Tíminn - 12.03.1992, Qupperneq 12

Tíminn - 12.03.1992, Qupperneq 12
AUGLYSINGASIMAR: 680001 & 686300 HEIÐI Bl LAPARTAS ALA Varahlutir í árgerðir '74-'87 Ýmsar smáviðgerðir Kaupi bt'la til niðurrifs HEIÐI • BÍLAPARTASALA Flugumýri 18D ■ Mosfellsbœ Sfmar 668138 & 667387 I HÖGG- * DEYFAR Verslið hjá fagmönnum varahlutir Hanarshöfða 1 - s. 67-6744 ÞJONUSTA MÁLARAR geta bætt viö sig málningarvinnu úti sem inni Vönduð og góð vinnubrögð Sími 670269 ÞÉTTING OG KLÆÐNING FIMMTUDAGUR 12. MARS 1992 Hljómleikar til styrktar Finni Eydal Fjöldi hljómlistarfólks kemur fram á hljómleikum sem Zonta syst- ur og Jazzvakning halda til styrktar Finni Eydal á Hótel Sögu 15. mars kl 21. Finnur Eydal hefur undanfarið orðið að fljúga þrisvar í viku til Reaykjavflcur frá Akureyri til aö fara í gervinýra. Fyrir nokkru gengust félagar og vin- ir Finns fyrir því að keypt yrði gervi- nýra sem staðsett yrði á Akureyri. Það er nú komið til landsins en herslumun vantar upp á að borga tækið og fylgihluti þess. Ágóðanum af hljómleikunum á sunnudag verð- ur einmitt varið til þess. Á hljómleikunum á sunnudags- kvöldið koma fram Sveiflusextett- inn, Kristján Magnússon píanóleik- ari og hljómsveit, Árni Scheving og félagar, Björn Thoroddsen og Stein- grímur Guðmundsson o.fl., Kuran Swing, Hljómsveit Ólafs Gauks og Anna Mjöll, Tríó Carls Möller ásamt Andreu Gylfadóttur, Ellý Vilhjálms og Ragnari Bjarnasyni og loks hljómsveit Finns Eydals sjálfs ásamt Helenu Eyjólfsdóttur og Ingimari Eydal. Veislustjórar verða Hermann Gunnarsson og Vernharður Linnet. Ásta R. á þing Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir tók í fyrradag sæti Finns Ingólfssonar á Alþingi. Þessa stundina sitja því fimm konur á þingi fyrir Framsókn- arflokkinn. Þær eru auk Ástu Ragn- heiðar, Valgerður Sverrisdóttir og Ingibjörg Pálmadóttir. Þá situr Þur- íður Bernódusdóttir nú á þingi í stað Guðna Ágústssonar og Elín Líndal í stað Páls Péturssonar. Stúlkurnar sem keppa um titilinn fegurðardrottning Suðurlands. Frá Hrafnhildur, Hanna Valdís, Guðrún, Drífa og íris Björk. Fegurðarsamkeppni Suðurlands á Hótel Örk annað kvöld: HVER ER SÚ FALLEG- ASTA Á SUÐURLANDI? Fegurðarsamkeppni Suðurlands verður haldin á Hótel Örk á föstudagskvöldið. Alls taka sjö stúlkur þátt í keppninni að þessu sinni, en þetta er í sjötta sinn sem hún er haldin. Keppnin verður glæsileg að vanda, rétt eins og stúlkumar. Meðal skemmtiatriða á Örkinni annað kvöld má nefna Spaugstof- una, íslandsmeistaramir í S-am- erískum dönsum sýna hvað í þeim býr og fleira mætti nefna. Hljómsveit Geirmundar Valtýs- sonar mun leika fyrir dansi. Kynnir er Þorgeir Ástvaldsson. Stúlkumar sjö sem taka þátt í keppninni og keppa um titilinn fegurðardrottning Suðurlands em íris Björk Magnúsdóttir 19 ára, Selfossi, Guðrún Eiríksdótt- ir, 18 ára, Flúðum, Drífa Niku- lásdóttir 18 ára, Hellu, Hanna Valdís Garöarsdóttir, 19 ára, Hellu, Hrafnhildur Þorsteins- dóttir, 20 ára, Hveragerði, íris Böðvarsdóttir, 19 ára, Eyrar- bakka og Lára Erlingsdóttir, 23 ára, Hveragerði. —SBS, Selfossi. Milljarður fer til meðferðar og styrktar alkóhólistum á meðferðar- og stuðningsstofnunum: Meðferðarstaðir um 30 Skýrsla Hagfræðistofnunar Háskólans leiðir m.a. í Ijós að stofnanir og heimili sem eingöngu eru rekin til meðferðar og stuðnings við alkóhólista eru nú orðin 20 talsins, auk félagasamtaka sem að stór- um hluta snúast um sama markmið, beint eða óbeint. Útgjöld ríkis- ins og Reykjavíkurborgar til reksturs eða styrktar þessum stofnun- um nema orðið í kringum 1.000 milljónum króna á núverandi verð- lagi. En þá er sleppt mörg hundruð milljóna króna kostnaði vegna lækninga og ummönnunar alkóhólista á almennum sjúkrastofnun- um, vegna sjúkdóma sem ofdrykkja hefur valdið. Þótt nöfnin á þessum meðferðar- og styrktarstofnunum komi fæst ókunnuglega fyrir eyru, er samt sem áður sláandi að sjá þær allar upp- taldar á einum stað — þ.e. hve um- fang hinnar opinberu alkóhólista- starfsemi er orðið kostnaðarsamt og víðtækt. Eftirtaldar 9 meðferðar- stofnanir og vistheimili hafa yfir 285 rúmum að ráða (Ríkissp. 