Tíminn - 05.03.1992, Síða 12
AUGLYSINGASÍMAFt: 680001 & 686300
BILAPARTASALA
Varahlutir í árgerðir '74-'87
Ýmsar smáviðgerðir
Kaupi bíla til niöunifs
HEIÐI ■ BÍLAPARTASALA
Flugumýri 18D ■ Mosfellsbn
Sfmar 688138 6 667387
AUÐVITAÐ
Suðurlandsbraut 12
Oðruvísl bílasala
BÍLAR * HJÓL •
BÁTAR • VARA-
HLUm
MYND HJÁ OKKUR • BlLL HJÁ ÞÉR
SÍMI 679225
ÞJONUSTA
MÁLARAR
geta bætt við sig
málningarvinnu úti sem inni
Vönduð og góð vinnubrögð
Sími 670269
PÉTTING OG KLÆÐNING
FIMMTUDAGUR 5. MARS 1992
Vinnuslys varð í viðgerðarskála
Eimskipafélagsins í Sundahöfn,
skömmu eftir klukkan 17 í gær, en
þar voru tveir menn að vinna með
naglabyssu. Slösuðust þeir báðir og
voru fluttir á slysadeild Borgarspít-
alans, þó ekki lífshættulega slasaðir.
Annar mannanna hafði fengið nagla
í hendina og þar sat hann fastur;
hinn hafði áverka á brjósti, en ekki
var vitað nákvæmlega hvernig þeir
voru tilkomnir. -PS
Eldur á klóinu í Armúlaskóla
Seinnipartinn ígær var Slökkvilið Reykjavíkur kallað út vegna elds
í kjallara Fjölbrautaskólans við Ármúla. Búið var að slökkva eld-
Inn, þegar slökkviliðið kom á staðinn. Talið er að um íkveikju hafi
verlð að ræða. Tímamynd: Áml BJama
tilefni af 75 ára afmælinu gefst fólkl kostur á aö skoða eimreiðina MINÖR, sem notuð var til
að flytja grjót og möl til hafnargerðarinnar. Hún vegur um 13 tonn og gat dregið allt upp í 27
vagna I einu. Eimreiðin var framleidd árið 1892 hjá þýska fyrirtækinu Arnold Jung, og á hún
því 100 ára afmæli á þessu árí. í tilefni af því var þýska sendiráðið beðið um að svipast um eft-
ir framleiðandanum. Fyrirtækið reyndist ennþá til og er á sama stað og fyrir einni öld.
Tímamynd Áml BJama
Reykjavíkurhöfn 75 ára:
Afmælis minnst á
fjölbreyttan hátt
I ár eru liðin 75 ár frá því að
hafnaryfirvöld í Reykjavík tóku
formlega við hafnarmannvirkj-
um frá verktökunum sem gerðu
þau, en hafnargerðin var stór-
framkvæmd á árunum 1913-
1917. Með hafnargerðinni var
lagður grunnur að nútíma verk-
menningu íslendinga og með til-
komu hafnarinnar urðu stórstíg-
ar framfarir í flutningum og sjáv-
arútvegi. Samanlagður kostnað-
ur við hafnarframkvæmdirnar
var rúmar tvær milljónir króna,
og til samanburðar má geta þess
að tekjur bæjarsjóðs Reykjavíkur
á þessu sama tímabili voru um
2.2 milljónir króna.
í tilefni af þessum tímamótum
verður landsmönnum öllum gef-
inn kostur á að kynna sér starf-
semi hafnarinnar. Verður afmæl-
isins minnst með ýmsum hætti,
en á sjómannadaginn verður
opnuð sögusýning þar sem rakin
verður byggingarsaga hafnarinn-
ar og skyggnst inn í framtíð
hennar. Þá verður útbúið göngu-
leiðakort um höfnina, þar sem
merktar verða gönguleiðir auk
helstu kennileita. Einnig verður
efnt til hafnardaga með auglýstri
hátíðardagskrá og fleiri atriða,
sem verða haldin í tilefni af 75
ára afmælinu.
-PS
Ófeigur Gestsson, bæjarstjóri á Blönduósi, er ósáttur við harkalegan niðurskurð hins opinbera, sem kemur illa niður á
íbúum Blönduóss, en nú síðast hefur komið í Ijós að segja á upp starfsmanni á flugvelli:
„Harkalegri niðurskurður
en í öðnim bæjarfélögum“
Eins og Tíminn greindi frá í gær er í niðurskurðartillögum Flugmálastjóm-
ar gert ráð fyrír að segja upp starfsmönnum á litlum flugvöllum úti á landi
og þar á meðal á Blönduósi. Ófeigur Gestsson, bæjarstjóri á Blönduósi, seg-
ir það slæmt að missa út fleiri störf en nú þegar hefur orðið raunin, og seg-
ir hann niðurskurð hins opinbera koma mun harkalegar niður á Blönduósi
en á öðrum bæjarfélögum. Einnig sé verið að skerða þjónustu til muna.
„Þetta er náttúrlega slæmt, því í
1100 manna byggðarlagi er slæmt
þegar lagt er niður starf, ekki síst
vegna þess að nú á síðustu vikum
hefur starfsemi sjúkrahússins hér á
Blönduósi fengið meiri skell en önn-
ur sjúkrahússtarfsemi á landinu,
hlutfállslega, því það var skorið sér-
staklega hér niður um fjórar millj-
ónir umfram það sem gert var ann-
arsstaðar. Þannig að maður er dálít-
ið ósáttur og þá sérstaklega við þessi
vinnubrögð hins opinbera," sagði
Ófeigur Gestsson, í samtali við Tím-
ann.
Ófeigur sagðist hins vegar gera sér
grein fyrir því að landsamgöngur
væru mjög góðar við Blönduós. Það
væri snjólétt og það hindraði ekki
neina umferð flesta daga ársins. All-
ur niðurskurður á þjónustu væri
hins vegar af hinu illa, en gera má
ráð fyrir því að allt áætlunarflug
leggist af í framhaldi af uppsögn
starfsmanns á flugvellinum á
Blönduósi. Þá sagði hann slæmt að
einu fréttirnar, sem hann fengi af
svona niðurskurðartillögum, fengi
hann í gegnum fjölmiðla.
„Fyrir okkur hér á Blönduósi lítur
dæmið þannig út, að það er stutt
síðan að starfsemi Vegagerðarinnar
var nánast lögð niður og verður al-
veg aflögð. Niðurskurður á sjúkra-
húsinu er meiri en annars staðar og
nú síðast á að leggja niður starf á
flugvellinum og væntanlega leggst
niður áætlunarflug í framhaldi af
því. Það er sífellt verið að kroppa í
opinbera þjónusta í bænum, á sama
tíma og okkur gengur erfiðlega að fá
framgengt ýmsum málum fyrir bæj-
arfélagið og héraðið. Þetta finnst
manni dálítið harkalegt og það er
harkalegra en hjá öðrum bæjarfé-
lögum. Það hefur ekki verið boðið
upp á önnur opinber þjónustustörf,
sem stofnað hefur verið til, bæði í
Reykjavík og annars staðar á land-
inu, þannig að auðvitað er maður
ósáttur. Það má kannski segja að við
höfum ekki barist með kjafti og
klóm eftir pólitískum leiðum fyrir
lífi okkar að þessu leyti og það má
kannski til sanns vegar færa að við
verðum að fara að beita einhverjum
öðrum aðferðum, en beitt hefur ver-
ið til þessa, til að fá einhverju fram-
gengt,“ sagði Ófeigur Gestsson,
bæjarstjóri í samtali við Tímann.
-PS