Tíminn - 12.03.1992, Blaðsíða 3

Tíminn - 12.03.1992, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 12. mars 1992 Tíminn 3 Húsbréfakerfið opnað fyrir þeim sem ‘86 kerfið skellti á nefið á: Húsbréfalán til fólks af gamla biðlistanum Félagsmálaráðuneytið hefur ákveðið að þeim sem „brunnu inni“ í ‘86 lánakerfinu verði veitt lánafyrirgreiðala í húsbréfakerfínu. Þarna er um að ræða hóp fólks sem fengið hafði lánsrétt en beið eftir iánsloforði þegar ‘86 kerfínu var lokað, en hafði þá keypt sér íbúðir eða lagt í íbúðarbyggingu í von um lánsloforð þótt síðar væri. Að sögn Braga Guðbrandssonar, að- stoðarmanns félagsmálaráðherra, er ráðuneytið nú að undirbúa reglu- gerð um það hvemig að þessu skuli staðið, m.a. með það í huga að kom- ið verði í veg fyrir snögga aukningu á húsbréfoútgáfu, sem mundi auka hættu á hækkun affalla af bréfunum. Tálið er að með þessu muni á milli 200 og 300 manns öðlast og nýta sér rétt til húsbréfalána út á íbúðir sem þeir keyptu áður en lokun gamla kerfisins var endanlega ákveðin. Að sögn Braga reyndi Húsnæðisstofnun að kanna hvað þama væri um stóran hóp að ræða með því að senda út bréf í desember til þeirra sem fengið höfðu lánsrétt en ekki lánsloforð þegar kerfinu var lokað. Niðurstaðan hafi orðið sú, að vel á þriðja hundrað manns lýstu áhuga á að nota sér rétt til húsbréfafyrirgreiðslu. Raunar var þessum hópi á sínum tíma gefinn kostur á að ganga inn í húsbréfakerfið, en þá í síðasta lagi fyrir 15. maí 1991. En bæði var að þá hafði ákvörðun um lokun ‘86 kerfis- ins ekki endanlega verið ákveðin, auk þess sem lok umsóknarfrestsins virðast hafa farið fram hjá mörgum. Bragi sagði þetta tvennt hafa orðið til þess að hópur fólks sem ekki not- feerði sér þessa möguleika á sínum tíma, hafi farið að þrýsta á um hús- bréfafyrirgreiðslu eftir því sem leið á árið. Ráðuneytið hafi því ákveðið að veita þessum hópi lánsrétt í hús- bréfakerfinu. - HEI Afleiðingar brunans í spenni- stöð á Vatnsendahæð: Sendingar falla niður í vik- ur eða mánuði Eins og kunnugt er brann spenni- stöð í tengihúsi við langbylgju- loftnetið á Vatnsendahæð til kaldra kola síðastliðinn sunnu- dag. í brunanum eyðilagðist allur aðlögunarbúnaður fyrir lang- bylgjuloftnetið og óvíst er hversu langan tíma tekur að fá slíkan búnað, sem yrði annaðhvort feng- in erlendis frá eða hann smíðaður hérlendis. Það er því ljóst að lang- bylgjusendingar liggja niðri ein- hvern tíma, vikur eða mánuði. Á meðan sendingarnar liggja niðri er dagskrá rásar 1 send út á stutt- bylgju allan sólarhringinn á 3295 kflóriðum, þ.e.a.s. 91 metra bylgiulengd. -PS Arni er ið inn spyrja Ámi M. Mathiesen alþingis- maður (SjfL) hefur lagt fram fyrirspumir til aflra ráðherra rfldsstjómarinnar tim auglýs- inga- og kynningarkostnað ráðuneytanna á árinu 1990 og fyrstu fjóra mánuði ársins 1991. Guðrún Helgadóttir al- þmgismaður (Alb.) hefur einn- ig lagt fram fyrirspurnir til ráð- herra Alþýðuflokksins um aug- íýsingar þeirra í Alþýðublaðinu frá 1. mai 1991 til 1. mars 1992. Rekja má þessar fyrirspumhr tfl fyrirspumar Áma M. Mathíe- sen um auglýsinga- og kynning- arkostnað fjármálaráðuneytis- ins í ráðherrafa'ð Ólafs Ragnars Grímssonar. Þær uppiýsingar sem þar komu fram urðu tilefni tii harðrar gagnrýni á Ólaf Ragnar, en Ámi var einnig gagnrýndur fyrir að efna til pól- stískrar leiksýningar með fyrir- spuminni. Á mánudaginn lagði Guðrún fram sínar fyrirspumir og dag- inn cftir Iagði Árni fram sínar fyrirspurair, en þær era á 12 þingskjölum. Ekki er leyfflegt að spyrja fleiri en einn ráðherra í einu og verður Ámi að leggja fyrirspumir fyrír hvem og einn ráðherra. -EÓ Aðalfundur Félags eldri borgara ályktaði: Oldrunardeild á Borgarspít