Tíminn - 06.03.1992, Blaðsíða 7

Tíminn - 06.03.1992, Blaðsíða 7
Föstudagur 6. mars 1992 Tíminn 7 Tveir fulltrúar frá Samtökum um kvennaathvarf hafa mætt á tvær skólasýningar leikritsins „Ég heiti ísbjörg — ég er ljón“ í Smíðaverkstæði Þjóðleikhússins: Fyrirspurnum svarað um sifjaspell og ofbeldi Fulltrúar Samtaka um kvennaathvarf, þær Jenný Anna Baldursdóttir og Guðrún Ágústsdóttir, hafa tvrvegis mætt eftir sýningar á leikritinu „Ég heiti ísbjörg — ég er ljón“ og svarað fyrirspumum og tekið þátt í umræð- um um vandamál tengd sifjaspellum og ofbeldi gegn konum og böraum á heimilum. Um er að ræða sýningar, sem hópar úr skólum sækja, og hafa fulltrúar skólanna óskað nærveru fulltrúa athvarfsins. Að sögn Jennýjar Önnu Baldursdóttur, sem sótt hefur sýningaraar fyrir hönd Kvennaat- hvarfsins, hefur þetta gefist mjög vel. Hafa orðið líflegar umræður og hef- ur þeim verið tekið vel. Leikritið er sýnt í Smíðaverkstæði Þjóðleikhússins. Leikritið fjallar meðal annars um þessi vandamál, þ.e.a.s. ofbeldi á kon- um á bömum á heimilum og sifja- spell. „Við höfum mætt á tvær sýning- ar og í bæði skiptin hefur verið um skólahópa að ræða, frá Fjölbrauta- skóla Garðabæjar og í fyrrakvöld var hópur frá Skógaskóla. Okkur frnnst þetta í raun stórkostlegt, hve þroskuð þessi íslensku börn eru og hve þau spyrja skemmtilega. Það eru að vísu fleiri leikhúsgestir, sem setið hafa eft- ir, og við höfum verið uppteknar af því að nýta okkur þetta tækifæri til kynn- ingar, því leikritið tjáir íslenskan raunveruleika sem er alls ekki undæi- tekning heldur er mjög algengur á ís- landi. Það er svo margt fólk, sem býr við aðstæður eins og ísbjörg þarf að búa við. Það eru um 160 manns, sem sjá leikritið hverju sinni, og ef hægt er að koma því til skila, að það sem gerist í leikritinu er ekki bara drama heldur raunveruleikinn sjálfur, þá er þetta kynning sem er alveg ómetanleg, því það eru um 6-7 sýningar á viku og uppselt á þær allar,“ sagði Jenný Anna Baldursdóttir í samtali við Tímann. Jenný segir að ekki hefði verið neitt um það spyrjendur færu að tala um eigin reynslu. Það væri þó vitað að ef horft væri til tölfræðilegra stað- reynda, þá mætti reikna með að í sal, sem tekur 160 manns, séu 16 sifja- spellaþolendur og 16 aðrir sem séu of- beldisþolendur o.s.frv. Það hafi sýnt sig að greinilegur áhugi er fyrir þess- um málum og enginn fari ósnortinn út af leikritinu. Leikaramir frnni mjög greinilega þessi tilfinningalegu áhrif sem leikritið hefur á fólk, en þeir taka einnig mjög virkan þátt í umræðun- um. „í fyrrakvöld var til dæmis mikið rætt um það af hverju það væri ekki eitthvað í leikritinu, sem bryti upp þennan óþægileika sem væri einráður í leikritinu, t.d. að fsbjörg yrði ást- fangin eða eitthvað jákvætt kæmi inn í leikritið. Mér finnst að það sé einmitt vegna þessa stöðuga óþægileika að ís- björg er svo gott leikrit, því það kemur svo vel til skila þessari stöðugu ör- væntingu og sársauka sem konur og böm upplifa, sem búa við ofbeldi af einhverju tagi. Ef fólk þarf að sitja í rúma tvo tíma og líða ofsalega illa, Úr uppfærslunni á „Ég heiti ísbjörg — ég er ljón“. Tfmamyndir: Áml BJama fara svo heim og vegna þeirrar vanlíð- anar telja sig knúið til að fara að hugsa um þessi mál, þá hefur leikritið skilað því sem það þarf að gera,“ segir Jenný. Hún segir að áhugi þessa fólks, sem tekið hefur þátt í umræðunum, sé mikill og eigi það við um bæði kynin. Það hafi hreinlega þurft að rjúfa um- ræðumar, vegna þess að komið var langt fram yfir miðnætti og ekki hafi verið nein