Tíminn - 06.03.1992, Blaðsíða 2

Tíminn - 06.03.1992, Blaðsíða 2
2 Tíminn Föstudagur 6. mars 1992 Fjármálaráðherrar Norðurlandanna samþykkja stórfellda fjárhagsaðstoð við Eystrasaltsríkin: Sjö milljarðar til Eystrasaltsríkjanna Fjármálaráöherra Norðurlanda hafa ákveðið að hrinda í framkvæmd sér- stakrí fjárfestingaráætlun fyrir Eystrasaltsrikin. Markmið þessarar áætlun- ar er að treysta efnahagslega uppbyggingu í Eystrasaltsríkjunum með því að veita tæknilega aðstoð og ráðgjöf á sviði efnahagsmála og beina erlendu fé til ýmissa verkefna í ríkjunum. Með áætluninni fá Eystrasaltsrík- in meira en 100 milljón ECU, eða sem svarar rúmlega 7 milljörðum íslenskra króna, á næstu þremur ár- um, bæði í formi beinna styrkja og lána. Bein framlög Norðurlandanna á næstu þremur árum eru metin til 45 milljóna ECU, en til viðbótar koma ríkisábyrgðir og framlög frá Evrópubankanum. Beint framlag ís- lands er áætlað um 11 milljónir ís- lenskra króna á ári á tímabilinu 1992-1994. Fjármálaráðherrar Norðurlanda fólu í nóvembermánuði síðastliðn- um sérstökum vinnuhópi embættis- manna að skoða fram komnar hug- myndir um stuðningsaðgerðir af hálfu Norðurlandanna við endur- reisnarstarfið í Eystrasaltsríkjunum og leggja fram ákveðnar tillögur um framhaldið til umræðu á ráðherra- fundi sem var haldinn í tengslum við þing Norðurlandaráðs. Markmið þessarar áætlunar er að treysta efnahagslega uppbyggingu í ríkjunum með því að veita þeim tæknilega aðstoð og ráðgjöf á sviði efnahagsmála og fmna heppilegar leiðir til þess að beina erlendu fé til ýmissa verkefna í ríkjunum. Jafn- framt var talið brýnt að nýta þær stofnanir sem fyrir eru. Áætlunin skiptist í tvo meginþætti. Annars vegar bein framlög Norður- landanna til að styrkja tæknilega uppbyggingu einkafyrirtækja. Þessi framlög veröa veitt í gegnum Nor- ræna fjárfestingabankann (NIB), Norræna verkefnaútflutningssjóð- inn og Evrópubankann. Til þessa þáttar verður varið 15 milljónum ECU, eða sem svarar 1,1 milljarði ís- lenskra króna. Hlutur íslands er 1%, eða um 11 milljónir og greiðist á þremur árum. Hins vegar verður sérstök lánafyr- irgreiðsla til ákveðinna fjárfestinga- verkefna sem fari bæði í gegnum NIB og Evrópubankann. Hér er um að ræða lán. Sá hluti sem fer um NIB verður með fullri ríkisábyrgð og hefur þar af leiðandi ekki áhrif á lánshæfni NIB á alþjóðamörkuðum. Hámark þessarar lánafyrirgreiðslu er 30 milljónir ECU sem dreifist á þrjú ár, en ekki er gert ráð fyrir framlögum af hálfu Norðurland- anna til hennar, að sinni að minnsta kosti. Verði afföll af þessum lánum af hálfu Norðurlandanna lenda þau á eigendum NIB, þ.e. Norðurlöndun- um sjálfum. Jafnframt er gert ráð fyrir 30 millj- óna ECU greiðslu til Evrópubankans í sérstakan Eystrasaltssjóð sem verður undir stjóm bankans. Sjóðn- um er ætlað að veita lán til fjárfest- ingaverkefna í Eystrasaltsríkjunum og jafnframt leggja hlutafé í þarlend fyrirtæki. Það er skilyrði fyrir fjár- veitingu úr sjóðnum að Evrópu- bankinn leggi jafnháa fjárhæð á móti Norðurlöndunum. Stofnun Eystrasaltssjóðsins við Evrópubank- ann er nýmæli og markar tímamót þar sem hann getur orðið fyrirmynd í öðrum fjármálastofnunum. Fjármálaráðherra mun kynna Al- þingi málið í næstu viku. -EÓ Umsvif Texta- varps aukast Nýverið jókst umfang Textavarps Sjónvarpsins um ríflega helming, úr rúmlega 100 síðum í liðlega 230, þegar útsendingar hófust á dag- skrárlið sem kallast Dagbók. f Dag- bókinni er m.a. að finna upplýsingar um almanak, samgöngur, opnunar- tíma sundstaða og safna, menning- aryfirlit, og dagskrár kvikmynda- og leikhúsa. Þegar útsendingar Textavarps hóf- ust 30. september síðastliðinn var boðið upp á fimm efnisþætti: fréttir, veðurfregnir, dagskrá Sjónvarps og Útvarps, upplýsingasíður fyrir Félag heyrnarlausra