Tíminn - 06.03.1992, Blaðsíða 6

Tíminn - 06.03.1992, Blaðsíða 6
6 Tíminn Föstudagur6. mars 1992 Tímamótasamning^ir UMFÍ, Apple-umboðsins og Manna og músa hf.: UMFI tölvuvæðist Ungmennafélag íslands, Apple- umboðið og fyrirtækið Menn og mýs hf. hafa undirritað tímamótasamn- ing um tölvuvæðingu innan ung- mennafélagshreyfingarinnar. Samn- ingurinn er byggður á vinnu sér- stakrar tölvunefndar, sem undanfar- ið eitt og hálfa árið hefur unnið að þarfagreiningu varðandi tölvumál hreyfingarinnar. Komst nefndin að þeirri niðurstöðu að nauðsynlegt sé að búa til sameiginlegt hugbúnaðar- kerfi fyrir öll ungmenna- og íþrótta- félög innan UMFÍ. Samningurinn gerir aðildarfélögum UMFÍ það kleift að kaupa búnað frá Apple-umboðinu á sérstökum kjörum, og geta þeir þá eignast fullkomið félagaforrit, ásamt hugbúnaði fyrir fþróttamót, keppnir og afrekaskrár frá Mönnum og mú- sum hf. Gert er ráð fyrir að hugbúnaðurinn verði tilbúinn til notkunar í maí næstkomandi og búist er við því að innan tveggja ára muni allt að 200 félög verða orðin notendur. -PS Hér undirrita Grímur Laxdal, forstjóri Apple-umboösins, til hægri, og Pálmi Gíslason, formaður UMFÍ, til vinstri, samninginn um tölvuvæðingu ungmennafélagshreyfingarinnar. Enska knattspyrnan: Nott Forest þrí- vegis á Wembley? Að komast með lið sitt á Wembley er draumur allra framkvæmdastjóra knattspymufélaga í Englandi, en Brian Clough, sem nú þegar hefur tryggt sér tvo leiki á Wembley í vor, verður ekki ánægður héðan af nema leikimir verði þrír. Þessi litríki framkvæmdastjóri, sem hefur stjómað Nottingham Forest Körfuknattleikur: NBA-úrslit Úrslit leikja í NBA-deildinni í körfu- knattleik, sem fram fóru á miðviku- dag, voru eftirfarandi: Boston-Orlando Magic...125-100 Detroit-Indiana Pacers.110-107. Frl. 76ers-Atlanta Hawks....107-102 Cha. Homets-Milwaukee ...119-110 Portland-Denver......129-100 Utah-San Antonio Spurs ...102- 93 LA Lakers-New Jersey.101- 92 Cleveland-Sacramento...109-108 frá því elstu menn muna, hefur unn- ið allt á ferli sínum nema enska bik- arinn. Möguleika á að komast í úrslit enska bikarsins á Wembley og það rætist að leikir Nott. Forest verði þrír á Wembley í ár, því liðið á að leika í átta liða úrslitum á laugardag gegn 2. deildarliði Portsmouth og verða Clough- drengirnir að teljast sigurstranglegri. Liðið hefur þegar tryggt sig í úrslit í enska deildarbikarnum og í úrslit annarrar keppni, en úrslitaleikur þeirrar keppni fer einnig fram á Wembley. Úrslit enska bikarsins er stóri draumurinn hjá Clough þessa dagana, en í fyrra lék Nott. Forest til úrslita gegn Tottenham, en beið þá lægri hlut. „Það er frábær tilfinning að vera á leið aftur á Wembley. Við þekkjum dyraverðina, afgreiðslu- fólkið og við kunnum vel við bún- ingsherbergin," sagði Clough, þegar Iið hans hafði tryggt sig í úrslit deildarbikarsins. En kálið er ekki sopið, þó í ausuna sé komið. Portsmouth gæti reynst Nott. Forest erfiður ljár í þúfu, því gengi liðsins hefur ekki verið upp á það allra besta í 1. deildinni. Forest skoraði ekki mark gegn Crystal Pal- ace á þriðjudag, og er það í fyrsta sinn sem það gerist í 17 Ieikjum. Á meðan Clough lætur sig dreyma um sinn sjöunda úrslitaleik á Wem- bley á fjórum árum, vonast Ieik- menn Norwich eftir að þeim takist að vinna enska bikarinn í fyrsta skiptið, en liðið leikur gegn Sout- hampton í átta liða úrslitum. Þá leika saman Liverpool og Aston Villa á sunnudag og Sunderland og Chelsea. Leeds United fær tækifæri til að skjótast