Tíminn - 12.03.1992, Page 8

Tíminn - 12.03.1992, Page 8
8 Tíminn Fimmtudagur 12. mars 1992 Mark Fjölskrúðugt úrval frambjóðenda í ítölsku þingkosningunum: La Cicciolina hefur ákveöiö aö halda áfram í pólitík, þó aö þaö kosti aö barniö, sem hún gengur meö, veröur fööur- laust. En pólitískur stöðugleiki ekki í sjónmáli Moana Pozzi er nú skærasta stjarna Ástarflokksins. viö repúblik- Alessandra Mussolini fer f framboö fyrir nýfasista. Luciano Benetton er genginn til liös ana. Þetta eru ekki þingkosningar eins og gerist og gengur í lýðræð- isríki. Jafnvel þeir, sem eru orðnir langþreyttir á að fylgjast með pólitísku dægurþrasi, finna til spennings vegna kosningabarátt- unnar fyrir komandi þingkosningar á Ítalíu, þó að þjóðin sé lang- æfð í kosningum, þar sem hún hefur að meðaltali gengið að kjör- borðinu og skipt um ríkisstjórn oftar en einu sinni á árí undan- farna fjóra áratugi. Þessi nýjasta kosningabarátta, sem fram fer þessar vikumar, býð- ur upp á því sem næst öll tilbrigði sem hugsast geta: pólitíska sam- keppni tveggja velefnaðra fata- fellna, fram á sjónarsviðið kemur stútmynnt sonardóttir Benitos Mussolini og gefur kost á sér fyrir hönd nýfasista, þátttöku Lucianos Benetton sem aflaði nafni sínu frægðar með umdeildri eyðniaug- lýsingu og kviksögur ganga um að sjálfur Luciano Pavarotti hyggist syngja sig inn á ítalska þingið. 240 flokkar hafa tilkynnt framboð í eina tíð var ekki annað að sjá en kjósendur ættu ekki annað í vænd- um en algera ringulreið, þegar 240 flokkar tilkynntu að þeir ætluðu að taka þátt í kosningum til að komast að niðurstöðu um hverjir tækju sæti í 51. ríkisstjóm landsins eftir síðari heimsstyrjöld. Flokki fugla- veiðimanna var stillt upp gegn flokki bílstjóra, sem hefur hrað- brautir á stefnuskrá sinni. Flokki lögfræðinga var stefnt gegn flokki húsmæðra. Ekki færri en þrír flokkar slást um atkvæði óánægðra eftirlaunaþega. En kosningarnar hafa fengið á sig aukalegan glansblæ með fréttum um að Alessandra Mussolini, bráð- falleg systurdóttir Sophiu Loren og sonardóttir sjálfs II Duce, ætlaði að bjóða sig fram fyrir ítölsku sósíal- istahreyfinguna, sem stendur lengst til hægri. Stjórnmálamenn í Róm hröðuðu sér á blaðsölustaði, þegar út kvisaðist, en reyndist ekki á rökum reist, að myndir af fá- klæddri Alessöndru væru birtar í glanstímariti. l’ramboð hennar — sem hefur beint athygli sem aldrei fyrr að stjómmálaflokki sem riðaði til falls — hefur fengið auglýsingamenn til að hugsa stíft um fyrirbæri sem eingöngu þekkist í ítölskum stjórnmálum, „politica-spettac- o!o“. Röksemdafærsla þeirra er að þar sem samkeppnin sé svo hörð, sé stjórnmálaflokki nauðsynlegt að bjóða upp á eitthvað alveg sérstakt til að hann skeri sig úr. Afleiðingin hefur verið að þeir hafa gengið ein- beittir til þess verks að biðla til hinna frægu. í síðustu viku febrúar var svo komið að því sem næst allir flokkarnir voru í leit að eigin „po- litica- spettacolo“. Sósíalistar biðla til Pavarottis Þegar Bettino Craxi, leiðtogi sósí- alista, kom í óvænta heimsókn til óperusöngvarans Pavarottis, fór orðrómur á kreik um að tenórinn ætlaði að gerast frambjóðandi. Pa- varotti sagði hins vegar að þó að hann dáðist að flokksformannin- um, vildi hann heldur halda „polit- ica“ og „spettacolo" aðskildu. Hins vegar söng hann með glæsibrag Nessun Dorma fyrir Craxi. Repúblikanar, sem löngum hafa tengst Fiat-fjölskyldunni Agnelli, hafa fengið á sitt band úrvalslið, plötusnúð, hnefaleikakappa, tenn- isleikara, frægan hjartaskurðiækni, hljómsveitarstjóra og, þó að ein- kennilegt megi virðast, yfirmann stórslysamála. En