og upplýsingar um Textavarp. Síðan hafa bæst við íþróttasíður, fjármálasíður (þar sem m.a. er að finna upplýsingar um gengi, vísitölur og dráttarvexti), lukkusíður (Iottó og getraunir) og fasteignaauglýsingar Kaupfélag Eyfiröinga: Um 50 milljóna króna hagnaður á síðasta ári Samkvæmt bráðabirgðauppgjöri skilaði rekstur Kaupfélags Ey- firðinga um 50 raiHjóna króna hagnaöi árið 1991, að teknu tilliti til skatta og óreglulegra tekna og gjalda. Heildartekjur félagsins voru ríflega 8700 milljónir króna og hafa aukist um tæp 5% milli ára. Heildarlaunagreiöslur félagsins námu 1265 milljónum króna, hækkuðu um 13% milli ára. Samkvæmt bráðabirgðaupp- gjörinu er hagnaður fyrir fjármagnsliði nú 334 miiljónir króna á móti 436 milljónum króna áríð áður. Eigið fé Kaupféiags Eyflrð- inga er nú rúmlega 2800 milijónir, jókst um 9% milli ára. Þetta kemur m.a. fram í fréttatil- gengisþróun en árið áður og einnig kynningu frá KEA. Þar segir enn- fremur að fjármagnskostnaður að frádregnum ijármagnstekjum var um 277 milljónir króna, hækkaði milli ára um 81 milljón eða 41%. Hagnaður af reglulegri starfsemi var um 73 milljónir króna á móti 241 núlljón árið áður. Skattar nátnu um 22 miiijónum króna, og verður því niðurstaðan hagnaður að upp- hæð um 50 miiljónr króna. Félagið lagði tii hliðar og gjaidfærði á síð- asta árí um 90 milljónir króna tii að mæta skuldatðpum og greiðslum á ábyrgðum sem félagið er í. Afkoma ársins var misjöfn milll deiida og greina, cn þó er sammerkt með þeim fiestum að fjármagns- kostnaður hækkar mikið milli ára. Stafar það bæði af óhagstæðarí af mjög háu vaxtastigi á sL árí. Hjá verslunardeildum var afkoman í sÓTvöruverslunum mjög svipuð og árið áður. Afkoman í matvöruversl- un var hins vegar mum verri, og eru ástæðumar f.o.f. aukin samkeppni sem leiddi af sér iægrí áiagningu og einnig varð lítli söluaukning á ár- inu. Aíkoma iðnfyrirtækjanna í heild var ívið betri en árið áður. Af- koma kjötiðnaðar batnaði, en annar iönaður kom heidur verr út. Þjón- ustufyrirtækin í heild bættu sinn rekstur á árinu 1991, miðað við ár- íð á undan og sérstaklega batnaöi reksturínn á Hótei KEA og Bða- verkstæði Dalvíkur. Sjávarútvegur og fískvinnsla kom mun verr út en árið á undan, þrátt fyrir talsverða magnaukningu. Helstu ástæðumar eru að hráefnisverð hækkaði langt umfram hækkun á afurðum og einnig hækkaði annar kostnaður umtaisvert. Afkoman í veiðum batn- aði töiuvert á milli ára, en í heiid versnaði afkoman. Afkoma Siátur- húss KEA var viðunandi á síðasta árí og batnaði raunar aðeins á milli ára. Afkoma Mjóikursamlagsins versnaði hins vegar mjög, f.o.f. vegna þess að innvegið mjólkur- magn dróst saman um rúmlega 1 milljón Iítra. f lok fré tt a tilkynningarinnar er lít- illega vikið að framtíðarhorfum Kaupfélags Eyfirðinga. Þar segir m.a. að á yfirstandandi árí sé spáð samdrætti í þjóðarframleiðslu og því sé ekki hægt að búast við því að eftirspurn effír vörum og þjónustu innanlands aukist við þær aðstæð- ur. Þvf sé meginverkefnið að hag- ræða í rekstri þannig að kostnaður lækki og á það bæði við innkaups- verð vara og annan rekstrarkostnað. í útflutningsgreinum era falns veg- ar verulegir stækkunarmöguleikar. f fískvinnsiunni er samdráttur í aflaheimfídum og því verður aö leít- ast við að vinna allan afia í enn verð- mætari afurðir en gert hefur verið. Vatnsútflutning er hægt að auka verulega, og hafa þegar verið gerðar ráðstafanir til þess. Vatnsútflutn- ingur er hins vegar áhættusamur og óvíst að hann skili verulegum hagn- aði á allra næstu árum. Landbúnað- arframleiðsia hefur dregist saman og mun væntanlega dragast enn frekar saman auk þess að lenda í samkeppni við innflutning. Því þurfa bændur að hagræða í rekstri hjá sér og hjá afurðastöðvunum verður Uka að eiga sér stað stúrfelid