á toppinn á laugardag, en liðið misnotaði tækifærið þegar það gerði jafntefli við Aston Villa á þriðjudag. Leeds leikur við Guðna Bergsson og félaga hjá Tottenham, en Manchester United situr hjá vegna þess að liðið leikur í undanúr- slitum deildarbikarsins á miðviku- dag. -PS/Reuter BAKÚ, Azerbajdsjan — Þúsundir Azera hópuðust saman fýrir framan þinghúsið I Bakú til að krefjast afsagnar Ayaz Mutalibov forseta, vegna þess að mannfjöldinn telur hann ekki hafa gert nóg til þess að verja þjóð sína fyrir árásum Armena. Mótmælin koma í kjölfar drápa á azersku flótta- fólki, sem reyndi að flýja armenska skæruliða. JERÚSALEM — Yitzhak Shamir, forsætisráöherra fsrael, hafnaði I gær tillögu Sýriendinga um að fresta frekari viðraeðum um frið í Mið- Austur- löndum fram yfir kosningarnar sem halda á þann 23. júní nk. Ástæðan er talin sú að Shamir vill sýna kjósendum (Israel að hann er ákveðinn í að reyna þátttöku í friðaráætluninni til þrautar. KOZLU, Tyrklandi — I gær kom á ný upp magnaður eldur f kolanám- unni þar sem slys varð fyrr I vikunni. Eldurinn hefur neytt björgunarmenn til að snúa til baka og fresta um sinn leit sinni að um 150 námuverkamönn- um, sem enn er saknað (námunni, en nú þegar hafa lík 122 manna fund- ist. SARAJEVO, Júgóslavíu — Sériegur sendimaður Sameinuðu þjóö- anna, Cyrus Vance, hvatti leiðtoga stríðandi hópa í Bosníu til að sýna still- ingu og gera hvað þeir gætu til að afstýra allsherjar blóðbaði og skálmöld í héraðinu. LADYSMITH, S-Afríku — F.W. de Klerk höfðaði til enskumælandi Suð- ur- Afríkumanna um stuðning við umbótaáætlun sína, sem felur í sér að komið verði á fót ríkisstjórn með aðild fulltrúa ólíkra kynþátta fyrir árslok. De Klerk, sem í gær var á kosningaferðalagi að berjast fyrir stuðningi við stefnu sína í allsherjaratkvæðagreiðslu sem fram á að fara meðal hvítra manna í landinu þann 17. mars, sakaði hægrimenn um kynþáttahatur. BONN — Háttsettur rússneskur embættismaður lofaði því f Bonn í gær að Erich Honecker yrði framseldur þýskum yfirvöldum, eftir að í Ijós hafði komið að þessi fyrrum leiðtogi Austur-Þýskalands hafði gert sér upp veik- indi þar sem hann er nú í felum í sendiráði Chile í Moskvu. Að sögn emb- ættismannsins er nú verið að leita leiða til að koma höndum yfir Honecker, sem þýskir Ijölmiðlar kölluðu í gær fjöldamorðinga og illmenni. GENF — Það gæti dregist fram á næsta ár að halda áfram samningavið- ræðum um GATT, sem nú eru svo gott sem strandaðar, segja samninga- menn í Genf. Bæði samningamenn og aðrir embættismenn tengdir við- ræðunum voru þó sammála um það í gær að ef einhver frekari dráttur en það yrði á því að samkomulag tækist, myndi það stefna samningunum f heild í algera tvísýnu. Formaður Nýdemókrata í Svíþjóð skipar þingmanni að halda sér saman. John Bouvin finnst fé í þróunarhjálp illa varið: Var betra þegar Ijón átu bömin? „Það var betra hér áður fyrr þegar fólkið dó úr sjúkdómum og ljónin átu bömin í Afríku." Sá, sem lét þessi orð falla, er sænski þingmað- urinn John Bouvin og vildi hann með þessu móti láta í Ijós skoðun sína á sænskri þróunaraðstoð. John Bouvin settist á sænska þing- ið sl. haust fyrir þá nýstofnaðan hægri flokk, Nýdemókrata. Flokkur þessi fékk rúmlega 6% atkvæða í síð- ustu kosningum, en hefur síðan aukið fylgi sitt um 2% samkv. skoð- anakönnunum. Stefnuskrá flokksins gengur út á lækkaða skatta, samdrátt hjá hinu opinbera, ódýrara brennivín og færri innflytjendur. Sumir vilja þó meira en aðrir, og þeirra á meðal