Tíminn - 12.03.1992, Page 9

Tíminn - 12.03.1992, Page 9
Fimmtudagur 12. mars 1992 Tíminn 9 Bo Derek í súkku- laði! Nú er orðiö langt um liðið síðan við heyrðum af Bo Derek en kannski muna einhverjir enn eftir því þegar hún lék í myndinni 10 og þótti þá ímynd hins fullkomna kvenlíkama enda var maður henn- ar, leikstjórinn John Derek, óþreytandi við að auglýsa ágæti konu sinnar. Nú er Bo tekin til við kvikmynda- leikinn á ný, og kannski hefur hún aldrei hætt. Um þessar mundir Ieikur hún á móti Robert Hays í myndinni Súkkulaði, sem fjallar um ungan milljarðamæring sem vill kaupa súkkulaðiverksmiðju. Auk myndarinnar 10 sem áður er nefnd hefur Bo Derek leikið í Orca Killer Whale og Bolero. Zsa Zsa heldur upp á afmæli — en hvað er hún gömul? Zsa Zsa Gabor er ein þeirra sem alltaf hefur lag á því að komast í blöð og aðra fjölmiðla, og sífellt er verið að minna á þá rosalegu lífs- reynslu hennar að hafa setið í þrjá daga í fangelsi fyrir að löðrunga lögregluþjón. En hvað gerir hún annars — fyrir utan það að vera alltaf að gifta sig? Það er óleyst ráðgáta. Annað mál er það að hún er „hagsýn" með af- brigðum. Nánar tiltekið er hún al- ræmd fyrir að gefa ekki þjórfé nema í ýtrustu neyð og þjónustu- fólk hennar ber henni ekki vel sög- una. Það segist neyðast til að vinna alger skítverk á heimilinu, eins og að þrífa eftir dekurhundana henn- ar sem fá að fara sínu fram um allt hús. En þegar kemur að því að launa fyrir viðvikið dregur hún upp sýnishorn af andlitskreminu sínu, sem ein þjónustustúlkan seg- ir að lykti svo illa að það hljóti eitt- hvað að vera athugavert við það. Nískupúki, segja þeir sem til þekkja um Zsa Zsa Gabor. Hún timir þó aö leggja fé í sjóö unga mannsins sem dansar fyrir hana í þvi sem næst engum fötum. Zsa Zsa Gabor heldur upp á afmæliö sitt meö Evu systur sinni. En hvaö er hún gömul? Sjálf segist hún rétt skriöin yfir sextugt, en kunn- ugir segja hana komna á áttræöisaldur. Raquel Welch heldur sér vel, um það er ekki deilt, en þegar hún mætti á Balli elds og íss í Beverly Hills ekki alls fyrir löngu veittu at- hugulir blaðaljósmyndarar því at- hygli að hún hafði áður sést í sama kjólnum, nánar tiltekið fyrir tæpum tveim árum, en eitthvað hafði samt breyst. Kjóllinn leynir svo sannarlega litlu um vaxtarlag leikkonunnar og háls- málið er vel flegið. Þegar myndimar voru bornar saman sást að barmur Raquel hafði tekið róttækum breyt- ingum. Hafði hún látið lagfæra á sér brjóstin, var hvíslað. ,Alls ekki,“ sagði talsmaður leikkonunnar, breytingin væri algerlega á vegum Sama konan og sami kjóllinn meö tveggja ára millibili. En eitthvaö hefur breyst. móður náttúru. hafa Iifibrauð af útliti sínu að sætta Að undanfömu hafa verið miklar sig við það sem þeim hefur verið út- umræður um skaðsemi sílikón hlutað frá náttúrunnar hendi og að- fegrunaraðgerða og kannski er bara laga hálsmálin því. orðið ráðlegt fyrir þær konur sem

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.