löngun til að hætta, hvorki hjá fulltrúum Samtaka um kvennaat- hvarf né áhorfendum og þátttakend- um í umræðunum. Strákamir í hópn- um hafi ekki síður spurt um þessi mál, en þó hafi spumingar þeirra beinst töluvert að þætti gerandans í málinu og hvað hægt væri að gera til að kom- ast að rótum vandans. Hvaða aðstoð væri hægt að láta þeim í té. „Við höfum reyndar svarað því til að við höfum ekki sérþekkingu á því og því verði aðrir að koma þar tii, en hins vegar er það mjög brýnt. En það hafa ekki verið síður strákarnir, sem hafa verið virkir, og það er mjög jákvætt." Fmmkvæðið að þessum umræðum er komið frá skólunum sjálfum og hefur það tengst náminu, einkum hjá þeim sem em á félagsfræðibraut eða hafa verið að fjalla um mál tengd þessu. Samtökin hyggjast halda þessu áfram, og þann 12. og 13. mars næstkomandi verða samskonar umræður fyrir nem- endur úr MH, en þær umræður verða meira tengdar bókmenntum. „En málið er að þetta er mjög spenn- andi fyrir okkur og búið að vera virki- lega gefandi fyrir okkur, sem komum á vegum Kvennaathvarfsins," sagði Jenný Anna Baldursdóttir, fulltrúi Samtaka um kvennaathvarf, í samtali við Tímann. Þjóðleikhúsið á einnig töluverðan þátt í því að Samtökin koma inn í leik- ritið með þessum hætti. Á meðan æf- ingum á íeikritinu stóð, fengu leik- konur úr leikritinu að koma í Kvenna- athvarfið til að fylgjast með starfsem- inni. Þá mættu fulltrúaar Kvennaat- hvarfsins, Stígamóta, Geðdeildar Landspítalans og fleiri aðilum á æf- ingar hjá öllum leikurunum, þannig að undirbúningur sýninganna var mikill. -PS Starfsmenn Kvennaathvarfsins, Jenný Anna Baldursdóttir og Guð- rún Ágústsdóttir. SÖNGUR DAGSINS: Á Sprengi- sandi Leiörétting Einhvers konar prentvillupúki virðist hafa hlaupið í „lag dagsins" í gær, því að eitt erindi vantaði, en línum úr því var skotið inn í önnur þar sem þær áttu ekki að vera. Við biðjumst vel- virðingar á þessu og birtum því aftur „lag dagsins" í gær: Kvölda tekur, sest er sól Kvölda tekur, sest er sól, sígur þoka’ á dalinn. Komið er heim á kvíaból, kýmar, féð og smalinn. Senn er komið sólarlag, sést á norðurheiðum. Líður á þennan dýrðardag; drottinn stýri leiðum. Senn er komið sólarlag, sést á norðurtindum. Líður á þennan dýrðardag; drottinn stýri vindum. Senn er komið sólarlag, sést á norðurfjöllum. Líður á þennan dýrðardag; drottinn hjálpi’ oss öllum. Senn er komið sólarlag, sendi’ oss drottinn friðinn, og oss gefi annan dag eftir þennan liðinn. Þjóðvísa Ríðum, ríðum, rekum yfirsandinn, rennur sól á bak við Amarfell. Hér á reiki er margur óhreinn andinn, úr því fer að skyggja ’ á jökulsvell. Drottinn leiði drösulinn minn, drjúgur verður síðasti áfanginn.:,: Þei, þei, þei, þei, þaut í holti tófa, þurran vill hún blóði væta góm, eða líka einhver var að hóa, undarlega digrum karlaróm. :,: Útilegumenn í Ódáðahraun eru kannski’ að smala fé á laun.: Ríðum, ríðum, rekum yfirsandinn. Rökkrið er að síga’á Herðubreið. Álfadrottning er að beisla gandinn, ekki’ er gott að verða á hennar leið. :,: Vænsta klárinn vildi’eg gefa til að vera kominn ofan í Kiðagil.:,: Grímur Thomsen Á Sprcngisandi Sigvaldi Kaldalóns Ríö - um, ríö - um rek-um yf - ir sand - inn, renn - ur sól á bak viöArn-ar-fell. Hér á reiki' er marg-uró-hreinnand - inn, 17 ö T - ~| -1 - ~P?| 1 VL h . - _ 1 / — Kff • J- L #-*- 1 ' r úr því fer aö skyggja’á jök-ul-svell. Drott- inn leið - i Drott - inn leiö - i drös - ul - inn minn, drjúg-urverð-ursíö - ast-i \\h ■ A D m Flr-| —| á - fang- inn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.