ala verði opnuð hið fyrsta Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni hélt á dögunum aðal- fund sinn og var hann að sögn forráðamanna fjölsóttur. Fundur- inn ályktaði um ýmis mál og þá var kosinn nýr formaður félags- ins, Kristján Benediktsson kenn- ari, en hann tekur við af Berg- steini Sigurðssyni, en hann hefúr verið formaður síðustu árin. Aðalfundurinn ályktaði um hjúkrun- arvist þar sem segir að nú þegar bíði um 300 Reykvíkingar eftir hjúkmnar- vist og gerir félagið þá kröfu að Borg- arspítalinn féi tafarlaust fé til að opna öidrunardeildina sem var lokað í hausL B-álman sem hýsir öldrunar- deildina hafi verið að mestu byggð fyr- ir fé úr framkvæmdasjóði aldraðra og mótmælir Félag eldri borgara öllum áformum um að taka hana undir aðra starfsemi. Þá hafi alltaf verið gert ráð fyrir að B- álman þjóni öldruðum og því verði að gera kröfu til þess að hún verði kláruð hið fyrsta. Einnig voru á fundinum sam- þykktar ályktanir þar sem fundurinn fer þess á leit að lyf sem aldraðir þurfi oft að nota sam- kvæmt læknisráði, svo sem melt- ingarlyf og svefnlyf verði niður- Kristján Benediktsson, nýkjör- inn formaöur Félags eldri borg- ara. greidd á ný. Þá varar félagið við öll- um hugmyndum um að ýta rosknu fólki út af vinnumarkaðnum og benda þá á skerðingu vegna tekju- tengingar ellilauna. Félagar í Félagi eldri borgara eru nú um 6.500 talsins. Eins og áður sagði var á aðalfundinum kosin ný stjórn í félaginu og var formaður Leiðbeinendur sinna 1/3 starfa í framhaldsskólum Um 1/3 þeirra sem kenna í framhaldsskólum hafa ekki til þess full réttindi. Kennurum með full réttindi hefur þó heldur fjölgað frá því á síðasta skólaári. Hlutfall réttindalausra er um 70% á Austurlandi og Vestfjörðum og 63% á Norðurlandi vestra. Þessar upplýsingar koma fram í svari frá menntamálaráðherra við fyrirspum frá Krist- ínu Einarsdóttur alþingismanni. A þessu skólaári eru stöðugildi kennara á framhaldsskólastigi rúmlega 1.400. Inn í þeirri tölu eru ekki kennarar við tónlistar- skóla eða skóla sem tilheyra heil- brigðis- og landbúnaðarráðuneyt- inu. 66% kennara hafa full rétt- indi, en 33% hafa aðeins rétt til að kalla sig leiðbeinendur. Kennarar eru 756, en leiðbeinendur 593 þar af 203 í minna en 3Q% starfi. { Reykjavík eru 25% kennslunnar unnin af leiðbeinendum. Þetta hlutfall er 31% á Reykjanesi, 45% á Vesturlandi, 68% á Vestfjörðum, 63% á Norðurlandi vestra, 48% á Norðurlandi eystra, 72% á Austur- landi og 41% á Suðurlandi. Á síðasta ári sinntu kennarar með full réttindi 63,6% af allri kennslu í framhaldsskólunum. Á þessu skólaári er þetta hlutfall komið í 66,4%. -EÓ Hryssa tapaðist Hryssa tapaðist frá Skarði í Landsveit. Hún er dumbrauð og stjörnótt. Mark líklega oddfjaðrað aftan hægra. Upplýsingar gefa Guðni Kristinsson hreppstjóri í Skarði. S: 98-76580 og Guðlaugur Tryggvi Karlsson í Reykjavík. kosinn Kristján Benediktsson Kristín Jónasdóttir ritari og Þor- kennari. Aðrir í stjórn félagsins eru steinn Ólafsson gjaldkeri. Pétur Hannesson varaformaður, - PS AÐALFUNDUR Aðalfundur Olíufélagsins hf. verður haldinn föstudaginn 27. mars 1992 á Hótel Sögu, Súlnasal, og hefst fundurinn kl. 13.30. DAGSKRÁ i. Venjuleg aðalfundarstörf skv. 14. gr. samþykkta félagsins. 2. Tillaga um útgáfu jöfnunarhlutabréfa. 3. Önnur mál, löglega upp borin. Dagskrá, endanlegar tillögur og reikningar félagsins munu liggja frammi á aðalskrifstofu félagsins, hluthöfum til sýnis, viku fyrir aðalfund. Aðgöngumiðar og fundargögn veröa afhent á aöalskrifstofu félagsins Suðurlandsbraut 18, 3. hæð, frá og með 23. mars, fram að hádegi fundardags. Stjórn Olíufélagsins hf.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.