hagræðing. Hjá Kaupfélagi Eyfírð- inga hafa þegar verið gerðar ýmsar breytingar til hagræðingar og verð- ur áfram unnið í þeim málum og stefnt að samstarfi við aðrar vinnslustöðvar. SlQct samstarf gæti hugsanlega leitt tíl endurskipulagn- ingar á úrvinnslu landbúnaðaraf- urða í landinu. Varðandl það umhverfi sem at- vinnureksturinn býr við sldptir höf- uöffiáii að stöðugleiki haldist íverð- lagi og að vextir lækkL f stöðugu verðlagí verður allt kostnaðareftiriit miklu markvissara, hægt er að gera áætlanir sem nýtast sem stjómtæki og öll stjómun veröur markvissari. hiá-akureyri. Varahlutir í Ford Sierra kosta álíka á Norðurlöndum og London eins og í Bílanausti en: Löduvarahlutir helmingi ódýrari hér en erlendis fslendingur sem þarf að kaupa varahluti í Lödu virðist sleppa nær helmingi billegar en Lödueigendur í London og á hinum Norðurlöndunum. Eigandi Ford Sierra sleppur hins vegar ekkert betur hér á landi. Þetta er meðal nið- urstaðna úr verðsamanburöi sem Gallup á íslandi gerði fyrir Bílanaust. Verð á sjö tegundum varahluta í 3 bfía í 24 varahlutaverslunum í London, Kaupmannahöfn, Stokkhólmi og Ósló var borið saman við verð nákvæm- lega sömu hluta hjá Bfíanausti. Ösló er eina borgin þar sem þessir varahlut- ir em gegnumsneitt ódýrari en á íslandi, nema í Lödu sem nær alltaf eru ódýrastir hér. Varahlutir í Mözdu eru langdýrastir í Kaupmannahöfn, en Ford Sierra er dýrastur í London. Verðsamanburðurinn náði til eftir- talinna varahluta í hvern bílanna þriggja; loft- og smursíur (Fram), höggdeyfar framan og aftan (Monroe), Rafkerti (NGK), hemla- klossar (Tomos) og þurrkublað (Champion). í öllum tilfellum voru bornir saman hlutir með sömu vörumerki og sömu vörunúmer í hvern bíl, en þeir eru; Mazda 323 1300, Lada 1200 og 1500 og Ford Si- erra 1600, allir af árgerð 1988. í eftirfarandi töflu má sjá saman- lagt meðalverð allra varahlutanna í hvern bfl fyrir sig í hverju landi (töl- ur sléttaðar í heil hundruð króna): Samanlagt verð sjö hluta í 5 borgum Lada: Pord SL: Mazda: Bílanaust 6.100 12.900 18.900 Ósló 9.400 11.700 16.100 Stokkh. 9.800 12.900 22.800 Kaupm.h. 15.200 12.900 27.800 London 10.500 14.700 25.600 Lægst/hæst 150% 26% 72% Bflan./hæst 150% 14% 47% Því er sem sé ekki að treysta að „Glasgowverð" sé alltaf lægra en hér. Thflan sýnir m.a. þá miklu sérstöðu sem Ladan virðist hafa hérlendis. í engu hinna landanna er verðmunur t.d. sérlega mikill á varahlutum í Lödu og Ford Sierra. Hér er sá mun- ur hins vegar meira en tvöfaldur. Þá virðist athyglisvert, að þótt vara- hlutirnir í Ford Sierra kosti jafn- mikið hvort sem þeir eru keyptir í Bflanausti, Stokkhólmi eða Kaup- mannahöfn, þá fer verðmunurinn hins vegar hátt í 50% ef um er að ræða sömu hluti (frá sömu verk- smiðjum) í Mözdu. Erfitt virðist raunar að koma auga á nokkurt samræmi í verði, hvorki milli einjtakra staða né einstakra hluta. Hvernig getur t.d. staðið á því, að loftsía í Mözdu kostar 91% meira í Bflanausti (985 kr). heldur en í Ósló (515 kr.), en smursía kost- ar hins vegar 29% meira í Ósló (739 kr.á móti 574 kr. hér.) Mynstrið snýst svo alveg við þegar kemur að sömu hlutum í Lödu. Þá er það smursían sem kostar 67% meira í Bflanausti (743 kr.) en í Stokkhólmi (446 kr.). En loftsían kostar aftur á móti 167% meira í Stokkhólmi (1.015 kr. á móti 380 kr. í Bflanausti). Nær ótrúlegur vermunur kemur í ljós á höggdeyfum í Lödu. Þeir kosta 1.465 kr. í Bflanausti en fjórum sinnum meira, eða 5.770 kr. að með- altali, í varahlutaverslunum í Lond- on. Fyrir þurrkublað í Ford Sierra sem kostar ekki nema 308 kr. að meðaltali í Kaupmannahöfn þarf jafnaðarlega að borga þrisvar sinn- um hærra verð (907 kr.) í London, en Bflanaust var svo þar mitt á milli. - HEI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.