mesti sigur repúblikana fólst í liðveislu Benet- tons, stjórnarformanns risastóra fatafyrirtækisins með sama nafni sem nú vekur ekki hvað síst athygli fyrir umdeildar auglýsingar. Róttæki flokkurinn hefur tryggt sér stuðning kvikmyndaleikara Að utan sem þekktastur er fyrir að auglýsa kaffi. En vinstrisinnaði Sósíal- demókrataflokkurinn gat ekki graf- ið neitt upp meira aðlaðandi en geðvonda verkalýðsleiðtoga. La Cicciolina hefur eignast keppinaut í eigin flokki Það eru þó fáir sem komast í hálf- kvisti við Ástarflokkinn, þegar um er að ræða að láta taka eftir sér. Ástarflokkurinn hefur fengið Mo- ana Pozzi, hæfileikaríka fatafellu frá Genúa, til að koma í stað La Cicciolina sem aðalaðdráttarafl flokksins. Pozzi, sem áður var ein- faldlega þekkt sem „ítalska klám- drottningin", hefur næstum í einni andrá tekist að yfirskyggja Alessöndru Mussolini. Þær Pozzi, og ófrísk Cicciolina — sem hefur með tilkynningu sinni um að hún ætli að hefja þátttöku í stjórnmálum á ný leitt mann sinn til að lýsa því yfir að hann ætli að fara fram á hjónaskilnað — gefa þau kosningaloforð að berjast gegn fíknilyfjum, mafíunni og fyr- ir meira frelsi í kynferðismálum. Það má sjá aukinn frama Pozzis innan flokksins á auglýsinga- spjöldum hans, sem áður fyrr báru myndir af varaþykkri La Cicciol- ina, en sýna nú brosandi Pozzi, með kross á enni og innrömmuð í hjarta. Moana Pozzi er þeim eiginleikum gædd að vera fljót til svara, bros hennar þykir aðlaðandi og hún er jafnan reiðubúin að lýsa stjórn- málastefnu sinni. Enda hefur hún víða fengið hól fyrir frammistöð- una og það frá ekki ómerkari mönnum en rithöfundinum Um- berto Eco og frægasta blaðamanni ítala, Enzo Biagi. Hún hefur þó leitt hjá sér ráðleggingu Ecos um að gera það sama og Reagan og segja skilið við núverandi atvinnu í skemmtanalífinu. Biagi hrósaði henni fyrir hvað hún væri fljót til svars og væri hóf- söm í málflutningi, og sýndi stilli- lega framkomu. Rithöfundurinn Eco segir aö Moana sé miklu síður klúr nakin en margir kappklæddir heiðursmenn. Kjósendur fá svo sannarlega tækifæri til að sjá heil- mikið af 31 árs nakinni Pozzi. í að- albækistöðvum Ástarflokksins í Róm þarf ekki að greiða nema 500 ísl. kr. fyrir að fá að sjá aðalfram- bjóðanda flokksins afklæðast. Hvað tekur við eftir kosningar? En burtséð frá „spettacolo", hafa þessar kosningar sérstaka merk- ingu fyrir Ítalíu, aðallega vegna heilmikillar stuðningsaukningar við hægrisinnaða flokka og al- mennra vonbrigða vegna stöðnun- ar í stjórnmálum. Útbreiðsla skipulagðrar glæpa- starfsemi, hrun opinberrar þjón- ustu, sjúkt efnahagslíf og geysileg- ur aðflutningur útlendinga, þessi atriði hafa leitt til ekki bara endur- lífgunar nýfasista í nafni Mussolin- is, heldur þess að Norræna banda- lagið, sem vann 20% atkvæða í staðaratkvæðagreiðslu á síðasta ári, ætlar nú að taka þátt í þjóðar- kosningum í fyrsta sinn. Barátta hægrisinna gegn spilltri miöstýringu og innflutningi út- lendinga, sem hefur vakið upp svipaða ástríðuöldu og í Frakk- landi, hefur fengið góðar undir- tektir einmitt á sama tíma og hinn fyrrum voldugi Kommúnistaflokk- ur er rústir einar. Kristilegum demókrötum, sem unnu 34% atkvæða í síðustu kosn- ingum og hafa yfirhöndina í núver- andi ríkisstjórn, viröist mest hætta búin. Ef haft er í huga hitasóttarkennt ástand í ítölskum stjórnmálum og hversu margir eru fúsir til að greiða því sem næst hverjum sem er atkvæði, kunna kristilegir demókratar að verða tilneyddir til að taka upp samstarf við flokk töfrabragðamannsins Othelma!

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.