Tíminn - 06.03.1992, Blaðsíða 5

Tíminn - 06.03.1992, Blaðsíða 5
Föstudagur6. mars 1992 Tíminn 5 Magnús Finnbogason: Hugsunarlausar reiknikúnstir Þann 7. febrúar síðastliðinn boðaði fræðsluráð Suðurlands til fundar á Selfossi með oddvitum, sveitarstjórum og skólanefnd- arformönnum á Suðurlandi til þess að kynna hvernig skerðing á fjárframlögum til grunnskóla héraðsins komi út, miðað við fyrir- liggjandi áætlanir. Fræðslustjóri kynnti hugmyndir um væntan- legan niðurskurð. Þá kynnti hann kostnaðartölur um iauna- kostnað í mismunandi skólum héraðsins; jafnframt kynnti hann þær hugmyndir sem starfsmenn menntamálaráðuneytisins eru að velta fyrir sér til þess að ná niður kostnaði ríkisins við kennslu á grunnskólastigi. Ljóst er að sú skerðing, sem fyrirhuguð er, kemur til með að valda verulegri röskun og samdrætti, þar sem stöðugildum fækkar um 12-20 á næsta skólaári. Um spamaöarhugmyndir mennta- málaráðuneytis er það að segja að þær koma ekki á óvart, miðað við stjómarstefnu. Þær byggjast á hugsunarlausum reikningskúnst- um skrifstofufóiks, sem sagt er að vinna ákveðið verk án þess að því sé ætlað að hafa skilning á högum þeirra sem verkefnið snertir. Þeirra viðfangsefni er skoðað sem einfalt reikningsdæmi, sem gefur mis- munandi útkomu eftir því hvemig tölur em settar upp. En það virðist ekki leiða hugann að því að hér er verið að ráða örlögum fólks. Nú er það svo að ennþá er búseta manna frjáls í þessu landi og enginn hefur mér vitanlega getað sannað að búseta á einum stað sé þjóðinni hagstæðari en búseta á öðmm, ef allir þættir málsins em skoðaðir og til lengri tíma litið. Þessu búsetu- freisi á að fylgja jafnrétti til náms og annarrar þeirrar þjónustu sem sam- félagið veitir þegnum sínum, þó mikið vanti á að því markmiði hafi verið náð. Því er það hverju sveitar- félagi mikil nauðsyn að eiga góðan og velbúinn skóla með hæfu starfs- liði. Þetta er langtum stærra byggðamál en margan gmnar, því að skólinn er og á að vera þunga- miðja menningarlífs hverrar sveitar. Því kemur það óneitanlega illa við okkur dreifbýlismenn, þegar við skynjum að stjómvöld em í ljósi talna um einstaka þætti skólastarfs án heildaryfirsýnar farin að velta því fyrir sér í frillri alvöru, að því er virð- ist, að skera af smærri skóla og flytja nemendur yfir í aðra stærri, oft um langa og vonda vegi. Því að þegar þessar hugleiðingar em í skoðun, er gjaman litið til þess hvað langt sé á milli skóla, en ekki hins hvað söfn- unarleiðir nemenda geta lengst við þannig tilfærslur. Ég hef hvergi séð úttekt á því að stórir skólar skili hlutfallslega fleiri góðum nemend- um en þeir smærri, eða að það fólk, sem sína uppfræðslu hefur fengið í litlum skólum, sé á einhvem hátt lakari þjóðfélagsþegnar en þeir sem úr stærri skólum koma. Þvert á móti gmnar mig að þessu sé öfugt farið. Um kostnaðarhliðina er það að segja að í gildi er samningur um verkaskipti milli ríkis og sveitarfé- laga, þar sem ríkið tók að sér allar launagreiðslur kennara; annar kostnaður er sveitarfélaga. Þessi samningur er þverbrotinn með boð- aðri skerðingu á fjárframlögum til gmnnskóla, að ógleymdum lög- regluskatti. í annan stað myndu slíkar breytingar kalla á stóraukinn kostnað sveitarfélaganna vegna lengingar á akstri nemenda. Víða þyrfti að stækka skóla, á sama tíma og þau skólamannvirki, sem sveitar- félögin hafa verið að