Tíminn - 06.03.1992, Blaðsíða 1

Tíminn - 06.03.1992, Blaðsíða 1
I- Föstudagur 6. mars 1992 47. tbl. 76. árg. VERÐ I LAUSASÖLU KR. 110.- Indriði Pálsson var í gær kjörinn formaður stjórnar Eimskipafélags fslands á aðalfundi félagsins. Indriði tekur sæti Halldórs H. Jónssonar sem lést fyrir skömmu. Á myndinni eru stjórnarmenn Eimskips og forstjóri. Frá vinstri; Baldur Guðlaugsson, Garðar Halldórsson, Jón H. Bergs, Benedikt Sveinsson, Thor Ó Thors, Indriði Páls- son, Hörður Sigurgestsson, Hjalti Geir Kristjánsson, Jón Ingvarsson og Gunnar Ragnars. • Sjá einnig bls. 3 Brot gegn hundasamþykkt og vanskil leyfisgjalda aukast ár frá ári: Um 500 kvartamr vegna hunda í Reykjavík 1991 Kvörtunum vegna hunda í borginni fjölgar stórlega ár frá ári þótt fjöidi hunda breytist fremur lítið síðustu árin. Um 350 undanþágur voru veittar frá banni við hundahaldi á síðasta ári, um 173 leyfi aft- urkölluð og rúmlega þúsund hundar voru á skrá um áramót. Um 470 kvartanir bárust heilbrigðiseftirliti og lögreglu vegna þessara hunda í fyrra, þar af voru hátt í 200 fluttir í geymslu. Hundaeftirlitsmenn höfðu upp á óvenjulega mörgum óskráðum hundum á árinu, eða um 200. Og vanskil á leyfisgjöldum, sem kvartað hefur verið um í hverri ársskýrslu heiibrigðiseftirlitsins, voru þó meiri en nokkru sinni á síðasta ári. Árs- skýrslur undanfarinna ára sýna glöggt hvernig kvörtunum hefur fjölgað ár frá ári. Tölurnar sýna samanlagðan fjölda kvartana sem heilbrigðiseftirlit borgarinnar hefur haft afskipti af og kvartanir sam- kvæmt lögregluskýrslum: Kvartanir vegna hunda í Reykjavík 1986 1988 1990 1991 Bit 2 3 11 7 Áreiti 7 16 4 Ónæði 15 50 80 79 Óþrif 32 49 45 56 Lausir 107 175 277 281 111 meðf. Óskráðir 5 43 Alls 158 284 463 470 Hundar 692 981 839 1.016 Ljóst er að kvörtunum fólks hef- ur stórfjölgað undanfarin ár. Hvort hins vegar það er vegna aukins slóðaskapar og reglubrota hunda- eigenda, ellegar að grannar þeirra og aðrir borgarbúar eru að verða meira og meira pirraðir á ástand- inu er hins vegar ekki gott að segja til um. En það eru vitanlega hundaeigendurnir en ekki hund- arnir sem skapa vandamálin og brjóta settar reglur. Leyfisgjaldið hefur á undanförn- um árum hækkað minna en al- mennt verðlag, úr 4.800 kr. árið 1986 upp í 8.000 kr. á síðasta ári. Hundaeigendur sem sendu hreins- unarvottorð á tilskildum tíma fengu sendan gísóseðil, en aðeins helmingur þeirra greiddi fyrir ein- daga. Leitað var aðstoðar inn- heimtudeildar borgarinnar, sem sagt var til bóta. Jafnframt leitaði heilbrigðiseftir- litið aðstoðar lögreglu vegna ítrek- aðra brota á hundasamþykktinni og til að afla fógetaúrskurðar, svo unnt væri að fjarlægja óleyfilega hunda, sem ekki hafði tekist að handsama og færa í geymslu með eðlilegum hætti. Segist eftirlitið vænta nánara samstarfs við lög- reglu í erfiðum málum. Allir skráðir hundar eru ábyrgð- artryggðir hjá Sjóvá-Almennum. Þrjú ár í röð hefur félagið greitt tjón vegna 5 hunda á ári, samtals á bilinu 110 til 160 þús. kr. hvert þessara ára. Á árinu 1991 var lokið merkingu þeirra svæða sem hundum er bannaður aðgangur