Tíminn - 05.03.1992, Side 9
Fimmtudagur 5. mars 1992
Tíminn 9
Mesta afrek
Jimmys
Stewart er
hamingjusamt
hjónaband í 43 ár!
Jimmy Stewart er orðinn 83 ára og
segir skýringuna á því hvað hann er
unglegur vera þá að hamingjan hafi
brosað við honum allt hans líf.
Á leikaraferlinum lék hann í 70
myndum, en hápunkturinn var þeg-
ar honum voru veitt sérstök Óskars-
verðlaun fyrir framlag sitt til kvik-
myndanna í 50 ár. Þá voru honum
veitt Óskarsverðlaunin 1940 fyrir
bestan leik í „The Philadelphia
Story“. En Jimmy hefur líka verið
heiðraður á fleiri sviðum: hlotið
heiðursmerki fyrir vasklega fram-
göngu sína sem foringi í bandaríska
flughemum í síðari heimsstyrjöld
og árið 1985 veitti góðvinur hans,
Ronald Reagan þáverandi Banda-
ríkjaforseti, honum hina forsetalegu
frelsisorðu. Jimmy Stewart er álit-
inn mest orðum prýddi leikarinn og
óbreytti borgarinn í Bandaríkjun-
um.
Þetta prjál allt finnst þó Jimmy lít-
ilvægt miðað við þá gæfu hans að
hafa lifað í alsælu hjónabandi með
Gloriu sinni í 43 ár. Hann var orðinn
41 árs þegar þau giftust 1949, en
hann segir hana vera einu og stóm
ástina í lífi sínu. Hann tók þá ákvörð-
un að verða leikari 1932 og þá, á
krepputímum, beið hans mikil
vinna að koma fótunum undir sig.
Síðan var hann kallaður í herinn níu
mánuðum eftir að Japanir réðust á
Pearl Harbor í desember 1941, og
þar var hann í fimm ár. Þegar heim
kom var hann atvinnulaus. Hann
Gloria og Jimmy Stewart giftu sig 1949 og fóru t brúökaupsferð til
Hawaii.
Roseanne lætur
merkja sig
manninum sínum!
1992. Gloria og Jimmy Stewart hafa aldrei verið aðskilin öll þessi ár, og hamingjan hefur verið þeim stöð-
ugur fylginautur.
hafði þess vegna um nóg annað að
hugsa en hjónaband. Enda tókst vel
til, þegar hann lét loks til skarar
skríða.
Þau hjón eiga son og tvíburadætur
og dætumar virðast hafa erft áhuga
móður sinnar á dýravemd, en því
áhugamáli hefur Gloria sinnt lengi
og vel. Hún situr í stjóm „African
Wildlife Fund“, sem, eins og nafnið
gefur til kynna, beitir sér fyrir því að
vemda líf villtra dýra í Afríku. Þar
beinist áhugi hennar aðallega að
vemdun fíia. Hún stofnaði líka dýra-
garðinn í Los Angeles fyrir 25 ámm.
Dætumar hafa báðar lokið námi í
dýrafræði við Cambridgeháskóla og
önnur þeirra dvaldist ásamt manni
sínum í fimm ár í Rúanda í rann-
sóknarleiðangri Diane Fossey.
Öll sú velgengni, sem Jimmy virð-
ist hafa notið í lífinu, hefur síður en
svo stigið honum til höfuðs. Hann
segir gildismat sitt vera að á hveij-
um degi skuli maður vera heill í því
sem maður gerir og vinna vel að
hverju sem maður gengur, hvort
það er starfið, ást til fjölskyldunnar,
samfélagsins, föðurlandsins eða
guðs.
Tom Arnold horfir aðdáunarfullur á skreytinguna á baki konu sinnar.
Húðflúr alls konar er í mikilli tísku
í henni Ameríku um þessar mund-
ir. Það var því ekki við því að búast
að Roseanne Barr tæki ekki þátt í
leiknum, hún lætur ekkert tæki-
færi ónotað til að láta taka eftir sér.
En húðflúrið hennar Roseanne er
kannski ekki í alveg hversdagsleg-
um stíl. Hún lét nefnilega gera
nafn manns síns, umvafið rósa-
skreytingu á herðablað sitt. Sem
náttúrlega þýðir að hún getur ekki
sjálf virt fyrir sér dýrðina nema í
spegli!
Annars höfum við það fyrir satt að
Roseanne hafi gert manni sínum
það til geðs að taka upp síðara nafn
hans, Arnold, í stað Barr-nafnsins.
í staðinn varð hann að gangast
undir það að taka hennar trú, gyð-
ingatrú. Svo að nú ku Roseanne
heita Roseanne Arnold.