koma upp, stæðu auð og ónotuð. Því er hér ekki um spamað að ræða á heildar- kostnaði; sennilega myndi þetta leiða til aukins kostnaðar, þegar upp yrði staðið. En af hugmyndum stjómvalda má ráða að þeirra ætlan er að reyna að fá sveitarfélögin til að deila um nið- urskurðinn, þannig að í hita bardag- ans gleymist sökudólgurinn, þ.e. ríkisstjómin sem niðurskurðinn fyrirskipaði. Þyí skora ég á alla sveit- arstjómarmenn að standa saman um þá kröfu að ríkisvaldið standi við sinn hluta verkaskiptasamningsins og greiði undanbragðalaust til skólastarfsins það sem lög og reglu- gerðir kveða á um. Jafnframt hvet ég til þess að skólar auki samstarf og samvinnu sín á milli eftir því sem mögulegt er, t.d. með því að ráða sameiginlega sérhæfða kennara þar sem stutt er á milli skóla. Það er miklu minna mál að færa einn kennara milli skóla en allan nem- endahópinn. Með þessu móti er hægt að slá tvær flugur í einu höggi, þ.e.a.s. nýta betur sémám kennara og gefa nemendum kost á fiölbreytt- ara námi en annars væri hægt. En niðurskurðurinn kemur víðar við en í skólastarfi. Um fátt hefur verið meira ritað og rætt undan- famar vikur og mánuði en niður- skurð ríkisvaldsins á margvíslegri þjónustu, sem við þegnamir höfum fengið og allir töldu sjálfsagða og eðlilega, miðað við þá þjóðfélags- gerð sem hér hefur þróast undan- farin ár og áratugi. Þó ekki sé því að leyna að seinni ár- in hefur það ekki farið framhjá nein- um að það jafnréttismynstur, sem ríkt hefur í orði kveðnu að minnsta kosti, hefur verið að skekkjast á þann veg að þeir, sem fiármagn eiga eða hafa greiðan aðgang að því, hafa verið að auka sinn hlut ótæpilega að undanfömu. Enda held ég að aldrei hafi orðið jafnmikil og háskaleg eignatilfærsla í þjóðfélaginu eins og á þeim tíma þegar lágu gengi var haldið föstu allt of lengi, á sama tíma og frjálsir vextir og verðtrygg- ing voru að ganga af öllu eðlilegu athafnalífi dauðu. Að mér læðist sá grunur að af núverandi valdhöfúm sé markvisst stefnt að því að færa fiármagnið þangað sem það er fyrir og þar með markvisst að breyta þjóðfélagsgerðinni til óheftrar markaðshyggju. Þessa skoðun byggi ég á því að fyrsta verk þessarar stjómar var að sleppa öllum vöxtum lausum og samkvæmt kenningunni átti markaðurinn að leiða þá til jafn- vægis á skömmum tíma. Það hefur ekki gerst ennþá. Þá eiga þær spam- aðar- og niðurskurðaraðgerðir það sameiginlegt að það er ekki leitað til þeirra sem breiðustu bökin hafa. Nú skal ég alls ekki halda því fram að ekki sé þörf á aðhaldi í meðferð opinberra fiármuna. Hitt vefst fyrir mér að einungis sé fiármuna að leita í vösum þeirra gamalmenna sem hafa einhverjar atvinnutekjur, en að ekki megi skerða hár á höfði þeirra sem hafa tekjur af vöxtum og verð- bréfum. Sama á við um tekjutrygg- ingu bamaiífeyris, hún sem snertir aðeins atvinnutekjur. Þetta finnst mér hróplegt óréttlæti og engu öðm trúi ég en að þetta eigi eftir að hefna sín fyrr en síðar, því svona augljóst óréttlæti þolir ekki íslensk þjóðarsál til lengdar. Nú finnst mér að einhver tekjutrygging þessara bóta þurfi alls ekki að vera óeðlileg, ef allir væm jafnir fyrir skattinum. Um spamað í heilbrigðiskerfinu verð ég að segja það að ekki get ég með nokkm móti skilið þann spam- að sem fæst við lokun sjúkradeila, á sama tíma og biðraðir sjúklinga telja nokkur hundmð. Það er of harðneskjulegt