er John Bouvin, sem vill hreinar línur í pól- itíkinni. Hann vill meðal annars taka upp dauðadóma á ný í Svíþjóð og tel- ur að landinu verði ekki svo vel sé stjórnað með lýðræði. Til þess þurfi einræði. Nú hefur formaður Nýdemókrata, greifinn Jan Wachtmeister, bannað Bouvin að tala opinberlega nema með leyfi og eftir ritskoðun flokks- forystunnar. Vart hafði flokksfor- maðurinn gefið þessi fyrirmæli, þeg- ar upp komst að Bouvin hafði lánað skrifstofú sína í sænska þinginu ein- um viðskiptafélaga sínum. Sá hafði síðan bæði notað síma og bréfsefni þingsins í þágu sameiginlegra við- skipta þeirra félaganna mánuðum saman. Skrifstofustjóri þingsins fann að þessu við Bouvin, sem brást hinn versti við og sagði skrifstofustjóran- um að fara til helvítis. Nú er beðið eftir viðbrögðum Wachtmeisters flokksformanns. —I.VJ., Svíþjóð MERKIÐ VIÐ 13 LEIKI 7. mars 1992 Viltu gera uppkastað þinni spá? 1. Everton - Oldham □ SS[2] 2. Luton Town - C. Palace y mmíTi 3. Q.P.R. - Manch. Citv Q mmm □ mmm 4. Sheff. Wed. - Coventry City 05. Tottenham - Leeds United u mmm 6. Wimbledon - Notts County Bmsm 7. Bristol Rovers - Blackburn Hmmm 8. Charlton - Millwall Hmmm 9. Grimsby Town - Barnsley ammm 10. Newcastle - Brighton □ mr x im 11. Oxford United - Swindon Town Q I 1 II x |f2l 12. Plymouth - Derby County e 11 ii x im 13. Wolves - Bristol City œmmm FJÖLMIÐLASPÁ Z Z S Q. OC < 4 z s 3 S 1 2 5 | I | FM95.7 SAMTALS s * *- O s 1 á I 3 1 xl 2 11 1 X 1 1 1 1 1 1 1 9 1 0 2 2 2 2 2 X 1 2 X X 1 2 3 5 3 X X X 1 2 1 2 2 2 2 2 3 5 4 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 10 0 0 5 1 X 2 2 2 2 X X 2 2 1 3 6 6 1 1 1 1 1 X 1 1 1 1 9 1 0 7 2 2 2 2 2 X 2 2 X X 0 3 7 8 X 1 1 1 X 1 1 1 X 1 7 3 0 9 X 1 X 1 1 1 1 X 1 X 6 4 0 10 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 10 0 0 11 1 2 2 2 2 2 2 2 2 1 2 0 8 12 1 2 X 2 1 2 2 2 2 2 2 1 7 13 1 1 1 1 X 1 1 1 1 1 9 1 0 STAÐAN í 1. DEILD Manchester Utd. 30 17 11 2 51-22 62 Leeds ...31 16 13 2 55-24 61 Manchester City .31 15 8 8 45-35 53 Sheffield Wed. ...30 15 8 7 49-41 53 Liverpool ...30 12 13 5 35-27 49 Arsenal ...30 11 11 8 51-35 44 Aston Villa .. 31 12 6 13 35-35 42 Chelsea ...31 10 11 10 40-45 41 Everton ...30 10 10 10 39-34 40 Norwich ...30 10 10 10 40-41 40 Crystal Palace . ...30 10 10 10 42-51 40 Wimbledon ..30 9 11 10 36-36 38 Oldham ...31 10 7 14 45-50 37 QPR ..31 7 15 9 30-36 36 Tottenham ..28 10 5 13 36-36 35 Nottingham For. 27 9 7 1142-42 34 Coventry ...29 9 7 13 28-29 34 Sheffield Utd. ...30 9 7 14 44-50 34 Notts County .. ...29 7 8 14 30-40 29 Luton ...31 7 8 16 25-55 29 West Ham ...28 6 9 13 26-42 27 Southampton ...29 5 10 14 27-45 25 STAÐANí 2 . DEILD Blackbum .33 18 8 7 53-31 62 Ipswich .32 17 8 7 51-35 59 Cambridge ...33 16 10 7 49-31 58 Southend .34 15 81149-4153 Middlesbro ..30 15 7 8 37-28 52 Leicester .32 15 6 11 42-39 51 Derby ..32 15 6 11 42-33 51 Portsmouth .... ...32 14 8 10 43-34 50 Swindon ...32 13 10 9 52-39 49 Charlton ..33 14 7 12 40-38 49 Millwall ..33 13 7 13 52-52 46 Wolves ...31 12 7 12 41-36 43 Sunderland ..33 12 7 14 47-46 43 Bamsley ...34 20 8 15 36-44 41 Bristol Rovers ...34 10 10 14 41-54 40 Tranmere ...30 8 15 7 32-33 39 Grimsby ...31 10 9 12 37-46 39 Watford ...32 10 7 15 34-39 37 Newcastle ...34 8 12 14 49-63 36 Bristol City ...32 8 11 13 34-50 35 Plymouth ..32 9 7 16 32-48 34 Port Vale ...34 7 13 14 32-44 34 Oxford ...33 9 6 18 47-54 33 Brighton 34 8 9 17 44-55 33

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.