65, SÁÁ 120 og aðrar 100). Þess má geta að þetta er nánast sami rúmafjöldi og var á öllum deildum Borgarspítal- ans í Fossvogi 1990 (fjarlægar deild- ir þá ekki meðtaldar). Rekstrar- kostnaður þessara stofnana og heimila árið 1988 (reiknað á verð- lagi 1991) var um 538 milljónir kr., eða um 5.200 krónur á dag hvert rúm að meðatlali. Skýrsla Hagfræðideildar segir þessi stuðningsheimili fyrir áfengissjúklinga rekin af ýmsum líknarfélögum sem kosta rekstur- inn með söfnunarfé og styrkjum. Hér aö framan eru aðeins taldir rekstrarstyrkir Reykjavíkurborgar með starfseminni. Göngudeild SÁÁ er rekin með styrktarfé ríkis og borgar. Varðandi Vernd og Kvennaathvarfið er hér talinn helmingur þeirra styrkja sem þessi samtök njóta frá ríki og borg. Rök skýrsluhöfunda eru þau, að hjá þeim sem leita aðstoð- ar Kvennaathvarfsins sé um áfengisvanda sé að ræða í u.þ.b. helmingi tilvika, þ.e. þeirra sem aðstoðar leita, sambýlisaðila eða hjá þeim báðum. Nokkuð svipað á við um Vernd. Varðandi beina fjárhagsaðstoð Reykjavíkurborgar kemur fram að áfengissýki var af- gerandi vandi hjá tæplega fjórð- ungi þeirra 2.435 einstaklinga og fjölskyldna yngri en 67 ára sem Meðferðarstofnanir og vistheimili: RÍKISSPÍTALAR: Afvötnunardeild 33 A Göngudeild 32 E Vífilsstaðir Gunnarsholt Samtals 187 millj. Vogur Sogn Staðarfell Samtals 257 millj. AÐRAR STOFNANIR: Hlaðgerðarkot Víðineshæli Samtals 94 millj. Félagsleg aðstoð REYKJA VÍKURBORG: Gistisk. Þinghstr. 25 Dagvist Þinghstr. 25 Áfangast. kv. Amtmannsst. Samtals 20 millj. &/G4. Göngudeild Samtals 37 millj. leituðu aðstoðar Félagsmálastofn- unar borgarinnar árið 1987. Vart nokkur liður hefur hækkað meira en þessi á síðustu árum, eða um STUÐNINGSHEIMILI (styrkir) Skjöldur Ránargötu Risið Stangarholti Þrepið Laugarásv. Sporið Barónsstíg Takmarkið Barónsst. Samhjálp Hvítasm. Dyngjan Snekkjuv. Krossinn Álfhólsvegi Samtals 12 millj. ÓBEIN STUÐNHEIMILI (styrk- ir) Vernd (50%) Kvennaathvarf (50%) Samtals 7 milij. FJÁRHA GSADS TOÐ Aðst. R.borgar 53 millj. Aðst. stéttarfél. 8 millj. Sjúkradaggjöld 39 millj. Örorkulífeyrir 228 millj. 80% frá 1985- 89, miðað við fast verðlag. Síðara árið námu þessir beinu styrkir jafnvirði 71 milljón- ar kr. á verðlagi 1991. Áfengissjúklingar fá greidda sjúkradagpeninga á meðan á með- ferð stendur. Vitnað er til Sjúkra- samlags Reykjavíkur um það að a.m.k. 25% ailra greiddra sjúkra- dagpeninga hafi farið til áfengis- sjúklinga. Stéttarfélög greiða einnig sjúkrastyrki til félags- manna sinna sem fara í meðferð. Um örorkulífeyri og styrki er vís- að til Öryrkjabandalagsins, sem segir a.m.k. 10% allra slíkra greiðslna Tryggingastofnunar rík- isins megi merkja neyslu áfengis. Með öðrum orðum, a.m.k. 10. hver öryrki undir 67 ára aldri er það vegna áfengisneyslu. Þá er bent á að flest barnavernd- armál sem koma á borð Félags- málastofnunar tengjast áfengis- neyslu á einhvern hátt. Kostnaði af þeim sökum sé þó alveg sleppt í þessum útreikningum vegna þess hve erfitt sé að fá haldgóðar upp- lýsingar. Hér hefur aðeins verið sundur- greindur lítill hluti þeirra u.þ.b. 6 milljarða króna sem talið er að áfengisneysla landsmanna kosti þjóðfélagið og þá að ótöldum beinum útgjöldum neytendanna sjálfra. - HEI

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.