sjónarmið til þess að ég vilji eigna nokkmm manni þá hugsun, að helsti spamaðurinn fel- ist í því að biðin verði til þess að grisja hópinn. Um annan spamað held ég tæpast geti verið að ræða, því varla læknast fólk af sjálfu sér við að bíða; líklegra er að lækningin verði eríiðari og dýrari eftir því sem hún dregst. Ekki trúi ég því að hægt sé að koma í veg fyrir sjúkdóma með lagasetningu eða útgáfri reglugerða. Þá finnst mér það skrítin hagfræði, ef það telst hagnaður að nýta ekki þá fiárfestingu, sem komin er í sjúkra- stofnanir og tæki til að sinna sjúk- um og öldmðum. Nú veit ég að svarið er að ekki séu til peningar til að reka þetta og jafnframt að við, sem þetta gagnrýnum, ætlum þá að benda á aðrar leiðir. Mér fannst það sérkennileg uppákoma að á sama tíma og Alþingi var að samþykkja niðurskurð í heilbrigðis- og skóla- kerfinu, skyldu Sameinaðir verktak- ar greiða fámennum hópi svokall- aðra eigenda hermangsgróðans 900 milljónir í skattfrjálsu reiðufé. Þetta var sem svipuhögg í andlit almenn- ings. Þó er hér aðeins um að ræða toppinn á ísjakanum og það sem af slysni kom fyrir almennings sjónir. En það er víðar sem kenningar og gerðir frjálshyggjunnar em ekki sannfærandi. Samkvæmt kenning- unni ber að einkavæða sem flesta Því er það hverju sveit- arfélagi mikil nauðsyn að eiga góðan og vel- buinn skóla með hæfu starfsliði. Þetta er langtum stærra byggðamál en margan grunar, þvi að skólinn erog á að vera þunga- miðja menningarlífs hverrar sveitar. hluti og breyta ríkisstofnunum í hlutafélög til að auka samkeppni og hag neytenda. Af þessu er nú þegar komin nokkur reynsla. íslandsbanki h/f var stofnaður á rústum Útvegs- bankans og fleiri bankastofnana. Mér hefur skilist að hann gangi lengst í því að halda uppi háum vöxtum, löngu eftir að verðbólga er komin niður. Þá er til fyrirtæki sem heitir Bif- reiðaskoðun íslands h/f. Verðiagn- ing þeirrar þjónustu, sem hún veit- ir, er með þeim hætti að öllum of- býður. Þar að auki fengu þeir einka- leyfi og þar með einokun á bifreiðaskoðunum fram undir alda- mót. Ef ég man rétt, þá var nýlega end- umýjað einkaleyfi og þar með ein- okunaraðstaða Flugleiða h/f á Kefla- víkurflugvelli. En þeirra verðlagn- ing á þjónustu er þannig að engar líkur eru á að vöruflug annarra flug- félaga geti átt sér stað meðan það ástand varir. Þó eru einhverjir mestu möguleikar á útflutningi ferskra íslenskra útflutningsafúrða háðir því að á komist beint pólflug til Japans og annarra Asíulanda með þessar vörur. Stutt er síðan stórt amerískt flugfélag tók upp þannig flug með ferskt hrossakjöt, eldislax og fleiri sjávarafurðir, en þeir urðu að gefast upp vegna óhóflegs kostn- aðar við lendingar og lestun í Kefla- vík. Nýlega er lokið enn einni samn- ingalotu um EES-svæðið svo- nefnda. Til er gamalt íslenskt mál- tæki sem segir að lengi geti vont versnað, og það á svo sannarlega við í þessu tilfelli. Stjóm þessa svæðis, ef af yrði, er með þeim endemum að ekki eru neinar líkur á því að kjöm- ir fulltrúar á Alþingi fengju nokkru um ráðið, heldur yrði þar embættis- mannastjóm sem starfaði í umboði utanríkisráðherra og ráðherra- funda, sem haldnir yrðu einstaka sinnum. Þá væri gaman að fá um það áætl- un hvaða kostnað það hefði í för með sér fyrir ísland og Lichtenstein að halda uppi stjómkerfi EES, þegar þau verða orðin ein eftir af