að; Öskjuhlíð- ar-, Laugarness- og Elliðaársvæði. í ársskýrslu eru sögð brögð að því að skilti væru skemmd og fjarlægð í Öskjuhlíð og yfirsprautuð með svörtu lakki við hesthúsahverfin í Elliðaárdal. Ennfremur hafi þurft að endurnýja skemmd bannskilti við dagvistir barna og leikvelli. Talsverð brögð voru að því á ár- inu að fólk úr öðrum lögsagnar- umdæmum dvaldi með hunda sína í .leyfisleysi í Reykjavík og sömuleiðis að eigendur óskráðra hunda reyndu að villa um fyrir eft- irlitsmönnum með því að segja hundana skráða í öðrum lögsagn- arumdæmum. í árslok störfuðu 2 hundaeftirlits- menn við eftirlitið ásamt ritara og höfðu víst meira en nóg að gera. - HEI 250 m.kr. „fuku“ úr ríkiskassanum Skattheimta á íslandi er greinilega ekki öll ákveðin af stjómmálamönnum eða landsmönnum sem slíkum. „Vegna tjóns af völdum veðurs sem gekk yfir landið í byijun árs (1991) varð ríkissjóður fyrir 250 milljóna króna út- gjaldaauka,“ segir m.a. í nýrri skýrslu um ríkisfjármálin árið 1991. Samkvæmt upplýsingum fjármála- ráðuneytisins fór langstærsti hluti upphæðarinnar, eða um 200 millj- ónir kr., til Rafmagnsveitna ríkisins. Um 30 milljónir fóru til viðgerða á fokskemmdum á Landspítala og minni upphæðir í annað. Þetta óveðurstjón samsvarar um 1.000 kr. „óveðursskatti" á hvern landsmann. Fyrr eða síðar þarf þannig um 4.000 kr. aukaálagningu á hverja fjögurra manna fjölskyldu til að borga kostnaðinn af þessu eina æðiskasti veðurguðanna. - HEI Bréf ganga á milli forseta Alþingis og formanna stjórn- arandstöðunnar vegna atkvæðagreiðslumálsins: Ut með rafmagnið? Stjórnarandstaðan segir í bréfi sem fulltrúar hennar rítuðu Salome Þorkelsdóttur, forseta Alþingis, í gær að svo geti farið að þingmenn muni í vaxandi maeli óska eftir því að atkvæði á Alþlngi verði greidd með nafnakalli eða handauppréttlngu. Formenn þingflokka stjómar- andstöðunnar kreíjast þess jafnframt að forseti Alþingis gefl yflrfýs- ingu úr forsetastóli vegna atviksins síðastliðinn fimmtudag þegar Matthías Bjarnason alþingismaður greiddi atkvæði fyrir félaga sinn Árna Johnsen. Stjómarandstaðan óskaði eft- andstöðunnar gagnrýna í bréfí ir þvf fyrr í vikunni að forsætis- því sem þeir sendu forseta f gær nefnd þingsins fjallaði um málið að hann skyldi ekki hafa skýrt frá og yfiriýsingar þingmanna um afsökunaribeiðni þingmanusins það í Qölmiðlum. Forsætis- fyrr. Formennimir segja f bréf- nefndin svaraði í fyrradag með inu að þessí niðurstaða sé eftir bréfi til formanna þingflokkanna atvikum með þeim hætti að þeir þar sem segir að nefndin sjái muni ekld aðhafast frekar í máí- ekki ástæðu tll að aðhafast frek- Inu. Formennimir te(ja hins veg- ar í málinu. í bréfi nefndarinnar ar óhjákvæmilegt að forseti kom m.a. fram að Matthías gangi skýrar frá málinu og gefi Bjamason hefði síðastliðinn yfirlýsingu um það úr forseta- föstudag beðið forseta þingsins stóli. formlega afsökunar á mistökum Engar atkvæðagreiðslur hafa sfnum, farið fram á Alþingi síðan atvikið Formenn þingflokka stjómar- áttí sér stað í sfðustu viku. -EÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.