upp í byrjun vikunnar í borginni. LONDON Bresk stjórnvöld segja að niður- staða skýrslu S.Þ. sé sú að Líbýumenn hafi gersamlega hundsað kröfur um framsal tveggja manna, sem grunaðir eru um að hafa grandað tveim farþegaflugvélum með því að koma fyrir sprengjum í þeim. Bandarísk og frönsk stjómvöld íhugi nú nýjar aðgerðir gegn Líbýu. KOXLU, Tyrklandi 78 menn eru látnir og 461 er saknað í námuslysi í Tyrklandi. Náman er I Inchirharmani I Norðvestur-Tyrklandi, og slysið varð með þeim hætti að metangassprenging varð í henni. Búið er að loka göngum I námunni þar sem gasmengun er og hætta á nýjum sprenging- um. Menn, sem þar kunna að vera inni, eru taldir af. Þetta er talið annað mesta námuslys veraldar. WASHINGTON Pat Buchanan dró verulega á George Bush, en sigraði hann þó ekki í forkosningum repú- blíkana í þrem ríkjum BNA. Bu- chanan hefur nú lýst því yfir að hann sé líklegur til að komast á spjöld sögunnar og verða út- nefndur forsetaefni flokksins. ALSÍR Dómstóll í Alsír hefur fyrirskip- að að leysa skuli upp Islamska frelsunarflokkinn, flokk hreintrú- aðra múslima. Úrskurðurinn er kveðinn upp 10 vikum eftir að komið var í veg fyrir næsta ör- uggan sigur flokksins í þing- kosningum. NAIROBI Kynð ríkti í gær í Mogadishu, höfuðborg Sómalíu, eftir að tveir herstjórar undinituðu vopnahléssamkomulag fyrir milligöngu S.Þ. MOSKVA Rússneskir embættismenn, sem hafa eftirlit með kjamorku- verum í ríkinu, segjast vera að setja strangari öryggisreglur til þess að koma í veg fyrir slys af því tagi, sem varð I Chemobyl. Þeir segjast hins vegar ekki hafa umboð til slíks í öðrum ríkjum fyrrv. Sovétríkja.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.