EFTA- löndunum, þar sem Ijóst er að öll hin EFTAlöndin hafa sótt um aðild að EB, eða fyrir liggur að þau muni gera það á næstu mánuðum. Og hver verður okkar staða gagnvart þessu risaveldi, þegar svo er komið að við emm orðnir næstum einir af EFTA- arminum? Þá er að koma í Ijós að þeir ímynduðu hagsmunir, sem áttu að fylgja aðildinni, eru sem óðast að týna tölunni. Nú er lang- halinn endanlega úr sögunni og karfinn kominn í staðinn; síldin í uppnámi. Þá er ekki lengur nóg að láta 3000 tonn af karfa, heldur verða að koma til tvíhliða samningar um sjávarútvegsstefnuna við EB sem aðgöngumiða að EES-svæðinu, og held ég að flestir renni grun í hvað það þýðir. Því er það von mín að ís- lensk þjóðargæfa sé það mikil að þessum viðræðum verði hætt sem fyrst. En fari svo að áfram verði haldið, þá er grundvallarkrafan sú að þjóðaratkvæðagreiðsla verði um málið. En það eru fleiri stór mál í farvatn- inu. Nýlega fór Jón Baldvin í funda- herferð til að kynna „Gatt-málið“ og stöðu þess, eins og hann orðaði það í upphafi fundar, þó þær upplýsing- ar, sem hann gaf, væru afskaplega einlitar og hann svaraði alls ekki málefnalega þeim spumingum sem fundarmenn beindu til hans. Mest- ur tími hans fór í samanburð á sam- komulagsdrögum, sem lögð voru fram í fyrra og hafnað þá, og þeim drögum sem kennd eru við Dunkel, formann viðræðunefndarinnar. Tcildi Jón hin síðari drög miklum mun hagstæðari fyrir íslenskan landbúnað og opinberaði með því fáfræði sína á þessum málum. Hér er mikið hagsmunamál og marg- þætt og ætti að geta leitt af sér ým- islegt jákvætt í alþjóðaviðskiptum, ef samningar fara eftir upphaflegu markmiði þessara samtaka, en það er að auka sem mest tollfrjáls við- skipti milli aðildarlanda og leggja niður vemdarstefnu innlendrar framleiðslu. Það sem mestum erfiðleikum hef- ur valdið að undanfömu er ágrein- ingur um landbúnaðarmál, en sem kunnugt er vemda allar þjóðir sinn landbúnað. Bandaríkin ekki undan- skilin með einum eða öðrum hætti, en mismikið. Og þó oft sé hávær umræða um styrki og vemd fs- lensks landbúnaðar, þá er sá stuðn- ingur, sem íslenskur landbúnaður fer, lítill á móti því sem gerist í okk- ar heimshluta. Þá höfúm við verið að lækka tolla og auðvelda innflutn- ing einir Evrópuþjóða; jafnframt er búið að ákveða að fella niður út- flutningsbætur á útfluttar Iandbún- aðarvörur og færa framleiðsluna að innanlandsmarkaði. Þessi atriði gera það að verkum að við getum ekki tekið við stórlega niðurgreidd- um erlendum landbúnaðarafurðum á okkar litla markað, eins og þessi Dunkelsdrög gerðu ráð fyrir. En sem betur fór voru af íslands hálfu gerðir fyrirvarar við þessi Dunkels- drög, auk þess sem þeim var hafnað af öðmm þjóðum. Því verður að treysta því að íslensk stjómvöld átti sig á því að þó nú um stundir sé hægt að benda á niður- greiddar ódýrar matvömr úti í heimi, meðan offramleiðsla er í okk- ar heimshluta, þá skipast skjótt veð- ur í lofti. Mikill meirihluti mann- kyns er á hungurmörkum og ekki þarf nema eitt eiturefnaslys á Vest- urlöndum til þess að okkar heims- hluti sé í hættu. Því er besta og eina líftrygging eyþjóðar að framleiða sem mest af þeim matvælum, sem þjóðin þarf sér til lífsframfæris. Höfundur er bóndi á Lágafelll f Austur- Landeyjum. Magnús bóndi á bygggaröi sínum á Lágafelli f Austur-Landeyjum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.